Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 282. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter KÚRDÍSKIR þinginenn í Tyrk- landi veifa til ættingja sinna í réttarsal í gær. Sérstakur ör- yggisdómstóll hafði dæmt átta þeirra í allt að 15 ára fangelsi fyrir meint tengsl við Kúrdíska verkamannaflokkinn, PKK, flokk uppreisnarmanna í suð- austurhluta landsins, sem berj- ast fyrir sjálfstæði Kúrda. Þing- mennirnir neituðu að halda uppi Þingmenn í fangelsi vörnum. Þeir segja að um póli- tísk réttarhöld hafi verið að ræða og vísbendingar um afbrot þeirra séu tilbúningur stjórn- valda. Þingmenn frá Evrópu- sambandsríkjum, sem voru við- staddir, tóku undir þessar ásak- anir og lýstu hneykslun sinni. „Við munum fara fram á að samskiptum við tyrkneska þing- menn verði hætt,“ sagði einn þeirra. Sljórnvöld í Bandaríkj- unum og Þýskalandi lýstu í gær þungum áhyggjum sínum vegna málsins. Brottflutningur gæsluliða frá Bosníu Framkvæmdin sögð mjög erfið Sarajevo, Washington. Reuter. SERBAR í króatíska héraðinu Krajina leyfðu í gær bílalest með hjálpar- gögn Sameinuðu þjóðanna að fara um land sitt til múslimahéraðsins Bi- hac, einnig fengu 55 kanadískir gæsluliðar, sem haldið var í herkví skammt norðan við Sarajevo, að fara á brott. Eftir sem áður neita leiðtogar Serba að veita tryggingu fyrir því að ekki verði skotið á flutningavélar á leið til Sarajevo með hjálpargögn nema því verði heitið að flugvélar Atlants- hafsbandalagsins, NATO, geri ekki fleiri árásir á þá. Yfirmaður herafla NATO, George Joulwan hershöfðingi, staðfesti í gær að verið væri að leggja drög að áætlun um brottfiutning allra gæsl- uliða SÞ en Frakkar og Bretar, sem hafa flesta hermenn í liðinu, hafa sagt að til greina komi að þeir kalli menn sína heim frá Bosníu. Lifandi skildir Gæsluliðar SÞ ráða aðeins yfir fáum þungavopnum. Talið er að verði ákveðið að flytja þá á brott mpni það reynast afar flókin og hættuleg að- gerð, að nokkru vegna skorts á sam- gönguleiðum, en fyrst og fremst ótt- ast menn að Serbar reyni að taka mennina í gíslingu og nota þá sem lifandi skildi gegn loftárásum. Sér- fræðingar NATO telja að svo geti farið að bjarga verði gæsluliðunum með þyrlum og láta þá skilja búnað sinn eftir, vopnum þeirra yrði reynt að eyða á staðnum. Þá er einnig víst að múslimar í umsetnum borgum og bæjum reyna að hindra brottflutninginn, sumir leiðtogar þeirra hafa beinlínis gefið fyrirmæli um að það verði gert. Þótt yfirstjórn gæsluliðanna hafí legið undir ámæli múslima fyrir að láta þá ekki svara árásum Serba eru þeir samt taldir eina tryggingin fyrir því að serbnesku hermennirnir gangi ekki milli bols og höfuðs á þjóðar- broti múslima. Ein aðferðin gæti verið að múslimakonur og böm legð- ust á vegi til að stöðva SÞ-liðana. ■ Leiðari/30 Stjórn Jeltsíns forseta mætir harðri andstöðu á þingi Fordæma stefnuna í málum Tsjetsjníju Moskvu. Reuter. Reuter RÚSSNESKUR skriðdrekastjóri (tv.), sem tekinn hafði verið til fanga í Tsjetsjníju, kveður einn af andstæðingum sínum í gær. Reuter BILL Clinton Bandaríkja- forseti staðfestir GATT- samkomulagið í gær. Tekist á um yfirmann WTO Genf. Reuter. ARFTAKI GATT, Heimsviðskipta- stofnunin (WTO), tekur til starfa 1. janúar nk. Verða 100 ríki þá þegar fullgildir aðilar af 145 sem hyggjast ganga til liðs við stofnunina. Japanska þingið staðfesti í gær GATT-samkomuIagið sem var sjö ár í fæðingu. Bandaríska þingið stað- festi það í síðustu viku. Kínverjar hafa lagt allt kapp á að verða meðal stofnaðila WTO en óljóst er enn hvort þeim verður að ósk sinni þar sem niðurstaða hefur ekki feng- ist í samninga þeirra og Bandaríkja- manna um skilyrði fyrir aðild. Hafa Kínveijar hótað að setja á innflutn- ingshömlur fái þeir ekki viðunandi lausn. Tekist er á um forstöðumann WTO á bak við tjöldin. Bandaríkjamenn styðja Carlos Salinas de Gortari fyrr- verandi forseta Mexíkó til starfans. Evrópusambandið mælir með Renato Ruggiero fyrrverandi viðskiptaráð- herra Ítalíu. ANDSTÆÐINGAR Borísar Jeltsíns, forseta Rússlands, á þingi gagn- rýndu í gær harðlega stefnu og framgöngu forsetans í deilunni við múslimahéraðið Tsjetsjníju í Norður- Kákasus sem lýst hefur yfir sjálf- stæði. Dzhokar Dúdajev, forseti hér- aðsins, sleppti í gær úr haldi rúss- neskum hermönnum, sem barist höfðu með andstæðingum forsetans en verið teknir til fanga. Rússarnir tóku þátt í misheppn- aðri árás uppreisnarmanna í Tsjetsjníju, sem beijast gegn Dúdajev, á héraðshöfuðborgina Grozní fyrir skömmu. Uppreisnar- menn njóta stuðnings ríkisstjórnar Jeltsíns. „Slæm kjör“ Dúdajev sagði að einn fanganna átta væri á sjúkrahúsi og kæmist því ekki heim til sín strax. Forsetinn var í herklæðum, þreytulegur mjög en gerði þó að gamni sínu er hann kvaddi rússnesku hermennina og sagði þeim að gæta sín betur næst. Dúdajev var á sínum tíma hershöfð- ingi í Sovétflughernum gamla. „Það er hörmulegt að liðsforingjar rússn- eska hersins skuli búa við svo slæm kjör að þeir neyðist til að starfa sem málaliðar, bjóða líf sitt til sölu“, sagði hann og sneri sér að þrem háttsettum en vandræðalegum liðs- foringjum sem Moskvustjórnin hafði sent til að ná í fangana. Sambandsráðið, efri deild rúss- neska þingsins, samþykkti í gær ályktun þar sem „árásarstefna" þeirra sem hefðu reynt að leysa deil- urnar í Tsjetsjníju með hervaldi var fordæmd. Ríkissaksóknari var beð- inn að kanna málið. í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, var rædd ályktunartillaga þar sem stjórnin er gagnrýnd fyrir „afar ófullnægjandi" frammistöðu í deilu sem sögð er hæglega geta leitt til stríðs. Miðlar Gorbatsjov málum? /níer/ax-fréttastofan skýrði frá því að Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti forseti Sovétríkjanna, hefði boðist til þess að gerast milligöngumaður í deilunni og hefði Dúdajev fallist á það. Ekki var vitað um viðbrögð rússnesku stjórnarinnar. Stjórn Jeltsíns hefur stöðugt auk- ið þrýstinginn á leiðtoga Tsjetsjníju síðustu daga. Fréttamaður NTV- sjónvarpsins í Grozní skýrði frá því að stofnuð hefði verið sjálfsmorðs- sveit, verið væri að koma á fót kvennaherdeild og leggja jarð- sprengjur- á vegi að borginni. Sjón- varpið í Tsjetsjníju sýndi leiðbeining- ar um hvernig lifa mætti af innrás Rússa með því að gera kjallara að loftvarnabyrgjum. Nafna- skortur íKína Peking. Reuter. KÍNVERJAR, 1,3 milljarðar að tölu, eru að verða uppi- skroppa með mannanöfn. Kemur það fram í grein eftir tvo félaga í kínversku vísinda- akademíunni er birtist í Dag- blaði æskunnar. Orðið „fólk“ á kínversku þýðir í raun „hundrað gömul nöfn“ en kínversku eftirnöfnin eru þó öllu fleiri eða 3.100. Þau eru þó allt of fá með jafn fjölmennri þjóð enda er al- gengt, að þúsundir eða tugþús- undir manna í sömu borg eða héraði beri ekki aðeins sama eftirnafn, heldur einnig sama skírnarnafn. Kínversk nöfn eru þannig skrifuð, að eftir- eða fjölskyldunafnið kemur fyrst og skírnarnafnið á eftir. Höfundar greinarinnar leggja til, að úr þessu verði bætt með því að búa til ný nöfn og blása lífi í dauð, með því að taka upp erlend eftir- nöfn og eftirnöfn, sem tíðkast meðal ýmissa þjóðarbrota í Kína. Yrði þá fyrst að snara þeim yfír á mandarínsku. „Hjartsláttur þjóðlífsins verður örari með hveiju ári og samskipti manna meiri og flóknari en áður var. Þessi nafnafátækt stendur okkur hins vegar beinlínis fyrir þrif- um og á henni verður að ráða bót,“ hafði kínverska frétta- stofan Xinhua eftir Du Ruofu, öðrum greinarhöfundinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.