Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 17 ____________FRÉTTIR; ÉVRÓPA_________________________ Hvert stefna Frakkar í Evrópu? París. Tlie Daily Telegraph. FLEST bendir nú til að Edouard Balladur eða Jacques Chirac taki við embætti Frakklandsforseta er Fran?ois Mitterrand lætur af emb- ætti á fyrri hluta næsta árs. Báðir tilheyra þeir flokki nýgaullista, RPR. Breskir hægrimenn vonast til að eignast þá bandamann í baráttunni innan ESB gegn sambandsríkishug- myndinni, en ekki er víst að sú verði raunin.. Það er þó ljóst að mikil breyting mun eiga sér stað á Evrópustefnu Frakka. í forsetahöllinni Elysée ótt- ast margir embættismenn að Frakkar muni glutra niður hinni sterku stöðu sinni við forsetaskipt- in. „Þetta er spurning um virkni (élan), um muninn á staðnaðri og kraftmikilli framtíðarsýn," sagði einn þeirra. í breska utanríkisráðu- neytinu telja margir að nýtt tímabil gaullisma sé að hefjast þar sem þjóðríkið verði sett í öndvegi. Nánara samstarf við Breta Að ölium líkindum mun samstarf Frakka og Breta verða nánara í framtíðinni. Þegar Berlínarmúrinn féll breyttist hið evrópska valdajafn- vægi og Frakkar eru nú farnir að gefa í skyn að Bretland eigi ásamt Þýskalandi og Frakklandi að verða forysturíki í Evrópu. Samstarf ríkj- anna í Bosníu hefur einnig reynst mikilvægt. Það að sjá Bretann Mich- ael Rose í frönsku sjónvarpi stjórna frönskum hersveitum og talandi eitt- hvað sem líkist frönsku hefur gert meira til að bæta samskipti þjóðanna heldur en allar þær ræður sem Dou- glas Hurd, utanríkisráðherra Bret- VERÐUR Evrópuljóminn jafn skær í París næstu árin? Hér má sjá bogann í Défense-hverfinu í sérstæðri lýsingu. Utanríkisráðherra á EES-fundi lands, hefur haldið Frökkum til dýrð- ar. Franskir stjórnmálamenn eru líka, rétt eins og breskir starfsbræður þeirra, búnir að uppgötva að hægt er að næla sér í atkvæði með því að ráðast á „Brussel". Einn þeirra sem lengst hefur náð í þeirri list er innanríkisráðherrann Charles Pasqua, Korsíkubúinn sem vonast eftir forsætisráðherraembættinu nái Balladur kjöri. Breskir íhaldsmenn vonast hins vegar til að Chirac nái kjöri þó að vissulega megi færa rök fyrir því að hann sé vinstrisinnaðri en Mitterr- and. Fái gaullismi hans að ráða ferð- inni myndu Frakkar beijast enn harð- ar fyrir hagsmunum bænda sinna og váeru líklegri til að virða samkeppnis- reglur ESB að vettugi. Menn mega ekki gleyma að það var RPR sem barðist harðast gegn GATT-sam- komulaginu á sínum tíma. Nýjar Evrópustofnanir Og þó að gaullistar segist nú vera andvígir sambandsríkishug- myndum eru lausnir þær sem þeir leggja til ekki í samræmi við hug- myndir Breta. Uppi eru hugmyndir um að leggja það til á ríkjaráðstefn- unni 1996 að knésetja fram- kvæmdastjórnina með tveimur nýj- um stofnunum: Efri deild í Evrópu- þinginu og fastanefnd ráðherra- ráðsins í Brussel. Frakkar halda líka fast í þá hugsjón sína að mynda evrópskt risaveldi, sem væntanlega þýðir sameiginleg utanríkisstefna, sameiginleg peningastefna, sameig- inlegur gjaldmiðill o.s.frv. ; Kröfur í tolla- málum ítrekaðar JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra tók' upp í ræðu sinni á ráðherrafundi Evrópska efnahags- svæðisins í Brussel á þriðjudag tví- hliða viðræður einstakra EFTA- | ríkja við Evrópusambandið um tolla- | mál, sem framundan eru. Ráðherr- ann ítrekaði kröfur íslands og Nor- ' egs um að ekki yrðu teknir upp nýir tollmúrar gagnvart þessum ríkjum er Svíþjóð, Finnland og Aust- urríki ganga í ESB. í ræðunni visaði utanríkisráðherra til sameiginlegrar yfirlýsingar EFTA og ESB, sem fylgir EES-samningn- um og íjallar um tengsl samningsins við aðra gildandi samninga, sem | EES-ríkin eiga aðild að. í yfirlýsing- í unni kemur fram að samningurinn skuli ekki hafa áhrif á réttindi sam- W kvæmt öðrum samningum, þar til að minnsta kosti samsvarandi rétt- indi hafi náðst með samningnum. Utanríkisráðherra sagði að andi þessarar yfirlýsingar virtist benda til sömu áttar og yfirlýsing EFTA-ráð- herra frá í síðustu viku, um að við- halda skyldi núverandi fríverzlun milli ríkjanna, sem nú eru í EFTA. Tímasetning ekki ákveðin „Það er ekki búið að tímasetja samningaviðræðurnar, en á fund- inum kom fram almennur vilji til að semja um þessi mál,“ sagði utanríkis- ráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að viðræður færu fram fyrir áramót, og EFTA-ríkin hefðu farið fram á bráðabirgðasamkomulag frá áramót- um, tækist ekki að semja um varan- lega lausn fyrir þann tíma. ■ EES-samningurinn/31 ...það er gott að tala... ...um jólin Sanyo CLT 980 Þráðlaus sími Verð: 29.406 kr. staðgreitt. Nýjar reglur um greiðslumat Aukið öryggi fyrir öllu íbúðarkaup kalla á vel ígrundaða ákvörðun og mikilvægt er að vanda þar til allra verka. Með tilkomu greiðslumats hafa einstaklingar átt auðveldara með að átta sig á væntanlegri greiðslubyrði. Nú hefur Húsnæðisstofnuri endurnýjað reglur sínar um greiðslumat og miða þær að því að gera íbúðarkaup öruggari en áður. Helstu breytingar eru þessar: ■ Miðað er við að greiðslubyrði allra lána fyrstu 3 árin eftir íbúðarkaup, byggingu eða endurbætur, verði ekki hærri en 18% af heildarlaunum. ■ Meira tillit er tekið til sveiflukenndra launa en áður. Áhersla er lögð á heildarlaun umsækjanda samkvæmt skattskýrslu í stað mánaðarlauna síðustu þrjá mánuði. ■ Lánafyrirgreiðsla, s.s. skammtímalán banka til kaupanda, verður að vera formlega staðfest sem ákvörðun. ■ Sala lausafjármuna, t.d. bíls, og aðstoð skyldmenna verður að hafa farið fram áður en Húsnæðisstofnun samþykkir kaup á veðskuldabréfi. Leitið til viðskiptabanka ykkar eða annarra fjármálastofnana eftir frekari upplýsingum varðandi hinar nýju reglur um greiðslumat. dSlI HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 OPIÐ KL. 8-16 VIRKA DAGA 108 REYKJAVlK • SlMI 6? 6? 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.