Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Vaknaðu“ BÓKMENNTTR Skáldsaga EFSTU DAGAR eftir Pétur Gunnarsson. Mál og • menning, 1994 — 220 síður. 3.380 kr. í VERKUM Péturs Gunnarsson- ar fer fram sífelld leit að tenging- um. Andrabálkurinn frægi snerist að stórum hluta um leit að samfé- lagstengingu, leit að sjálfsímynd sem passaði við fyrirmyndir samfé- lagsins og í „Sagan öll“ (1985) sneri Pétur þessari leit síðan við: Hún stefndi ekki lengur að sam- fellu þess fyrirframgefna og ein- staklingsins. Aðalhetja sögunnar, minnislausi sagnfræðingurinn, bakkaði út úr mátunarklefanum og ' leitaði inn á lendur þess sem stóð honum næst: lendur fjölskyldu, hversdags og barnsins sem hann umgekkst daglega; í stuttu máii, hann sneri sér að öllu því sem venjulega er talið óspennandi og smálegt og vildi fyrir alla muni tengjast því. Síðan þá hefur merk- ingar- og tengingarleit Péturs sí- fellt beinst að því sem er manninum nálægt, hinu smáa. Þar leitar hann þess sem hann telur skipta máli og finnur það í skurðpunktum dag- legrar reynslu þar sem smáatriði, textabrot, ein skynjun eða hugsun opnar leið til tengingar við líf, sam- félag og annað fólk — leið til merk- ingar. Síðustu verk hans hafa verið jöfnum höndum skáldsögur og brotaverk, smákver með slíkum „sverðalögum“ inn í hversdaginn, en eins og sjá má í „Efstu dögum“’ er í raun afar mjótt bil á milli þess brotakennda í kverunum „Vasa- bók“ (1989) og „Dýrðin á ásýnd hlutanna" (1991) og þess hlyk- kjótta söguþráðs sem er að fínna Landbúnaður skapar verðmæti fyrir tæpa 20 milljarða króna áári. í skáldsögunum. „Efstu dagar“ hafa að vísu ákveðinn sögukjarna sem ræður framvindunni: líf og starf nokkurra einstaklinga sem tengjast gegnum tvær frumform- gerðir íslensks veruleika; fjölskyld- una og stigaganginn. En það fer hins vegar ekki mikið þar fyrir sögum af örlögum og atvikum. Þetta er nauðaeinföld frásögn, sögð af sagnfræðingn- um Símoni Flóka og hún beinist einkum að frænda hans og nafna, presti í úthverfasókn í Reykjavík. Þetta er saga sögð með hægð. Hún er sögð með því að dvelja, hugsa, stalda við og því kemst hún kannski svo ná- lægt hrynjandi hvers- dagsins sem sýnist líða hægt en þeytist engu að síður áfram, stundum í tilgangs- leysi, stundum — og það er það sem Pétur er alltaf að skrifa um — fyllt- ur af tilgangi, af hugsun sem mið- ar að því að gefa athöfnunum merkingu. Þessi brotakenndi frá- sagnarmáti afgreiðir aldrei neitt atvik án þess að því sé gefinn gaumur. Það er numið staðar og skoðað og atvikið síðan fellt inn í stærri heild. Sem dæmi má nefna kynninguna á einni aðalpersón- unni, Veru (bls. 67-68). Innkoma hennar er sett saman úr tilvísunum í aðra höfunda og hugleiðingu um lýsingar á persónum í skáldsögum, að nú á dögum sé persónum aldrei lýst í þeim, og þá, eins og til að sýna samt hvað er hægt, kemur tilraun til að lýsa því sem gerir Veru að því sem hún er, örstutt og knöpp, röðuð spurningarmerkj- um. ( Tenging við tímann Þessar tilvísanir og hugleiðingar ná kannski ekki alltaf tilgangi sín- um, stundum eru þær of gamal- kunnar („Klarnbratúnið" bls. 151), stundum eru þær hreinlega á mörk- um þess væmna („íslandssagan" bls. 168), en þegar best tekst til dýpka þær kenndina fyrir því hvað skáldsögur á okkar dögum orka á þessu skringileg bili á milli þess að segja sögu og miðla því brota- kennda í skynjun okkar. Þetta bil á milli söguhefðar og formkenndar sem veit af rofinu í tungumálinu, af hinu ósjálfsagða sem býr í fundi orða og veruleika og sem neitar að afhenda lesandanum „heila mynd“ af heiminum en sleppir samt ekki takinu á línunni sem tengir bút við bút. Þessi frásagnaraðferð endur- speglar þá tengingu við tímann sem sögumaðurinn, sagnfræðingurinn, er að reyna. Draumur hans er að raða saman öllum þessum brotum hversdagsskynjunarinnar svo hann hafi fyrir sér mynd sem lýsir tíman- um, ekki tíma krónik- unnar, heldur tíma hversdagssins. Hann er yfirlýstur hugarfars sagnfræðingur (og reifar ágætlega hvað felst í söguritun þess skóla, með dæmum) og sem slíkur er hann að reyna að segja sög- una „neðan frá“, hvaða undur og stór- merki eiga sér stað dag hvem, hverja stund, undir hulu hins svokallaða hvers- dagsgráma. Pétur Gunnarsson er líkt og skáldbróðir hans af sömu kynslóð, Þórar- inn Eldjárn, heillaður af óendanleg- um möguleikum, óendanlegri þýð- ingu slíkrar sögusýnar (hér er samanburðurinn við nýjustu bók Þórarins, „Ég man“, nærtækur). Það má lesa út úr þessari viðleitni ákaft hungur eftir hinu horfna og um leið hungur eftir að halda eftir einhveiju af tímanum, viðfangsefni sem Pétri hefur lengi verið hugleik- ið. „Manstu, manstu" er hvíslað í ákafa í bakgrunninum og þannig rísa smáatriðin upp af óskýrum bakgrunni fortíðarinnar, upp úr bókum, upp úr skáldsögum, upp úr reynslu mannanna. Tenging við hverdaginn En það er um leið einkenni á þessu brotakennda formi að teng- ingarnar við hversdaginn (við líf- ið!) leiða fram fleiri en eina mynd hans. Sagan greinir frá fólki eins og Veru sem lifír ekki hversdaginn sem stöðugt undur, heldur lifir á því að tengjast við annað fólk, með því að beita sér í samfélagi og starfí. Maður hennar, presturinn Símon Flóki, er andstæða hennar. Hann tengir í raun hið hversdags- lega og einstaka, það sem endur- tekur sig í sífellu og atburðinn, sem er engu öðru líkur. Það sem er merkilegast er að hann uppgötvar þýðingu atburðarins mitt í lág- mæltum hversdagnum. Hversdag- urinn sem rennur framhjá í smáatr- iðum, í „botnlausu hugsanakáki", í ógrunduðum en þýðingarmiklum skynjunum, hann verður að atburði sem fyllir lífíð af merkingu. Sem prestur er Símon Flóki full- trúi kerfis sem hefur verið ýtt út af borðinu og er orðið bannorð („Er Guð kannski hið eina sanna tabú í dag?! (bls. 122)) en sem við burð- Pétur Gunnarsson umst samt áfram með líkt og vand- ræðanlega grip sem okkur var gefinn fyrir löngu og sem við kunn- um ekki við að henda. Kirkjan er formið eitt, siðir og reglur sem eiga að halda þótt inntakið sé orð- ið hálfgleymt. Langsterkustu kafl- ar bókarinnar eru í síðari hluta hennar þegar þessar spurningar um tilgang, helgi og þýðingu at- burðarins, hins einstaka í lífi mannsins, eru hvað fyrirferðar- mestar. Þetta er í raun spurningin um það hvort eitthvað geti skipt lengur máli. Hvort til sé eitthvað „heilagt“ og hvort og hvenær eigi að kasta því á brott, hvar eigi að draga mörkin. Það sem Flóki er að reyna að láta skipta máli er hið einstaka við hvern hlut, fögnuður yfir þeim atburði að hversdagurinn skuli yfirleitt vera til. Það sem á 17du öld var lagt út sem tilefni til sífelldrar iðrunar og umhugsunar um sinn sálarheill: sú staðreynd að kristin hugsun gerir ráð fyrir því að Kristur geti þá og þegar snúið aftur til að dæma lifendur og dauða, er ekki lögð hér út sem tilefni til ótta til dómsdags, heldur sem tilefni fagnaðar. „Hinir efstu dagar hafa nú verið í 2000 ár“ (bls. 124) segir hér lakónískt og er þar vísað til þess að lærisvein- amir töldu að Kristur myndi snúa aftur fyrir dauða þeirra. Þetta er ekki ástæða til að örvænta, þetta er ástæða til að gleðjast, til að slappa af og það er sannarlega eitthvað annað en á við um samfé- lagið sem þessar persónur eru hluti af, hið íslenska samfélag á ekkert slíkt til, þar er einkum boðið upp á eilíft, þreytandi hjakk. Því það er kannski ljúfur andi í þessari bók en bak við hann má greina hvassan og beittan tón sem vill á ígrundaðan hátt segja sögu af leit að merkingu sem samfélag- ið hefir sökum anna glutrað úr höndunum á sér. Það er styrkur bókarinnar að þessi tengingarleit er stöðugt opin en á þann hátt megnar hún líka að sýna að skoð- anir og viðhorf eru aldrei sjálf- sögð. Það sem hún er að reyna er að koma hugsun og merkingu á skrið, setja af stað litlar hugar- sprengingar. Þetta er áskorun sem hljómar strax í inngangsorðum bókarinnar, ættuðum frá Rousse- au: „Sors de l’enfance, l’ami, ré- veilletoil“: Vinur lát bernskuna að baki, vaknaðu! Þetta er einskonar tilvistarheimspekileg brýning um að sýna nú loksins ábyrgð, að hætta leiknum og ganga fram eins og fullorðinn maður. Og þannig hljóma líka lokaorðin, hvatning til þeirra sem sitja mitt í tómlætinu og vitleysunni: „Einstaklingur! vertu nú hraustur." (bls. 234), þetta er hið hægláta á bak við ígrundaða hugsun, þetta er sverð þess sem vill höggva. Pétur leggur til heimsins með þessum hugsana- brandi. Kristján B. Jónasson Eleniak og auka- leikararnir KYIKMYNPIR Bíóborgin Á FLÓTTA (“CHASERS") * Leikstjóri Dennis Hopper. Aðalleik- endur Tom Berenger, Erika Eleniak, William McNamara, Crispin Glover, Gary Busey, Dean Stockwell, Sey- mour Cassell, Frederic Forrest, Dennis Hopper. Bandarisk. Walt Disney 1993. í GÚRKUTÍÐINNI sem staðið hefur alltof lengi í kvikmyndahúsum borgarinnar hafa flestir sótraftar verið á sjó dregnir. Auglýsingaplaköt sem langtímum saman hafa safnað ryki uppá veggjum bíóanna vaknað til lífsins, fáum gestum til takmark- aðrar ánægju og yndisauka. Eitt þessara olnbogabarna kvikmynda- iðnaðarins er A flótta, og á það vel við að höfundur hennar er enginn annar en sá svarti sauður Hollywood- borgar, Dennis Hopper. Af endemum frægur maður. Hopper hefur engu að síður tekist oft stórkostlega vel upp á löngum ferli, bæði sem leikari og leikstjóri. Hér er hann ekki í ess- inu sínu, þó hann eigi reyndar bros- lega innkomu sem furðufugl og nær- fatasali. ERIKA Eleniak Það mætti vera meira af slíkum persónum í Á flótta, sem virkar ein- sog skrumstæling af hinni frábæru mynd Hals Ashby, The Last Detail. Tveir sjóliðar (Tom Berenger og William McNamara) fá það verkefni að sækja sakamann og flytja í fang- elsi í Charleston. Þegar til kemur reynist afbrotamaðurinn íðilfögur stúlka (Erika Eleniak) og skapar það óvænt samskiptavandamál. Harðjaxl á yfirborðinu en undir slær hreinasta gullhjarta, marið af mannanna illsku. Litlir gamanleikarar, Berenger og McNamara, nánast illþolandi. Ekki bætir ófyndið handritið úr skák,' hat- urssambandi karlrembna sem breyt- ist í hetjuvinskap, hampað mjög, Eleniak og aukaleikararnir standa sig skást. Versti gallinn þó sá að á stundum tekur þessi endaleysa sig alvarlega svo útkoman er gjörsam- lega útí hött. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Vínin í Ríkinu - árbók 1995 eftir Einnr Thoroddsen. Hin nýja bók er gefín út í kjöl- far bókar Einars frá í fyrra um Vín- in í Ríkinu. Síðan hafa vínbirgðir í Ríkinu breyst verulega, um hundrað nýj- ar tegundir léttvína bæst við og aðrar horfíð úr hillunum. í Árbók 1995 eru ítarlegar umsagnir um öll þau rauðvín, hvítvín, rósavín og freyðivín sem nú eru fáanleg í Ríkinu, gerð grein fyrir uppruna þeirra, lit og bragði, hveiju víni gefín einkunn, veitt ráð um góð kaup og hvaða matur eigi best við hvert vín. Þá er veitt leiðsögn um fram- burð erfiðra vínnafna. í bókinni er einnig ítarlegur kafli um allar bjórtegundir í ríkinu, gefín um- sögn um hveija tegund og veitt gæðaeinkunn. Með Árbók 1995 er kominn nýr vín-leiðarvísir um Ríkið. Bókin Vínin í Ríkinu hefur verið endur- útgefin með hinni nýju árbók í stað eldri upplýsinga. Útgefandi er Mál og menning. Árbók 1995 er 136 bls., prentuð í G. Ben. - Eddu prentstofu hf. Hún er „bókmánaðarins"ídesem- ber og kostar nú 1.995 krónuren selst á 2.850 krónur eftir áramót. Vínin íRíkinu er290 bls., prentuð í G. Ben - Eddu prentstofu hf. og kostar 3.980 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.