Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 9
FRÉTTIR
Ungir sjálfstæðismenn skora á forsætisráðherra
Skattbyrði komandi
kynslóða verði metin
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna afhenti í gær Davíð Odds-
syni forsætisráðherra áskorun um
að láta Þjóðhagsstofnun gera svo-
kallaða kynslóðareikninga fyrir Is-
land. „Markmið slikra reikninga er
að meta langtímaskuldbindingar
hins opinbera í ljósi stöðu þess á
hverjum tíma, til þess að áætla
hvort skattbyrði þurfi að öðru jöfnu
að aukast eða minnka í framtíðinni
vegna skuldbindinga hins opinbera,
aldurssamsetningar og fleiri
þátta,“ segir í bréfinu, sem Guð-
laugur Þór Þórðarson, formaður
SUS, afhenti Davíð.
í bréfinu kemur fram að slíkir
reikningar hafi verið gerðir í
Bandaríkjunum, á Noregi og á ítal-
íu, fyrst árið 1993 í Bandaríkjunum
og þá sem fylgiskjal við fjárlög
ársins. í Þýzkalandi og Japan sé
hafinn undirbúningur að slíkum
reikningum.
Þyrfti 10-15 milljarða
afgang á ríkissjóði
Að sögn ungra sjálfstæðismanna
kemur m.a. fram í niðurstöðum
þessara reikninga að miðað við
óbreytt ástand muni skattbyrði
ungs fólks í Bandaríkjunum aukast
um 21% á komandi árum. Norð-
menn komast að þeirri niðurstöðu
að tekjur umfram gjöld hjá hinu
Morgunblaðið/Sverrir
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, formaður SUS, afhendir Davíð
Oddssyni forsætisráðherra áskorunina.
opinbera þurfí að vera 2-4% af
landsframleiðslu til að koma í veg
fyrir að skattbyrði komandi kyn-
slóða haldist óbreytt.
„í þessu skyni_ má nefna að ef
svipað gilti um ísland og Noreg
þyrfti 10-15 milljarða króna af-
gangur að vera á rekstri hins opin-
bera til að koma í veg fyrir vax-
andi skattbyrði á komandi kynslóð-
ir,“ segja ungir sjálfstæðismenn.
„Nú er hins vegar 12—14 milljarða
króna haili.“
SUS segir það réttlætismál að
ungu fólki sé gert ljóst hversu mik-
ið skatthyrði þess muni þyngjast
vegna umframeyðslu samtímans.
Slíkt mat fari einnig vel saman við
fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um
langtímaáætlanir í ríkisfjármálum.
Yíkingalottó
Norðmaður
og Finni unnu
FINNI og Norðmaður skiptu með
sér fyrsta vinningi í Víkingalottói
sem dregið var úr í gærkvöldi.
Fékk hvor þeirra tæplega 21 millj-
ón kr.
Heiidarupphæð vinninga var lið-
iega 44' milljónir kr. og fengu ís-
lendingar rúmar 2,3 milljónir kr.
í sinn hlut að þessu sinni.
Vinningstölur kvöldsins voru 1,
14, 18, 33, 39 og 41 og bónustöl-
ur voru 10, 11 og 20.
Enginn í jölaköttinn
Utsala - Útsala nmm
Vetrarutsalan er byrjuð! Qf ú
20%— 50% afsláttur Eiðistorgi 13, 2. hæð, yfir almenningstorginu, simi 23970.
Opið frá kl. 10-20, Þorláksmes ;su frá kl. 10-23.
Hverfisgötu 78,
sími 28980.
Skólavörðustíg 10
sími 611300
£í/llsmið^
'eonatd
TAGHeuer
SWISS MADE SINCE 1860
Dömu og herra Flees peysur
FILASKÓR
aCortína sport
Skólavörðustíg 20,
sími 21555.
Full búð af
fallegutn jólafatnaði
N Ú E R RÉTTI TÍMINN TIL A Ð FÁ SÉR GSM FARSÍMA
Ókeypis símtöl um helgar
i
I desember og janúar gefst GSM farsímaeigendum kostur á
að hringja gjaldfrjálst um helgar.* Tilboðið gildir frá
10. desember 1994 til 29. janúar 1995 á tímanum frá
kl. 20:00 á föstudagskvöldum til kl. 08:00 á mánudagsmorgnum.
PÓSTUR OG SÍMI GSfilX
*Tilboðið á ekki við um símtöl til útlanda eða í Símatorg. Símtöl í GSM
farsímakerfið úr venjulegum síma eru gjaldfærð á venjulegan hátt.