Morgunblaðið - 09.12.1994, Side 44

Morgunblaðið - 09.12.1994, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Einn úr hópnum er horfinn og við, sem stöndum eftir harmi slegin, spytjum hvers vegna. Við vitum að svars er ekki að vænta en að allt er lögmáli háð og hefur sinn tíma og tiigang. Hugurinn reikar til liðinna stunda. Við Sóley störfuðum báðar við Myndlsitarskólann í Reykjavík, þar sem hún var kennari hátt í ára- tug. Hún kenndi í ýmsum deildum en aðallega leirmótun hjá ungling- um. Hún var tilfinningaríkur lista- maður og góður kennari. Henni veittist létt að vekja áhuga og hug- arflug nemenda og halda þeim við efnið, árangur var líka fádæma góður. Sóley var snillingur á sínu sviði og nemendur dáðu hana auk þess var hún svo skemmtileg, kát og þægileg í alla staði, hvers manns hugljúfi frekar en nokkur annar. Oft hugsaði ég að verst væri að eiga ekki barn í hópnum svo ég fengi eitthvað af leimum heim. Eða þá, að mikið ætti það bam gott, sem ætti hana að móður. Svo fæddist Brynja og þær mæðgur urðu samrýndari en títt er, hún skildi bamið. En hún Sóley varð aðeins 37 ára. Ég hef velt því fyrir mér hvað marg- ir snillingar hafa dáið á þeim aldri en minningin um Sóleyju Éiríksdótt- ur lifir í hugum þeirra, sem kynnt- ust henni. Ég votta Jóni Axel og Brynju, foreldrum hennar og bróður og öðr- um nánum samúð mína og kveð hana með þökk og virðingu. Katrín Briem. í dag kveð ég vinkonu mína, hana Sóleyju Eiríksdóttur, í síðasta sinn. Við Sóley kynntumst fyrir nærri 20 árum, þegar þau Jón Axel byrjuðu að vera saman. Sóley var sérstaklega notaleg og indæl manneskja sem gott var að vera samvistum við, og í gegnum árin áttum við margar góðar stund- ir saman. Eitt af því sem einkenndi Sóleyju var hversu traust hún var og góður vinur vina sinna. Lífssýn Sóleyjar var um margt sérstök, hún hafði mjög gagnrýna hugsun og tók hlutina ekki sem sjálfgefna, starf hennar sem lísta- manns tók um margt mið af því. í starfi sínu sem listamaður var það áberandi hve nákvæm hún var og gagnrýnin á verk sín. Það er minnisstætt þegar þau Jón Axel sýndu saman á Kjarvalsstöðum fýrir nokkrum árum, hve stór og kraftmikil verk hennar þar voru, þar sýndi hún skúlptúra unna úr leir sem vöktu undrun og gleði. Líf lista- manna er ekki dans á rósum nú frekar en áður og Sóley eins og margir aðrir listamenn þurfti að sinna öðrum störfum með list sinni. Fyrir nokkrum árum kenndi Sóley í Myndlistarskóla Reykjavíkur, þar kenndi hún litlum krökkum teikn- ingu og málun og oft sagði hún frá því starfi og hve gefandi henni þótti það vera. Sóley og Jón Axel voru mjög náin og samrýnd, ekki það að þau hafí alltaf verið samsinna um alla hluti, heldur hitt að þar fóru saman tveir sjálfstæðir einstaklingar, með sömu lífssýn, sem bundnir voru sterkum böndum vináttu og trausts í garð hvor annars. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast í samskiptum við Sóleyju og erfitt að taka eitt fram yfír annað, það sem eftir stendur eru góðar minningar sem lifa. Sóley — þín er sárt saknað af mörgum. Öllum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur og óska Jóni Axel og Brynju velfarnaðar í nútíð og framtíð. Pétur Pálsson. Hvað er hægt að skrifa um unga konu sem deyr frá manninum sínum og lítilli stúlku, sem hún elskar, frá öllu fólkinu sínu og foreldrunum, sem henni þótti svo ósköp vænt um. Hún elskaði lífíð, með öllum sínum tilbrigðum, hún unni náttúrunni og landinu sínu. Hún sem var svo hrein, það var það, sem einkenndi hna mest, hún var alltaf svo sérstaklega hrein, sama hvaða verk hún vann. Hún var líka hreinskiptin og heiðar- leg í samskiptum sínum við annað fólk, kom til dyranna eins og hún var klædd og maður vissi að hún meinti það sem hún sagði. Hún var svo glöð og kát og brosandi og maður fór alltaf glaðari af hennar fundi. Hún dansaði af lífsgleði. Að koma heim til Sóleyjar og Jóns var sérstakt, skelin í gamla, fallega sykurkarinu, tandurhreina borðið, allt svo snyrtilegt og öllu raðað af smekkvísi. Steinarnir í glugganum og myndlistin í kringum þau. Og svo varð hún veik, alveg voða- lega mikið veik, en hresstist inn á milli og þá gátum við hist, borðað saman og glaðst saman, og hún kyssti Brynju sína, sem hét samt ótrúlega mörgum og skrýtnum nöfnum hjá henni mömmu sinni. Og þegar við vorum hjá Óla Gunn og Élsu og hún fór að segja okkur af draumunum sínum, um húsið og landið sem hún vildi láta sig dreyma um, hvað hún var þá falleg og hvað hún töfraði okkur sem hlustuðum, þessi kona, sem átti svo margt ógert og ósagt. Svo deyr hún allt í einu, og það er hræðilega óréttlátt og óvænt, því við trúðum því, að hún, þessi elskulega manneskja, sem elskaði lífið svo heitt, myndi fá að njóta þess lengur. Ingveldur Róbertsdóttir og Sigurður Orlygsson. Fleiri minningnrgreinar um- Sóleyu Eiríksdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. WtAW>AUGL YSINGAR Ráðsmaður óskast í sveit á Vestfjörðum í vetur. Fjölskyldufólk gengur fyrir. Um gæti verið að ræða áframhaldandi starf ef um semst. Áhugasamir leggi inn svör á afgreiðslu Mbl. fyrir 14. desember, merkt: „Ráðsmaður - 15739“. NAUÐUNGARSALA Uppboð Þriðjudaginn 13. desember nk. fer fram framhaldsuppboð á eftirtal- inni eign, sem haldiö verður á henni sjálfri: Kl. 14.00 Sigtún 8, Vík I Mýrdal, þinglýstur eigandi Sigurjón Rúts- son, að kröfum Samvinnulífeyrissjóðsins, íslandsbanka hf. og Mýr- dalshrepps. Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal, 8. desember 1994, Sigurður Gunnarsson. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættlsins í Hafnarstræti 1, 3. hæð, þriðjudaginn 13. desember 1994 kl. 14.00 á eftirfarandi eignufn: Aðalgata 47, Suðureyri, þingl. eig. Þorvaldur Þór Maríusson, geröar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Brautarholt 6, (safirði, þingl. eig. Kristján B. Guðmundsson, geröar- beiðendur Búnaðarbanki Islands, Elías Gíslason, G.H. heildverslun, Heildverslunin Edda hf., innheimtumaður rikissjóðs, Landsbanki fs- lands, ísafirði, og Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Hafraholt 44, (safirði, þingl. eig. Agnar Ebenesersson og Sigríður Ólafsdóttir, gerðarbeiöendur Byggingarsjóður ríkisins og innheimtu- maður ríkissjóðs. Hliðarvegur 7, 0102, í.h. t.h., (safirði, þingl. eig. Húsnæöisnefnd ísafjarðar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rlkisins. Hlíðarvegur 7, 0201, 2.h. t.v., ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Hlíðarvegur 7, 0301, 3.h t..v., Isafirði, þingl. eig. Dröfn Snorradóttir og Magnús Rafn Magnússon, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Mb. Sigurvon (S-500, þingl. eig. Fiskiöjan Freyja hf., gerðarbeiðandi Landsbanki íslands, ísafirði. Sundstræti 14, 0101, e.h., n.e., Isafirði, þingl. eig. Arnfinnur örn Arnarson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Túngata 17, Suðureyri, þingl. eig. Sigríður Ólafsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins og Vátryggingafélag (slands hf. Túngata 19, Suðureyri, þingl. eig. Suðureyrarhreppur, gerðarbeiö- endur Byggingarsjóður ríkisins og Byggingarsjóður verkamanna. Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjáif- um sem hér segir: Aðalgata 43B, Suðureyri, þingl. eig. Lárus Helgi Lárusson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, 16. desember 1994 kl. 11.30. Sæból II, Mýrahreppi, þingl. eig. Elísabet A. Pétursdóttir og Ágúst G. Pétursson, gerðarbeiðendur Grávara hf., Höfðafell hf. og inn- heimtumaður rikissjóðs, 16. desember 1994 kl. 13.30. Sýslumaðurinn á ísafirði, 8. desember 1994. Laust lyfsöluleyfi sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Patreksfirði (Patreks Apótek) Fráfarandi lyfsali gerir kröfur til þess, í sam- ræmi við 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 og bráðabirgðalög nr. 112/1994 um breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994, að við- takandi lyfsöluleyfishafi kaupi vörubirgðir, búnað og innréttingar lyfjabúðarinnar. Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi hús- eign þá, er lyfjabúðin ásamt íbúð fráfarandi lyfsala er í. . Væntanlegur lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. mars 1995. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræðimenntun og lyfjafræðistörf, skal senda ráðuneytinu fyrir 1. janúar 1995. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 6. desember 1994. Auglýsing um deiliskipulag sumarbústaðahverfis í landi Úteyjar 1, Laugardalshreppi Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4. í skipulags- reglugerð nr. 318/1985, með breytingum 1. júlí 1992, er hér með lýst eftir athuga- semdum við tillögu að deiliskipulagi í landi Úteyjar 1, Laugardalshreppi. Skipulagstillagan nær til stækkunar í austur frá núverandi sumarbústaðabyggð í landi Úteyjar 1. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Laugar- dalshrepps og hjá Skipulagi ríkisins, á skrif- stofutíma, á Laugavegi 166, frá 9. desember 1994 til 13. janúar 1995. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Laug- ardalshrepps fyrir 20. janúar 1995 og skulu þær vera skriflegar. Oddviti Laugardalshrepps. Skipulagsstjóri ríkisins. Snyrtistofa eða þjónusta 20 fm herbergi til leigu í stóru sambýli fyrir aldraða við Skúlagötu. Hentar t.d. fyrir snyrti- fræðing eða slíka þjónustu. Upplýsingar í síma 622991 á skrifstofutíma. Lausafjáruppboð Eftirtaldir munir verða seldir á uppboði í Tollhúsinu við Tryggva- götu laugardaginn 10. desember 1994 kl. 13.30 að kröfu tollstjór- ans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og ýmissa lögmanna: Snyrtivörur, auglýsingavörur, fatnaður, járnkrókar, vélskóflur, bús- áhöld, kertastjakar, sjónvörp, spegilrammi, fatahengi, skófatnaður, málminnréttingar, eldhúsinnrétting, rafmótor, varahlutir fyrir gröfu, eldhúsbúnaður, lampahlutar, varahlutir fyrir húsgögn, hlutar fyrir lýsingartæki, hamborgarapressur, húsgögn, speglar, snyrtivörur, veski, albúm, plastvörur, pappírsvörur, vélar, seltsen, tölvuprentari, málverk, hitaformunarvél, geislaspilari, tölva,' skrifstofuhúsgögn, ikegami camera head, Sony upptökutæki, búðarkassi, faxtæki, Ijósrit- unarvél, peningaskápur, skrifstofustóll, sófasett, vélklippur, loft- pressa, tölvuvog, prentvél, líkamsræktartæki, útskorinn járnprófíll, spónasög, kæliskápur, myndavél, bókalager, háþrýstiþvottatæki, rafsuðuvél, flökunarvél, hjólsög, forrit, rennibekkur, hljómflutnings- tæki, myndbandstæki, hitaborð, hljóðblandari, setningartölva, saumavélar, frystiskápur, peningakassi, trésmíðavél, kæli- og frysti- vélar, sandsparslvélar, myndeffectatæki, myndvinnslutæki, flygill, kaffivélar, rjómaþeytari, ofn, hefskápur, kæli- og afgreiðsluborð, uppþvottalína, skafískista, seglskúta, þurrhreinsivél ásamt áföstum eimingarkatli, gámur innréttaður sem vinnuskúr, krítarmynd, gufu- steikingarpottur, vefnaðarniðurlagningarvél, safetystitch automat, frystivélasamstæða, eimsvali, frystiblásarar, kælimiðilsgeymir, hljómborð, stólar, borð, skápar, bakaraofn, gashellur, þykktarhefill, borðsög, bútsög, pappírsskurðarvél, hausaskurðarvél, spilakassar, afgreiðslutæki, rafstöðvar, reiðhjól, járnpallar, málningarvinnustóll, þvottavél, húsgögn, lagerinnréttingar, skrifstofubúnaöur, hillur, klippisett, klippitölva, Cadilac-óskráður og ýmislegt fleira. Avísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki sýslu- manns eða gjaldkera hans. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 8. desember 1994. I.O.O.F. 12 = 1761297* = S.sk I.O.O.F. 1 = 1761298* = 9.0* Utgáfutónleikar með Miriam ásamt stórhljóm- sveit og kór í Bústaðaklrkju f kvöld kl. 20.30. Aðgangseyrir kr. 500 og kr. 250 fyrir skólafólk. Frá Guðspeki- félaginu Ingóltsstraeti 22 Áskríftarsfmi Ganglera er 989-62070 Föstudagur 2. desember1994: ( kvöld kl. 21.00 heldur Vilhjálm- ur Árnason erindi um siðfræði lifs og dauöa í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu og umræðum f umsjá Jóns Ellerts Benediktssonar. Á fimmtudögum kl. 16-18 er bókaþjónusta félagsíns opin með mikið úrval andlegra bók- mennta. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.