Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ
/,
22 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
SIKORSKY HH-60M Pave Hawk frá 56. björgunarsveitinni á Keflavíkurflugvelli. Þátttaka
varnarliðsins var með minnsta móti. Þó var Sikorsky-þyrlan til sýnis og sýndi hún einnig björgun-
arflug. Aðrar deildir vamarliðsins flugu yfir í 1.000 feta hæð, sem eins og sjá má er miklu hærra
en allar aðrar flugvélar sem þátt tóku í sýningunni. Ekki náðust nægilega góðar myndir af þeim.
VÉLKNÚINN svifdreki Cosmos K2, flotið af Kjartani Sigurðssyni.
orðið hafa á
síðastliðnum
75 árum,
tengdar flug-
inu.
Flugið er
orðið svo snar
þáttur í lífi
okkar, að við gætum vart hugsað
okkur samgöngur án flugvéla.
Upphaf flugsins á íslandi
/fcNGJn
\ 75 kRj
*****<*?
Upphaf flugstarfseminnar í
landinu, var byggð á bjartsýni og
framsýni fárra atorkusamra
manna, sem höfðu óbilandi trú
áþessum flug-faxa fyrir okkar
samgöngur.
Hér verður ekki rakin saga
flugsins, en þar kennir margra
grasa. Ötrúlegt má virðast að smá
eyþjóð skuli hafa skip-
að sér í röð fremstu
þjóða heims hvað
snertir flugsamgöng-
ur innanlands og utan,
þótt oft hafí hvorki
verið efni né aðstæður
til væntinga eða
bjartsýni af þeim toga
sem síðar varð.
Við Reykvíkingar erum svo lán-
samir að hafa flugvöll við bæjar-
dymar, sem þjónar landsmönnum
öllum. Flugbrautir, þótt stuttar
séu, liggja til allra átta og allra
staða, ólíkt vegum, sem allir enda
einhvers staðar, - nema ef vera
skyldi hringvegurinn okkar.
Flugsýningin 13. ágúst
Fyrir þá sem ekki sáu sýning-
una sjálfa, gefst hér tækifæri til
að sjá myndir af nokkrum sýning-
aratriðum.
Plássins vegna er þó ekki hægt
að birta nema lítinn hluta þeirra
atriða sem þar bar fyrir augu.
Vegna þess hve flugvallarsvæð-
ið er stórt, þótti ekki fært að koma
fyrir hátalarakerfi sem yfirgnæfði
flugvélagnýinn og því var það ráð
tekið að útvarpa frá sýningunni á
Aðalgötunni 90.9.
Fengnir voru viðmælendur frá
flestum flugrekstraraðilum til að
kynna atriðin sem sýnd voru. Þor-
steinn Jónsson flugkappi var feng-
inn til að segja frá ýmsu frá sínum
langa ferli sem flugmaður, en
hann hefur verið þátttakandi í
flestum flugsýningum á íslandi
frá upphafí.
Minnispeningur
Gefinn var út á vegum Flug-
málafélagsins minnispeningur
sem var hannaður og smíðaður
hérlendis.
Öðrum megin er merki félags-
ins, en hinum megin er uppdráttur
af fyrstu flugvélinni AVRO 504K.
Peningurinn er steyptur úr kopar
og er 5 cm í þvermál.
Allir þátttakendur flugsýn-
ingarinnar fengu afhentan slíkan
pening á hátíð sem haldin var að
kvöidi sýningardags.
Flugdýrafagnaður er gamalt
nafn á slíkri hátíð flugfólks og er
allt í senn árshátíð, dansleikur og
söngskemmtun.
Niðurlag
Flugmálafélag íslands vill
þakka þeim sem þátt tóku í þess-
ari viðamiklu sýningu, fyrir það
að leggja sitt af mörkum til að
minnast á viðeigandi hátt þessa
merka afmælis.
YAK 55, HA-JAI. Hin nýkeypta listflugvél Björns Thoroddsen. Hún
hefur ekki verið skrásett á íslandi enn. Bjöm keypti hana í Ungveijalandi.
CESSNA 402, TF-GTI, frá Leiguflugi hf. sýndi einnig lágflug. Sjá
má hve einbeittur flugmaðurinn, Hörður Hafsteinsson er, enda eins gott.
ÞORGEIR Pálsson flugmála-
stjóri við setningu sýningarinnar
í skýli númer eitt.
TVEIR Fokkerar mætast. Fokker 50, TF-FIR, Ásdís, flogið af Ottó Tynes mætir TF-FIT, Freydísi flogið af
Eyþóri Baldurssyni, þetta atriði krefst mikils og nákvæms undirbúnings, en er ekki hættulegt þar sem báðir
flugmennimir fljúga vinstra megin við brautina og hvor í sinni hæðinni. Það sem tryggir að mæst er á réttum
stað er aðflugsfjærlægðarmælir (DME) sem sýnir fjarlægð frá lendingarstað, en hann er í tuminum sjálfum.
DOUGLAS DC-3 Dakota, TF-NPK, er þristur Landhelgisgæslunnar
er flestum landsmönnum kærkomin sjón. Hér dreifir Tómas Dagur
Helgason blómum frá blómaræktarbændum yfir áhorfendur. Að því
loknu sýndi hann lágflug eins og allir hinir.
DORNIER 228, TF-ELA frá íslandsflugi. Flugvélin er þarna í lág-
flugi með vinstri hreyfílinn stöðvaðan. Á flugdaginn 1986 sýndi flug-
maður Dornierverksmiðjanna vel hve frábæra flugeiginleika þessi flug-
vél hefur. Bergur Axelsson er flugmaður hér.
ROCKWELL Commander TF-ERR. Eigandi og flugmaður Elieser
Jónsson. Þessi flugvél er sérútbúin til loftmyndatöku og hefur verið
við myndatökur út um allan heim. Á sumrin er hún notuð til ljósmynd-
unar fyrir Landmælingar íslands. Sjá má að myndavélarlúgan er opin
á myndinni, enda var „Elli“ að taka mynd af sýningargestum.
TF-SMA er smíðuð
á ísafirði og hér
flogið af Ragnari
Ingólfssyni, og er af
gerðinni Quikie og
er töluvert mikið
breytt. Hin vélin,
TF-SMS, er smíðuð
af Smára Karlssyni
fyrrum flugstjóra og
sonum hans og er
af gerðinni Rans
S-10 Sakota. Henni
er hér flogið af
Skúla Smárasyni.
HVOR er í fullri stærð og hvor er módel? Ef ekki væri vitað að Flugfé-
lag íslands er ekki starfandi lengur og að Páll Sveinsson Landgræðslunn-
ar var upphaflega Gljáfaxi, TF-ISH, væri ekki auðvelt að gera upp á milli.