Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 43
Jólaleikur Kringlunnar
Vörur fyrir rúm
200 þús. í verðlaun
VERÐLA.UN í jólaleik Kringlunnar
voru afhent Kristínu Halldórsdóttur
á þriðjudag. Verðlaunin voru jóla-
gjafir frá 17 verslunum í Kringl-
unni að verðmæti 211.327 krónur.
Efnt var til leiks í Jóla-Kringl-
unni, jólablaði Kringlunnar, sem
fylgdi Morgunblaðinu 8. desember
sl. Leikurinn fór fram í beinni út-
sendingu á Bylgjunni sl. þriðjudag.
Hlustendum gafst kostur á að svara
nokkrum spurningum úr jólablað-
inu. Kristín Halldórsdóttir, Vallar-
ási 2, var fyrst til að svara öllum
spurningunum rétt og kom því jóla-
gjöfin í hennar hlut.
Fram að jólum verða jólasveinar,
furðufjölskyldan og fleiri á ferðinni
í Kringlunni, auk þess sem börn
geta skoðað verkstæði jólasveins-
ins. Tónlistarfólk mun leika og árit-
anir verða á vegum bóka- og hljóm-
plötuútgefenda. Verslanir Kringl-
unnar verða opnar til kl. 22 í dag
og á morgun, á Þorláksmessu, til
kl. 23 og á aðfangadag frá kl. 9
til 12. Búið er að bæta við 600 bíla-
stæðum við Kringluna nú fyrir jólin.
Morgunblaðið/Þorkell
FORMAÐUR markaðs- og kynningarnefndar Kringlunnar,
Einar Long, verslunarstjóri í Japis, afhendir Kristínu Halldórs-
dóttur jólagjöfina frá verslunum í Kringlunni
að verðmæti 211.327 krónur.
GÁTTAÞEFUR
Gáttaþefur
kemur í dag
GÁTTAÞEFUR kom til byggða í
birtingu í morgun. Starfsfólk Þjóð-
minjasafnsins fagnar honum á
Ingólfstorgi kl. 14 í dag og fær
til liðs við sig Sigurð Rúnar hljóm-
listarmann.
----» » »--
Lottó á
föstudaginn
VEGNA jólahátíðarinnar verður
dregið í Lottó 5/38 föstudaginn
23. desember, Þorláksmessu, og
föstudaginn 30. desember, en ekki
á laugardegi eins og venjulega.
Doktor í
jarðskjálfta-
fræði
SIGURÐUR
Thorlacius Rögn-
valdsson varði 3.
júní sl. doktorsrit-
gerð í jarðskjálfta-
fræði við Uppsala-
háskóla í Svíþjóð.
Sigurður er
fæddur 11. janúar
1964. Hann varð
stúdent frá
Menntaskólanum
við Hamrahlíð vor-
ið 1982, lauk BS-prófi í jarðeðlis-
fræði frá Háskóla íslands 1987 og
fjórða árs námi í jarðeðlisfræði frá
sama skóla 1988. Sigurður hóf nám
í jarðskjálftafræði við Uppsalahá-
skóla 1988 og lauk Fil.lic.-prófí það-
an 1992 og doktorsprófi 1994.
Doktorsritgerðin heitir „Microe-
arthquakes in South Iceland, fault
plane solutions and relative locati-
ons“. Þar er lýst fræðilegri undir-
stöðu aðferða til að reikna út brot-
lausnir og afstæðar staðsetningar
smáskjálfta. Með þessum aðferðum
má nota smáskjálfta til að kortleggja
misgengisfleti í jarðskorpunni með
mikilli nákvæmni. í ritgerðinni eru
reiknaðar brotlausnir og afstæðar
staðsetningar um 100 skjálfta á Suð-
urlandi. Þessum aðferðum eru nú
beitt reglulega við úrvinnslu jarð-
skjálfta sem skráðir eru af hinu nýja
skjálftamælaneti Veðurstofu íslands.
Sigurður er sonur hjónanna Krist-
ínar R. Thorlacius og sr. Rögnvalds
Finnbogasonar á Staðastað. Kona
hans er Nanna Lind Svavarsdóttir
frá Akureyri og eiga þau eina dótt-
ur, Svanhvíti Sif. Sigurður starfar
nú við Norrænu eldfjallastöðina í
Reykjavík.
Dr. Sigurður
Thorlacius
Röguvaldsson
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
BRAUTSKRÁÐIR stúdentar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem voru 51 setja upp hvítu húfurnar
eftir að hafa hlotið brautskráningu.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
7 7 nemendur braut-
skráðir á haustönn
Keflavík. Morgunblaðið.
Sjötíu og sjö nemendur voru braut-
skráðir frá Fjölbrautaskóla Suður-
nesja sl. sunnudag. Athöfnin fór
fram á sal skólans við hátíðlega
athöfn og að viðstöddu fjölmenni.
í máli Oddnýjar Harðardóttur að-
stoðarskólameistara við þetta tæki-
færi kom fram að nemendafjöldinn
á önninni hefði verið tæplega 750
í dagskóla og 135 í öldungadeild.
Kennarar hefðu verið 55 og annað
starfsfólk 15 sem gerði FS að fjöl-
mennasta vinnustað á Suðurnesj-
um.
Hjálmar Árnason skólameistari
afhenti prófskírteini og skiptust
brautskráðir þannig eftir náms-
brautum: Vélstjórar 12, tveggja ára
bóknám 5, tæknisvið 8, sjúkraliðar
3, stúdentar 51 og fiskvinnslubraut
25. Nokkrir nemendur hlutu braut-
skráningu af fleiri en einni náms-
braut og bestum námsárangri náði
Guðmunda Geirmundsdóttir og kom
fram hjá skólameistara að á próf-
skírteini hennar hefði varla sést
tala undir 9.
Eftirtaldir nemendur hlutu viður-
kenningar fyrir góðan námsárang-
ur: Hartmann Kárason fyrir nýtt
met í einingum við brautskráningu,
Tómas Guðmundsson fyrir merki-
lega tölvuvinnu í þágu skólans,
Karl Ingi Vilþergsson, Guðlaug
Emma Hallbjörnsdóttir og- Hildur
Sölvadóttir fyrir félagsstörf, Sigur-
lín Bjarney Gísladóttir fyrir góðan
námsárangur í frönsku og þýsku,
Brynja Björk Harðardóttir fyrir fyr-
ir félagsstörf og námsárangur í
frönsku, Kristín V. Jónsdóttir fyrir
námsárangur á sjúkraliðabraut,
Davíð Þór Ólafsson fyrir náms-
árangur á vélstjórabraut, Ingi-
mundur Ásgeirsson fyrir framúr-
skarandi námsárangur í stærðfræði
og ensku, María Guðmundsdóttir
fyrir félagsstörf og námsárangur í
stærðfræði og frönsku, Guðmunda
Geirmundsdóttir fyrir námsárangur
í íslensku, stærðfræði, raungreinum
og glæsilegan námsárangur í öllum
greinum.
Flensborg
Stúlkur í miklum meiri-
hluta j ólastúdenta
NÝSTÚDENTAR frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði ásamt
skólameistara, Kristjáni Bersa Ólafssyni.
25 STÚDENTAR voru brautskráð-
ir frá Flensborgarskólanum í
Hafnarfirði sunnudaginn 18. des-
ember sl. Konur voru í óvenjumikl-
um meirihluta í þessum stúdenta-
hóp, 21 talsins en karlmennirnir
aðeins fjórir.
Stúdentarnir skiptast þannig á
brautir að tíu eru af málabraut,
tíu af félagsfræðibraut, fjórir af
hagfræðibraut og einn af náttúru-
fræðabraut. Bestum árangri náði
Helga Hrönn Jónsdóttir, sem út-
skrifaðist af málabraut eftir sjö
anna nám í skólanum.
Við brautskráningarathöfnina
sem fram fór í Víðistaðakirkju
flutti Kristján Bersi Ólafsson,
skólameistari, ræðu og afhenti
prófskírteini og bókaviðurkenn-
ingu fyrir góðan námsárangur. Þar
á meðal var veitt viðurkenning til
Stefáns Freys Guðmundssonar,
nemenda í skólanum, sem var út-
nefndur „efnilegasti stærðfræð-
ingur Flensborgarskólans“ í stærð-
fræðikeppni innan skólans sem
fram fór í haust en slík keppni
hefur verið árlegur viðburður í
nokkur ár. Sparisjóður Hafnar-
fjarðar gaf verðlaunabók til að
nota í þessu skyni.
Við skólaslitin voru einnig af-
hentir styrkir úr Fræðslusjóði Jóns
Þórarinssonar. Að þessu sinni var
styrkupphæðinni skipt milli
tveggja umsækjenda: Kristín
Loftsdóttir hlaut 150 þúsund krón-
ur, en hún lauk stúdentsprófi frá
Flensborgarskólanum í desenber
1988 og stundar nú doktorsnám í
mannfræði í Tucson í Arizona í
Bandaríkjunum. Þorkell Magnús-
son hlaut 100 þúsund krónur en
hann lauk stúdentsprófi frá Flens-
borgarskólanum sl. vor og vann
það afrek að fá einkunnina 10 í
stærðfræði í haustprófi frá Há-
skóla íslands án þess að hafa sótt
námskeiðið. Gunnar Rafn Sigur-
björnsson, formaður skólanefndar,
afhenti styrkina og Loftur Magn-
ússon, faðir Kristínar Loftsdóttur,
sem ekki gat verið viðstödd athöfn-
ina, þakkaði fyrir hönd styrkþeg-
anna.
Við athöfnina tók einnig til
máls fulltrúi hinna nýju stúdenta,
Kristín Berta Sigurðardóttir, og
færði skólanum bók að gjöf frá
hópnum. Einnig söng Kór Flens-
borgarskólans undir stjórn Þórunn-
ar Guðmundsdóttur við athöfnina.