Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 23 LISTIR ■ UNNUR Astrid Wilhelmsen, Arinbjörn Árnason, Sigrún Eðvalds- dóttir, Kolbeinn Ketilsson og rússneski píanóleikarinn Irene Moussatova eftir tónleika í tilefni lýðveldisafmælisins í Moskvu. Hæfileikar íslenska listafólksins heilluðu Háska- leikur kemur út í Japan ÍSLENSK barnabók í nýrri jap- anskri þýðingu var kynnt á aðalfundu Japan-ísland vin- áttufélagsins í Tókýó á sunnu- daginn. Háskaleikur eftir Heiði Baldursdóttur heitir Draugur- inn í svarta kjólnum í jap- anskri þýðingu Sari Ohyama. Þetta er að sögn Sari spennu- saga ætluð sjö til tíu ára og forvitnileg fyrir japanska les- endur vegna þess meðal annars að hún gerist alla leið norður undir heimskautsbaug. „Japanar vita mjög lítið um ísland“ segir Sari, „og þess vegna er mjög spennandi að gefa hér út íslenskar bækur. Forseti vináttufélagsins, Junic- hi Watanabe, er meðal þekkt- ustu rithöfunda í Japan og hon- um þykir vænt um að japönsk böm kynnist íslenskum á síðum þessarar bókar. Sari er arkitekt að rnennt og hefur verið búsett á Islandi í tíu ár. Hún segir að dætur hennar tvær, tíu og fjórtán ára, vilji fremar vera í Reykja- vík en Tókýó og ætlunin sé þess vegna að búa áfram á ís- landi. Aðspurð segist hún hafa japönskukennslu að atvinnu og ýmsa íhlaupavinnu. Heiður Baldursdóttir hlaut íslensku bamabókaverðlaunin fyrir fýrstu bók sína, Álagadal, árið 1989. Hún sendi síðan frá sér Leitina að demantinum 1990, Leyndarmál í gamla hús- inu 1991 og Háskaleik 1992. Ári seinna kom út síðasta bók- in, Galdur steinsins. Heiður lést í fyrra. ÍSLENSKIR listamenn komu fram á tónleikum, sem sendiráð íslands í Moskvu efndi til fyrir skömmu í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis- ins og fengu þeir einkar vinsam- lega dóma í rússneska vikublaðinu Kúltúra. Gunnar Gunnarsson, sendi- herra í Moskvu sagði, að tónleik- amir hefðu tekizt mjög vel. Marg- ir gestanna hefðu haft orð á því, að íslenzk tónlist hefði komið þeim þægilega á óvart og bám þeir ein- róma lof á íslenzku tónlistarmenn- ina. Moskvubúar em gagnrýnir og kröfuharðir áheyrendur enda er Moskva háborg tónlistar. ís- lenzku flyljendurnir gerðu greini- lega meir en standast þær kröfur, sagði sendiherrann. A tónleikunum komu fram Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Kolbeinn Ketilsson tenór, Arin- björn Árnason píanóleikari, sópr- ansöngkonan Unnur Astrid Wil- helmsen, sem er af islensku og norsku bergi brotin, auk rússn- eska píanóleikarans Irene Mouss- atova. Á efnisskránni vom aðal- lega lög eftir íslensk tónskáld, svo sem Sigvalda Kaldalóns og Pál Isólfsson. Æskueldmóður Tónleikamir fóru fram 14. nóv- ember í Shúvalova-tónleikasaln- um í Moskvu og að sögn gagnrýn- anda Kúltúra heilluðust tónleika- gestirnir af fegurð íslenskrar tón- listar og hæfileikum listafólksins. „Og ég verð að segja að öll vom þau unaðsleg. Ungir, fallegir, hæfileikaríkir og ljóshærðir afkomendur víkinga sönnuðu að skilningur okkar á „norrænu manngerðinni" er rang- ur. Píanóleikarinn, fiðluleikarinn, tenórinn og sópransöngkonan voru svo full af listrænni spennu og æskueldmóði að þau áttu eink- ar auðvelt með að smita tónlistar- gestina, sem voru hámenntaðir og alls ekki ungir að árum.“ Nýjar bækur Sagði mér þögnin eftir Kristin Gísla Magnússon SAGÐI mér þögnin nefnist ljóðabók eftir Kristin Gísla Magnússon. Þetta er fyrsta bók hans. Bókina tileinkar hann minningu móður sinnar, Kristínar M; Frið- riksdóttur. í bók- inni eru 75 ljóð. Kristinn G. Magnússon Mörg ljóð höfundar hafa birst í Lesbók Morgun- blaðsins á undanfömum árum. Þau eru prentuð í bókinni ásamt nýjum áður óbirtum ljóðum. Sagði mér þögnin er 88 blaðsíður prentuð í Félags- prentsmiðjunni. Útgefandi er höfundur. Bókin kostar 1.500 kr. Sjöfn sýnir í Listhúsinu SJÖFN Har opnar sýningu í List- húsinu í Laugardal, laugardaginn 10. desember kl. 18. Á sýningunni eru nýjar oliumyndir og myndir unnar á handgerðan pappír með bleki. Sýningin er í beinu fram- haldi af sýningu Sjafnar í London 7.-19. nóvember sl. undir yfir- skriftinni „Look North“ og var í samvinnu við menningarskrifstofu Sendiráðs íslands þar í borg. Sýningin stendur til 31. desem- ber og er opin daglega frá kl. 13-18 á laugardögum kl. 11-18 og á sunnudögum frá kl. 14-18. Síðastasýn- ingarhelgi SAMSÝNINGU átta myndlistar- manna sem sýna í aðalsölum Ný- listasafnsins lýkur sunnudaginn 11. desember. Ennfremur lýkur sýningun á verkum Joris Radema- kers í Setustofu safnsins. Eftirfar- ^ndi listamenn taka þátt í sýning- unni; Elsa D. Gísladóttir, Guðrún Hjarðardóttir, Gunnar J. Straum- land, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Jón Bergmann Kjartansson, Pétur Öm Friðriksson, Rob Hoekstra og Sólveig Þorbergsdóttir. Sýning- amar eru opnar frá kl. 14-18. Einnig lýkur hljóðmyndasýn- ingu Erlu Þórarinsdóttur og Andrew McKenzie í Gerðubergi um helgina. Þetta er samvinnu- verkefni þar sem þau tefla saman hljóði og mynd. Sýningin er opin frá kl. 13-17. Smámyndir Eddu NÚ stendur yfir sýning Eddu Jónsdóttur á bleksprautu- og vatnslitasmámyndum í Gallerí Úmbru, Amtmannsstíg 1. Sýningin stendur til 16. des. Útgáfutónleik- ar í Bústaða- kirkju í TILEFNI af nýrri geislaplötu með söngkonunni Miriam verða haldnir útgáfutónleikar í Bú- staðakirkju í kvöld kl. 20.30. Stór hljómsveit hljóðfæraleikara, hópur bakraddasöngvara og Gospelkórinn stíga þar á svið með Miriam. Óskar Einarsson annast allar útsetningar og stjórnar hljómsveitinni. Aðgangseyrir er 500 krónur og 250 krónur fyrir skólafólk. Geislaplatan „Miriam“ er gefin út af Hjálpræðishernum og renn- ur allur ágóði til hjálparstarfs Hjálpræðishesins. Morgunblaðið/Kristinn Kertastjaka- sýning í Listhúsinu NÚ stendur yfir kertastjakasýn- ing 10 félaga Leirlistarfélagsins í Listhúsinu í Laugardal. Á sýn- ingunni eru margar tegundir kertastjaka úr keramiki og post- ulíni sem félagar Leirlistarfé- Iagsins hafa unnið á undanförn- um vikum. Sýnendur eru; Steinunn Mar- teinsdóttir, Kolbrún Kjarval, Lára Samúelsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Margrét Salóme Gunnarsdóttir, Sigrún Gunnars- dóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Ella Guðmundsdóttir, Jónína Guðnadóttir og Arnfríður Lára Guðnadóttir. Sýningin er sölusýning og er opið kl. 10-18 og í samræmi við opnunartíma verslana í desember. „Hín langa lögun“ KATRÍN Sigurðardóttir opnar sýningu á verki sínu „Hin langa lögun“ í Galleríi Sævars Karls í dag, föstudag. Verkið er innsetn- ing og er þetta í annað sinn sem hún sýnir í galleríinu. Katrín er fædd 1967 og er við nám í myndlist í Bandaríkjunum. Gunnar Rafn sýnir á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. GUNNAR Rafn Jónsson, yfír- læknir, opnaði málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík 1. des- ember s.l. og sýndi þar um sjötíu verka sinna gerð með vatnslitum. Við opnunina léku dætur Gunnars, Jóhanna og Sigurveig á píanó og gítar. Við kynnum meiriháttar margmiðlun í dag og á morgun laugardag! laúgárdágstiiboð: fiound Gestakynnir er hinn þekkti tónlistarmaður Þórir Baldursson. Hann mun leika af fingrum fram báða dagana frá kl. 10.00 til 15.00. CREÁTIVE GR..TIV. Geisladrifið Mitsumi CD-ROM (2 spin) + ^^óðkort STe Edition) aðeins kr. 29-900,- stgr. m. vsk. Opið til ki. 16.00 á laugardögum í desember. Verið velkomin. Tæknival » Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 HÓNNUN/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.