Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 27 Hungur í neðra BÓKMENNTIR Skáldsaga SLÁTRARINN eftir Alinu Reyes. Dýðandi: Guðrún Finnbogadóttir. Utgefandi: Fróði hf. 19194. Prentvinnsla og bókband: Oddi hf. 79 bls. UNG stúlka fær vinnu hjá slátr- ara einum, feitum með bleikt hold. Hann vinnur með hvíta svuntu sem er alltaf blóðug og stúlkan horf- ir á hvernig hann sker í gegnum mjúkt kjöt og heggur bein þess dauða búpenings sem viðskiptavinimir ætla að leggja sér til munns. Stúlkan situr við kass- ann, tekur við skítugum peningum sem margir hafa handfjatlað og horfir á hann vinna. Inn á milli hvíslar hann að henni; másar heitum orðum í eyrað á henni um allt það sem hann lang- ar til að gera við hana, stúlkuna ungu sem er að vakna til kynlífsvit- undar. Hefur þegar fengið sína fyrstu kynlífsreynslu með Daníel, ungum manni sem hún telur sig elska. Hann er langt í burtu og stúlkan heldur að hún muni drepa ást sína til hans með því að gefast slátraranum. Svo hugsar hún um alls konar blóm og matjurtargarða, horfir á fólkið sem kemur inn í búðina. Háttar konurnar með aug- um slátrarans — hans augu fara ekkert á milli mála og stúlkan er bara að ímynda sér hvernig hann sér konurnar. En hún háttar karl- mennina líka, að vísu með sínum eigin augum. Farin að segja til sín heitur andardráttur, stunur og hvisl slátrarans, bleika og feita. Stúlkan hugsar ekki um neitt nema kynlíf. Slátrarinn talar ekki um annað. Andrúmsloftið í búðinni verður stöðugt þrungnara og heit- ara, allt þar til dagurinn kemur þegar slátrarakonan heldur smáboð og svo koma þrumur og eldingar og stúlkan og slátrarinn fara saman í bílnum hans, heim til hans — og þar er nú aldeilis skemmt sér í margar blaðsíður. En stúlkan hefur verið svo lengi að magnast upp í þetta ævintýri að hún getur ekki hætt, heldur fer á bar og hittir stráka, sérstaklega einn — og endar úti í skurði og skríður heim. Hefur aldrei verið sælli. Þetta er söguþráðurinn í bókinni sem vann í skáldsagnasamkeppni í Bordeaux og var tilnefnd til hinna frönsku Gouncourt- bókmenntaverðlauna — sem eru æðstu bók- menntaverðlaun í Frakklandi. Ég verð nú að segja eins og er að mér finnst þetta ekki rismikið skáldverk. Það eina sem rís í sögunni eru fáeinir limir á karl- mönnum. Hugur stúlk- unnar rís aldrei upp fyrir nára. Hungur hennar er allt í neðra og það eina sem hún snæðir eru rósir. Svo fijóta ber og baunir og grasker og tómatar og steinselja og salathaus- ar í gegnum vitund hennar. Þrátt fyrir að vera ekki bragð- mikil skáldsaga er Slátrarinn nokk- uð „sexý“ saga; erótíkin í henni er mjög opinská og þýðandanum hefur tekist mjög vel að koma ástarleikj- um bókarinnar á íslenska tungu. Hins vegar finnst mér hugrenning- ar í sögunni um skurð á kjöti og allt það vesen með dautt hold, ekki vera ljóðrænt í þýðingunni; má vera að það sé mjög ljóðrænt á frönsku. Skilin milli einhvers konar vitundar- flæðis um fyrirbæri náttúrunnar og líkamlegra athafna eru of skörp og það er erfitt að sjá einhveijar hlið- stæður, til að sagan virki á mann sem góð heild — það er ekki hindr- unarlaust flæði á milli þessara þátta. Lýsingar á ástarleikjum eru of skarpar til að trúverðugt sé að þeir séu einhverjir órar í vitund stúlkunn ar; órar í beinu framhaldi af vitundarflæði um kálgarða og kjöt — og eiginlega er manni alveg sama. Súsanna Svavarsdóttir Nýjar færeyskar bækur Ferðasaga Sigerts Paturssonar ásamt bók um hann Á JÓLABÓKAMARK- AÐINN í Færeyjum hafa komið tvær bækur frá ■ útgáfufélaginu Ungu Foroyar. Onnur ferðasaga Si- gerts Paturssonar frá Kirkjubo í Færeyjum þar sem hann segir sjálfur frá Síberíu-för sinni 1889-1895. Bókin kom áður út á dönsku 1901 en birtist nú í þýðingu Sigriðar av Skarði Joensen. Þegar bókin kom út á sínum tíma vakti hún mikla athygli að sögn útgef- anda og varð að mikils metnu heimildarriti um Síberíu sem var lítt þekkt eða kannað land í þá tíð. Ferðaástríða Sigerts var með ólíkindum sterk og athyglisgáían í lagi. Líkamleg hreysti og andlegt jafnvægi gerðu honum flestar leiðir færar. Hann kunni sig vel meðal borgarastéttarinnar í Tjumen, Surg- ut og öðrum borgum og undi sér ekki síður með frumbyggjum. Hann Iifði tjaldlífi júraka í Norður-Síberíu að vetrarlagi, talaði mál þeirra og var viðstaddur blót og særingar þeirra. Hleypidómalaus frásögn hans er lifandi og blátt áfram. - Bókin er 363 bls. með mynd- um úr gömlu útgáf- unni. Hún kostar 350 fær. kr. Hin bókin, Sigeit, fjallar um Sigert sjálf- an, en hann var yngri bróðir Jóannesar Pat- urssonar, bónda, stjórn- málamanns og skálds úr Kirkjubo og eins og hin systkinin var Sigert hæfileikaríkur og vel að sér til munns og handa. Bókin segir stuttlega frá ævi Sigerts, sem á fyrsta ferðalagi sínu á 20. aldursári fék óslökkvandi ævintýraþrá. í meira en 40 ár var hann á faraldsfæti. Bókin segir einnig frá ritstörfum Sigerts og samtíma hans. Höfundur er Turíð Sigurðardóttir, bókin er 188 bls. og kostar 200 fær. kr. A kápunni er litmynd sem vinur Sigerts, Karl Einarsson Dunganon, teiknaði afhonum. Umboð fyrir bæk- urnar á íslandi hefur Inga Rósa Jo- ensen í Reykjavik. I Færeyjum Ungu Foroyar, Hetlandsvegi 3, Tórshavn. Sigert Patursson handsaumaáa Timberland skór ]peir batna meá ald rinum. Háir, vatnslieltlir, úskinnskór íliornir Silicon og fóóraóir meá rliinsulat:e®einangrun, til í tveim litum. Háir, vatnslieltlir leéurskór, Tliinsulate® einangrun. Klassískir alhliða leáurskór. Herra- og kvennstæráir. Leáurskór, fóáraáir meá GORE-TEX. HANZ KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.