Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 43 Jólaleikur Kringlunnar Vörur fyrir rúm 200 þús. í verðlaun VERÐLA.UN í jólaleik Kringlunnar voru afhent Kristínu Halldórsdóttur á þriðjudag. Verðlaunin voru jóla- gjafir frá 17 verslunum í Kringl- unni að verðmæti 211.327 krónur. Efnt var til leiks í Jóla-Kringl- unni, jólablaði Kringlunnar, sem fylgdi Morgunblaðinu 8. desember sl. Leikurinn fór fram í beinni út- sendingu á Bylgjunni sl. þriðjudag. Hlustendum gafst kostur á að svara nokkrum spurningum úr jólablað- inu. Kristín Halldórsdóttir, Vallar- ási 2, var fyrst til að svara öllum spurningunum rétt og kom því jóla- gjöfin í hennar hlut. Fram að jólum verða jólasveinar, furðufjölskyldan og fleiri á ferðinni í Kringlunni, auk þess sem börn geta skoðað verkstæði jólasveins- ins. Tónlistarfólk mun leika og árit- anir verða á vegum bóka- og hljóm- plötuútgefenda. Verslanir Kringl- unnar verða opnar til kl. 22 í dag og á morgun, á Þorláksmessu, til kl. 23 og á aðfangadag frá kl. 9 til 12. Búið er að bæta við 600 bíla- stæðum við Kringluna nú fyrir jólin. Morgunblaðið/Þorkell FORMAÐUR markaðs- og kynningarnefndar Kringlunnar, Einar Long, verslunarstjóri í Japis, afhendir Kristínu Halldórs- dóttur jólagjöfina frá verslunum í Kringlunni að verðmæti 211.327 krónur. GÁTTAÞEFUR Gáttaþefur kemur í dag GÁTTAÞEFUR kom til byggða í birtingu í morgun. Starfsfólk Þjóð- minjasafnsins fagnar honum á Ingólfstorgi kl. 14 í dag og fær til liðs við sig Sigurð Rúnar hljóm- listarmann. ----» » »-- Lottó á föstudaginn VEGNA jólahátíðarinnar verður dregið í Lottó 5/38 föstudaginn 23. desember, Þorláksmessu, og föstudaginn 30. desember, en ekki á laugardegi eins og venjulega. Doktor í jarðskjálfta- fræði SIGURÐUR Thorlacius Rögn- valdsson varði 3. júní sl. doktorsrit- gerð í jarðskjálfta- fræði við Uppsala- háskóla í Svíþjóð. Sigurður er fæddur 11. janúar 1964. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vor- ið 1982, lauk BS-prófi í jarðeðlis- fræði frá Háskóla íslands 1987 og fjórða árs námi í jarðeðlisfræði frá sama skóla 1988. Sigurður hóf nám í jarðskjálftafræði við Uppsalahá- skóla 1988 og lauk Fil.lic.-prófí það- an 1992 og doktorsprófi 1994. Doktorsritgerðin heitir „Microe- arthquakes in South Iceland, fault plane solutions and relative locati- ons“. Þar er lýst fræðilegri undir- stöðu aðferða til að reikna út brot- lausnir og afstæðar staðsetningar smáskjálfta. Með þessum aðferðum má nota smáskjálfta til að kortleggja misgengisfleti í jarðskorpunni með mikilli nákvæmni. í ritgerðinni eru reiknaðar brotlausnir og afstæðar staðsetningar um 100 skjálfta á Suð- urlandi. Þessum aðferðum eru nú beitt reglulega við úrvinnslu jarð- skjálfta sem skráðir eru af hinu nýja skjálftamælaneti Veðurstofu íslands. Sigurður er sonur hjónanna Krist- ínar R. Thorlacius og sr. Rögnvalds Finnbogasonar á Staðastað. Kona hans er Nanna Lind Svavarsdóttir frá Akureyri og eiga þau eina dótt- ur, Svanhvíti Sif. Sigurður starfar nú við Norrænu eldfjallastöðina í Reykjavík. Dr. Sigurður Thorlacius Röguvaldsson FRÉTTIR Morgunblaðið/Bjöm Blöndal BRAUTSKRÁÐIR stúdentar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem voru 51 setja upp hvítu húfurnar eftir að hafa hlotið brautskráningu. Fjölbrautaskóli Suðurnesja 7 7 nemendur braut- skráðir á haustönn Keflavík. Morgunblaðið. Sjötíu og sjö nemendur voru braut- skráðir frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja sl. sunnudag. Athöfnin fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn og að viðstöddu fjölmenni. í máli Oddnýjar Harðardóttur að- stoðarskólameistara við þetta tæki- færi kom fram að nemendafjöldinn á önninni hefði verið tæplega 750 í dagskóla og 135 í öldungadeild. Kennarar hefðu verið 55 og annað starfsfólk 15 sem gerði FS að fjöl- mennasta vinnustað á Suðurnesj- um. Hjálmar Árnason skólameistari afhenti prófskírteini og skiptust brautskráðir þannig eftir náms- brautum: Vélstjórar 12, tveggja ára bóknám 5, tæknisvið 8, sjúkraliðar 3, stúdentar 51 og fiskvinnslubraut 25. Nokkrir nemendur hlutu braut- skráningu af fleiri en einni náms- braut og bestum námsárangri náði Guðmunda Geirmundsdóttir og kom fram hjá skólameistara að á próf- skírteini hennar hefði varla sést tala undir 9. Eftirtaldir nemendur hlutu viður- kenningar fyrir góðan námsárang- ur: Hartmann Kárason fyrir nýtt met í einingum við brautskráningu, Tómas Guðmundsson fyrir merki- lega tölvuvinnu í þágu skólans, Karl Ingi Vilþergsson, Guðlaug Emma Hallbjörnsdóttir og- Hildur Sölvadóttir fyrir félagsstörf, Sigur- lín Bjarney Gísladóttir fyrir góðan námsárangur í frönsku og þýsku, Brynja Björk Harðardóttir fyrir fyr- ir félagsstörf og námsárangur í frönsku, Kristín V. Jónsdóttir fyrir námsárangur á sjúkraliðabraut, Davíð Þór Ólafsson fyrir náms- árangur á vélstjórabraut, Ingi- mundur Ásgeirsson fyrir framúr- skarandi námsárangur í stærðfræði og ensku, María Guðmundsdóttir fyrir félagsstörf og námsárangur í stærðfræði og frönsku, Guðmunda Geirmundsdóttir fyrir námsárangur í íslensku, stærðfræði, raungreinum og glæsilegan námsárangur í öllum greinum. Flensborg Stúlkur í miklum meiri- hluta j ólastúdenta NÝSTÚDENTAR frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði ásamt skólameistara, Kristjáni Bersa Ólafssyni. 25 STÚDENTAR voru brautskráð- ir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði sunnudaginn 18. des- ember sl. Konur voru í óvenjumikl- um meirihluta í þessum stúdenta- hóp, 21 talsins en karlmennirnir aðeins fjórir. Stúdentarnir skiptast þannig á brautir að tíu eru af málabraut, tíu af félagsfræðibraut, fjórir af hagfræðibraut og einn af náttúru- fræðabraut. Bestum árangri náði Helga Hrönn Jónsdóttir, sem út- skrifaðist af málabraut eftir sjö anna nám í skólanum. Við brautskráningarathöfnina sem fram fór í Víðistaðakirkju flutti Kristján Bersi Ólafsson, skólameistari, ræðu og afhenti prófskírteini og bókaviðurkenn- ingu fyrir góðan námsárangur. Þar á meðal var veitt viðurkenning til Stefáns Freys Guðmundssonar, nemenda í skólanum, sem var út- nefndur „efnilegasti stærðfræð- ingur Flensborgarskólans“ í stærð- fræðikeppni innan skólans sem fram fór í haust en slík keppni hefur verið árlegur viðburður í nokkur ár. Sparisjóður Hafnar- fjarðar gaf verðlaunabók til að nota í þessu skyni. Við skólaslitin voru einnig af- hentir styrkir úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Að þessu sinni var styrkupphæðinni skipt milli tveggja umsækjenda: Kristín Loftsdóttir hlaut 150 þúsund krón- ur, en hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í desenber 1988 og stundar nú doktorsnám í mannfræði í Tucson í Arizona í Bandaríkjunum. Þorkell Magnús- son hlaut 100 þúsund krónur en hann lauk stúdentsprófi frá Flens- borgarskólanum sl. vor og vann það afrek að fá einkunnina 10 í stærðfræði í haustprófi frá Há- skóla íslands án þess að hafa sótt námskeiðið. Gunnar Rafn Sigur- björnsson, formaður skólanefndar, afhenti styrkina og Loftur Magn- ússon, faðir Kristínar Loftsdóttur, sem ekki gat verið viðstödd athöfn- ina, þakkaði fyrir hönd styrkþeg- anna. Við athöfnina tók einnig til máls fulltrúi hinna nýju stúdenta, Kristín Berta Sigurðardóttir, og færði skólanum bók að gjöf frá hópnum. Einnig söng Kór Flens- borgarskólans undir stjórn Þórunn- ar Guðmundsdóttur við athöfnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.