Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KARATESTELPAN Pat Morita Hilary Swank JDD/í mm Sýnd kl. 5, 7 og 11. STANSLAUSAR SÝNINQAR í STJÖRNUBÍÓI! TVÆR MYNDIR Á VERÐI EINNAR! Stjörnubíó býður upp á þægilega nýjung í jólainnkaupunum. Foreldrar, sem gera innkaup á Laugaveginum, geta keypt einn bíómiða fyrir barn sitt og sá miði gildir á tvær sýningar frá kl. 16.35. til 19.30. Fólk getur komið og farið að vild. í boði eru myndirnar: Fleiri pottormar og Þrír ninjar snúa aftur. Tvær myndir á verði einnar! Kr. 350. Góð jólagjöf! Sýnd kl. 7.30. Kr. 800 fyrir fullorðna. Kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. HLÍÐABLÓM MIKLUBRAUT 68. á homi Lönguhliðar og Miklubrautar lumar á aðgöngu- miða fyrir tvo á forsýningu mynd arinnar „Only you" ef þú aðeins kemur og kaupir eina rós. Hjá okkur kemur ýmislegt fleira á óvart.Opið til kl. 22 alla daga. FORSÝNING Á ONLY YOU Kl. 9. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói. Verð kr. 39,90 min. EINN Ein stelpa, tveir strákar, þrír möguleikar iiuusnn:HiiainnniaHi3H«iii 'lllfM'ifan.raciUmíS® cdi«<fIM99 < umxti IBAOi CIMAIISIQ iu:nH3WIRlW h iuviji.MtlAl.1Ull — ww.ilUlJfflSKUBsBMIHináHÐHESIIIHQ una.incii'Mliííllllflt « Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. JOLAMYND STJORNUBIOS „ONLY YOU" FRUMSYND 26. DESEMBER Rokkari í kjólfötum Nýjar plötur í dag kemur út plata Rúnars Þórs Péturssonar, Beðið eftir vori, sem á eru píanólög. Með plötunni segist hann vera að svara eindregnum óskum aðdáenda sinna í gegnum árin. Morgunblaðið/RAX RUNAR Þór Pét- ursson er að gefa út dýrustu piötu sína til þessa. RÚNAR Þór Pétursson hefur sent frá sér fjölmargar plötur síðustu ár þar sem hann hefur flutt lag- visst rokk og mansöngva. Inn á miili hafa svo verið píanólög, þ.e. lög þar sem ekkert hefur verið sungið, en píanó flutt laglínuna. Rúnar segir að þau lög hafi alltaf náð mikilli hylli og fólk sótt það fast að fá þau saman á plötu. Úrval eldri píanólaga og ný lög Rúnar segist vera að svara ósk- um aðdáenda sinn síðustu ár, sem hafi sótt það fast að fá frá honum plötu með píanólögunum, sem hann hefur samið nokkur og gefið út í bland við hefðbundnara rokk. „Fólk hefur sífrað um þetta við hverja einustu plötu; beðið um píanóplötu og fleiri píanólög, og nú er hún loks kominn," segir hann, en lögin á plötunni eru úrval eldri píanólaga og ný lög, en allt er endurunnið og endurútsett og tekið upp á nýtt með ýmsum tónlistarmönnum; Eið Árnarson og Jón Ólafsson á bassa, Jóhann Hjörleifsson og Ásgeir Ósk- arsson á trommur og Birgi J. Birgis- son á hljómborð, en Rúnar leikur á gítara og píanó. Rúnar segist hafa tekið þijú göm- ul pianólög og unnið upp á nýtt, aukinheldur sem eitt lag, Svefná- lfar, sem áður kom út sungið, er á plötunni sem píanólag, en það samdi hann upphaflega sem píanólag. „Það eru allmörg lög sem ég hef samið sem píanólög, en svo stolist til að syngja inn á plötu,“ segi hann, en hann segist semja jöfnum höndum á píanó og gítar. „Það hefur oft komið fyrir að ég hef samið píanó- laglínu, sem ekki ganga vel upp sem sungin. Þannig er til að mynda Svefnálfar syngja, sem var samið sem píanólag og þegar ég flyt það sem sönglag, þá frekar tala ég text- ann og bæti það svo upp með milli- röddum. Á þessari plötu heyrist hvað það hljómar mikið réttara sem píanó- lag,“ segir Rúnar. Hann segir það afskaplega skemmtilega tilbreytingu að gefa út plötu sem þessa; þetta sé eins og að vera tveir tónlistar- menn. „Ég spila mikið á böllum og ég er jafn mikið beðinn um píanólög- in á böllum eins og hin lögin og ég hef stundum velt því fyrir mér að koma fram í kjólfötum fyrir hlé og leika þá bara píanólög og mæta svo sem rokkari í leðuijakka eftir hlé,“ segir Rúnar og hlær. Stemmningarstýring Rúnar segist hafa notað þessi píanólög til að stýra stemmningu á böllum, því oft þegar hamagangur- inn sé að keyra úr hófi bregði hann sér á píanóið og rói alla eilítið nið- ur. „Ég hef líka notað þau til að hressa fólk við, því þegar ég er búinn að vera að spila fjörug lög samfellt á balli í dijúgan tíma, þreytist fólk eðlilega og fer að tín- ast af dansgólfinu. Þá hef ég tekið nokkur píanólög og gólfið fyllist um leið, það kemur nýtt andrúmsloft." Rúnar segist hafa útsett lögin að mestu einn, en Birgir hafí lagt sitt af mörkum og stýrt upptök- unni, en mikið er lagt í útsetningar og upptökuna og Rúnar segir að Beðið eftir vori sé dýrasta plata hans til þessa, kosti líklega helm- ingi meira en dýrasta platan hingað til. Hann segir sér hafí líka þótt rétt að leggja þetta mikið í plötuna, því það sé meira í sjónmáli en að gefa plötuna einungis út hér á landi, því útgefendur ytra hafi sýnt henni áhuga. Þannig hafi fyrirtæki i Bandaríkjunum óskað eftir því að kaupa útgáfuréttinn og boðið fyrir nokkurt fé, en það hygðist gefa plötuna út til notkunar í stórmörk- uðum, á flugvöllum, í lyftum og hvarvetna þar sem skapa þurfi af- slappandi andrúmsloft, eins konar „lyftutónlist" og Rúnar segir að útvarpsstöð vestan hafs hafi einnig tekið plötuna upp á sína arma. Hann segir þó að hann og útgef- andi plötunnar séu sammála um að ekki sé vert að selja plötuna frá sér, það liggi ekkert á og best að gefa sér tíma til að skoða fleiri til- boð, en meðal annars hefur fyrir- tæki í Þýskalandi haft samband við útgáfuna og óskað eftir að fá að gefa plötuna út þar í landi. Styrktarútgáfa Beðið eftir vori er gefín út meðal annars til styrktar Barnaspítala Hringsins, en allur ágóði af plötunni rennur til hans, og Rúnar segir að svo skemmtilega viiji til að upplag hennar sé uppselt frá útgefanda. „Ég fór í viðtal á Rás 2 og rakti þar viðskipti mín við útgefendur á Islandi og að ég myndi dreifa plöt- unni sjálfur og helst að selja hana á bensínstöðvum, en daginn eftir hringdi maður frá Skeljungi í mig og óskaði eftir því að fá að kaupa hluta af upplaginu. Það fór svo að Skeljungur keypti allt upplagið, meðal annars til að styrkja barna- spítalann, og síðan verður hún ein- ungis seld á bensínstöðvum Skelj- ungs.“ Skemmtanir HLJÓMSVEITIN Kolrassa krókríðandi kemur frarn á Hótel íslandi annan í jólum ásamt. hljómsveitunum Unun, Spoon og Maus. UJET BLACK JOE og OLYMPIA halda tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtudagskvöldið 22. desember en eins og kunnugt er hafa báðar þessar sveitir nýverið sent frá sér hljómplötur. Jet Black Joe gaf út plötuna Fuzz og Olympia, sem er hugarfóstur Sigurjóns Kjartanssonar, fyrrum forsprakka hljómsveitarinnar Ham, setti á markað skífu sem ber nafn sveitar- innar. Báðar þessar plötur hafa hiotið lof gagnrýnenda og efni af þeim verður uppi- staðan í dagskrá kvöldins. Húsið opnar kl. 22 og tónleikamir hefjast klukkustund síðar. Miðaverð er 500 kr. Öllum þeim sem náð hafa 18 ára aldri er heimill aðgangur. WTWEETY\e[km á dansleik í félagsheim- ilinu Stapa í Njarðvík mánudaginn 26. desember nk., annan í jólum. Efni af nýjum geisladisk hljómsveitarinnar, Bít, verður í hávegum haft á dansleikunum ásamt Todmobile-efni. Hljómsveitina skipa þau: Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni, Eiður Arnarsson, Máni Svavarsson og Ólafur Hólm. UFEITI DVERGURINN Vegna jóla- hátíðarinnar verður helgin með stysta móti á Feita dvergnum. Opið verður á Þorláksmessu til kl. 3 og síðan ekki sög- ,upa meir fyrr en mánudaginn, annan í jffium og verður þá opið til kl. 2. Það verð- ur Guðni Bcrgur Einarsson, kallaður kátasti kokkur landsins, sem sér um að matreiða eymakonfekt fyrir gesti Feita á Þoriáksmessu. UBONG sendi frá sér sína fyrstu plötu nú fyrir jólin og hefur gert víðreist um landið af því tilefni. Á annan í jóluni verð- ur sveitin á Inghóli, Selfossi þar sem verður mikill dansfagnaður. Hijómsveitina skipa: Móeiður Júníusdóttir, Jakob Smári Magnússon, Eyþór Arnalds, Guð- mundur Jónsson og Amar Ómarsson. UBÍTALHLJÓMS VEITIN SIXTIES heldur tónleika í Kántrýbæ á Skaga- strönd annan í jólum og hefjast þeir kl. 24. Það er í samvinnu við Bítlavinafélag íslands sem tónleikarnir á Skagaströnd eru haldnir en fyrir skömmu var stofnað Bítlavinafélag Reykjavíkur og vildu for- kólfar á landsbyggðinni ekki láta sitt eftir liggja. Hljómsveitina skipa: Rúnar Frið- riksson, Guðmundur Gunniaugsson, Andrés Gunnlaugsson og Þórarinn Freysson. UBUBBI MORTHENS leikur á Hafur- birninum í Grindavík fimmtudagskvöld en á Þorláksmessu verða hinir árlegu tón- leika Bubba á Hótel Borg. Báðir tónleik- arnir hefjast kl. 23. Þess má geta að yfir 9 þúsund eintök hafa þegar selst af nýju plötu Bubba og var honum afhent gull- plata frá Skífunni í Háskólabfói 11. desem- ber sl. Platan mun á næstu dögum ná platínuviðurkenningur eða þegar hún er kominn yfir 10 þúsund eintök. UDJASSTRÍÓ Ómars Einarsson leikur fimmtudagskvöid í Djúpinu. Boðið verður upp á djass í Djúpinu í kjallara veitinga- staðarins Hornsins, Hafnarstræti 15. Trtóið leikur fjölbreytta tónlist. Gestur kvöldsins verður söngkonan Andrea Gylfadóttir. Tríóið skipa: Ómar Einars- son, gítar, Einar Sigurðsson, bassi, og Jóhann Hjörleifsson, trommur. Þeir fé- lagar hefja leikinn kl. 22. Aðgangur er ókeypis. UHÓTEL ÍSLAND Stórdansleikur verður 2. í jólum þar sem hijómsveitirnar Unun, Maus, Kolrassa krókríðandi og Spoon koma fram. Aldurstakmark er 16 ár. Hús- ið opnar kl. 22 og er miðaverð 1.000 kr. Frá kl. 16-18 er jólaball fyrir börnin og er aðgangur ókeypis. Gos, nammi, Hurða- skellir, Baldur Bijánsson, Jógi trúður, Kertasníkir og hljómsveitin Gleðigjaf- arnir ásamt Ellý Vilhjálms skemmta börnunum. Miðar er afhentir á öllum bens- ínstöðvum Essó. UPLÁIINETAN og BUBBLEFLIES leika á jóladansleik sunnlendinga á annan dag jóla, 26. desember, í félagsheimilinu Njálsbúð í V-Landeyjum. Sætaferðir verða með Austurleið frá BSÍ (Umferðar- miðstöðinni) og með SBS frá Selfossi. Plá- hnetan leikur síðan í Firðinum í Hafnar- firði á gamlárskvöld. USSSÓL vika stendur nú yfir á Hard Rock Café. I tilefni hennar mun hljóm- sveitin halda tónleika á veitingastaðnum fimmtudaginn 22. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 22. LÁRA Margrét Pálsdóttir fær bíllyklana afhenta frá Magri- úsi Hreggviðssyni og í baksýn brosir Helgi Rúnar í kampinn. Jólahátíð Fróða JÓLAHÁTÍÐ Fróða hf. vai; haldin á Eiðistorgi sunnudaginn 18. des- ember. Þar skemmti Ómar Ragn- arsson og Pálmi Gunnarsson söng lög af nýrri jólaplötu. Þá afhenti Magnús Hreggviðsson, stjórnarfor- maður Fróða hf., Láru Margréti Pálsdóttur aðalvinninginn í áskrift- arleik Fróða hf., sem var ný Ren- ault-bifreið. Fyrir unga fólkið var haldin körfuboltakeppni og rithöfundar sem gefa út bækur um þessi jól brugðu á leik með gestum á milli þess sem þeir árituðu bpekur. Loks gladdi Gáttaþefur hjörtu þeirra yngstu með því að mæta á svæðið, syngja og tralla og gefa gestum sælgæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.