Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 25 Ástkæra ylhýra móðurmálið Jóhann Torfason LEIKLIST Ljóð og saga ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN Utgefandi: Leiklistarsjóður Þor- steins O. Stephensen í samvinnu við Rikisútvarpið. Umsjón með útgáfu. Sjóðsstjóm Leiklistarsjóðs Þorsteins O. Stephensen: María Ki-istjánsdótt- ir, formaður, Guðrún Þ. Stephensen og Sveinbjöm I. Baldvinsson. Dreif- ing: Japis. EKKI verður sagt að mikið hafi verið hljóðritað af upplestri og leik- lestri íslenskra leikara en nú er kominn út diskur með lestri Þor- steins Ö. Stephensens, sem er kannski sá leikhúsmaður sem hefur haft hvað mest áhrif á framsögn okkar sem vorum svo gæfusöm að vera að alast upp á því tímabili sem rödd hans hljómaði í Ríkisútvarp- inu, við þularstörf, Ijóðaupplestur og leik í útvarpsleikritum. Og það verður að segjast eins og er að það var eins og að hitta gamlan vin að hlýða á Þorstein flytja ljóðin og söguna á diskinum; ljóð sem ekki heyrast heldur oft flutt nú til dags. Á diskinum eru ljóð sem hann hljóðritaði á því 33 ára tímabili sem hann starfaði við Ríkisútvarpið og er elsta hljóðritun- in frá 1946, þegar Þorsteinn flutti Til fánans eftir Einar Benediktsson. Sú yngsta er frá 1977, flutningur á Kveld eftir Stephan G. Stephansson. Á diskinum eru há- tíðarljóð, saknaðar- ljóð, tækifæriskvæði, gamankvæði, ættjarð- arljóð, stemmnings- ljóð og síðan brot úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson og það er aldeilis ótrú- legt að hlýða á það hljóðfæri sem rödd Þorsteins var. í ljóðun- um og sögubrotinu túikar hann dillandi glettni, djúpa sorg, stolt og auðmýkt; svo blæbrigðarík að Þorsteinn trillar sér upp og niður tilfinningaskalann án þess að tapa nokkurn tímann mýkt- inni. En það er ekki aðeins vald Þor- steins yfir röddinni sem gerir þennan disk heillandi, heldur er framsögnin svo óvenjulega skýr að hver sam- hljóði nýtur sín; t er t, d er d, p er p, b er b og svo framvegis. Hv-hljóð hljóma skýr og eðlileg, ekki eins og k eða eitthvað annað sem við getum klúðrað saman úr þessu hljóði. Og eftir nokkur ár af ljósvakamiðlum þar sem síbyljan vellur í linmæltri leðju út úr misjafnlega vanhæfum þulum og þáttagerðarmönnum, er mikill léttir að hlýða á Þorstein. Það skal þó tekið fram að Ríkisútvarpið hefur átt hvað skásta fólkið hvað þetta varðar; þar á bæ virðast menn ekki alveg tilbúnir að svíkja þann grunn sem Þorsteinn lagði með leik- listarstjóm sinni og þul- arstörfum og er það vel. Hins vegar er það svo að því meira sem kennt er af íslenskri málfræði og stafsetningu hér í skólum, virðist áhersla á framsögn víkja og getur verið heil skelfing að hlýða á ungt fólk tala sitt móðurmál. Svo fréttist að frammistaða íslenskra barna og unglinga fari stöðugt versnandi á móður- málsprófum og ég hef oft velt því fyrir mér hvort það geti verið vegna þess að framsagnarkennsla er lítt eða ekki til staðar. Það hlýtur að vera auðveldara að læra íslenska málfræði ef lögð er áhersla á það frá upphafi að orð séu borin rétt fram; til dæmis að gata sé borið fram „gata“ en ekki „gada“, kaka sem „kaka“ en ekki „kaga“. Bara svona til að nefna mjög augljós dæmi um orð sem sjaldan heyrast borin rétt fram nú orðið. Það er mikill fengur að þessari hljóðritun og ég vil hvetja alla for- eldra til að eignast hann, leika fyr- ir börn sín, svo þau megi læra hvernig okkar ástkæra, ylhýra hljómar í sinni fegurstu mynd. Súsanna Svavarsdóttir Jóhann sýn- ir í verslun ÁTVR NÚ STENDUR yfir sýning Jóhanns Torfasonar í verslun ÁTVR í Kringlunni. Sýningin stendur fram í lok janúar. Jóhann er fæddur 1965 og stund- aði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1985-1990. Verkin á sýningunni eru máluð með akrýl á striga og gerð á þessu ári. ------♦ ♦ ♦------ Ný tímarit • FJÓRÐA tölublað tímaritsins Nýir tímar, áramótablað, er komið út. í þessu tölublaði eru m.a. spá- dómar fyrir ísland 1995 og ná fram yfir árið 2004, gerðir af sex ein- staklingum sem notast við mismun- andi spáaðferðir. Viðtöl eru við Láru Höllu Snæ- fells spámiðil og Ástu Ólu Halldórs- dóttur sem leggur stund á indverska stjörnuspeki. Að auki eru nítján greinar. Allt efni tímaritsins er frumsamið og innlent. Tímaritið Nýir tímarer 64 bls. Það fæst íáskrift og á helstu blaðsölu- stöðum. Smásöluverð er kr. 599, en áskriftarverð erkr. 499. Þorsteinn Ö. Stephensen Þú getur bakað, steikt og grillað að vild í nýja BLASTURS - BORÐOFNINUM Rúmgóður 12,5 lítra ofn, en ytri mál aðeins 33x44x23 cm. 4 valmöguleikar: Affrysting, yfir- og undirhiti, blástur og grill. Hitaval 60-23CFC, 120 mín. tímarofi með hljóðmerki, sjálf- hreinsihúðun og Ijós. JÓLATILBOÐSVERÐ kr. 12.990,- stgr. Þú getur valið um 6 aðrar gerðir (♦'l'ILWlllj) borðofna. /rQniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Öfrískur Arnold KVTKMYNPIR Háskólabió, Itíóhöll- in, Rcykjavík. Borg- arbíó, Akurcyri „JUNIOR" ★,/j Leikstjóri Ivan Reitman. Aðalleik- endur Arnold Schwarzenegger, Danny De Vito, Emma Thompson, Pamela Reed, Frank Langella. Bandarísk. Universal 1994. ÞRÁTT fyrir öll herlegheitin; Schwarzenegger, De Vito, Thomp- son, Reitman og tugmilljónir dala þá er ein aðaljólamynd kvikmynda- versins Universal í ár tæpast meðal- mynd, sem byggð er á einum brand- ara. Schwarzenegger, sjálf karlí- myndin, gildnar undir belti. Hvernig má þetta nú verða, það er ekki hlaupið að því að barna vöðvabúnt- ið? Vísindin koma vitanlega til bjarg- ar (svo þeir sem hneigjast að óeðli geta setið heima). Dr. Schwarzen- egger lætur hafa sig útí (í nafni vísindanna að sjálfsögðu) að verða tilraunadýr dr. De Vito, sem vill sanna að ftjóvgað egg getur dafnað í föðurkviði. Svartur vill ekki hætta leik þá hæst hann ber heldur verða pabbi eða öllu frekar mamma. Mamman, eða öllu frekar pabbinn, er svo dr. Thompson. En þar sern þau þrjú, Svartur, Thompson og hið nýfædda afsprengi nútíma vísinda, leiðast svo alsæl inní sólarlagið þá sannast hið fornkveðna allt er gott sem endar vel“, eða hvað? Tæpast. Fyrir utan einhæfni brandarsmiðjunnar er illþolandi að horfa uppá Schwarzenegger böggl- ast við hvert gamanhlutverkið á fætur öðru — með fátæklegum árangri. „Nú á hann að drífa sig, ekki seinna en á stundinni, í T 3, Total Recall 2 eða einhveija aðra ærlega hasarmynd", sagði klökkur aðdáandi hans að sýningu lokinni, DOKTORINN með afkvæmið. var mikið niðri fyrir og virtist bumb- ult af sýningunni. Það er nokkuð til í því. Þessi fyrrum pottþétta ímynd karlhetjunnar, átaka, spennu og skemmtunar á undanförnum árum er að eyðileggja sig í hlutverkum sem henta hvorki leikaranum né því sem hann stendur fyrir. Það mátti brosa að Tvíburunum, jafnvel Dagskólalöggunni, síðan tók að halla undan. Síðasta spennumynda- hetjan galt afhroð og endaði sem ein langdýrustu mistök í kvik- myndaheiminum fyrr og síðar. „Grín“-kaflar Sannra lyga voru vondir hlutar annars magnaðrar spennumyndar og nú er röðin kom- in að Junior, sem getur ekki flokk- ast undir neitt annað en enn eitt glappaskotið á ferli leikarans vin- sæla. Sem með sama áframhaldi gæti hægast endað á sama hátt og hann byijaði; með myndum á borð við Hercules Goes Bananas. Og eymingja Ennna, hún er hreint út sagt skólabókardæmi um kolrangt leikaraval. Alltof fáguð, bresk, og mikilhæf leikkona til að taka þátt í skemmtun í þessum gæðaflokki. Pamela Reed og Aerosmith, De Vito og skurðlæknamúnderingin, allt saman í fiinmaura kantinum. Sæbjörn Valdimarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.