Morgunblaðið - 29.11.1994, Síða 51

Morgunblaðið - 29.11.1994, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 51 I DAG •| /\/\ÁRA afmæli. Á X \/U morgun, 30. nóv- ember, verður tíræð frú Elín Guðmundsdóttir, ekkja Jens E. Níelssonar, frá Bolungarvík. Hún tek- ur á móti gestum í safnaðar- heimili Seljakirkju eftir kl. 16 á morgun, afmælisdag- inn. LEIÐRÉTT í REYKJAVÍKURBRÉFI sl. sunnudag sagði, að Jóhanna Sigurðardóttir hefði setið í ríkisstjórn fram á mitt ár 1993. Þetta er rangt. Jóhanna sat í ríkisstjórn fram á mitt þetta ár. Þetta leiðréttist hér með. Djass 2. des. TVENNUM sögum fór um dagsetningu djasstón- leika Samtaka um tónlist- arhús í blaðinu á sunnu- dag: þeir voru sagðir fara fram 2. desember á baks- íðu, en hinn 3. í frétt á bls. 4. Hið rétta er að tón- leikarnir verða föstudag- inn 2. desember kl. 21 í Perlunni. ÁRA afmæli. í dag, 29. nóvember, er sjötíu og fimm ára Kristján J. Gunnarsson, fyrrver- andi fræðslusljóri í Reykjavík. Eiginkona hans er Þórdís Kristjánsdóttir. Þau hjónin eru stödd erlend- is. ÁRA afmæli. í dag, 29. nóvember, er sextug Dúfa Kristjáns- dóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum laugardaginn 3. desember nk. í Kiwanis- húsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi milli kl. 20 til 23. ÉG hafi keyrt yfir hjólið þitt? Meo morgunkaffinu Pennavinir COSPER ÞRJÁTÍU og níu ára jap- önsk húsmóðir vill skrifast á við konur. Hún á 13 ára dóttur: Yosliie Suzuki, 6-6-22 Shinsaku, Ta katsu-ku, Kawasaki-shi, Kanagawa, 213 Japan. RÚSSNESKUR 23 ára með margvísleg áhugamál: Deikin Vitaly, Flat 17, 5 Stroiteley av., Smolensk, 214031 Russia. TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með áhuga á kvikmyndum: Francisica Forson, P.O. Box 390, New Oguaa Town, Ghana. FIMMTUGUR kanadískur frímerkjasafnari vill skipt- ast á merkjum: Bernard Giguere, P.O. Box 21, Sorel, Canada J3P 5N6. FERTUG belgísk kona sem safnar frímerkjum vill eign- ast íslenska pennavinkonu: Maria Depuydt, Hoge Weide 22, B-8904 Boezinge (IE- PER), Beigium. FJÓRTÁN ára Ghanapiltur með mikinn áhuga á íþrótt- um: Fianu K. Lawrence, Akwatia Technological Institute, P.O. Box 45, Akwatia Eir, Ghana. Hann kom bara til að biðjast fyrirgefningar. HÖGNIHREKKVÍSI ,/0,bl£l!-. HVtTLAUKSSA/HLOKA •" IL I ^ mz STJÖRNUSPÁ eftir Frances 1)rakc BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú hefur áhuga á mannúðar- milum og málstað þeirra sem minna mega sín. Hrútur (21.mars- 19. apríl) Einhvetjar efasemdir koma upp í vinnunni í dag. Þú nýtur mikitla vinsælda og ferð út að skemmta þér með ástvini í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú átt von á fréttum varð- andi fjármál. Truflanir tefja framkvæmdir í vinnunni, en þú getur komið miklu í verk heima. Tvíburar (21. maí - 20. júnl) 5» Aðlaðandi framkoma greiðir þér leið í viðskiptum, en þú ættir ekki að taka fjárhags- lega áhættu. Farðu út með ástvini í kvöld. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þú sérð að margt er ógert heima, og þú tekur strax til hendi. Þér bjóðast ný tæki- færi í viðskiptum sem lofa góðu. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Misskilningur getur dregið úr afköstum í vinnunni ár- degis, en með sameiginlegu átaki tekst að bæta þar úr áður en kvöldar. Meyja (23. ágúst - 22. september) $2 Þú ættir að fara sparlega með peninga í dag og varast fjárfrekar aðgerðir. í kvöld verður gleðin í fyrirrúmi hjá þér. vög (23. sept. - 22. október) Misskilningur getur komið upp innan fjölskyldunnar í dag. Þú ættir að hafa frum- kvæðið að því að halda fjöl- skylduboð. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Kj0 Þú ættir að ljúka við það sem þú vinnur að og ekki taka að þér ný verkefni í biii. Þú skemmtir þér með vinum í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Vinátta og viðskipti fara ekki sérlega vel saman í dag. Þú kemur ár þinni vel fyrir borð og ert að undirbúa ferðalag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Vertu ekki með of mörg járn í eldinum í dag. Einbeittu þér að einu verkefni í einu svo þú náir tilætluðum árangri. Vatnsberi (20.janúar-18.febrúar) Góð samvinna skilar árangri í vinnunni í dag. Erfitt getur verið að ganga frá ferðaá- ætlun. Vinur færir þér frétt- ir í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Einbeitni þín og dugnaður koma þér að góðu gagni í vinnunni í dag, og viðræður við ráðamenn bera tilætlað- an árangur. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra stadrcynda. Rannsóknarráð íslands heldur ársfund sinn miðvikudaginn 30. nóvember 1994 í aðalsal Háskóiabíós. Ársfundurinn markar einnig starfsskil Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins. Fundurinn verður settur stundvíslega kl. 13.30 að viðstöddum forseta íslands. Dagskrá: 13:00 Afhending ársskýrslu og gagna. 13:30 Setning ársfundar - próf. Sigmundur Guðbjarnason, formaður Rannsóknarráðs íslands. 13:35 Ávarp menntamáiaráðherra - Ólafs G. Einarssonar. 13:50 Átímamótum: Frá Vísindaráði - dr. Jóhannes Nordal, fv. formaður. Frá Rannsóknaráði ríkisins - Pétur'Stefánsson, fv. formaður. Til Rannsóknaráðs íslands - próf. Sigmundur Guðbjarnason, formaður. í breyttu alþjóðaumhverfi - dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri. 15:00 Forseti íslands afhendir Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs íslands 1994. 15.15 KAFFIHLÉ. 15:40 „Að treysta stoðirnar": - Menningin - próf. Vésteinn Ólason, bókmenntafræðingur. - Mannauðurinn - próf. Bogi Andersen, læknir. - Nýting hafsins - Ólafur Halldórsson, fiskifræðingur/framkvæmdastjóri. - Atvinnuvegirnir - Friðrik Pálsson, forstjóri SH. 17:00 Fundarslit. Fundurinn er öllum opinn. Norðurlandaráð óskar eftir IVefndarritara félagsmálancfndar Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þinga og ríkisstjóra Norðurlanda og landsstjórna Færeyja, Grænlands og Alandseyja. Ráðiö hefur frumkvæði að og sencfir frá sér tilmæli um málefni, sem skipta miklu fyrir norrænt samstarf. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs stjórnar og samræmir samstarf þjóðþinganna og hefur til umráða skrifstofu forsætisnefndar með u.þ.b. 30 starfsmönnum frá öllum Norðurlöndum. Skrifstofan er til húsa í Stokkhólmi og hefur hún stöðu alþjóðlegrar stofnunar, en vinnutungumálin eru danska, norska og sænska. Innan Norðurlandaráðs starfa se* fastanefndir sem undirbúa mál á viðkomandi sérsviðum. I hverri nefnd starfar nefndarritari sem skipulagslega séð tilheyrir skrifstofu forsætisnefndar. Ritari félagsmálanefndar lýkur stöfum hinn 1. janúar 1995. Starfssvið félagsmálanefndar er málefni vinnumarkaðarins, vinnuumhverfi, felags- og heilbrigðismál, ásamt bygginga- og húsnæðismálum. Nefndínni ber að hafa frumkvæáí, framkvæma, fylgja eftir og veita ráðleggingar í málum, sem snerta samstarf landanna á nefndum sviðum. Nefndarritari undirbýr umfjöllun um þau mál sem vísað er til nefndarinnar eða tekin eru upp þar, framkvæmir samþykktir hennar og fylgist með þróun mála á ábyrgðarsviði hennar. Nefndarritarinn starfar samkvæmt tilmælum nefndarinnar og ber ábyrgð á undirbúningi þeirra mála, sem nefndin fjallar um. Starfinu fylgja ferðalóg og víðtæk tengsl við stofnanir og yfirvöld. Umsækjandi skal hafa háskólamenntun og reynslu í starfi í'starfssviði félagsmálanefndar. Þekking á norrænu og óðru alþjóðlegu samstarfi á starfssviði nefndarinnar er talin kostur. Það er skilyrði að umsækjandi sé gæddur mjög góðum samstarfs- hæfileikum og framtakssemi og að hann sé vef fær um að tjá sig munnlega og skriflega á minnst einu vinnutungumálanna, auk ensku. Tungumálakunnátta umfram það er kostur. Um laun- og ráðningarkjör fer eftir sérstökum norrænum reglum. Ráðningartími er samningsbundinn til fjögurra ára með möguleika á framlengingu í tvö ár. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá stórfum á ráðningartímanum. Nánari upplýsingar veita Hans Andersson, starfsmannastjóri, sími 9046-8-453472, Ingimar Einarsson, ritari félagsmálanefndar, sfmi 9046-8-4534733, Guðrún Garðarsdóttir, formaður starfsmannafélagsins, SÍmi 9046-8-4534724, svo og Elín Flygenring, forstöðumaður, skrifstofu Islandsdeildar Norðurlandaraðs, Alþingi, sími (91) 630 771. Umsókn skal stíluð á forsætisnefnd Norðurlandsráðs og skal hafa borist skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs, pósthólf 19506, S-104 32 Stokkhólmi, í síðasta lagi 15. desember 1994. NorAurlandaráA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.