Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 31
DAS bætti nýlega bingólottói við
hefðbundinn happdrættisrekstur sinn.
Samkvæmt upplýsingum sem fengust
þegar 9 þættir höfðu verið sýndir á
Stöð 2 höfðu verið seldir 267 þúsund
miðar, heildarvelta var 80 milljónir
króna og vinningar námu 38 milljón-
um. Vinningshlutfallið er samkvæmt
því tæplega 48% og vélta hvers þáttar
tæplega 9 milljónir. Ekkert liggur
ennþá fyrir um rekstrarkostnað eða
tekjuafgang.
Agóðanum af rekstri Happdrættis
DAS og Bingólottós er varið til upp-
byggingar á Hrafnistuheimilunum í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Hæsti vinningxir fer alltaf
Vöruhappdrætti SÍBS greiddi út
131,3 millj. kr. í vinninga árið 1992
og 129,8 millj. árið 1993. í upplýsing-
um frá Helgu Friðfinnsdóttur fram-
kvæmdastjóra kemur fram að mestu
vinningslíkur séu í desember hvert ár.
Vinningshlutfallið er 1 á móti 3 en
auk þess færist hæsti vinningur alltaf
á milli mánaða ef hann gengur ekki
út. Það gerðist t.d. þegar dregið var
sl. mánudag og verður fyrsti vinning-
ur í janúar því 8 milljónir króna.
Heildarvelta happdrættis SÍBS var
219 millj. kr. árið 1992 og 211 millj.
1993. Rekstrarkostnaður nam tæpum
30 millj. kr. 1992 og 33,3 millj. 1993.
Tekjuafgangur 1992 varð tæpar 34,5
miltj. og 31,7 1993.
Agóða happdrættisins er varið til
að styrkja sjúka til sjálfsbjargar. Allar
nýframkvæmdir á Reykjalundi eru
fjármagnaðar með happdrættisfé.
SÍBS á og rekur Múlalund, sem er
stærsti verndaði vinnustaður landsins.
Hlíðabæ og Múlabæ rekur SÍBS í
samvinnu við Reykjavíkurdeild RKÍ
og Félag eldri borgara. Samtökin
styrkja vísindamenn til rannsókna á
sviði btjóstholssjúkdóma, frjókorna-
mælingar o.fl.
55 milljónir í afgang
íslenskar getraunir selja raðir þar
sem hægt er að giska á úrslit fótbolta-
leikja í enska og ítalska boltanum og
í Evrópukeppni félagsliða, Eurotips.
Getraunaröðin kostar 10 krónur í
enska og ítalska boltanum en 20 krón-
ur í Eurotips. Samkvæmt upplýsing-
um frá Sigurði Baldurssyni fram-
kvæmdastjóra er meðalafgreiðsla á
hvern þátttakanda 800 krónur. Heild-
arvelta er 275 millj. kr. á ári og vinn-
ingshlutfall 54%. Greiddir vinningar
nema 150 millj., 115 millj. koma héð-
an og 35 frá útlöndum. Reksturinn
kostar 105 millj. kr. og tekjuafgang-
urinn, 55 millj., rennur til íþrótta- og
ungmennafélaga um land allt.
Metár hjá íslenskri getspá
íslensk getspá rekur Lottó 5/38 og
Víkingalottó, sem stofnað var í mars
1992. Reikningsárið er frá 1. júlí til
30. júní. 1992/1993 voru greiddar
403,8 millj. kr. í vinninga og 485
millj. 93/94. Vinningshlutfall er 40%
í báðum lottóum.
Heildarvelta íslenskrar getspár
92/93 var 1.009,9 milljónir króna og
93/94 1.251,4 milljónir. Rekstrar-
kostnaður nam 299 milljónum 92/93
og 318,3 milljónum 93/94. Tekjuaf-
gangur nam 347,1 millj. 92/93 og
448,1 millj. 93/94.
íslensk getspá er í eigu íþróttasam-
bands íslands, Öryrkjabandalags ís-
lands og UMFÍ.
Bingó öll kvöld nema eitt
Starfsemi sem ekki fer mikið fyrir
alla jafna eru bingó templara og stór-
stúkumanna. Fyrir utan þá rekur
knattspyrnudeild Þróttar í Reykjavík
bingó í Glæsibæ einu sinni í viku.
Forsvarsmenn Þróttar neituðu að gefa
upplýsingar um starfsemina, umsjón-
armaður bingós Templara tók mjög
--------- dræmlega í fyrirspurnir
Hjár- blaðamanns en umsjónar-
gÓðan Uiaður bingós Stórstúku ís-
ítað lands í Vinabæ jét þær af
_________ hendi þótt honum væri það
óljúft.
I Vinabæ eru bingó þrisvar í viku
og miðað við þær upplýsingar sem
Morgunblaðið hefur undir höndum um
starfsemina þar er velta bingóanna
þriggja hátt á annað hundrað milljón-
ir og vinningshlutfall yfír 70%.
Ráðstöfun tekjuafgangs af bingói
Stórstúkunnar er í þágu bindindis og
til greiðslu á fjárfestingum í félags-
heimili því sem bingóið er haldið í en
Stórstúkan hefur fest kaup á húsnæði
í Skipholti, þar sem áður var Tónabíó.
Nýkrýndir síldarkóngar
Silfri
hafsins
breytt
í gull
Þeir Hákon Magnússon, skipstjórí á Húnaröst
RE 550, og Jón Eyfjörð, skipstjóri á Þórshamri
GK, voru nýlega titlaðir síldarkóngar nútímans.
Guðni Einarsson átti tal við hina nýkrýndu
kónga um nútímalegar síldveiðar til manneldis.
að var í fréttaviðtali í liðinni
viku sem helsti síldarsér-
fræðingur þjóðarinnar,
Jakob Jakobsson fiski-
fræðingur og forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar, veitti þeim Hákoni
og Jóni sæmdarheitin síldarkóngar
nútímans. Hann sagði þá Hákon og
Jón jafnframt eiga sérstakan heiður
skilið fyrir að einbeita sér að veiðum
á síld til manneldis.
Hákon Magnússon byijaði for-
mennsku 1957 og fór fyrst sem skip-
stjóri á síld 1958. Hann tók því þátt
í síldarævintýrum sjöunda áratugar-
ins. Jón Eyfjörð fór fyrst á síld 1964
með Pétri Sæmundssyni skipstjóra.
Jón tók við skipstjórn á Þórshamri
haustið 1990 af þeim sama Pétri og
hann byijaði með á sjó.
Síldarstofni bjargað
Það er ekki síst starfi og leiðsögn
Jakobs að þakka að sumargotssíld-
inni var bjargað frá útrýmingu.
Þegar síldveiðibann var sett á 1970
voru ekki eftir af stofninum nema
tvær síldartorfur, um 10 þúsund
tonn. Það tók 20 ár að byggja stofn-
inn upp aftur og nú er talið að hann
sé um 500 þúsund tonn. í ár verða
leyfar veiðar á 130 þúsund tonnum
sem er álitin vera hámarksnýting
miðað við núverandi ástand. Fyrir
hrunið mældist stofninn stærstur
1960 og var þá talinn vera 350
þúsund tonn.
íslandsmet í síldveiðum
Árið 1966 var mesta síldarár ís-
landssögunnar. Veitt var úr norsk-
íslenska stofninum auk vorgots- og
sumargotssíldar. Heildaraflinn það
ár varð yfir 770 þúsund lestir. Egg-
ert Gíslason skipstjóri og áhöfn hans
á Gísla Árna slógu aflamet og fengu
12.692 tonn af síld frá því í maí
fram í desember. í bókinni Svartur
sjór af síld, eftir Birgi Sigurðsson,
kemur fram að þetta var talið vera
heimsmet. Önnur skip öfluðu einnig
vel. Jón Kjartansson fékk 10.078
tonn og Jón Garðar 10.005 tonn.
Húnaröstin er búin að fá um 14
þúsund tonn af síld í haust og ef
gæftir leyfa gætu a.m.k. þúsund
tonn bæst við til jóla. Jafnt fræði-
menn og áhugamenn um síldveiðar,
sem haft var samband við, telja að
hér sé slegið íslandsmet og það á
fjórum mánuðum.
Hákon Magnússon skipstjóri var
að vonum ánægður með góðan afla.
Varðandi met benti hann á að að-
stæður væra mjög breyttar frá fyrri
síldarárum. Nú ræður kvótinn því
hveijir geta orðið síldarkóngar.
Húnaröstin veiðir eigin kvóta, kvóta
í eigu Borgeyjar og leigukvóta. Há-
kon segir að sé rekstrarafgangur hjá
útgerðinni þá fari hann til kvóta-
kaupa.
Tæknibylting
„Þetta er búið að vera lyginni lík-
ast. Frá því í haust hefur verið mjög
góð tíð. Það hefur aldrei verið betra
Morgunblaðið/Snorri
Hákon Magnússon,
skipstjóri á Húnaröst RE.
að hausti en nú, nánast ekki bræla
fyrr en í þessum mánuði,“ sagði Jón
Eyfjörð skipstjóri. Þórshamar er
kominn með tæp 10 þúsund tonn í
haust og með afla úr síldarsmugunni
í vor gæti ársaflinn af síld orðið 12
til 13 þúsund tonn, sem jafnast á
við fyrra íslandsmet.
Jón segir að veiðar á stórum ný-
tísku nótaveiðiskipum og síldarbát-
um 7. áratugarins séu ekki sambæri-
legar. Skipin í dag séu svo miklu
betur útbúin og veiðarnar á allan
hátt léttari. Öflugar hliðarskrúfur,
sterkar kraftblakkir, stórar nætur
og stór skip gera gæfumuninn.
„Stóru loðnubátarnir henta langbest
í þetta,“ segir Jón. „Það er verið að
sækja síldina djúpt og þarf stórar
nætur til.“ Til dæmis má nefna að
síldamót Þórshamars er yfir 100
faðma djúp og um 340 faðma Iöng
(1 faðmur er 183 sm).
Mikið er lagt upp úr góðri með-
ferð aflans. Þórshamar er búinn
fimm stórum tönkum og eru sett 6
tonn af ís í hvern tank fyrir veiði-
ferð. Síðan er síld og sjó dælt úr
Morgunblaðið/Kristinn
nótinni í tankana. Hráefnið geymist
við frostmark í kuldablöndunni sem
tryggir ferskleika. „Það liggur við
að hún sé syndandi þegar við komum
í land,“ segir Jón. Það er alltaf farið
í land með næturaflann, jafnt þótt
ekki fáist nema 30 til 40 tonn.
Veiðar samræmdar vinnslu
Húnaröstin hefur lagt upp hjá
Borgey hf. á Höfn megnið af þeirri
síld sem fyrirtækinu hefur borist í
haust. Þórshamar hefur lagt upp hjá
Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað
og verið drýgstur í síldinni í haust
þar á bæ. Veiðar skipanna hafa ver-
ið skipulagðar með tilliti til vinnslu-
getunnar í landi. Samtals hafa um
300 starfsmenn unnið við síldarverk-
unina hjá þessum tveimur fyrirtækj-
um. Síldin er flokkuð, flökuð og fryst.
Þá er Iíka söltuð síld, bæði heil og
flökuð. Einungis úrkastið fer í
bræðslu.
Morgunblaðið/Frímann
lón Eyfjörð,
skipstjóri á Þórshamri GK.
„Það gengur mjög vel að ná síld-
inni þegar gefur,“ segir Hákon. „Ef
það dúrar eitthvað í myrkri á milli
lægða þá þurfum við yfirleitt ekki
að taka nema eitt kast til þess að
fá góðan skarnmt."
Skammturinn sem Hákon færir
til Borgeyjar eru 400 til 500 tonn
af sfld annan hvern dag. Ef kastið
er stærra en skammtinum nemur þá
er síldinni leyft að synda úr nótinni
þar til passlega mikið er eftir. „Það
er aðalatriðið að taka ekki meira en
þeir ráða við að vinna,“ sagði Hákon.
Síldarvinnslan klárar um 300 tonn
af síld upp úr bát á sólarhring, að
sögn Jóns. „Við erum búnir að vera
í þessu í fjögur haust og auðvitað
kemur kunnáttan með reynslunni."
Aflinn af Þórshamri þessi íjögur
haust hefur allur farið til manneldis.
Síldin hefur þaldið sig undanfarið
í svonefndu Litladýpi og þar suður-
vestur af. Um 60 nn'lna sigling er á
miðin frá Stokksnesi. Hákon segir
að þarna hafi verið tvær góðar torf-
ur og stundum bara ein sem menn
hafa verið að kasta á.
Að vera kóngur
En hvernig er að vera útnefndur
síldarkóngur af Jakobi Jakobssyni? < .
„Auðvitað er það mikil upphefð
þegar Jakob nefnir svoleiðis," sagði
Hákon. Hann er búinn að þekkja
Jakob síðan á síldarárunum marg-
frægu. „Við dáðumst allir að honum.
Það er mikið Jakob að þakka að við
hreinlega veiddum ekki síldina upp.
Menn vora sammála um að þetta var
ekki hægt, það var verið að veiða
síldina hrognafulla á sumrin og þar
með eyðileggja stofninn. En skyn-
semin fékk að ráða.“
Hvernig finnst Jóni að vera kom- «
inn í hóp síldarkónganna? „Er það
ekki takmarkið, getur maður þá ekki
farið að hætta?“ svaraði Jón og hló.
„Annars er þetta eins og annað í
dag, það ræðst af því hvað maður
hefur af kvótum. Áður fyrr máttu
menn veiða eins og þeir gátu. Þetta
eru allt aðrar forsendur."
Síldartrollið skemmir fyrir
í haust hafa engin skip verið á
síldartrolli. Báðir skipstjórarnir telja
um að aflinn hefði ekki verið jafngóð-
ur og raun ber vitni, ef jafnframt
hefðu farið fram togveiðar á síld-
inni. „Ég held að margir séu sama
sinnis að það fari ekki saman að
veiða síld í nót og troll á sömu slóð. ■—
í fyrra þýddi ekkert fyrir okkur að
reyna að veiða úr sömu torfum og
trollbátarnir, við náðum henni ekki
þar og urðum alltaf að vera annars
staðar," sagði Hákon. Þeim Jóni bar
saman um að mikil styggð komi að
sfldinni við trollveiðar, torfurnar
bæði dreifi sér og dýpki á sér. Síldin
haldi sig á svo takmörkuðu svæði
að það sé ekki til skiptanna.
Jón Eyfjörð telur að þótt mikið
af síld sleppi úr trollunum þá sé
mikið það hreisturskaðað og drepist.
„Þar fyrir utan tel ég að þetta geri
hana hálfvitlausa." Jón vill líka
meina að nótabátarnir komi með
betra hráefni. Þá sé hætt við að
meira sé hent þegar síldin er fryst
úti í sjó. •
Herramannsmatur
En borða síldarkóngarnir og
áhafnir þeirra síld? „Já, það geram
við. Síld er sælgæti,“ sagði Hákon.
Um borð í Húnaröst er oft síld á
borðum bæði djúpsteikt og einnig
marinerað. Þeir á Þórshamri eru líka
sólgnir í síld, að sögn Jóns. Þar er ,
vinsælust síld í edikslegi og oft borin
á borð.
Báðir skipstjórarnir áttu von á að :
geta klárað kvótann fyrir jól, ef |
gæftir verða góðar. Þá tekur við jól- •
afrí og síðan undirbúningur fyrir '
loðnuvertíð. Jón batt vonir við að s.
hægt yrði að fara á síld í vor og '
veiða úr norsk-íslenska stofninum
og sagði: „Það er stórt atriðið að
samið verði við Norðmenn um að við
fáum að fara inn í Jan Mayen lögsög-
una.“