Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 40

Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 FYRSTI SUNNUDAGUR I AÐVENTU Nýtt altari vígt við hátíðar- messu í Neskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 27. nóvember, verður að venju að- ventuhátíð í Neskirkju og má segja að allan daginn frá morgni til kvölds verði eitthvað um að vera í helgi- og samkomuhaldi. Bömin hittast í kirkjunni eins og venjulega klukkan ellefu, en stundu áður að minnsta kosti mæta ýmis þeirra til að lita og föndra í safnaðarheimilinu. Söngv- ar, sögur, fræðsla og helgileikur verða meðal efnis þennan morgun. Nýtt altari vígt Klukkan 14 hefst hátíðarmessa í kirkjunni. Þá verður nýtt altari vígt. Formaður sóknarnefndar, Guðmundur Magnússon prófessor mun flytja stólræðu. Sóknarprest- amir þjóna fyrir altari, kór kirkj- unnar syngur undir stjóm organ- istans Reynis Jónassonar, Lovísa Fjeldsteð leikur á selló og Inga Backmann syngur einsöng. Klukkan 17 hefst aðventusam- koma í kirkjunni. Pétur Guðmund- arson flytur ávarp. Ræðumaður verður dr. Gunnlaugur A. Jónsson. Kór Melaskóla syngur undir stjóm Helgu Gunnarsdóttur og kirkjukór Neskirkju flytur þrjú lög. Steingrímur Þórhallsson (píanó), Snorri Heimisson (flauta), Stefán R. Höskuldsson (flauta) og Sigurgeir Agnarsson (selló) flytja tónverkið, Lag fyrir ljúfan svefn, eftir Steingrím. Þá mun Finnur Bjarnason syngja einsöng við undirleik Reyn- is Jónassonar. Að auki verður or- gelleikur og almennur söngur. Lokaorð flytur séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Kirkjudagur og aðventuhátíð Grensáskirkju MESSA og aðventuhátíð verður í nýju kirkjubyggingunni í Grensás- sókn sunnudaginn 27. nóvember kl. 14. Sóknarpresturinn, sr. Hall- dór S. Gröndal og sr. Kjartan Öm Sigurbjömsson, annast helgihald- ið. Formaður sóknamefndar, Ás- geir Hallsson, flytur ávarp. Kirkjukór Grensáskirkju, barnakór og kammerkór ungs fólks, einnir úr Grensáskirkju, annast söng, en strengjasveit Grensáskirkju, ásamt Bemharði Wilkinson og Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikurum, aðstoða. Stjórn- endur em Ámi Aribjarnarson og Margrét Pálmadóttir. Arkitekt og kirkjusmiðir til viðtals Að lokinni messu gefst fólki tækifæri að skoða nýbygginguna, ræða við arkitektinn Jósef Reynis, kirkjusmiðina og sóknarnefndar- menn. Síðan verður gengið í safnaðarheimilið, en þar heldur aðventuhátíðin áfram og gestir geta fengið veitingar í boði sókn- amefndarinnar. Aðventusam- koma í Breið- holtskirkju HIN árlega aðventusamkoma Breiðholtssafnaðar verður haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd á morg- un, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 20.30. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá: Kór Breiðholtskirkju flytur aðventu- og jólasöngva undir stjórn Daníels Jónassonar. Erna Guðmundsdóttir syngur einsöng. Barnakór Breiðholtskirkju syngur undir stjóm Árnýjar Albertsdótt- ur. Ferminbarbörn flytja helgileik og Halia Jónsdóttir kennari flytur aðventuhugleiðingu. Samkomunni lýkur með helgistund við kertaljós. Að samkomunni Iokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu á vegum Kvenfélags Breiðholts, en félagið hefur alla tíð stutt safnað- arstarfið og kirkjubygginguna af miklum dugnaði og raunsnarskap. Má í því sambandi geta þess að félagið hefur látið útbúa jólakort sem seld verða á næstu vikum til styrktar kirkjunni. Einnig munu fermingarbörn selja friðarkerti til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkj- unnar og Kristniboðsalmanakið til styrktar starfi Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Kirkjudagur og aðventuhátíð í Bústaðakirkju FYRSTI sunnudagur í aðventu er kirkjudagur í Bústaðakirkju og þá er einnig minnst vígsludags kirkj- unnar sem var þennan dag árið 1971. Fyrsta sunnudag í aðventu ber nú upp á 27. nóvember. Barna- guðsþjónusta verður kl. 11 árdegis og hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Pálmi Matthíasson messar. Bjöllu- kór Bústaðakirkju leikur í mess- unni. Eftir guðsþjónustu verður kaffisala í safnaðarheimilinu. Aðventuhátíð verður um kvöldið og hefst hún kl. 20.30. Ræðumað- ur kvöldsins verður Ólafur Ragn- arsson bókaútgefandi. Að venju verður vandað til tónlistarflutn- ings. Bamakór kirkjunnar syngur ásamt yngri bjöllukór undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur. Gréta Bents- dóttir syngur einsöng. Hanna Björk Guðjónsdóttir og Ingunn Ósk Sturludóttir syngja tvísöng. Kirkjukórinn, ásamt 20 manna hljómsveit úr Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar, syngur innlend og er- lend jólalög. Stjóm og útsetningar em í höndum Guðna Þ. Guðmunds- sonar organista. í lokin verður kveikt á kertum. Aðventusam- vera í Kópa- vogskirkju KÁRSNESSÓKN heldur árlegu aðventuhátíð fyrsta sunnudag í aðventu þann 27. nóvember kl. 16. Efnisskráin verður fjölbreytt að vanda, m.a. syngur Kór Kópavogs- kirkju og leiðir safnaðarsöng und- ir stjóm Arnar Falkners organista. Ragnheiður Guðmundsdóttir flyt- ur hugleiðingu og börn úr TTT- starfi Kópavogskirkju syngja. Monika Abendroth leikur á hörpu og kvartett Kópavogskirkju syng- ur. Ræðumaður er íris Marelsdótt- ir formaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Þá mun Skólakór Kársness syngja undir stjóm Þór- unnar Bjömsdóttur kórstjóra og við undirleik Moniku Abendroth á hörpu. Aðventuhátíðinni lýkur með ritningarlestri, bæn, blessun og almennum söng. Kaffisala þjónustudeildar Kárs- nessóknar verður í Safnaðar- heimilinu Borgum að lokinni að- ventusamvem. Upphaf að- ventu í Garða- kirkju FYRSTA sunnudag í aðventu verður í Garðakirkju aðventuguðs- þjónusta kl. 14. Þetta er jafnframt kirkjudagur Kvenfélags Garða- bæjar. Formaður félagsins, frú Særún Sigurgeirsdóttir, mun tendra fyrsta ljósið í aðventukert- astjaka sem kvenfélagið gaf kirkj- unni. Brynhildur Sigurðardóttir djáknanemi prédikar og konur annast ritningarlestur og bæna- gjörð. Anna Pálína Ámadóttir mun syngja við undirleik Gunnars Gunnarssonar og Kór Garðakirkju syngur undir stjórn Ferenc Ut- assy. Benedikt Bjömsson formað- ur sóknamefndar flytur ávarp og bæn. Við þessa athöfn mun þess einn- ig minnst að á þessu ári era 100 ár liðin frá láti sr. Helga Hálf- dánarsonar lektors og sálma- skálds, en hann var prestur í Görð- um á síðustu öld. Sálmar hans verða sungnir. Að lokinni kirkjuathöfn mun Kvenfélag Garðabæjar selja kaffi- veitingar í samkomuhúsinu í Garðaholti. Kirkjudagur Árbæjarsafn- aðar HINN árlegi kirkjudagurÁrbæjar- safnaðar verður haldinn í Árbæjar- kirkju sunnudaginn 27. nóvember sem er 1. sunnudagur í aðventu. Dagskrá kirkjudagsins verður með hefðbundnum hætti. Kl. 11 um morguninn verður barnaguðs- þjónusta í Árbæjarkirkju þar sem foreldrar, afar og ömmur em boð- in velkomin með bömunum. Þess má geta að böm úr tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar munu koma í stundina með hljóðfæri sin og spila nokkur lög og 6 ára böm úr Barnakór Árbæjarsóknar syngja. Kl. 14 verður síðan guðs- þjónusta fyrir alla fjölskylduna í kirkjunni. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbama og for- eldra þeirra í guðsþjónustunni. Að lokinni guðsþjónustu kl. 15 verður síðan kaffisala Kvenfélags Árbæjarsóknar í safnaðarheimili kirkjunnar, hafa konur í kvenfé- laginu bakað veislukökur fyrir þennan dag. Auk kaffisölunnar verður efnt til skyndihappdrættis með íjölmörgum vinningum. Ágóði af happdrættinu rennur í líknar- sjóð Kvenfélags Árbæjarsóknar sem úthlutar úr honum fyrir jólin til þeirra sem eiga um sárt að binda. Er fólk hvatt til að kaupa miða í þessu happdrætti og styrkja þannig gott málefni. Sigurbjörn Ein- arsson á að- ventukvöldi í Dómkirkjunni KIRKJKUNEFND kvenna stendur að vanda fyrir aðventukvöldi fyrsta sunnudag í aðventu kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins er dr. Sigurbjöm Einarsson biskup. Kór Vesturbæjarskólans syngur með Dómkórnum Quempassöng, söng fjárhirðanna, af ýmsum stöð- um í kirkjunni og báðir kórarnir syngja þekkta og nýja söngva. Stjórnendur kóranna eru Sesselja Kristjánsdóttir og Marteinn H. Friðriksson sem einnig leikur á orgel kirkjunnar. Stúlkur úr æsku- lýðsstarfmu flytja að lokum helgi- leik. Að morgninum kl. 11 er að venju messa, þar sem sr. Jakob Hjálmarsson messar og sömuleiðis er bænaguðsþjónusta kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11 og í Vesturbæjarskóla kl. 13. Börn úr tónlistarskólum koma í heimsókn alla laugardaga að- ventunnar kl. 17.30 og kl. 18 á laugardögum verður kyrrðar- stund, í fyrsta sinn í dag, 26. nóv- ember, fram að jólum. Aðventuhátíð í Langholtskirkju AÐ VENJU er efnt til veglegrar hátíðar í Langholtskirkju fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvem- ber. Kl. 11 er hinum eldri boðið til messu, hinum yngri til sunnudaga- skólans. Tónleikar Lúðrasveitar- innar Svans heijast kl. 17 undir stjórn Haraldar Á. Haraldssonar. Hátíðardagskráin hefst svo kl. 20 og setur Guðmundur E. Pálsson formaður sóknarnefndar hátíðina. Nemendur úr Kórskóla Langholts- kirkju flytja Lúsíuleik undir stjóm kennara sinna, Helgu Bjargar Svansdóttur tónmenntakennara og Signýjar. Sæmundsdóttur ópemsöngkonu. Æskulýðsfélagar Langholts- kirkju flytja leikritið Söguna um fóðurinn. Æskulýðsfulltrúi kirkj- unnar, Haukur Jónasson, ásamt aðstoðarfólki sínu, leiðir hópinn. Ræðumaður kvöldsins er Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra. Kór Langholtskirkju flytur aðventu- og jólalög undir stjórn Jóns Stefánssonar. Helgistund í umsjón sóknarprests, sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar, og almennur söngur. Að lokinni dagskrá er kaffísala Kvenfélags Langholts- sóknar. Æskulýðsfélagar bjóða kerti Hjálparstofnunar kirkjunnar til sölu. Aðventusam- koma í Fella- og Hólakirkju AÐ KVELDI fyrsta sunnudags í aðventu, 27. nóvember, kl. 20 verður að vanda aðventusamkoma í Fella- og Hólakirkju. Eins og undanfarin ár verður dagskráin fjölbreytt og til hennar vandað. Hugvekju flytur Halla Jónsdóttir hugmyndasagnfræð- ingur. Kirkjukór Fella- og Hóla- kirkju syngur, einnig mun bama- kór kirkjunnar syngja. Stjómandi er Lenka Mátéová organisti. Þá mun kvennakór syngja undir stjóm Ragnheiðar Guðmundsdótt- ur. Kristín Sigurðardóttir syngur einsöng. Þá má nefna upplestur og prestamir leggja sitt af mörk- um með flutningi Guðs orðs og bæn. Og vitanlega verður mikill almennur söngur. í lok athafnar tendra allir jólaljós. Á eftir gefst kirkjugestum kost- ur á léttum veitingum. Hátíðisdagur í Víðistaðasókn ALLT frá því að kapella Víðistaða- sóknar í Hrafnistu var vígð fyrsta sunnudag í aðventu 1977 hefur sá dagur verið sérstakur hátíðis- dagur í söfnuðinum. Svo verður eins í ár. Barnaguðsþjónusta verður að venju kl. 11, en kl. 14 verður hátíð- arguðsþjónusta. Að henni lokinni mun Systrafélag Víðistaðasóknar sjá um að þeir sem þess-óska geti notið þess að fá sér aðventukaffi og þá verður einnig jólabasar fé- lagsins. Menn geta að sjálfsögðu fengið sér kaffísopa að lokinni aðventusamkomu sem hefst kl. 20.30. Þar verður að venju fjölbreytt dagskrá, þar sem herra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup flytur ræðu kvöldsins. Kór Víðistaða- sóknar syngur undir stjóm organ- istans, Ulriks Ólafsonar, en hann mun einnig, ásamt Szymon Kuran, flytja sónötu eftir Vivaldi. Einnig mun Guðbjörg Arnardóttir túlka í dansi helgan texta og Lúsía ásamt þernum sínum kemur í heimsókn. Aðventuhátíð í Seltjarnarnes- kirkju FYRSTI sunnudagur í aðventu verður haldinn hátíðlegur í Sel- tjarnarneskirkju eins og undanfar- in ár. Hátíðin hefst með guðsþjón- ustu kl. 11, en þá ganga ferming- arbörnin inn í kirkjuna með kerta- ljós og kveikt verður á fyrsta kert- inu á aðventukransinum. Um kvöldið verður síðan að- ventuhátíð, þar sem kirkjukórinn syngur kafla úr Jólaóratóríu eftir Saint-Saens og bamakórinn syng- ur jólalög undir stjóm organistans Vlera Gulazslovu. Þá kemur gospelkórinn, sem Vlera stjómar í heimsókn og syngur nokkur lög en gospelkórinn vakti mikla at- hygli í messu sem haldin var á Eiðistorgi í kirkjuvikunni í haust. Selkórinn mun líka syngja kafla úr sálumessu eftir Gabríel Fauré, en aðalræðumaður kvöldsins verð- ur Haraldur Ólafsson lektor við Háskóla íslands. Aðventuhátíðinni lýkur með helgistund, þar sem kertaljós verða tendmð og undirbúningur jólanna verður formlega helgaður. Að stundinni í kirkjunni lokinni býður uppbúið veisluborð í safnaðarheim- ilinu, en þar gefst fólki tækifæri til að styrkja orgelsjóðinn. Aðventusam- koma í Digra- neskirkju FYRSTA aðventusamkoman í Digraneskirkju verður sunnudag- inn 27. nóvember kl. 20.30. Þegar aðventuljósið hefur verið tendrað syngur Kór Digranes- kirkju undir stjóm Smára Olason- ar, Salóme Þorkelsdóttir forseti Alþingis flytur ræðu, Kór Snæ- landsskóla syngur jólalög undir stjóm Soffíu Vagnsdóttur, Ingi- mar Erlendur Sigurðsson skáld flytur eigin ljóð, Gunnar Kvaran leikur á selló, Guðrún Lóa Jóns- dóttir, sópran, og Sigríður Sævars- dóttir, alt, syngja einsöng við und- irleik Smára Olasonar. Þorbjörg Daníelsdóttir, formað- ur sóknarnefndar, setur samko- muna og endað verður með helgi- stund með almennum söng. Aðventuhátíð í Grafarvogs- kirkju HIN árlega aðventuhátíð Grafar- vogskirkju verður haldin næst- komandi sunnudag kl. -20.30. Eins og ávallt áður verður dagskrá kvöldsins fjölbreytt og vönduð. Kirkjukórinn mun flytja að- ventulög undir stjóm Bjama Þórs Jónatanssonar, organista. Barna- kórinn syngur með kirkjukórnum en stjórnandi hans er Áslaug Berg- steinsdóttir. Einsöngvari í þetta sinn er óperusöngkonan Ingibjörg Marteinsdóttir. Wilma Young, tón- listarkennari við Tónlistarskóla Grafarvogs, leikur einleik á fiðlu og nemar út Tónlistarskólanum leika. Aðventuhátíðin hefst með inn- göngu fermingarbama sem tendra aðventuljósin og flytja helgileik. Hátíðinni lýkur með því að kirkju- gestir munu leggja leið sína upp í aðalsal Grafarvogskirkju og syngja við kertaljós sálminn: Bjart er yfir Betlehem.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.