Morgunblaðið - 29.11.1994, Page 14

Morgunblaðið - 29.11.1994, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Ytri-Fagridalur Hvirfilbylur veldur umtals- verðu tjóni BÍLAR skemmdust og þak fauk af íbúðarhúsi á bænum Ytri- Fagradal á Skarðsströnd í hvirfil- byl á laugardagskvöld. Hvirfilbyl- urinn varði í nokkrar sekúndur og olli ekki slysum á heimilisfólki. Steinólfur Lárusson býr á bæn- um ásamt konu sinni, dóttur, tengdasyni og fjórum bömum þeirra. Þau voru öll stödd í íbúðar- húsinu þegar hvirfilbylurinn reið yfir. „Hvirfilbylurinn kom skyndi- lega og eyðilagði tvo bíla. Hann reif þakið af íbúðarhúsinu og flesta glugga. Svo flæddi vatnið niður um allt og eyðilagði eins og hægt var. Ég skreið út á maganum og náði mér í plötur til að negla fyrir gluggana. Daginn eftir komu margir menn og hjálpuðu mér að negla yfir þakið og bjarga því sem bjargað varð fyrir horn. Að líft verði í húsinu í vetur,“ segir Stein- ólfur. „Það hefði enginn lifað af“ Hann segist hafa verið nýkom- inn úr bragga sem nefndur væri Menningar- og vísindastofnunin þegar hvirfilbylurinn reið yfir. „Ég hefði drepist, annað hvort orðið að púka eða engli, ef ég hefði verið úti. Það hefði enginn lifað það af,“ segir hann. Steinólfur segir að bærinn sé vel tryggður en hann treysti sér ekki til að meta tjón af völdum hvirfilbylsins. Morgunblaðið/HallgrímurMagnússon NOKKRIR ungir drengir skoða brotna rúðu í vinnuvél eftir óveðrið. Ofsaveður í Grundarfirði Rúður brotnuðu Bæjarstjórn Vestmannaeyja Forkaupsréttur á Ágústu Haraldsdóttur VE nýttur Vestmannaeyjum - Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á auka- fundi á sunnudagskvöld að nýta forkaupsrétt sinn á Ágú&tu Har- aldsdóttur VE en samningur um sölu á bátnum til Keflavíkur hafði verið undirritaður. í framhaldi af kaupum á bátn- um samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að annast sölu á bátn- um en fyrir lá að Nafar hf., sem er í eign Viðars Elíasssonar og fjölskyldu, var tilbúin að kaupa bátinn og var gengið frá samning- um þar um í gær. Ágústa Haraldsdóttir er þriðja skipið sem Vestmannaeyjabær hefur nýtt forkasupsrétt á og hef- ur bærinn síðan selt aðilum inan- bæjar bátana og þar með tryggt að þeir hyrfu ekki úr bænum. í húsum og bílum Grundarfirði - MIKIÐ hvassviðri gekk yfir í Grundarfirði sl. laugar- dag. Sviptivindar skullu á bænum og brutu rúður, skelltu fólki í göt- una og eyðilögðu lakk á bifreiðum. Engin slys urðu á mönnum. I hvassviðrinu brotnuðu rúður í mörgum húsum vegna grjótregns og þakplötufoks. Lakk skemmdist á bílum. Þykk járnstöng með körfu- boltakörfu sem steypt var ofan í jörðina brotnaði í sundur við steyp- una. Hurðir fuku af útihúsum á bóndabæ í nágrenninu. Grjótfok var töluvert og ennfremur fauk hörpu- skel úr skeljahrúg- um hörpu- disksvinnsl- unar. Slíkt fok skemm- ir auðveld- lega lakk bifreiða. Stór grafa sem var að elta þak- plötu inni í þorpinu fékk gijót í framrúðu og brotnaði hún í smátt. Mesta mildi var að ekki varði slys á mönnum, því hætta er á að fólk verði fyrir glerflísum ef rúða fýkur inn. Suðvestanáttin er yfirleitt by- ljótt hér í Grundarfirði og hætta á rúðubrotum. Bregðast sumir við með því að líma breitt límband í RÚÐUR brotnuðu í húsum vegna grjótregns í verstu hviðunum. kross yfir rúðurnar áveðurs í von um að þær standist betur byljina. Ennfremur reynir fólk yfirleitt að halda sig skjólmeginn í húsum sín- um þegar svona stendur á. Hallgrímur Strepsils er notað vlð vægum sýkingum I munni og hálsi. Látið eina munnsogstöflu leysast hægt upp i munni á 2-3 klst. fresti. Lyfið þarf venjulega að nota I 3-4 daga minnst og i allt að eina viku. Athugið aö hver munnsogstafla inniheldur 1.7 g af sykri. Mikilvægt er að fylgja leiöbeiningum um notkun lyfsins. Umtjoð og dreifing: Pharmaco hf. ASTICA JBHBMAstra Island HBBHh Blóma- og gjafavöru- verslun opnuð í Ólafsvík Ólafsvík - UNGT par, Jóhanna Scheving og Vilberg Margeirsson, opnuðu fyrir skömmu blóma- og gjafavöruverslun á Grundarbraut 10 í Ólafsvík og hefur verslunin hlotið nafnið Blómaverk. Er þetta fyrsta sérverslunin með blómavörur í bænum. Jóhanna sagði í samtali við Morgunblaðið að viðtökurnar hefðu komið sér á óvart og hefði Morgunblaðið/Alfons verið stanslaus ös frá því verslunin tók til starfa, einnig frá nágranna- byggðarlögum. ta’.tíuriM UJu*J»»«l9ur ásútgáfan Qlerórgötu 28 - Akureyri Baekur minaíarim saman t ktfc. StjömuBga tninaSanm Áskriftarsími 96-24' Ðauðagríman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.