Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTEIMDUR
Hraðbönkum fjölgar við útibú og á fjölförnum stöðum
Notkun hraðbanka
hefur margfaldast
í NÓVEMBER voru færslur í hrað-
bönkum íslenska bankakerfisins
69.691, en í júní voru 26.164 færsl-
ur og hafa því aukist um 166% á
örfáum mánuðum. Bankar og
sparisjóðir eru óðum að endumýja
gömlu hraðbankana og setja upp
nýja.
Aukningin er að mestu leyti
vegna vaxandi notkunar debet-
korta, enda engin gjaldtaka við
úttektir. Enn er ekki hægt að
leggja inn peninga eða greiða
reikninga í hinum nýju hraðbönk-
um íslandsbanka, Búnaðarbanka
og sparisjóðanna enda ber tals-
mönnum bankanna saman um að
gömlu hraðbankarnir hafi lítið ver-
ið notaðir til slíks.
íslandsbanki
Sigurveig Jónsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Islandsbanka, segir að
innlagnir hafí aðeins verið um 0,5%
aðgerða. í nýju hraðbönkunum sé
hægt að millifæra reikninga, taka
út peninga, fá stöðu reiknings og
yfirlit yfir 20 síðustu færslur. A
næsta ári verði hægt að nota er-
lend kort og greiða reikninga.
Hægt sé að láta hraðbankana gera
nánast hvað sem er. Alls staðar í
heiminum sé reynslan sú að hrað-
bankar séu mest notaðir til að taka
út peninga og fá reikningsyfirlit.
A næsta ári er fyrirhugað að
hraðbankar íslandsbanka verði 26
alls, 14 eru þegar komnir upp, 11
þeirra komu í staðinn fyrir gamla
hraðbanka, en við bættust 3 bank-
ar úti á landi. Auk þess sem hrað-
bankarnir verða við öll útibúin er
Jólatré
SÆMUNDUR Norðfjörð sem er með
jólatréssölu við Landakot, Ikea og
McDonald’s vildi koma verði á sínum
jólatijám á framfæri. Hann var ekki
með í verðkönnun Morgunblaðsins á
jólatijám sem gerð var fyrir skömmu.
Norðmannsþinur sem er 1.40 kostar
hjá honum 3.750 krónur og ef tréð
er 1.90 kostar það 4.650 krónur.
áformað að setja þá upp í verslun-
armiðstöðvum og á öðrum fjölförn-
um stöðum.
Sparisjóðirnir
Ólafur Haraldsson, aðstoðar-
sparisjóðsstjóri SPRON, segir að
áður hafi sparisjóðirnir aðeins átt
tvo hraðbanka. Nú séu hraðbank-
arnir 10, en í byijun næsta árs
bætast 2 við í Hafnarfirði og 3 úti
Morgunblaðið/Þorkell
NOTKUN hraðbanka hefur aukist með
tilkomu debetkortanna.
á landi. Ólafur býst við að hrað-
bönkum verði fjölgað enn meir í
nánustu framtíð.
Einn nýju hraðbankanna er í
Bónus við Holtagarða og er það
fyrsti hraðbankinn sem settur er
upp utan húsnæðis sparisjóðanna.
Aðspurður sagði Ólafur að enn
væri ekki hægt að greiða reikninga
né leggja inn í nýju hraðbönkunum.
Sá möguleiki verði fyrir hendi í
sumum þeirra fljótlega eftir ára-
mót, einnig að millifæra og nota
erlend greiðslukort. Núna felist
þjónustan í því að debetkorthafar
geta tekið út allt að 25 þúsund
kr., fengið reikningsyfirlit í stærð-
inni A-4 og stöðu reiknings.
Búnaðarbankinn
Ingi Örn Geirsson, forstöðumað-
ur tölvudeildar Búnaðarbankans,
segir að uppsetning nýrra hrað-
banka og endurnýjun gamalla verði
lokið um miðjan janúar. Þá verða
hraðbankarnir orðnir 12; við útibú-
in, í Félagsstofnun stúdenta og
Landspítalanum, eina hraðbankan-
um þar sem innlagnir eru möguleg-
ar enn sem komið er. Ingi Örn seg-
ir að ekki sé búið að taka ákvörðun
um hvort hugbúnaður fyrir inn-
lagnir verði settur upp í öðrum
hraðbönkunum,
slíkt sé kostnaðar-
samt og innlagnir
hafi lítið verið
notaðar. í nýju
hraðbönkunum er
hægt að taka út
peninga, fá yfirlit
yfír 20 síðustu
færslur og stöðu
reiknings. Innan
skamms verður
hægt að millifæra.
Landsbankinn
Á næstu vikum
tekur Landsbank-
inn í notkun 19
hraðbanka til við-
bótar þeim 6 sem
fyrir eru. Um er að
ræða eldri tæki sem
áður voru í eigu
annarra banka og sparisjóða. Verið
er að yfirfara hraðbankana en þeir
verða teknir í notkun á næstu vik-
um.
Að sögn Ingólfs Guðmundsson-
ar, markaðsstjóra, fengust tækin á
góðu verði, þau veita ijölbreyttari
þjónustu en ný tæki og eru eftir
breytingar á hugbúnaði jafn fljót
að afgreiða viðskiptavini.
Hraðbankarnir verða í flestum
útibúum bankans á höfuðborgar-
svæðinu, þar er hægt að leggja inn
peninga og greiða reiknmga, en
hraðbankar sem settir verða upp á
nokkrum stöðum utan bankans
bjóða ekki þá möguleika.
Ingólfur segir að vegna síma-
kostnaðar sé ekki íjárhagslega arð-
bært miðað við núverandi gjaldskrá
Pósts og síma að setja upp hrað-
banka á landsbyggðinni.
Skötuilmur
á Þorláksmessu
fiskverslunina Norðurvör
á ísafirði sögðust
hafa
MÖRGUM finnst ekki komin
Þorláksmessa fyrr en „skötu-
ilmurinn" berst frá eldhúsinu.
En það er ekki öllum jafn
vel við lyktina og það kem-
ur fyrir á bestu bæjum
að skötuunnendur eru ,|
sendir út á svalir með
prímus!
Að sögn fisksala -v'
hefur verið mikið
að gera í skötu-
sölu og sums
staðar er hún
á þrotum.
Það eru til mismunandi
útgáfur af skötunni og best að láta
fiskkaupmanninn aðstoða sig við
valið. Hægt er til dæmis að kaupa
kæsta, saltaða og útvatnaða skötu,
kæsta og þurrkaða, kæsta og næt-
ursaltaða og síðan þykir sumum
ekkert jafnast á við vestfirsku tind-
askötuna.
Yfirleitt er tindaskata (tinda-
bikkja) ódýrari en venjuleg skata
og samkvæmt lauslegri könnun
okkar var meðalverð á tindasköt-
unni um 400 krónur kílóið en af
skötunni á bilinu 600-800 krónur
kílóið.
Hafa selt á annað
tonn af skötu
Bræðurnir Sigþór og Ólafur Sig-
urðssynir sem reka
SKIÐATILBOÐ
AFSLATTUR
ALLT AÐ 50%
ELDRi ARGERÐIR AF SKIÐUM OG
SKÍÐAVÖRUM Á FRÁBÆRU VERÐI
Ódýrir skíöapakkar, barna,
unglinga og fulloröinna
Skíði barna verð frá kr. 4.900
Skíði unglinga verð frá kr. 6.900
Skíði fullorðinna verð frá kr. 8.900
Skíðaskór barna verð frá kr. 3.300
Skíðaskópokar verð frá kr. 1.190
Leðurskíðahanskar verð kr. 970
Skíðagleraugu verð frá kr. 890
Skíðapokar verð frá kr. 2.300
Skíðasokkar verð frá kr. 690
Bakpokarverð frá kr. 1.290
JdAMittistöskur verð frá kr. 590
' Skíðalúffur verð frá kr. 490
Og aö sjálf-
sögöu margt
fleira.
Odýrir, vandaöir DYNASTAR skíöagallar:
Barnastæröir 6—16 ára, litir; blár, lilla og svartur.
Verö kr. 5.200.
Dömustærðir, litir; grænn, burgundy og blár. Verö kr. 7.300.
Herrastærðir, litir; dökkblár, svartur og burgundy. Verö 7.300.
Símar: 35320,
688860
l/érslunin
böööbU. Æ Æ Æ
Ármúla 40.
selt
á
annað
tonn af
skötu það
sem af er
og það eru
ekki bara Vest-
fírðingar sem kaupa hjá þeim því
þeir senda skötuna bæði suður og
norður.
Á ísafirði bjóða þeir einungis upp
á kæsta skötu því þeir segja Vestfirð-
inga ekki vilja sjá saltaða skötu.
- En hvernig á að matreiða sköt-
una?
Ólafur og Sigþór segja að hana
eigi að sjóða þar til hún losnar frá
bijóski en hún á ekki að bullsjóða í
pottinum.
Hnoðmörinn er ágætt að bræða í
vatnsbaði segja sérfræðingar og þýð-
ir ekkert að hafa eitthvert annað flot
en ekta vestfirskt mörflot.
Það er misjafnt hvemig fólk býr
til skötustöppu, en sígilt er að tæta
skötuna í sundur og hella yfir hnoð-
mör. Einhveijir þeyta saman í hræri-
vél bæði skötu og hnoðmör en síðan
bæta sumir við kartöflum og kryddi.
Þeir sem ganga um með þvotta-
klemmu'á nefinu vegna lyktarinnar
gætu reynt þessi gömlu húsráð, að
kveikja á mörgum kertum í eldhús-
inu, skera niður lauk og hafa í vatni
við hliðina á pottinum eða væta klút
í ediki og leggja yfir pottinn áður
en fer að sjóða. Einhveijir hafa próf-
að að setja horn af klúti sem búið
er að væta í ediki ofan í pottinn.
Óbrigðult er síðan að hangikjöts-
og greniilmurinn eyðir skötulyktinni
seint á Þorláksmessukvöld.
Besta ráðið er kannski að fara á
veitingahús og nýta sér þann mögu-
leika að láta matreiðslumeistarana
sjá um eldamennskuna á skötunni.
Ulfar Eysteinsson hefur í mörg ár
haft skötu á Þorláksmessu og þangað
koma sömu viðskiptavinimir ár eftir
ár. Eflaust hafa fleiri veitingastaðir
tekið upp þennan sið að bjóða upp á
skötu og t.d. í Perlunni áttu þeir von
á hátt á annað hundrað gestum í
skötuhlaðborð. Að sögn Sturlu Birg-
issonar matreiðslumeistara í Perl-
unni bjóða þeir t.d. upp á kæsta
tindabikkju, kæsta skötu, saltaða
skötu, skötustöppu, plokkfisk og
steikta ferska tindabikkju.
Þegar hann er í lokin beðinn um
uppskrift að skötustöppu segist hann
búa hana til með því að hræra sam-
an bræddu mörfloti og miðlungs
kæstri og soðinni skötu. Örlítið salt.