Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 49 ______________FÓLK í FRÉTTUM Rödd aldarinnar l „ÞÚ VERÐUR að fyrirgefa að ég hef ekki haft tíma til að hafa mig til,“ segir Hallbjörg Bjarnadóttir og brosir innilega. „Hér er stöðugur gestagangur." Við svo búið fer hún afsíðis og birtist innan stundar uppá- búin og allt til reiðu fyrir mynda- töku. Listamenn vita hvernig á að hafa sig til með skömmum fyrir- vara. Fischer, eiginmaður hennar, sest við hlið hennar og spyr hvort hann eigi ekki að halda úm hönd hennar, „... og hjartað," bætir hún þá við og horfir til hans með glettnis- svip. Hún hefur verið gift Fischér í 55 ár og þau eru nýkomin frá Dan- mörku þar sem þau héldu sýningar á málverkum sínum. „Við málum upp á gamla móðinn," segir Hall- björg. „í nútímalist snýst allt um tákn og svoleiðis lagað,“ bætir Fisc- her við. ;,Þannig er það ekki hjá okkur.“ A öllum veggjum má sjá málverk í hefðbundnum stíl eftir þau hjónin og verðskulda þau ítarlegri umfjöllun en þessa stuttu grein. Nýlega var Vorvísa í eftirminni- legum flutning Hallbjargar flutt í þýska sjónvarpinu og kviknar þá sú spurning hvort hún ætli ekki að gefa út lagasafn sitt á geislaplötu. „Ég á upptökur af 22 lögum með sjálfri mér,“ segir Hallbjörg. „Ég hef enn ekki ákveðið hvað ég ætla að gera við þau. Líklegast læt ég þó verða af því í nánustu framtíð að gefa þau út á safnplötu." Það hlýtur að vera tilhlökkunar- efni aðdáendum söngkonunnar, sem hefur glatt svo marga með ein- stæðri rödd sinni eða „Rödd aldar- innar“ eins og hún var kölluð í aug- lýsingu Theatre Royal í Ðublin, þar sem Hallbjörg tróð upp á eftir Danny Morgunblaðið/Árni Sæberg HJÓNIN Fischer og Hallbjörg eru búin að vera saman í 55 ár og eru alltaf jafn ástfangin. HALLBJÖRG með Nat King Cole í Osló. Eftir að hún hafði hermt eftir honum uppi á sviði kom hann til hennar og sagði: „Ég vissi ekki að ég hefði svona fallega rödd.“ Kaye og á undan Betty Hut- ton. Hvenær sem af útgáfunni verður eru hjónin langt í frá sest í helgan stein. Hallbjörg er ákveðin í því að troða upp aftur. Það hef- ur háð henni að hún hef- ur verið með bronkítis sem hefur lagst á raddböndin og því getur hún ekki sungið sópr- an. „Ég get bara sungið tenór og bassa,“ segir hún. Sumir myndu nú prísa sig sæla með það, en Fischer bætir við, „... og krúnurödd." Hall- björg kinkar kolli: beiti ég við gamaldags djasslög. Helgi Hjörvar fékk mig einu sinni til að syngja „Hlíðin mín fríða“ við undirleik _ Emils Torfasonar. Ég söng lagið með krúnu- rödd, Emil til mikill- ar skelfingar, sem var vanur klassísk- um undirleik. Þeg- ar ég kom út úr útvarpshúsinu á eftir voru þar fleiri hundruð VÖNDUÐ JÓLAGJÖF \ Chiruca Þessir frábæru gönguskór fást nú í verslun okkar á sérstöku kynningarverði kr. 11.900. M SKOVERSLUN KOPAVOGS HALLBJÖRG og Fischer eins og þau birtust lesendum Morgunblaðsins árið 1961. manns sem biðu eftir mér. Þau höfðu aldrei heyrt svona söng áður. Hvað sem öðru líður eru hjónin flutt til íslands og kom- in til að vera. „Þegar ég var búinn að finna út að ég gat beitt fimm til sex orðum rétt sótti ég um íslenskan ríkisborgararétt,“ segir Fischer og gamnast eins og svo oft áður. Hallbjörg bros- ir og segir svo með blik í augun- um: „Við erum alveg sest að á íslandi. Hér ætlum við að lifa og deyja.“ HALLBJÖRG í hlutverki Joseph- ine Baker. Þær skemmtu á sama stað og voru ágætar vinkonur. Nýjar vörur teknar upp í dag. Dömu- og herrafatnaður á frábæru verði Regatta sportvörur o.m.fl. Opið: Fimmtudag (í dag) frá kl. 9-20 Föstdag (Þorlák) frá kl. 9-23 Laugardag (aðfangadag) frá kl. 10-12 JBHgjl DALBREKKA Toyota Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin) Kópavogi, sími 45800. t R ih
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.