Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Doktor í sálfræði
HALLDÓR Kr. Júlíus-
son, sálfræðingur,
varði doktorsritgerð í
þróunarsálfræði við
ríkisháskóla Alabama
í Birmingham í
Bandaríkjunum 23.
nóvember sl.
Ritgerðin nefnist:
„Social Interactions
and Social Support in
Divorced and Married
Families with 6-12
Year Old Children“ og
byggist á rannsókn á
271 bandarískri mið-
stéttarfjölskyldu.
Meginviðfangsefní
rannsóknarinnar eru
dagleg'félagsleg samskipti í fjöl-
skyldum giftra foreldra og fjöl-
skyldum einstæðra fráskilinna
mæðra með börn á skólaaldri. Það
kom á óvart að félagsleg sam-
skipti barna við foreldra reyndust
sambærileg í fjölskyldum ein-
stæðra mæðra og fjölskyldum
giftra foreldra, en samskipti barna
við einstæða móður voru jafn mik-
il og samskipti bama við báða
foreldra saman í fjölskyldum
giftra foreldra. Engin
langtímaáhrif vegna
skilnaðar komu fram
í vitsmunaþroska eða
félagslegri hegðun
barna einstæðra, frá-
skilinna mæðra. Leið-
beinandi var dr. Shar-
on L. Ramey, prófess-
or við ríkisháskóla
Alabama í Birming-
ham og forstjóri Civit-
an International Rese-
arch Center í sömu
borg.
Halldór Kr. Júlíus-
son fæddist í Reykja-
vík 2. desember 1948,
sonur Kristínar Símon-
ardóttur ræstingarkonu og Júlíusar
Halldórssonar vélstjóra. Halldór
útskrifaðist frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1969 og lauk magister-
prófi í sálfræði frá Kaupmanna-
hafnarháskóla 1982. Halldór var
forstöðumaður Sólheima í Gríms-
nesi frá 1983-1989 og hefur verið
framkvæmdastjóri Sólheima frá
1993. Halldór er giftur Ólínu Guð-
mundsdóttir hjúkrunarfræðingi og
eiga þau þijár dætur.
Dr. Halldór Kr.
Júlíusson
Tannverndarráð
ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum
/Q jóladagatöl
K J án sælgætis
Rannsóknarráð Islands
heldur ársfund sinn miðvikudaginn 30. nóvember 1994
í aðalsal Háskólabíós.
Ársfundurinn markar einnig starfsskil Vísindaráös og
Rannsóknaráðs ríkisins.
Fundurinn verður settur stundvíslega kl. 13.30
að viðstöddum forseta íslands.
Dagskrá:
13:00 Afhending ársskýrslu og gagna.
13:30 Setning ársfundar - próf. Sigmundur Guðbjarnason,
formaður Rannsóknarráðs íslands.
13:35 Ávarp menntamálaráðherra - Ólafs G. Einarssonar.
13:50 Átímamótum:
Frá vísindaráði - dr. Jóhannes Nordal, fv. formaður.
Frá Rannsóknaráði ríkisins - Pétur Stefánsson,
fv. formaður.
Til Rannsóknaráðs íslands
- próf. Sigmundur Guðbjarnason, formaður.
í breyttu alþjóðaumhverfi
- dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri.
15:00 Forseti íslands afhendir Hvatningarverðlaun
Rannsóknarráðs íslands 1994.
15.15 KAFFIHLÉ.
15:40 „Að treysta stoðirnar“:
- Menningin - próf. Vésteinn Ólason,
bókmenntafræðingur.
- Mannauðurinn - próf. Bogi Andersen, læknir.
- Nýting hafsins - Ólafur Halldórsson,
fiskifræðingur/framkvæmdastjóri.
- Atvinnuvegirnir - Friðrik Pálsson, forstjóri SH.
17:00 Fundarslit.
Fundurinn er öllum opinn.
blabib
- kjarni málsins!
Sjábu hlutina í víbara samhengi!
IDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Ekki búið vel að
börnunum
EMMA Þorsteinsdóttir
hringdi til Velvakanda og
sagði að hún fylgdi oft sex
ára sonarsyni sínum í
Austurbæjarskóla á
morgnana. Hún vildi vekja
athygli á því að það væri
sama hvernig viðraði,
skólinn væri ekki opnaður
fyrir börnin fyrr en á þeirri
mínútu sem kennsla byij-
aði. í frostunum um dag-
inn var þeim ekki hleypt
inn fyrr en á síðustu mín-
útu, og það sem verra var
einnig í rokinu og rigning-
unni sem var ekki alls fyr-
ir löngu. Þá máttu þessi
greyhíma úti í slagviðrinu,
blaut og hrakin. Vörður
stóð við dymar og sagði
aðspurður að hann hefði
ekki heimild til að hleypa
börnunum inn fyrr en
kennari væri kominn.
Þetta er að sjálfsögðu
ekki nógu gott.
Frábær
þjónusta
ANNA hringdi til að þakka
frábæra þjónustu sem hún
fékk í versluninni Tóna-
flóði við Háaleitisbraut.
Hún var að leita að
ákveðnu lagi sem hún
hafði heyrt í útvarpi en
vissi engin deili á. Af-
greiðslumaðurinn gaf sér
góðan tíma til að hafa upp
á þessu lagi og tókst það
og fyrir það vill hún þakka.
Framköllunar-
þjónusta Pennans
VIÐSKIPTAVINUR
framköllunarþjónustu
Pennans hringdi og vildi
lýsa yfír ánægju sinni með
þjónustuna og verðlagið á
framköllun. Sagðist hann
hafa verið með átta filmur
í fóram sínum sem hann
hefði ekki geta framkallað
fyrr en nú vegna of mikils
verðlags. Sagði hann það
einnig gott framtak að
hægt væri að fá filmurnar
sendar heim og þá ekki
síst í ljósi þess að margir
ættu ekki heimangengt.
Tapað/fundið
Peysa fannst
HANDPRJÓNUÐ tvflit
peysa með norsku mynstri
á 3-4ra ára fannst við
Framnesvegi 59 fyrir
u.þ.b. mánuði. Upplýs-
ingar í síma 622142.
Barnaútigalli
fannst
BARNAÚTIGALLI fannst
á Laufásvegi. Uppl. er
hægt að fá hjá Ernu í síma
10499.
Farsi
„l/íð ViljunucÁ lögfrjciinQurinn/ okJcor
ólcemi, kökurUL-"
SKÁK
Umsjón Margcir
Pétursson
ÞESSI staða kom upp ^ á
unglingameistaramóti fs-
lands um daginn. Pétur
Veigar Pétursson frá
Húsavík var með hvítt, en
Guðjón Valgarðsson, níu
ára, var með svart og átti
leik. Hvítur hafði drepið á
peð svarts með drottning-
unni og hún er úr leik á
drottningarvæng.
« b c d • t
22. - Rxf3! (miklu betra
en 22. - Rxh3 því nú hótar
svartur máti) 23. Hxf3 -
Hxf3, 24. gxf3 - Dxf3+,
25. Kgl - Df2+, 26. Khl
- Hf3 (teflir upp á mát) 27.
Dfl? (Alger örvænting, en
eftir 27. Dc8+ - Kh7, 28.
Dxe6 - Dh4 er svartur einn-
ig með unnið tafl. Nú gæti
Guðjón farið út í gjörannið
endatafl, en vill frekar
máta.) 27. - De3!, 28. Dgl
- Hxh3+, 29. Kg2 - Hg3+?
(hann gat mátað strax. Það
á ekki að pína andstæðing-
inn að óþörfu) 30. Kh2 -
Hh3+, 31. Kg2 - Df3 mát.
Guðjón, sem aðeins
er níu ára, vakti fyrst
athygli þegar hann
sigraði á mótinu í
Háskólabíói sem bar
heitið „Leitin að
Bobby Fischer".
Þetta er fyrsta en
örugglega ekki síð-
asta skák hans sem
birtist í skákhorninu.
Disney-mótið fyr-
ir 14 ára og yngri fer
fram í dag í Skákmið-
stöðinni við Faxafen.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJI hélt sig skrifa heldur
meinleysislega frásögn af því
fyrir nokkru, að hans máltilfinning
segði honum að það væri rangt að
kalla gula kynstofninn „mongólíta",
og hann tæki orðið „mongóla“ fram
yfir. Heimir Pálsson, deildarstjóri
Námsgagnastofnunar er greinilega
ekki sömu skoðunar, því í bréfi til
blaðsins í gær, fer hann nokkuð
dómhörðum orðum um þessi tilskrif
Víkveija, sem Víkveiji ætlar ekki
að svara efnislega, heldur aðeins
að leirétta þær rangfærslur sem
fram koma í bréfi deildarstjórans.
xxx
AÐ ER einu sinni svo, að Vík-
veiji getur ekki fallist á, að
það sé í kot vísað, að notast við
heimildarit eins og Alfræðiorðabók-
ina. Það gerir Víkveiji oft og iðu-
lega og telur hana til hinna ágæt-
ustu heimildarita. En þar sem
Heimir segir m.a. í bréfi sínu til
blaðsins í gær: „Eina heimildarrit
sem blaðamanninum hugsaðist að
fletta upp í er Alfræðiorðabókin.
Þar hefur verið valinn sá kostur að
tengja annað orðið við erfðasjúk-
dóminn, þó aðeins í samsetningunni
„mongólítagervi“,“ getur Víkveiji
ekki látið hjá líða að benda deildar-
stjóranum á að þama fer hann með
rangt mál.
XXX
A
ABLS. 520 í Alfræðiorðabókinni
stendur orðrétt, meðal skýr-
inga á „mongólítagervi“: „Meðalævi
mongóIíta(leturbreyting Víkveija)
er stutt“. Jafnframt vill Víkveiji
svona rétt skjóta því að, þar sem
hann starfar samkvæmt mati deild-
arstjórans eftir „siðareglum lastar-
ans“, benda Heimi á, að „eina heim-
ildarrit sem blaðamanninum hugs-
aðist ..." hljómar mjög ambögulega
í eyrum Víkveija. Víkveiji hefði
talið eðlilegra, að deildarstjórinn
hefði notað ákveðinn greini á eftir
„eina“, auk þess sem Víkveija
finnst það hljóma, sem uppskrúfað
deildarstjóramál, að segja, að ekki
sé talað um skrifa: „hugsaðist".
Hvað er athugavert við hið ágæta
orð: „hugkvæmdist"?
xxx
AUK ÞESS er það líka rangt
hjá Heimi þessum, að eina
heimildarritið, sem Víkveija hug-
kvæmdist að fletta upp í, hafí verið
Alfræðiorðabókin. Önnur bók, ágæt
að mati Víkveija, ber titilinn Ensk-
íslensk orðabók, og kom út hjá sama
forlagi og hin fyrmefnda, hjá Emi
og Örlygi, bara ári síðar, 1991.
Víkveiji fletti upp í þeirri bók, og
á bls. 661, er fyrsta skýringin sem
gefin er á nafnorðinu „Mongolian"
þessi: „mongólska". Önnur skýring
er gefín: „mongóli, maður af hinum
mongólska kynstofni". Þriðja skýr-
ing er loks þessi: „Mongólíumaður,
Mongólíubúi". Mongoloid er hins
vegar sagður bæði vera maður af
hinum mongólska kynstofni og
mongólíti.
xxx
OKS VILL Víkverji benda
Heimi Pálssyni á þá sjálfsögðu
og eðlilegu vinnureglu, sem a.m.k.
Morgunblaðið uppáleggur blaða-
mönnum sínum að ástunda - þ.e.
að gera mönnum ekki upp skoðan-
ir, eða leggja mönnum ósögð orð í
munn. Víkveiji sagði aldrei: „Telur
hann alla aðra málnotkun til marks
um ótrúlega fávisku." Margur held-
ur mig sig!
xxx
ÓÐKUNNINGI Víkveija, sagði
Víkveija frá heimsókn hans á
Fæðingardeildina, þar sem hann
heimsótti dóttur sína, nýorðna móð-
ur. Hún sagði sínar farir ekki slétt-
ar, því hún hafi verið nýkomin inn
á sjúkrastofu, eftir fæðingu, og
hafi hún beðið þess, að verða færð-
ur maturinn. Leið og beið og enginn
kom kvöldmaturinn. Loks kom
starfsstúlka deildarinnar og spurði
móðurina ungu, hvort hún ætlaði
ekki að borða, hveiju hún játti.
Starfstúlkan sagði henni þá, að þá
yrði hún að fara fram úr og sækja
sér matinn! Þetta þótti góðkunn-
ingjanum fullmikið af því góða, og
spurði Víkveija hvort ekki mætti
nú færa sængurkonunum í rúmið
svona fyrstu klukkustundirnar eftir
fæðingu.