Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ á góðum tækjum Leiðtogar ísraels og PLO funda í Ósló um helgina Reuter YASSER Arafat, leiðtogi PLO, og Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, takast í hendur í gær í upphafi fundar þeirra í Erez, á landamærum ísraels og Gaza. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 • SÍMI 69 15 00 Reyna að bjarga friðarsamkomulagi Erez, Damaskus, Jerúsalem. Reuter. LEIÐTOGAR ísraels og Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), sem hljóta Friðarverðlaun Nóbels í Ósló á morgun, laugardag, lýstu því yfir í gær að þeir leituðu leiða til að bjarga friðarsamkomulaginu sem þeir undirrituðu fyrir fimmtán mán- uðum. Munu Yitzhak Rabin, forsæt- isráðherra ísraels, Yasser Arafat, leiðtogi PLO og Shimon Peres, ut- anríkisráðherra ísraels, eiga fund í Ósló í tengslum við verðlaunaaf- hendinguna. Peres og Arafat áttu klukku- stundarfund í gærdag í Erez, á landamærum ísraels og Gaza, þar sem þeir ræddu hyaða vandamál stæðu nú helst í vegi fyrir því að friðarsamkomulagið héldi. Leggja ísraelar mesta áherslu á öryggi landsins en Arafat er mjög áfram um að kosningar verði haldn- ar sem fyrst á hernumdu svæðun- um. Það er hins vegar ekki hægt fyrr en ísraelskar hersveitir hafa verið fluttar frá Vesturbakkanum. Eru ísraelar tregir til að draga úr öryggisgæslu vegna nýlegra hryðjuverka palestínskra öfga- manna í ísrael. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hélt fyrr í gærdag frá ísrael. Fékk hann ísra- elsk yfirvöld til að lofa því að knýja ekki fram breytingar á samkomu- laginu og Palestínumenn til að standa gegn ofbeldi. Hafna leynilegum viðræðum Sýrlendingar höfnuðu í gær ósk Rabins um leynilegar viðræður til að Ieysa þann hnút sem friðarvið- ræður landanna eru komnar í. Sagði í al-Baath, málgagni stjórnarinnar, að Sýrlendingar hefðu ekki rofið friðarviðræðurnar og að þeir fögn- uðu því ef friðsamlegt andrúmsloft yrði raunin. marmanna PrófUj ör framsók í Reykjaneslvjörclæmi laugfardagfinn 10. des. fcl. 10 - 20. Unnur í '§ sætiá! 20 ára starf aá uppeldismálum Öflugft starf innan í]iróttakreyfin gfarinnar Trunaáarstörf og Jíingseta fyrir Framsófcnarflofckinn Pólitísfc ák ersluatriái sem sfcipta alla þjóáina máli: 1. Jöfnuáur í tekjuskiptingu einstalelinga 2. Marleviss leit að nýjum störfum 3. Aukin ákersla á mennta- og í]iróttamál 1 4. Vistvæn ímynd lands og þjóðar StyrUjum listann með Unni Stefánsdóttur. Gerum 2. sætið - karáttusætið - að ])inésæii á nýjan leifc! Skrifstofa stuðningsmanna Unnar er í Ilamrakorg 5, Kópavogi, sími 91-644633. Veldi Ber- lusconis ógnað Mílanó. Reuter. ÚRSKURÐUR ítalska hættaréttar- ins um að 15. grein útvarpsréttar- laganna sé ógild olli miklum titringi í gær. Ákvörðunin jafngildir fyrir- skipun um að fjölmiðlaveldi Silvios Berlusconis forsætisráðherra verði leyst upp. Jafnframt þykir líklegt að úr- skurðurinn verði tilefni til upp- stokkunar ríkisútvarpsins og ríkis- sjónvarpsins RAI sem tapaði jafn- virði 200 milljóna dollara, nær 14 milljörðum króna, í fyrra. Skuldir fyrirtækisins nema rúmum milljarði dollara. Ifyrirtæki Berlusconis, Fininvest, á þtjár sjónvarpsstöðvar, Canale 5, Italia 1 og Rete 4. Bera þær ægis- hjálm yfir aðrar einkareknar stöðv- ar og áhorf á þær á landsvísu mælist 45% eða örlitlu minna en hjá ríkissjónvarpinu RAI. Þrátt fyrir ákvörðun hæstaréttar, sem bannar að sama fyrirtæki geti fengið leyfi til reksturs margra stöðva, geta sjónvarpsfyrirtækin starfað óbreytt meðan starfsleyfi þeirra er í gildi, eða fram á árið 1996. Forstjóri Fininvest sagði þó í gær, að það væri lítill léttir, því með úrskurði hæstaréttar væri búið að kippa lagalegum forsendum und- an óbreyttri starfsemi stöðvanna. Berlusconi gaf til kynna fyrir hálfum mánuði að hann myndi bjóða hluta hlutabréfa í stöðvunum þremur til sölu. í ljósi úrskurðarins þykir líklegt að það gerist fyrr en seinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.