Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D 293. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nýjar sveitir til Tsjetsjníu Moskvu, Grosní. Reuter, The Daily Te- legraph. BORÍS Jeltsín, Rússlandsforseti, hefur ákveðið að senda nýjar her- sveitir til Tsjetsjníu í dag. Hefur rússneska fréttastofan Interfax það eftir háttsettum heimildarmönnum í hernum. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því að rússneskir hermenn hófu aðgerð- ir í Tsjetsjníu en enn hefur þeim ekki tekist að ná höfuðborginni Grosní á sitt vald. Baráttuandi rúss- neska hersins er lítill og hafa her- deildir jafnvel neitað að berjast við Tsjetsjena. Er það talin vera ein helsta ástæða þess að Jeltsín send- ir reyndari og agaðri sveitir til Tsjetsjníu. -----» ♦ ♦----- New York Tugir særast í sprengingu New York. Reuter. ALLT að 37 særðust, þar af fjórir alvarlega, er sprengja sprakk í neð- anjarðarlest við Wall Street í New York í gær. Var lestin full af fólki í jólainnkaupum. Rudoiph Giuliani, borgarstjóri New York, sagði hugsanlegt að tvær sprengjur hefðu sprungið með nokk- urra sekúndna millibili. Hann sagði fregnir herma að önnur sprengja hefði fundist en að það hefði ekki enn verið staðfest. Að sögn lögreglu var um eldsprengju að ræða og hlutu flestir hinna særðu brunasár. Sjónvarpsstöðin CBS greindi frá því í gærkvöldi að maður grunaður um verknaðinn væri í haldi og væri verið að gera að brunasárum hans á Cornell-háskólaspítalanum. Fimmár frá falli Ceausescus RÚMENAR héldu í gær upp á að fimm ár eru liðin frá því að harð- stjóranum Nicolae Ceausescu var steypt af stóli. Gengu þátttakend- ur í byltingunni gegn Ceausescu í desember 1989 um götur Búkar- estar og biðu fyrir þeim 1.200 félögum þeirra er féllu í átökun- um. Fór allt rólega fram enda fátt sem gefur ástæðu til fagnað- arláta í Rúmeníu. „Það hefur ekkert breyst, ekkert,“ sagði hin tvítuga Ana-Maria Vasu. „Við höfum verið svikin. Við héldum út á stræti borgarinnar 1989 til , að berjast fyrir betra lífi, betri kjörum, ekki cinungis fyrir frelsi.“ Lífskjör eru lakari í dag en fyrir fimm árum, atvinnuleysi mikið og verðbólga 75%. Þá sárn- ar mörgum Rúmenuin að valda- Scalfaro Ítalíuforseti andvígur kosninerum falli ríkisstiórnin ----------------:-Q------C5--------ftf_ Talsmaður Berlusconis segir afsögn yfirvofandi Róm. Reuter. SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, mun að öllum líkind- um segja af sér embætti í dag, að sögn talsmanns hans í gær- kvöldi. Jas Gawronski, talsmaður forsætisráðherrans, sagði að Ber- lusconi myndi að öllum líkindum hlýða stuttlega á umræður í þing- inu um morguninn, efna síðan til ríkisstjórnarfundar fyrir hádegi og ganga loks á fund Oscars Luig- is Scalfaros forseta og afhenda honu iausnarbeiðni sína. „Það er sennilegasta atburðarásin,“ sagði Gawroski. Þar með kæmist Ber- lusconi hjá því að bíða ósigur í einhverri þeirra þriggja atkvæða- greiðslna er nú liggja fyrir þingv inu. Fini styðurBerlusconi Berlusconi hvatti til þess í gær að boðað yrði til nýrra kosninga ef samsteypustjórn hans félli en einn stjórnarflokkanna, Norður- sambandið, styður vantraust á forsætisráðherrann. Berlusconi hefur verið yfirheyrður vegna gruns um spillingu í tengslum við stórfyrirtæki hans, Fininvest, en einnig vilja andstæðingar ráð- herrans að fjölmiðlaveldi hans verði leyst upp þar sem það veiti honum óeðiileg völd og áhrif í landinu. Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðarbandalagsins, styður sem fyrr Berlusconi en sagði í gær að stjórnin væri dauðadæmd. Ber- lusconi sagðist í gærkvöldi ætla að hlýða á umræður þingmanna um vantraustið áður en hann tæki ákvarðanir um næstu skref en hann vill að forsetinn, Oscar Luigi Scalfaro, leysi upp þingið Reuter SILVIO Berlusconi hlýðir hugsi á umræður í ítalska þinginu í gær. Við hlið hans situr Roberto Maroni innanríkisráðherra, sem situr á þingi fyrir hönd Norðursambandsins. og boði til kosninga fyrir tímann, starfsstjórn Berlusconis verði við völd fram að kosningunum. Áhersla á fulltrúalýðræði Scalfaro forseti lagði áherslu á það í gær á blaðamannafundi að á Ítalíu ríkti fulltrúalýðræði, þjóð- arviljinn væri „túlkaður á þingi“. Hann gaf í skyn að hann myndi kanna hvort hægt væri að mynda nýja stjórn áður en hann leysti upp þing. Berlusconi sat við hlið forset- ans, þungbúinn á svip, en andað hefur köldu á milli þeirra lengi. Berlusconi ávarpaði þingið í gær og sakaði Umberto Bossi, leiðtoga Norðursambandsins, um að svíkja kjósendur sem hefðu stutt kosn- ingabandalag Norðursambandsins, Þjóðarbandalagsins og Forza Italia, flokks foreætisráðherrans, í trausti þess að þeir mynduðu stjórn. „Að- eins stjórn sem ítalir vilja og ekki byggist á vélabrögðum og at- kvæðaþjófnaði getur lokið því starfi sem við höfum hafið,“ sagði Ber- lusconi. „Ef stjórnarmeirihlutinn hiynur verðum við af festu og með rósemi að snúa okkur á ný til kjós- enda og spyija þá álits.“ Bossi, sem deilt hefur harkalega á forsætisráðherrann og m.a. gef- ið í skyn að hann sé „trúður", vill að mynduð verði bráðabirgða- stjórn sem komi í gegn umbótum á kosningalögum og dragi úr fjöl- miðlaáhrifum Berlusconis áður en gengið verði á ný til kosninga. Reuter menn í gamla kommúnistaflokkn- um ráða enn mestu í landinu. Halda sumir stjórnarandstæðing- ar því fram að það hafi verið flokksbræður Ceausescus sem steyptu honum af stóli til að ná völdunum sjálfir en ekki fólkið í landinu. Bandarískur norrænufræðingur í Scientific American Vill grafa Egil upp Boston. Morgrunblaðið. BANDARISKUR norrænufræð- ingur, Jesse Byock, leggur til í janúarhefti tímaritsins Scientific American að bein Egils Skalla- grímssonar verði grafin upp á Mosfelli til að hægt verði að kom- ast að því hvort hann hafi verið haldinn beinsjúkdómi Pagets. Þórður Harðarson, prófessor í lækningum, hefur áður sett fram sömu tilgátu um sjúkdóm Egils í tímaritinu Skírni. Eykur trúverðugleika Egils sögu Grein Byock í hinu virta banda- ríska tímariti nefnist „Bein Egils“ og þar eru færð rök að því með hjálp læknavísinda, sagnfræði, fornleifafræði og bókmenntarýni Telur Egil hafa verið haldinn beinsjúkdómi að Egill hafi verið haldinn áður- nefndum sjúkdómi. Segir Byock að þegar teknar séu lýsingar á beinum Egils og kveðskapur hans komi fram helstu einkenni beinsjúkdóms- ins. Þetta auki tráverðugleika Egils sögu. Margir vilja taka þátt Byock sagði í samtali við Morg- unblaðið að hugmynd hans um fornleifagröft hefði hlotið góðar undirtektir frá því að efni greinar- innar í Scientific American spurð- ist út fyrir nokkrum mánuðum. „Ég hef fengið fyrirspumir frá fornleifafræðingum bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu,“ sagði By- ock. „Það vilja margir fá að taka þátt í þessu en það verður að fara varlega í sakirnar." Byock kvað ekkert hafa verið ákveðið enn um þessi mál og lítið væri hægt að aðhafast án hjálpar íslendinga. Byock er prófessor í forníslensku og norrænum miðaldafræðum við Kalifomíuháskóla í Los Angeles (UCLA) og hefur meðal annars skrifað bók um ísland á miðöldum. Hann kemur oft til íslands og er nýkominn til Kaliforníu eftir fjög- uira mánaða dvöl á íslandi. ■ Skáldskapur/19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.