Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 19 __________________________RANNSÓKNIR___________________________ Grein um skáldið Egil Skalla-Grímsson í bandarísku vísindatímariti Fom kveð- skapur not- aður til sjúkdóms- greiningar Paget-sjúkdómurinn lýsir sér í því, að ofvöxtur hleypur í bein, þau endurnýjast hraðar en þau eyðast. Karl Blöndal, fréttaritari Morgunblaðsins í Bandaríkjunum, segir hér frá áhuga norrænu- fræðingsins Jesse Byocks á því að grafa upp bein skáldsins og víkingsins Egils Skalla-Grímssonar til að kanna hvort hann hafi þjáðst af þessum sjúkdómi eins og lýsingar á honum og höfuðkúpu _______hans gefa til kynna_ ÞESSI mynd birtíst með grein Byoeks og sýnir hvernig Paget-sjúkdómurinn leikur höfuðbeinin. HÖFUÐSKELIN virðist aðeins hlaða utan á sig, en heilarýmið standa í stað í sjúklingum sem þjást af beinsjúkdómi Pagets. Myndin er úr grein Byock. IEGILS sögu Skalla-Grímssonar segir frá því að bein hans hafi verið grafin upp og flutt frá Hrísbrú að Mosfelli um 150 árum eftir að hann lést skömmu fyr- ir kristnitöku, þá fjörgamall: „Þau voru miklu meiri en annarra manna bein ... Þar var þá Skafti prestur Þórarinsson, vitur maður. Hann tók upp hausinn Egils og setti á kirkju- garðinn. Var hausinn undarlega mik- ill, en hitt þótti þó meir frá líkindum, hve þungur var. Hausinn var aliur báróttur utan svo sem hörpuskel. Þá vildi Skafti forvjtnast um þykkleika haussins. Tók hann þá handöxi vel mikla og reiddi annarri hendi sem harðast og laust hamrinum á hausinn og vildi brjóta, en þar sem á kom,. hvítnaði hann, en ekki dalaði né sprakk, og má af slíku marka að haus sá mundi ekki auðskaddur fyrir höggum smámennis, meðan svörður og hold fylgdi.“ Þessi frásögn, sem er í lok Egils sögu, hefur ávallt þótt bera vitni líf- legu hugmyndaflugi höfundarins og fremur til þess fallin að styrkja mál- stað þeirra, sem telja Islendingasög- ur uppspuna, en auka trúverðugleika þeirra. Lýsingar vekja spurningar Það var hins vegar þessi kafli og ýmis önnur atriði í sögunni, sem Jesse L. Byock, prófessor í norræn- um fræðum við Kalifomíuháskóla í Los Angeles (UCLA), fannst benda til þess að „eitthvað mikið ama,ði að persónu Egils". Eftir nokkrar rannsóknir komst hann að því að líkast til hefði Egill verið haldinn beinsjúkdómi Pagets. Hann hélt fyrirlestur um hugmyndir sínar og skömmu síðar sá hann grein eftir Þórð Harðarson lækni í Skírni þar sem tilgáta var sett fram. Byock hefur rannsakað málið jafnt og þétt á þeim tíu árum, sem síðan eru liðin. I fyrra birtist grein um þetta efni í tímaritinu Viator og var hún þýdd og kom út í Skírni. Avöxt- ur rannsókna hans birtist nú í janúar- hefti tímaritsins Scientific American. „Það er eitthvað mjög athugavert við persónu Egils, þrátt fyrir hetju- legt atgervi hans,“ segir í grein By- ocks. „Þótt hann sé hugprúður og þjóðfélagsstaða hans trygg, vekur jafnt skap hans sem útlit skelfingu. Hann er sagður ljótur, uppstökkur og þunglyndur." Ofan á þetta bætist lýsing á því að Egill hafi misst heyrn og sjón, átt erfitt með að halda jafnvægi, þjáðst af fótkulda, höfuðverkjum og sinnuleysi. Segir Byock að ásamt frásögninni á hauskúpunni renni þetta stoðum undir þá kenningu að Egill hafí verið með beinsjúkdóm Pagets, sem lýsir sér þannig að bein endumýjast hraðar en þau eyðast. Mjög óvenjulegt sé að segja haus- kúpu „bárótta" og líkja við hörpu- skel, en þannig líti höfuðkúpur sjúkl- inga með sjúkdóm Pagets oft út. Mikilvægi rannsókna Byocks Byock er ekki í nokkrum vafa um mikilvægi þess að komast að því hvort Egill hafi verið með þennan sjúkdóm. „Skiiningur á áþján Egils er lykilatriði í söfnun gagna, sem nauðsynleg eru til að meta sagn- fræðilega nákvæmni íslendinga- sagnanna," skrifar Byock. „Veita íslendingasögurnar' réttar upplýs- ingar um víkingatímann, 250 árum áður en þær voru ritaðar? Eða eru þær einfaldlega hugarflug og tilbún- ingur höfunda þrettándu aldar? ... Deilan um þetta myndi gerbreyt- ast ef finna mætti nýja uppsprettu- lind upplýsinga." Þessi nýja uppsprettulind er lækn- isfræðin. Með hennar hjálp skýrir Byock mótsagnakenndar hliðar Eg- ils. Læknisfræðileg niðurstaða hans er hins vegar að miklu leyti fengin með hjálp málvísinda. Beinsjúkdómur Pagets leiðir til þess að ofvöxtur. hleypur í bein. Sjúk- dómurinn er kenndur við Sir James Paget, sem var líflæknir Viktoríu Bretadrottningar, fyrir þær sakir að hann var fyrstur til að lýsa honum árið 1877.1 áðurnefndri grein Þórðar ‘ Harðarsonar, „Sjúkdómur Egils Skalla-Grímssonar“, er einkennum hans lýst svo: „... verður beinvefurinn í upphafi óeðlilega mjúkur. Geta þá beinin bognað og afmyndast, einkum þau sem bera mikinn þunga ... sjúki- ingur verður álútur, hengir höfuð. Síðan tekur við mikil beinmyndun, beinin þykkna og verða að lokum mjög þétt, hörð og óregluleg á yfir- borði.“ Þórður lýsir því einnig hvernig sjúkdómurinn leggst á höfuðkúpuna með þeim afleiðingum að kúpubeinin þykkna og harðna „og sjúklingur veitir því athygli að hann þarf æ stærra höfuðfat. Heilataugar bila oft, er að þeim þrengir á leið þeirra gegnum höfuðkúpuna. Þetta getur ieitt til heyrnarleysis og blindu". Eins og að tefla í samtali við Morgunblaðið líkti Byock glímu sinni við leyndardóminn um sjúkdóma Egils við það að sitja að tafli: Alltaf þegar hann komst áleiðis hafi komið mótleikur, sem finna þurfti svar við. Oft fann hann vísbendingar fyrir hreina tilviljun. Þegar hann var að tala við Barb- öru Mills, lækni og sérfræðing í bein- sjúkdómi Pagets, greindi hún frá því að eitt sinn hefði hún slysast til að missa bein úr sjúkiingi, sem hefði haft sjúkdóminn. Ekki hefði sést á beininu utan hvað það hefði hvítnað. Það kom heim og saman við lýsing- una á því er hauskúpa Egils hvítnaði aðeins undan axarhögginu. Byock tekur nokkur dæmi um að einkenni beinsjúkdóms Pagets komi fram í kveðskap Egils. Fyrst nefnir hann vísuna, sem Egill kastar fram eftir að hann hefur leyst höfuð sitt undan öxinni með Höfuðlausn: Eramka leitt, þótt ljótr séi, hjálma klett af hilmi þiggja; Hjálma klettur er höfuðið, sem Egill sýtir ekki að þiggja af kon- ungi, þótt ijótt sé. Byock telur stór- skorið andlit Egils, sem betur er lýst annars staðar í Eglu, afleiðingu bein- sjúkdóms Pagets. Dæmin eru fleiri: Vals hef eg vofur helsis; váfallr er eg skalla; Eitt einkenni sjúkdómsins er að höfuð sjúklings slapir niður og hér er talað um að hálsinn valdi ekki þunga hins tinandi höfuðs og strax á eftir lýsir Egill tilhneigingu sinni til að detta á höfuðið. Loks yrkir Egill um blindu og höfuðverk er hann kveður: Hvarfa eg blindr of branda; bið eg eirar Syn geira - þann ber eg harm á hvarma hnitvöllum mér - sitja Eitt einkenni beinsjúkdóms Pagets er að höfuðkúpan þykknar og þrýst- ir á taugar, sem getur leitt til heyrn- arleysis, blindu og höfuðverkjar. Sjúkdómurinn getur einnig haft áhrif á hryggsúluna með þeim afleiðingum að þrýstir á taugar í mænunni og gæti það skýrt kvartanir Egils undan fótkulda: Eigum ekkjur allkaldar tvær, en þær konur þurfa blossa. Ekkjurnar eru kaldlyndar konur í lífi Egils og jafnframt kaldir fætur hans (eða hælar) og þegar hann set- ur þær við eldinn sér hann ekki bet- ur til en svo að hann brennir sig. Ekki áhrif á andlegt atgervi Eitt er það til viðbótar, sem kemur heim og saman við einkenni sjúk- dómsins. Beinsjúkdómur Pagets virð- ist ekki hafa áhrif á andlegt atgervi þótt hann valdi blindu og öðrum kvillum. Höfuðskelin virðist aðeins hlaða utan á sig, en heilarýmið standa í stað. „Þeir drógu þá ályktun af beinun- um að hann hefði verið bardaga- kempa, en ekki að hann hefði verið veikur," sagði Byock, þegar Morgun- blaðið náði tali af honum í Kalifor- níu. „Einkenni sjúkdómsins koma fram í kvæðunum. Þessir tveir jDætt- ir saman mynda eina heild. Eg vil fara varlega í að alhæfa um sann- leiksgildi íslendingasagnanna, en hér er einn hluti þeirra, sem notaður hefur verið til að segja að þær séu fáránlegar, skyndilega orðinn að vís- bendingu um hið gagnstæða.“ Það er talsverð upphefð að fá grein birta í Scientific American, virtu tímariti, sem fjallar um vísindi með alþýðlegum hætti. Byock sagði að niðurstöður sínar um beinsjúkdóm Pagets hefðu vakið athygli ritstjóra tímaritsins, einkum það að þær grafi undan þeirri trú manna að sjúkdóm- urinn hafi ekki fundist á Norðurlönd- um. Nefnir hann að Finnlandi, ís- landi, Noregi og Svíþjóð hafi verið sleppt úr könnun, sem gerð var árið 1982 á útbreiðslu sjúkdómsins í Evr- ópu, á þeirri forsendu að hann væri fátíður á Norðurlöndum. Byock vitnar hins vegar til rann- sóknar Gunnars Sigurðssonar læknis árið 1981 og viðtals við hann og Þórð Harðarson árið 1991 til stuðn- ings því að veikina sé að finna á íslandi, en fyrir rúmum áratug var talið að beinsjúkdómur Pagets væri ekki til á Islandi. Hafi Egill verið með beinsjúkdóm Pagets getur það hjálpað læknum að rýna í útbreiðsluferli sjúkdómsins. Rannsókn Byocks gæti því haft áhrif bæði á vísindi nútímans og þau fræði, sem hafa fortíðina að viðfangsefni. I Egils sögu segir að bein Egils hafi verið jörðuð að nýju í Mosfelli. Byock er þeirrar hyggju að þau gætu verið þar enn og vill grafa eft- ir þeim til að fá endanlega úr því skorið hvort Egill hafi verið með beinsjúkdóm Pagets.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.