Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 39
1 MORGUNBLAÐIÐ___________ MINNINGAR BJÖRN BRAGI BJÖRNSSON -4- Björn Bragi ■ Björnsson fæddist í Reykja- vík 18. júlí 1962. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Kristín Sveinbjörnsdóttir, f. 10. maí 1930, búsett í Reykjavík, og Björn Jakobs- son, f. 8. júní 1924, búsettur í Húna- vatnssýslu. Al- systkini hans eru: Þórdís Björnsdóttir Cortell- ino, búsett á Ítalíu, f. 1956, Árni Haukur Björnsson, lög- fræðingur, f. 1958, býr í Reykjavík. Hálfsystkini sam- mæðra eru: Björk Bjarkadótt- ir, yfirfangavörður, býr í Mos- fellsbæ, f. 1950, Stefán Bjarkason, æskulýðsfulltrúi, Njarðvík, f. 1952, og Svein- björn Bjarkason, f. 1954, Reykjavík. Björn Bragi lauk prófi frá Verslunarskóla íslands og stundaði nám í hljóðsetningu í San Francisco. Utför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag. í GÆR var borinn hinsta spölinn í þessari jarðvist vinur minn Björn Bragi Björnsson. Bjössi var einn af hugrökkum sonum Reykjavík- ur, sem nú um mundir falla hver af öðrum fyrir hræðilegum og ill- vægum sjúkdómi, sem .er alnæmi. Eg læt hugann reika til baka, og hugsa til allra vina hans og minna sem hafa þurft að lúta í lægra haldi undanfarin ár fyrir þessari veirusýkingu, sem ekki einungis heggur djúp skörð í okk- ar vinahóp með reglulegu millibili, heldur er að verki um allan heim. Hugrakkt og bjartsýnt ungt fólk, sem er samkvæmt sjálfum sér og tilbúið að berjast gegn viðteknum hefðum og kröfum samfélagsins, er slegið út af sjúkdómi sem af óskiljanlegum átæðum hefur lagst hvað þyngst á samkynhneigða karla um allan heim. Það er hræði- leg viðbót við þá erfiðu baráttu sem samkynhneigðir þurfa að heyja allt sitt líf fyrir tilverurétti sínum og viðurkenningu á sínum lífsstíl, að þurfa í ofanálag að heyja oft vonlaust dauðastríð í blóma lífsins, á yngri árum, þegar árangri hefur loks verið náði í baráttunni fyrir rétti sínum og til- finningar og framtíðin blasir við, full tækifæra til að láta gott af sér leiða fyrir sjálfan sig og aðra í sömu aðstöðu. Bjössi var áberandi, og hafði sterka nærveru innan síns hóps alla tíð hér í litlu Reykjavík. Eftir nokkurra ára námsdvöl í San Francisco kom hann til baka og miðlaði okkur hinum af reynslu sinni frá Mekka samkyn- hneigðra í heiminum og jók á baráttuþrek okkar sem þreyjuðum þorrann hér uppá kalda landi ísa. Síðasta árið sitt sem hann hafði heilsu, ákvað hann að dvelja í Kaupmannahöfn og njóta gestrisni, um- burðarlyndis og víð- sýni frænda okkar Dana. Bjössi var ekki einn um það að létta sér erfiðan róður og hverfa af landi brott þegar á bjátaði og einkenni sjúkdómsins fór að gera vart við sig. Það er umhugsunarefni okkar sem nú stöndum eftir við gröf hans, að hugrakkt fólk, sem er samkvæmt sjálfum sér og tilbúið að beijast fyrir tilverurétti sínum og breyttu viðhorfi og annars kon- ar lífsstíl og býður viðteknum venj- um og fordómum samborgara sinna byrginn, sé hrakið í útlegð kynhvata sinna ogjafnvel veikinda sinna vegna. Elsku Bjössi (Bear), ég kveð þig, og bið fyrir kveðju til strák- anna í paradís. Guð geymi þig. Ég votta vinum, fjölskyldu og Peter mína dýpstu samúð. Björgvin Gíslason. Elsku Bjössi. Ég fékk fregnir í dag um að þú værir látinn. Þegar við töluðum síðast saman í febrúar þá grunaði mig ekki að það yrði í síðasta skipti sem ég heyrði í þér. Þó svo þú tjáðir mér að því sinni, að þér liði ekkert alltof vel, þá lögðum við á ráðin um að þú heimsæktir mig fljótlega hingað til uppáhalds borgar þinnar San Francisco. Þú varst mér góður vinur á erfiðum tímum í mínu lífi og takk fyrir það.-Ég unni þér fyrir margt, en efst er mér í minni endalaus gálga- húmor þinn sem aldrei brást og lífgaði upp á tilveruna. Miðað við hvað ég er ungur maður þá hef ég séð á eftir mörgum vinum og kunningjum yfír móðuna miklu af völdum þessa sjúkdóms. Maður venst því ekki beint, að fá frengir af mannsláti og þó sérstaklega nú þegar svona mörg skörð eru kom- in í vinahópinn, þetta er víst hluti af raunveruleika okkar kynslóðar. Elsku Bjössi, það er alveg ábyggilegt að lífið verður ein- manalegt án þín, en minningin lif- ir þrátt fyrir allt of stutta viðveru. Þinn vinur, Stefán „Bertha“ Grygelko. Fleiri minningargreina.r um Björn Braga Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI JÓNSSON frá Norðfirði, sfðasttil heimilis á dvalarheimilinu Felli, Skipholti, andaðist í Borgarspítalanum 26. nóv- ember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Margrét Bragadóttir, Kristján Arilfusson, Hermann Bragason, Júlíana Gestsdóttir, Ágúst Bragason, Vilhjálmur Bragason, Fjóla Helgadóttir, Ari Hallgrimsson, Sólveig Ingólfsdóttir, Bragi Einarsson, Guðrún Stefánsdóttir, Grétar Miller, Lilja Tómasdóttir og aðrir aðstandendur. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 39 LOTTÓ 5/38 - í fyrsta skipti í sögunni fyrsti vinningur í Landsleikurinn okkar! Fimmfaldur - 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.