Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 9 FRÉTTIR Ungir sjálfstæðismenn skora á forsætisráðherra Skattbyrði komandi kynslóða verði metin SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna afhenti í gær Davíð Odds- syni forsætisráðherra áskorun um að láta Þjóðhagsstofnun gera svo- kallaða kynslóðareikninga fyrir Is- land. „Markmið slikra reikninga er að meta langtímaskuldbindingar hins opinbera í ljósi stöðu þess á hverjum tíma, til þess að áætla hvort skattbyrði þurfi að öðru jöfnu að aukast eða minnka í framtíðinni vegna skuldbindinga hins opinbera, aldurssamsetningar og fleiri þátta,“ segir í bréfinu, sem Guð- laugur Þór Þórðarson, formaður SUS, afhenti Davíð. í bréfinu kemur fram að slíkir reikningar hafi verið gerðir í Bandaríkjunum, á Noregi og á ítal- íu, fyrst árið 1993 í Bandaríkjunum og þá sem fylgiskjal við fjárlög ársins. í Þýzkalandi og Japan sé hafinn undirbúningur að slíkum reikningum. Þyrfti 10-15 milljarða afgang á ríkissjóði Að sögn ungra sjálfstæðismanna kemur m.a. fram í niðurstöðum þessara reikninga að miðað við óbreytt ástand muni skattbyrði ungs fólks í Bandaríkjunum aukast um 21% á komandi árum. Norð- menn komast að þeirri niðurstöðu að tekjur umfram gjöld hjá hinu Morgunblaðið/Sverrir GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, formaður SUS, afhendir Davíð Oddssyni forsætisráðherra áskorunina. opinbera þurfí að vera 2-4% af landsframleiðslu til að koma í veg fyrir að skattbyrði komandi kyn- slóða haldist óbreytt. „í þessu skyni_ má nefna að ef svipað gilti um ísland og Noreg þyrfti 10-15 milljarða króna af- gangur að vera á rekstri hins opin- bera til að koma í veg fyrir vax- andi skattbyrði á komandi kynslóð- ir,“ segja ungir sjálfstæðismenn. „Nú er hins vegar 12—14 milljarða króna haili.“ SUS segir það réttlætismál að ungu fólki sé gert ljóst hversu mik- ið skatthyrði þess muni þyngjast vegna umframeyðslu samtímans. Slíkt mat fari einnig vel saman við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um langtímaáætlanir í ríkisfjármálum. Yíkingalottó Norðmaður og Finni unnu FINNI og Norðmaður skiptu með sér fyrsta vinningi í Víkingalottói sem dregið var úr í gærkvöldi. Fékk hvor þeirra tæplega 21 millj- ón kr. Heiidarupphæð vinninga var lið- iega 44' milljónir kr. og fengu ís- lendingar rúmar 2,3 milljónir kr. í sinn hlut að þessu sinni. Vinningstölur kvöldsins voru 1, 14, 18, 33, 39 og 41 og bónustöl- ur voru 10, 11 og 20. Enginn í jölaköttinn Utsala - Útsala nmm Vetrarutsalan er byrjuð! Qf ú 20%— 50% afsláttur Eiðistorgi 13, 2. hæð, yfir almenningstorginu, simi 23970. Opið frá kl. 10-20, Þorláksmes ;su frá kl. 10-23. Hverfisgötu 78, sími 28980. Skólavörðustíg 10 sími 611300 £í/llsmið^ 'eonatd TAGHeuer SWISS MADE SINCE 1860 Dömu og herra Flees peysur FILASKÓR aCortína sport Skólavörðustíg 20, sími 21555. Full búð af fallegutn jólafatnaði N Ú E R RÉTTI TÍMINN TIL A Ð FÁ SÉR GSM FARSÍMA Ókeypis símtöl um helgar i I desember og janúar gefst GSM farsímaeigendum kostur á að hringja gjaldfrjálst um helgar.* Tilboðið gildir frá 10. desember 1994 til 29. janúar 1995 á tímanum frá kl. 20:00 á föstudagskvöldum til kl. 08:00 á mánudagsmorgnum. PÓSTUR OG SÍMI GSfilX *Tilboðið á ekki við um símtöl til útlanda eða í Símatorg. Símtöl í GSM farsímakerfið úr venjulegum síma eru gjaldfærð á venjulegan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.