Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ BRIDS U ni s j ó n G u ð m . P á 11 Arnarson TILTÖLULEGA snemma í sögnum komust NS að því að þeir áttu samlegu í tveimur litum: 5-3 í hjarta og 4-4 í tígli. Styrkurinn var nægur í slemmu, en það átti eftir að velja litinn. Endanlegt val norðurs kom á óvart: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á6 4 Á104 ♦ KG86 ♦ ÁDG5 Vestur Austur 4 K105432 4 DG97 4 752 4 G9 4 53 M ♦ D94 4 42 4 10973 Suður 4 8 4 KD863 ♦ Á1072 4 K86 Spilið kom upp í Reising- er-keppninni í Bandaríkjun- um í síðasta mánuði. í NS voru fremur lítt þekktir spilarar, Pineles og Allen, en þeir sögðu snilldarvel á spilin: Vestur Norður Austur Suður - 1 tlgull Pass 1 hjarta Pass 2 grönd (1) Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 spað. (2) Pass 4 grönd (3) Pass 5 spað. (4) Pass 5 grönd (5) Pass 6 lauf (6) Pass 7 laufi! Allir pass (1) 18-19 punktar, jöfn skipting. (2) Einspil eða eyða, slemmuáhugi. (3) Lykilspilaspurning. (4) Tvö lykilspil af fimm (tígulás og hjartakóngur) og trompdrottning. (5) Leit að hliðarstyrk. (6) Laufkóngurinn. Eins og sést eru 7 lauf eina alslemman sem vit er í. Ef trompin liggja ekki verr en 4-2, er nóg að hjartað skili 5 slögum. Ekki þarf að finna tíguldrottn- inguna, því þrettándi slag- urinn fæst með spaðast- ungu. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn í brúðkaupstilkynningu í blaðinu í gær var rangt farið með föðurnafn brúð- arinnar. Hún heitir Ingi- björg og er Magnadóttir, en ekki Magnúsdóttir eins og sagt var. Beðist er vel- virðingar á því. Hjartadeild ekki lokað Ranglega var frá því greint í blaðinu í gær að hjarta- deildum Landspítala hefði verið lokað milli jóla og nýárs undanfarin ár. Deild- irnar hafa alltaf verið opn- ar. Hins vegar hefur verið rýmra um frí hjá starfsfólki á deildunum á þessum tíma undanfarin ár, en vegna verkfalls sjúkraliða verður minna um frí. Pennavinir SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tungu- máium og ólíkri menningu þjóða: Chiaki Matsuo, 470 Fukushimacyo, Kita matsuuragun, Nagasaki ken, 848-04 Japan. ÞÝSKUR símkortasafnari vill stofna til bré- fasambnads vaið íslenska safnara: Siegfried Mliller, Kammermayrstr. 7, A-440 Steyr, Austria. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 47 I DAG Arnað heilia Q /~|ÁRA afmæii. Á að- öl/fangadag, 24. des- ember, verður áttræður Ingimar Brynjólfsson, bóndi og fyrrum oddviti, Ásláksstöðum, Arnarnes- hreppi. Hann tekur á móti gestum á Hótel KEA, Ak- ureyri, þriðjudaginn 27. desember nk. eftir kl. 20. K/\ÁRA afmæii. í dag, OIJ22. desember, er fímmtugur Þorsteinn Þor- steinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hann og eigin- kona hans, Edda Guð- mundsdóttir, læknaritari, taka á móti gestum í fé- lagsheimilinu Garðaholti milli kl. 17 og 19 í dag, afmælisdaginn. Með morgunkaffinu Hm MER FINNST nú að þeir hefðu getað gefið mér gullúr fyrst ég er búinn að vera hér í 10 ár. COSPER ÉG ELSKA þig Sigrún... nei, Lilja, eða hvað sem þú heitir. HOGNIHREKKVÍSI „ HANNES' pBTTA ER. EK.KI Sörr Fveu?í/nyNPOjacAR úrAvie>!" STJORNUSPA cftir Franccs Drakc * STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú hefur háleitar hugsjónir ogmikinn áhuga á listum og vísindum. Hrútur (21. mars- 19. aprfl) Vinnan gengur fyrir í dag, og þú þarft að ganga frá ýmsum lausum endum áður en þú getur farið að hugsa um jólafríið. Naut (20. apríl - 20. maí) (fift Þú kemur ekki miklu í verk í dag þar sem þú átt von á góðum gestum í heimsókn. I kvöld vinna ástvinir vel saman að jólaundirbúningi. Tvíburar (21. maí - 20. júní) J» Gættu þess að glata ekki einhverju sem þér er kært f dag. Þú þarft að hugsa þig vel um áður en þú tekur ákvörðun varðandi fjármál. Krabbi (21. júnf — 22. júlí) >“$0 Dagurinn hentar ekki vel til að taka ákvörðun varðandi viðskipti. Farðu varlega við jólainnkaupin, því safnast þegar saman kemur. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) <ef Þú átt erfitt með að einbeita þér við vinnuna því óvænt þróun mála trufiar þig. Vertu samt ekki með óþarfa áhyggjur. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú átt erfitt með að ákveða þátttöku í samkvæmi því þú þarft tíma útaf fyrir þig. Vertu ekki að ýfa upp gömul sár. V^r (23. sept. - 22. október) Einhver misskilningur getur komið upp varðandi fyrir- hugaðan vinafund. Þú átt of annríkt heima til að geta sótt mannfagnað. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ®|j(0 Smávegis tafir í vinnunni geta reynt á þolinmæði þína. Ef þú gerir of mikið úr mál- inu kemur þú ekki miklu í verk í dag. Bogmadur (22. nóv. — 21. desember) Þeir sem eru á faraldsfæti ættu að kanna vel ferðaáætl- un til að fyrirbyggja mis- skilning. Ráðgjöfum í fjár- málum ber ekki saman. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Varastu tilhneigingu til að spara eyrinn en kasta krón- unni. Láttu ekki neikvæða afstöðu vinar draga úr þér kjarkinn. Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) Þú fínnur farsæla lausn á vandamáli tengdu vinnunni í dag. Láttu ekki smámuni spilla góðu sambandi sem ríkir milli ástvina. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Ef þú leggur þig fram kemur þú miklu í verk í dag þrátt fyrir truflanir í vinnunni. Þér berast góðar fréttir langt að Stjörnuspdna d ad lesa sem dœgradvöl. Spdr af pessu tagi byggjast ekki d traustum grunni visindalegra staó- reynda. Eitt gott portrett af fjölskyldurmi á stórri mynd. Verð frá kr. 7.500 Tímapantanir ísíma 878044 HUGSKOT, ljósmyndastofa, Nethyl 2, Ártúnsholti. NY NILFISK - NU A FRABÆRU KYNNINGARVERÐI MUNURINN LIGGURÍ LOFTINU - hreinna útblásturslofti en frá nokkurri annarri heimilisryksugu! NILFIS ÓMENGUÐ GÆÐI FÆRRI OFNÆMISTILFELLI: Læknisfræðilegar rannsóknir hafa sannað, að ofnæmi af völdum ryks er sjaldgæfara hjá börnum í fjölskyldum, sem ryksuga oft og vandlega. Þökk sé einstökum Nilfisk-síunarbúnaði, getur þú nú fjarlægt allt ryk, einnig rykmaura og úrgangsefni þeirra, svo og astma- og önnur ofnæmis- valdandi óhreinindi. HEPA (High Efficiency Particular Air-filter): Undanfarin ár hefur Nilfisk þróað nýjan síunarbúnað til notkunar fyrir asbestryk og ýmiss fleiri eitruð efni. Sú reynsla, sem þar fékkst, hefur nú verið notuð við hönnun á nýju GM-heimilisryksugunum. Yfirborð síunar er 2.400 cm', Þetta mikla yfirborð tryggir langa endingu síunnar, lágmarks- mótstöðu og áður óþekkta síunarhæfni. Við gegnum- streymi loftsins festast jafnvel smærstu rykagnir í HEPA-síunni. Síunin er svo fullkomin, að 99,95% rykagna, jafnvel þótt þær séu smærri en 1 /10.000 úr millimetra, festast í síunni. Einmitt þessar örsmáu rykagnir geta skaðað lungun. HEPA-sían er staðalbúnaður í Nilfisk GM-210 ryksugunni. NILFISK GM210 25.640,- stgr. NILFISK GM200 NILFISK GM200E 21.400,-stgr. 1 7.990,-stgr. 3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra, innbyggð sogstykkjageymsla og aflaukandi kónísk slanga. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, HEPA-síu ogTURBO-teppasogstykki með snúningsbursta. HEPA-sía og TURBO-sogstykki fást aukalega með GM200 og GM200E. NILFISK ÓMENGUÐ GÆÐI /rQnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.