Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Okkur ætti ekki að þurfa að verða kalt litla stúlka. Eg er með nóg til að brenna . . . Samhljóða samþykkt borgarráðs Embætti héraðslæknis verði ekki lagt niður BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða, að mælast til þess við Alþingi, að embætti héraðslæknis í Reykjavík verði ekki lagt niður frá og með 1. janúar næstkomandi eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995. Embættið hafi mikilvægu hlutverki að gegna í heilbrigðisþjónustu við Reykvík- inga. Fram kemur að ámælisvert sé að leggja embættið niður án nokk- urs samráðs við borgaryfirvöld. Auk þess liggi ekki fyrir nákvæmar upp- lýsingar eða ákvarðanir um á hvem hátt verkefni embættisins verði sinnt verði það lagt niður. Að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa Sjáifstæðisflokksins, var það fyrir hans tilstuðlan að málefni héraðslæknisembættisins var tekið upp í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Hefur' þessari ákvörðun hvarvetna verið mótmælt einróma í stjómum heilsugæslunnar í borginni. Dregið úr fjárveitingu Fyrir tveimur ámm var fjárveit- ing til embættisins 14 milljónir og sjö milljónir á síðasta ári þegar embætti aðstoðarhéraðslæknis var lagt niður. í ár er áætlað að veita embættinu 700 þúsund krónur. „Þær upphæðir sem ætlunin er að spara eru ekki mjög háar miðað við kostnað við rekstur heilbrigðis- þjónustu í Reykjavík en þær tafir og truflanir sem þetta mun valda fjölda borgarbúa em dýrkeyptar,“ sagði Ólafur. „Auk þess er mun dýrara að einn sjái um þessi verk- efni en þegar margir ólíkir aðilar eru að sinna flóknum og sérhæfðum málum.“ Benti hann á að meðal embættis- verka héraðslæknis væri að fjalla um dauðsföll í heimahúsum. Þá sinni hann heimilislausu og oft sjúku fólki sem svipta þyrfti sjálf- ræði. „Ef ætlunin er að láta heimil- islækna í borginni sinna þessum verkefnum mundi það valda miklum vandræðum," sagði Ólafur. „Læknavaktin ræður ekki við að sinna verkefnum, sem þessum. Hvert mál tekur of langan tíma og fer því ekki saman að sinna þeim ásamt sjúklingamóttöku eða sjúkra- vitjunum." Hafnsögrimaður fái sjómannaafslátt Miklar skemmdir á raflínum Mirthúsum. Morgunblaðið. VIÐGERÐ lauk í gær á raf- magnsstaurum í Reykhóla- sveit og fengu þá sex bæir rafmagn á ný eftir að hafa verið rafmagnslausir í fjóra daga. I ísingaveðri á laugardag- inn brotnuðu fimm staurar frá Gilsfírði að Bæ í Króksfirði. Einn staur brotnaði á Reyk- hólum en viðgerðarmönnum tókst að koma rafmagni á Reykjaneslínu þó veðurhæð hafi verið mikil. Til viðgerðanna voru fengnir vinnuflokkar frá RA- RIK í Búðardal, vinnuflokkur frá Hólmavík svo og heima- menn. HÆSTIRÉTTUR kvað í fyrradag upp þann dóm að hafnsögumaður í Reykjavík skyldi njóta sjó- mannaafsláttar fyrir árið 1988 samkvæmt iögum sem þá voru í gildi en hefur nú verið breytt. Maðurinn hafði án athugasemda notið sjómannafrádráttar vegna starfs síns sem hafnsögumaður í Reykjavík, en eftir að tekin var upp staðgreiðsla skatta töldu skattyfirvöld að hafnsögumenn ættu ekki rétt til þess afsíáttar. Maðurinn vann mál sem hann höfðaði vegna þessa fyrir héraðs- dómi og þá niðurstöðu staðfestu þrír fimm hæstaréttardómara í gær. í dómi Hæstaréttar segir að megináhersla lagaákvæða um sjó- mannaafslátt sé að maður hafi tekjur sínar af sjómannsstörfum; ákvæðin hafi náð til fleiri sjómanna en þeirra sem skylt sé að lögskrá og til fleiri starfa um borð í skipum en hefðbundinna sjómannsstarfa og einnig sé afslátturinn ekki ein- skorðaður við menn sem kjara- samningar sjómanna og útgerðar- manna nái til. Leiðsaga skipa hljóti að teljast til sjómannsstarfa í almennri merkingu og krefjist kunnáttu og reynslu á sviði siglinga. Maðurinn hafí farið til vinnu um borð í nær 250 skip á umræddu ári, en ekki' verið lögskráður á þau heldur á báta Reykjavíkurhafnar. Styðji það tilkall mannsins til afsláttarins auk þess sem eðlilegt sé að líta til þess að hann hafi þá starfað við hlið skipveija á hafnsögubátunum er tóku laun eftir kjarasamningi borgarstárfsmanna eins og hann og nutu sjómannaafsláttar. Áfengisvarnir um jólin Fjölskyldu- hátíð, ekki drykkjuhátíð Ólafur Haukur Árnason FENGISVARNA- RÁÐ hefur að und- anförnu beint þeim tilmælum til almennings í auglýsingum að fara vel með áfengi yfir hátíðarnar. „Við höf- um lagt áherzlu á að jólin erU fjölskylduhátíðj" segir Ólafur Haukur Ámason áfengisvarnaráðunautur. „Það er staðreynd að hundruð barna kvíða ekki aðeins hverri einustu helgi, heldur jólunum líka, vegna drykkjuskapar á heimilinu. Við leggjum áherzlu á ábyrgð fullorðins fólks gagnvart börnum og hvetjum það til að taka tillit til þess að jólin eiga að vera fjölskylduhátíð, þar sem öll fjölskyldan getur sameinazt, en ekki drykkjuhátíð." - Hefur árangur náðst íþessum efnum? Hefur ekki áfengisneyzla á jólum minnkað? „Okkur finnst að svo sé. Um síðustu jól tjáði lögregla okkur að minna hefði verið um útköll í heimahús vegna ölvunartilfella miðað við það, sem oft hafði ver- ið. Siðir á borð við jólaglögg virð- ast einnig vera á nokkru undan- haldi, þótt um það sé ekki heldur nægilega mikið vitað. Það hefur verið minna um auglýsingar um jólaglögg en áður. Við höfum lagt áherzlu á að menn átti sig á að það er öruggast að neyta óáfengra drykkja á þessum tíma. Hvað jóla- glöggið varðar, vita menn ekki alltaf hvort það er áfengt eða óáfengt." Ólafur segir að vegna umræðna um aukið fijálsræði í sölu og dreif- ingu á áfengi og hugsanlega einkavæðingu ÁTVR hafi Áfengi- svarnaráð reynt að koma ýmsum staðreyndum um mögulegar af- leiðingar slíks á framfæri. „Við höfum aðallega bent á rannsóknir, sem hafa verið gerðar í Bandaríkjunum. Þar er auðvelt að rannsaka þessi mál, vegna þess að sum ríki búa við svokallað frelsi í sölu áfengis, en önnur hafa einkasölukerfi. Vísindamenn hafa, allt frá því að áfengisbanninu lauk, rannsakað áhrif breytinga á dreifíngarkerfi. Niðurstöðurnar eru meðal annars þær að ríkis- einkasala dragi úr neyzlu, en einkavæð- ing áfengissölu valdi því að meira sé gert til að hvetja til drykkju en ella. Fjöldi dreifing- arstaða hefur áhrif á neyzluna og það hefur verðlagning líka. Nýjasta rannsóknin, sem við höfum vitnað til, var framkvæmd af sex heimsþekktum vísinda- mönnum, sem fjiilluðu um vænt- anleg áhrif afnáms ríkiseinkasölu á áfengi í Svíþjóð, ásamt því að verðlag á áfengi yrði samræmt því, sem gerist í Þýzkalandi. Nið- urstaðan var sú að áfengisneyzla og tjón af hennar völdum myndi aukast, hvemig sem að breyting- unum yrði staðið. Dauðsföllum af völdum drykkju gæti fjölgað um 4.000 á ári og ofbeldisverkum, sem ekki leiddu til dauða, um 22.000. Ef svipaðir hlutir gerðust á ís- landi hefði það í för með sér að dauðsföllum af völdum áfengis- neyzlu fjölgaði um 110-120 og ofbeldisárásum um 600-700 á ári. Frá Póllandi berast sömuleiðis ► Ólafur Haukur Árnason áfengisvarnaráðunautur er fæddur árið 1929 á Siglufirði. Hann lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla fs- lands 1953, var kennari og skólasljóri í Stykkishólmi til 1959, skólastjóri Gagnfræða- skólans á Akranesi til 1969 og deildarstjóri á skrifstofu fræðslumálasljóra í tvö ár. Hann hefur verið formaður Áfengisvarnaráðs frá 1971. Eiginkona Ólafs er Björg Han- sen kennari og eiga þau tvö uppkomin börn. ömurlegar fregnir, þótt það sé ekki algerlega sambærilegt við ísland. Pólveijar voru með ríkis- einkasölu frá 1921. Hún var af- numin árið 1990, ogtekjur ríkisins af áfengissölu hafa minnkað um helming síðan, en neyzlan aukizt. Hér á landi nægja tekjur ríkisins af áfengissölu ekki einu sinni til að bæta úr því tjóni, sem verður vegna neyzlunnar." - Hvert er álit Áfengisvarna- ráðs á fyrirhuguðu afnámi einka- leyfis ríkisins á áfengisinnflutn- ingi, sem EFTA-dómstóllinn hefur einnig mælt fyrir um? „Við erum hræddir við ýmislegt þar. Við teljum að þetta muni auka neyzluna ákaflega mikið og draga úr tekjum ríkisins af sölunni. Það skiptir verulega miklu máli að veitingahúsaá- fengi hefur verið merkt og veitingahús geta jafnvel látið sérmerkja sér flöskur. Verði inn- flutningur frjáls, verður miklu auð- veldara en áður að koma áfengi framhjá kerfinu, áfengi sem kemur hvergi til skráningar. Nú þegar er erfítt að hafa yfírsýn yfír ákveðna þætti, þ.e. ólöglegt brugg og smygl. Það er mikil hætta á að með frjálsum innflutningi aukist mjög hlutdeild ólöglegs áfengis í almennri neyzlu." -Hvað verðlagningu & áfengi varðar, erstundum sagt að áfeng- ismenning hér sé að hneigjast í átt til „siðlegs drykkjuskapar“ og áhugi á léttvínum sé að aukast. Þess vegna væri eðlilegt að beina neyzlunni frekar í léttari drykki. „Þetta . hefur verið hugmynd okkar og tíðkast í rauninni núna, þar sem skattur er lagður á drykki eftir áfengismagni. Það er eðlileg- ast að verðleggja eftir magni virka efnisins í drykkjunum.“ Hundruð barna kvíða jólunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.