Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Suther- land til WTO PETER Sutherland, fram- kvæmdastjóri GATT, féllst í gær á að verða fyrsti fram- kvæmdastjóri Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) sem tek- ur við af GATT um áramótin. Mun Sutherland starfa fram til 15. mars. Málsókn vegna sjálfs- morðs FORELDRAR japansks skóla- drengs, sem taiið er að hafi framið Sjálfsmorð vegna þess að skólafélagar hans ofsóttu hann, hafa farið í mál við kenn- arana, sem létu ofsóknimar við- gangast. Kreijast foreldramir 4,1 milljóna kr. í skaðabætur. Jólaávarpið vinsælt SJÓNV ARPSÚTSENDING af jólaávarpi Elísabetar Breta- drottningar,_ nýtur geysilegra vinsælda í Ástralíu, þrátt fyrir að yfirvöld vinni að því að ijúfa tengslin við breska heimsveldið. Segir talsmaður sjónvarpsins að allir vilji sjá hvaða ref hún hafí um hálsinn og að mörgum þyki ávarpið hin besta skemmt- un. Balladur með forystu HÆGRIMENN eru með afger- andi forystu í kapphlaup- inu um franska for- setaembætt- ið, sam- kvæmt skoð- anakönnun sem birt var í gær. Byði Edouard Balladur forsætisráðherra sig fram, myndi hann vinna auð- veldan sigur á öllum frambjóð- endum. Frosthörkur í Moskvu MIKLAR frosthörkur í Moskvu að undanfömu hafa kostað 31 mann lífíð í borginni. Að sögn rússneska heilbrigðisráðuneyt- isins voru þeir allir drakknir. Frostið í Moskvu hefur minnkað lítillega, er nú -24 en var -30 stig. Læknar halda frá Rúanda FRAKKAR í hjálparsamtök- unum Læknar án landamæra hafa hætt hjálparstarfí í Lum- asibúðunum fyrir flóttamenn frá Rúanda. Ástæðuna segja þeir þá að leiðtogar fyrrum stjórnar í Rúanda njóti góðs af alþjóðlegum hjálpargögnum, um leið og þeir leggi drög að því að komast aftur til valda. Mitterrand hættir lyfja- meðferð FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti hefur neyðst til að hætta lyfjameðferð við krabba- meini í blöðruhálskirtili vegna aukaverkana. Hann gengst nú undir geislameðferð. Radovan Karadzic boðar Akashi og Rose á sinn fund Framkvæmd vopna- hlésins til umræðu Sarajevobúar ánægðir með Carter en efast um heilindi Serba Pale, Sar^jevo. Reuter. RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bos- níu-Serba, hefur beðið um fund með Yasushi Akashi, sérlegum sendi- manni Sameinuðu þjóðanna, og Sir Michael Rose, yfírmanni gæsluliðs SÞ í Bosníu, til að ræða framkvæmd vopnahlés í öllu landinu. Samdist um það fyrir milligöngu Jimmy Carters, fyrrverandi Bandaríkjafor- seta, en hann fór frá Bosníu til Bandaríkjanna í gær. Almenningur í Sarajevo fagnar vopnahlésfrétt- inni en efast um efndir Serba. Tals- maður gæsluliðsins kveðst trúa því, að stríðsaðilum sé full alvara með vopnahléi að þessu sinni. Vopnahléið á að hefjast á hádegi á morgun, föstudag, og standa í fjóra mánuði. Þann tíma á að nota til nýrra viðræðna um frið í Bosníu. Hafa múslimar fallist á áætlunina og Serbar heita að leyfa flugumferð um Sarajevoflugvöll og hindra hvorki ferðir gæsluliða né starfs- fólks hjálparstofnana. Mate Granic, utanríkisráðherra Króatíu, gagnrýndi Carter í gær fyrir að taka of mikið undir með Reuter JIMMY Carter ásamt Rado- van Karadzic, leiðtoga Bos- níu-Serba, í Pale í fyrradag. Honum tókst að fá stríðsaðila til að fallast á fjögurra mán- aða vopnahlé. Serbum og sagði, að hann hefði í raun bjargað Karadzic úr þeirri al- þjóðlegu einangrun, sem hann hefði verið í. Carter þakkað „Carter á heiður skilinn, allt, sem gert er til að bjarga lífi eins einasta manns, er þakkarvert. Ég á hins vegar bágt með að trúa, að Serbar standi við vopnahléið,“ sagði Adil Zahiragic, 43 ára gamall Sarajevo- búi, og aðrir tóku í sama streng. „Ég er ekki viss um, að Carter átti sig á klækjabrögf'um Serba en þetta stríð er skelfmg og hjálpar eng- um,“ sagði annar. Alexander Ivanko, talsmaður gæsluliðs SÞ í Bosníu, sagði í gær, að vopnahléssamkomulagið væri mjög mikilvægt og væru meiri von- ir bundanar við það en oft áður. Haft er einnig eftir vestrænum stjómarerindreka, að Bandaríkja- stjórn sé til viðræðu um að breyta lítillega alþjóðlegu friðaráætlun- unni til að fá Serba að samninga- borðinu en ekki er vitað hvort Cart- er flutti þeim þau skilaboð. Leiddist biðin og rændi því bankann London. Reuter. JAMIE Insole, 18 ára gamall breskur unglingur í Cardiff, var að bíða eftir prófúrslitum en leiddist biðin. Hann fór heim til sín, klæddist her- mannabúningi og vopnaðist eftirlíkingu af skammbyssu úr seinni heimsstyrjöld. Síðan réðst hann inn I banka í grennd við heimili sitt. Tveir vegfarendur hand- sömuðu Insole fyrir utan bankann. Insole náði prófinu með glæsibrag en fær ekki að hefja nám í Háskólanum í Wales eins og ætlun hans var. Réttað var í máli hans á mánudag, hann hlaut átta ára fangelsi en ránið framdi hann í júlí sl. Insole sagðist hafa verið að drepa tímann með banka- ráninu. „Hann hefur afar lítið veruleikaskyn og átti í mikl- um tilfinningavanda vegna framtíðaráforma", sagði veij- andi drengsins. Þyrluslysið í Norður-Kóreu Flugmanninum sleppt fljótlega Hong Kong. Reuter. STJÓRNVÖLD í Pyongyang ætla bráðlega að afhenda bandarískum hernaðaryfirvöldum í Suður-Kóreu lík bandarísks flugmanns, sem fórst þegar þyrla hans hrapaði inn- an landamæra Norður-Kóreu. Skýrði fréttastofa N-Kóreu frá þessu í gær en einnig er bú.ist við, að flugmanninum, sem komst lífs af, verði sleppt. Fréttastofan sagði, að líki Davids Hilemons yrði komið í hendur bandarískra hernaðaryfirvalda í Suður-Kóreu en ákvörðun tekin í máli Bobbys Halls þegar rannsókn á tildrögum atburðarins væri lokið. Bandaríski þingmaðurinn Bill Richardson, sem var staddur í Py- ongyang þegar þyrlan hrapaði, mun fylgja líki Hilemons suður yfir landamærin en embættismaður í Washington segir, að Richardson hafi verið fullvissaður um, að Hill yrði látinn laus fljótlega. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir, að þyrlan hafi villst inn fyrir landamæri N-Kóreu og hrapað en Norður-Kóreustjórn segir, að hún hafí verið skotin niður þegar flug- mennimir sinntu ekki viðvörunar- merkjum. Hefur þessi atburður valdið spennu í samskiptum ríkj- anna og gæti haft áhrif á samning þeirra um kjarnorkuáætlanir N- Kóreustjórnar. Fimm fórust með flutn- ingaþotu TVEIR flugmenn og þrír hleðslu- menn Boeing 737-200 vöruflugvél- ar biðu bana er þotan brotlenti í aðflugi að flugvellinum í Coventry í Mið-Englandi í gær. Þotan rakst í þak tveggja húsa og rafmagns- stauravirki áður en hún kom niður í skóglendi í þriggja kílómetra fjarlægð frá flugbrautarenda. Brotlenti hún aðeins nokkur hund- ruð metra frá íbúðarhverfi. Sjón- arvottar töldu að þotan hefði orð- ið aflvana á lokastefnu aðflugsins. Þeir sögðu að gifurlegar spreng- ingar hefðu kveðið við í allt að klukkustund eftir að þotan kom niður og reykjarbólstrar staðið upp af slysstaðnum. Þotan var í eigu alsírska flugfélagsins Air Algerie en hafði nýlega verið leigð flugfélaginu Phoenix Aviation. Fékkst það við flutninga á lifandi kálfum frá Coventry til megin- landsins. Var hún að koma frá Amsterdam til að ná í nýjan farm. Dean Rusk látinn Aþcnu, Georgíu. Reuter. DEAN Rusk, fyrrum utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lést í fyrra- dag á heimili sínu, 85 ára. Rusk var ráðherra í forsetatíð Johns F. Kennedys og Lyndons John- son, árin 1961- 1969. Rusk varði hlutverk Banda- ríkjamanna í VL etnam-stríðinu. I viðtali árið 1990 sagðist hann ekki iðrast neins. „Kennedy og Johnson geta ekki varið gerðir sínar. Ég mun standa við minn þátt í þeim ákvörðunum sem þeir tóku, því að ég var sam- mála á þeim tíma.“ ! n . ■ i i i i i i <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.