Morgunblaðið - 26.11.1994, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 45
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Kynferðislegt
ofbeldi
Frá Stefáni Edelstein:
UM HELGINA kom sú frétt í fjöl-
miðlum að 17 ára stúlka hefði verið
rotuð og henni nauðgað af tveimur
karlmönnum. Atburðurinn átti sér
stað á Laugaveginum inn í húsa-
sundi og leið nokkur tími þangað
til stúlkan gat leitað ásjár hjá mið-
bæjarlögreglu.
Hvað er að gerast í Reykjavík eða
raunar á íslandi yfirleitt? Er nauðg-
un orðin vikulegur eða jafnvel dag-
legur afburður? Er þetta litla samfé-
lag orðið keppinautur erlendu stór-
borganna f ofbeldis- og ódæðisverk-
um? Er það orðið svo að kvenfólk
getur ekki farið ferða sinna jafnvel
um Laugaveginn að nóttu til á leið
heim til sín án þess að eiga á hættu
að vera nauðgað? Er það orðið eðli-
legt að það þurfí að kenna konum
sjálfsvöm á námskeiðum svo þær
geti varið sig fyrir fólskulegum
árásum misindismanna?
Umræðan um þessa alvarlegu
glæpi og aðra ofbeldisglæpi svo sem
fólskulegar tilefnislausar árásir og
líkamsmeiðingar er rétt að byrja.
Toppurinn á ískjakanum er í þann
veginn að koma í ljós. Við getum
kvatt ísland friðsældar og hreinleika
og verðum að takast á við öll þau
vandamál sem milljónaþjóðirnar
glíma við: Ofbeldi, fíkniefni, skipu-
lagða glæpastarfsemi o.s.frv.
Pjársvelti
Stofnanir á boð við Kvennaat-
hvarf, Stígamót o.fl. hafa séð dags-
ins ljós og vinna ómetanlegt starf
við erfið skilyrði. Eitt eiga þær allar
sameiginlegt, þær búa við fjár-
svelti. Það í sjálfu sér er skammar-
blettur á þjóðinni, fyrst og fremst
á íjárveitingavaldinu. Þessar stofn-
anir þarf að styrkja mjög, bæði með
opinberu fé og fijálsum framlögum.
En margt fleira þarf til. Hvað
með refsilöggjöfina? Hvað með dóm-
skerfíð? Við erum langt á eftir í
þessum málum miðað við nágranna-
löndin. Eigum við e.t.v. eftir að lesa
Áðventan
Frá Einari Ingva Magnússyni:
AÐVENTAN nálgast þegar bréf
þetta er fært í letur. Tími undirbún-
ings fyrir komu frelsarans í heim-
inn. Nú er senn aðventa tvennum
skilningi. Ann-
ars vegar hinn
vanalegi undir-
búningur fyrir
jólahátíðina, —
minningin um
komu Jesú
Krists í heiminn
fyrir um tvö þús-
und árum. Hins
vegar sú að-
venta, þegar vér
kristnir menn væntum endurkomu
hans, eins og hann gaf fyrirheit um,
þegar hann dvaldi hér á jörð á
meðal lærisveina sinna. Það er því
vel við hæfi þegar aðventan er að
heijast, að leiða hugann að þeim
orðum Páls postula, þegar hann
sagði: „Lífinu sem ég lifi nú hér á
jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem
elskaði mig og lagði sjálfan sig í
sölurnar fyrir mig.“ (Galatabréfið
2:20). Og áfram vitnar Páll með
stórfenglegum orðum, hveijum líf
hans er tileinkað, þegar hann skrif-
ar til bræðranna í Filippí þessi orð
sem sérhver kristinn maður ætti
að hafa eftir á aðventunni og hljóða
svo: „Því að lífið er mér Kristur og
dauðinn ávinningur." (Filíppíbréfið
1:21) Mættu hve flestir taka undir
þau heilnæmu orð. Geymum þau
vel í hjörtum vorum á meðan vér
bíðum endurkomu Drottins.
EINARINGVIMAGNÚSSON,
Heiðargerði 35, Reykjavík.
að nokkrum vikum eða mánuðum
liðnum, ef þessir nauðgarar á
Laugavéginum nást á annað borð,
áð þeir hafi hlotið dórh, e.t.v. skil-
orðsbundinn að hluta, 6 til 8 mán-
uði?
Hvar er réttlætiskenndin og sið-
gæðið þegar slíkir dómar eru felldir?
Það þarf að þyngja þessa dóma
verulega og nýta sér þær lagaheim-
ildir sem fyrir hendi eru.
Nauðgun er stórglæpur
í Bandaríkjunum er framleitt
mikið af ofbeldismyndum, _ mynd-
böndum og tölvuleikjum. í sama
landi er þó litið á glæpi á borð við
nauðganir mjög alvarlegum augum.
Þar eru dómar mun harðari og
menn sitja mun lengur inni fyrir
slíka glæpi.
Nauðgun er stórglæpur og eru
fórnarlömb nauðgara oft að reyna
að vinna úr sínum vandamálum
árum saman og örugglega er í
mörgum tilfellum aldrei hægt að
sættast við það mannréttindabrot
sem hefur átt sér stað.
Ég vona að umræðan um þessi
voðaverk haldi áfram af ennþá meiri
krafti en hingað til. Einnig að stofn-
anir sem vinna með fórnarlömb of-
beldismanna fái brautargengi í
þessu samfélagi bæði frá opinberum
aðilum og frá almenningi. Að síð-
ustu vona ég að löggjafinn og dóm-
skerfið taki á þessum málum á líkan
hátt og gert er í löndunum í kring-
um okkur.
STEFÁN EDELSTEIN,
skólastjóri.
B B
u
LÁRUS I
hómópati
Lárus hómópati
er þekktastur fyrir náttúru-
lækningar sínar. Hann beitti
óhefðbundnum aðferðum
svo lærðir læknar urðu
honum andsnúnir. Hann var
elskaður af alþýðu en litinn
hornauga af yfirvöldum.
Lárus lagði áherslu á margt
sem nú þykir sjálfsagt;
hreinlæti, útiveru, hreyf-
ingu og hollt mataræði.
Falleg bók um sigra
og ósigra ógleymanlegs
Guðrún P. Helcadóttir
er landsþekkt fyrir rit-
störf sín. Hún ritar
sögu Lárusar af þekk-
ingu og innsæi, enda
dótturdóttir hómó-
patans. Gu&rún er
I fyrrverandi skóla-
stjóri Kvennaskólans
I í Reykjavík.
skerpla
Suðurlamlsbraut 10 108 Rcykjavík
>^j Slmi 91-681225 Fax 91-681224 ^
Tröllvaxinn vinningur framundan!
Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag.
Landsleikurinn okkar!