Morgunblaðið - 29.11.1994, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 29.11.1994, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ EINN TVEIR Stórskemmtileg gamanmynd með vafasömu ívafi með LARA FLYNN BOYLE, STEPHEN BALDWIN og JOSH CHARLES í aðalh- lutverkum. Stuart er hrifinn af Alex, Alex þráir Eddy og Eddy er ekki með kynhvatir sínar á alveg á hreinu. „Galsafengin og lostafull, með kynlífá heilanum. Andrew Fleming lætur allar óskir unga fólksins um kynlif rætast á hvita tjaldinu og hrifur okkur með sér. Samleikur þrieykisins er frábær." David Ansen, NEWSWEEK Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói og 67 12" pizzur m/þremur áleggjum á . Verð kr. 39,90 mín. SÍMI 671SJ5 ÞAÐ GÆTi HENT ÞIG Sýnd kl. 7 og 9. Kr. 600 fyrir fullorðna. Kr. 400 fyrir börn yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5. FLÓTTINN FRÁ ABSALON Sýnd kl. 11. B. i.16 Eins konar síðrómantík TÓNLIST Gcisladiskur ÓLYMPÍA ÓLYMPÍU Ólympía, fyrsta sólóplata Siguijóns Kjartanssonar undir nafninu Ólymp- ia. Sigurjón semur öll lög og texta, stjómar upptökum, leikur á gítar og fleiri hljóðfæri og syngur. Honum til aðstoðar eru Arnar Geir Ómars- son, Eiríkur Sigurðsson, Kjartan Sig- uijónsson, Jóhann Jóhannsson, Hrafn Thoroddsen, Margrét Kristín Blöndal og Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir. Smekkleysa s.m. hf. gefur út. 44,03 mín., 1.999 kr. ÞEGAR hljómsveitin geðþekka Ham lagði upp laupana í vor hafði Sigurjón Kjartansson, sem var helsti lagasmiður sveitarinnar, þegar hafið þá tilraunastarfsemi sem síðar varð Ólympía. Fyrsta lag Ólympíu kom og út á safn- plötu Smekkleysu í sumar, eins konar drungalegt tölvurokk sem stakk í stúf við það sem einkennt hafði Ham; kraftmikið klifunar- rokk með hamslausum söng. Enn kemur Sigurjón á óvart, því fyrsta sólóskífa hans, sem hann gefur út undir nafninu Ólympía, er gríð- arlega góð plata og öllu fjölbreytt- ari en margur átti von á. Tölvutæknin hefur nýst tón- listarmönnum vel og eftir því sem þær hafa nálgast hefðbundin hljóðfæri hafa æ fleiri gripið til þess að nota tölvur til að sjá um það af undirleik sem á vantar til að geta myndað eins manns hljómsveit. Þá leið hefur Siguijón Kjartansson farið, því Ólympía er í raun bara hann og tölvutól, þó hann fái til liðs við sig ýmsa lifandi hljóðfæraleikara á plöt- unni. Þannig eru mjög tölvuskotin lög á plötunni, sem þó bera ræki- legt kennimark höfundar síns, eins og lagið Drive, frábært lag og kjörið til endurvinnslu í dans- búning, „evrópudiskólagið" Nati- ons og Animal, sem er með sér- kennilegri útsetningu. Inn á milli eru svo lög sem eru „rokklegri", þ.e. flutt af lifandi hljóðfæraleik- urum að mestu, eins og „Abba- lagið“ By the Time I Won the Prize og lagið frábæra Symp- hony, með eftirminnilegri radd- setningu, sem hefði eins getað verið með Ham, ef ekki væri í laginu gítarsóló. „Sjálfvorkunav- alsinn", Self Pity Valz, byijar skemnV’Wq út úr kú, en breytist Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir EINS manns hljómsveitin Ólympía, Siguijón Kjartansson. síðan í dæmigerðan rokkara, með fyrirtaks væmnum millikafla, og endar á sýrustemmningu frá átt- unda áratugnum. Annað lag sem stingur í stúf er lagið Singing, sem er kraftmikill mansöngur, með yfirskammti af kassagítar og englaröddun. Perla plötunnar er þó lagatvenndin The Bells og The Rise, lokalögin tvö sem renna saman í eitt. Það fyrra er nánast bara klukknahljómur, en það síð- ara fléttar saman tölvupönki og rokki á sérkennilega skemmtileg- an hátt og sannar að kirkjuorgel er hentugt hljóðfæri í rokki. Helsti galli plötunnar er að Siguijón skuli syngja á ensku; íslenska fellur betur að rödd hans og framsetningu en enska, en textarnir eru oft bráðsmellnir. Umslag plötunnar er vel heppnað og í góðu samræmi við innihaldið; eins konar síðrómantík. Árni Matthíasson Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. MEISTARAFLOKKUR ÍR í kvennaflokki, efri röð frá vinstri: Freyja frá Bandaríkjunum, Hulda Krisljánsdóttir, Ólöf Þorsteinsdóttir og Valdís Rögnvaldsdóttir. Neðri röð frá vinstri: írunn Ketilsdóttir, Gréta Grétarsdóttir, Gunnur Bjarnadóttir og Dagný Hjörvarsdóttir. Litla stúlkan til vinstri á myndinni heitir Tinna Líf Gunnarsdóttir og hún er vitaskuld líka dyggur stuðningsmaður IR-liðsins. Baríst til þrautar MEISTARAFLOKKUR kvenna ÍR í körfubolta mættu til að hvetja félaga sína í meistarflokki karla til sigurs á móti Grindavík síðastliðið sunnu- dagskvöld. Af því tilefni brugðu þær á leik og klæddu sig upp í ýmiskon- ar herbúninga. Markmiðið var að beijast til þrautar. Mikil stemmning var á leiknum þetta kvöld og báru ÍR-ingar sigur úr býtum. Hvort það var framtaki meistaraflokks kvenna að þakka að sigur náðist þetta kvöld skal látið liggja á milli hluta. Síðustu sýningar! Sýnt í íslensku óperunni. Fim. 1/12 kl. 20. Fös. 2/12 kl. 24. Lau. 3/12 kl. 24. Bjóðum fyrirtækjum, skólum og stærri hópum ufslótt. Ósóttar pantanir eru seldar 3 dögum fyrir sýningu. Miðapantanir í símum 1 1475 og 1 1476. Ath. miðasal- an opin virka daga frá kl. 10-21 og um helgar frá kl. 13-20. Ath. miðasala lokuð á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.