Morgunblaðið - 09.12.1994, Page 56

Morgunblaðið - 09.12.1994, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 Stórskemmtileg gamanmynd með vafasömu ívafi með LARA FLYNN BOYLE, STEPHEN BALDWIN og JOSH CHARLES í aðalh- lutverkum. Stuart er hrifinn af Alex, Alex þráir Eddy og Eddy er ekki með kynhvatir sínar á alveg á hreinu. „Galsafengin og lostafull, með kynlíf á heilanum. Andrew Fleming lætur allar óskir unga fólksins um kynlif rætast á hvita tjaldinu og hrifur okkur með sér. Samleikur þrieykisins er frábær." David Ansen, NEWSWEEK *** MORGUNPÓSTURINN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói, geisladiskar og derhúfur úr myndinni Threesome. _______________________Verð kr. 39,90 mín._________________ ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG 7 og 9. Kr. 800 fyrir fullorðna. Kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5. FLÓTTINN FRÁ ABSALON Sýnd kl. 11. B. i.16 Nýjar hljómplötur Dyr standa opnar BJARTMAR Guðlaugsson hefur ekki láti í sér heyra í hálft þriðja m ár, eftir að hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífí alllengi sem texta- og lagasmiður og flytjandi. Skýring á þögn hans er einfaldlega sú að hann flutti sig um set, flutt- ist til Óðinsvéa, og stundar nú list- nám. Það er þó langt í frá að hann hafí hætt að fást við tónlist, eins og sannast á plötunni Bjartmar, sem hann tók upp með sænskum tónlistarmönnum og gefín verður út ytra eftir áramót. Sneri við blaðinu Bjartmar segir að eftir misjafnt og sveiflukennt gengi hér heima Undirfótfrd Little K Ný sending d frábœru verði Opið laugard. frá kl. 10-18 Snyrtislofa & snyrtivbruverslun Engihjalla 8 (húsi Kaupgarðs), Kópavogi, sími 40744. Á plötunni Bjartmar sem kemur út í dag lætur Bjartmar Guðlaugsson frá sér heyra eftir langt hlé, en hann hefur haft í nógu að snúast sem tón- listarmaður í Skandinavíu undanfarin ár. hafi hann ákveðið að flytjast út og snúa þar við blaðinu, „og snúa mér alfarið að rokki og róli, óskiptur". Bjartmar segist hafa ákveðið að vinna með skólanum og hann hafí í fyrstu unnið við byggingarvinnu og annað sem til féll, en smám saman hafí tónlistin náð yfirhönd- inni og hann farið víða um Dan- mörku að spila sem trúbadúr. „Þetta var fljótlega miklu meira en ég átti von á þegar ég flutti út, eftir að hafa gengið frekar illa hér á landi undir lokin, eftir mjög mis- jafnt gengi. Það var kannski breytt- ur mórall í mér sjálfum. Síðan var Morgunblaðið/Sverrir BJARTMAR Guðlaugsson segist ekkert vera að flýta sér heim. ég valinn í samnorræna höfunda- hljómsveit sem var sett saman fyrir tilstilli útvarpsstöðva í Skandinavíu. Þar kynntist ég Svíanum Steffan Sundström, sem er þekktur trúbad- úr í Svíþjóð, og við ákváðum að vinna saman í framtíðinni. Hann kom mér í samband í við útsetjar- ann Johan Johansson og lánaði mér hluta af sinni hljómsveit. Síðan fékk ég liðsstyrk frá hljómsveitinni Bad Liver í Gautaborg og var þar kom- inn með brot úr tveim virkustu tón- leikasveitum Svíþjóðar. Það má segja að það hafi opnast fyrir mér dyr í Svíþjóð og ég ætla að ganga inn.“ Bjartmar segir að menn hafí hist í Gautaborg til að undirbúa plöt- una, æft sig það vel saman og svo hafí verið haldið í hljóðver skammt frá Gautaborg til að taka upp. „Við tókum upp líkt og á tónleikum og svo greiddum við atkvæði eftir hvert lag um hvort það ætti að standa eins og það var eða taka þyrfti að upp aftur. Önnur sýn á ísland Bjartmar segir að lögin séu frá undanförum árum, en textana hafí hann flesta samið í sumar. „Við það að vera í útlöndum fékk ég allt aðra sýn á ísland, en segja má að ég sé að skoða landið í tilefni af fimmtíu ára afmæli lýðveldisins." Allir textar á plötunni eru á ís- lensku, en Bjartmar segir að þegar hann hafi ferðast um Skandinavíu með hljómsveitinni samnorrænu hafí hann raddað með á dönsku og sænsku, eftir því sem við átti, en þegar hann söng hafi það verið á íslensku, og sé ekkert feiminn við það. „Skandinövum finnst íslenskan hljóma mjög fallega og menn virð- ast vera meðvitaðir um að hún sé rótin að norrænu málunum. Það er hinsvegar viss ókostur ef menn skilja ekki textana og því er ég að vinna textana yfir á sænsku og þegar platan verður gefin út ytra eftir áramót verður líklega helming- ur hennar á íslensku." í góðu formi Bjartmar segir að það sé of lítill tími til að fá sveitina hingað til tónleikahalds, þó liðsmenn hennar séu í startholunum ef til kæmi. „Það er svo lítil tími, ég tók plötuna upp í október og lauk við frágang í lok nóvember," segir Bjartmar sem hafi bytjað að spila nánast um leið og hann kom til landsins. „Ég er í góðu formi, enda hef ég verið að spila á fullu úti undanfarið.“ Hann segir að platan, sem heitir bara Bjartmar, sé ein af fáum plöt- um sem „ég vil taka að sér í fyrstu persónu; mér finnst að Svíarnir hafí hjálpað mér að finna sjálfan mig og mína línu. Eg sem allt á íslensku, ég er íslendingur og ræturnar eru ís- lenskar, en textarnir eru orðnir víð- sýnni og hafa almennari skírskotun, en ég þarf að snúa þeim á dönsku og sænsku eftir því sem við á í fram- tíðinni,“ segir Bjartmar, en hann segist eiga eftir tvö ár af myndlist- arnáminu. „Ég ætla ekkert að flýta mér heim þegar ég er búinn í skól- anum, það opnuðust fyrir mér dyr í Skandinavíu, eins og ég sagði, og það tekur mig einhver ár að vinna úr þeim möguleikum sem þar gef- ast, líklega þijú/fjögur ár.“ Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 -17. útdráttur 1. flokki 1990 -14. útdráttur 2. flokki 1990 -13. útdráttur 2. flokki 1991 -11. útdráttur 3. flokki 1992-6. útdráttur 2. flokki 1993-2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess verða númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV föstudaginn 9. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT U • 108 REYKJAVlK • SlMI 69 69 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.