Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 33 LISTIR Peningadraumar BÆKUR Fjármál BANKABÓKIN - HVERJIR EIGA PENINGANA OKKAR? Höfundur: Örnólfur Ámason. Útgef- andi: Eldey hf., 1994.251 bls., mynd- ir, nafnaskrá. SAMKVÆMT reglum Morgun- blaðsins á að flokka bækur við um- sögn. Þegar litið er á Bankabókina í þessu samhengi er erfitt um vik. Þar eru listar með nöfnum yfirmanna banka og fjármálafyrirækja og laun- um þeirra. Þá eru lögin um Seðla- banka íslands birt í bókinni ojg listar yfir stjórnendur Seðlabanka Islands, Landsbanka íslands, Búnaðarbanka íslands og íslandsbanka. Að megin- efni er bókin þó endursögn á draum- um og slúðursögum, þar sem banka- og ijármálamenn gegna aðalhlut- verki. í bókarheiti er spurt: Hveijir eiga peningana okkar? Þessi spurning er í raun rökleysa, því að hún svarar sér sjálf. Bókin snýst um það, að illa sé farið með fé, sem menn leggja í banka. Litil snilli felst í því, að hallmæla þeim, sem stjórna peningastofnun- um. Þeir hafa löngum verið skotspónn. Er auðvelt að ala á öfund í þeirra garð. Bæði hér og erlendis eru tölu- verðar umræður um laun og önnur iq'ör þeirra, sem stjóma stór- fyrirtækjum og bönk- um. Gagnrýni í því efni missir auðveldlega marks. annarleg. Njörður P. Njarðvík prófessor, sem nú dvelst í Englandi, ritaði um það pistil hér í blaðið 15. desember, að hann sæi mikinn mun á efnistökum enskra blaða og íslenskra. Hann seg- ir ensku blöðin veita býsna strangt aðhald, sem einkum og sér í lagi Örnólfur Árnason sé hún snerti alla meðferð á almannafé og viðhorf til þess, sem telst sæmi- legt. Gagnrýni sé mál- efnaleg, en ekki illyrt eða persónulega fjand- samleg, andstætt því, sem stundum gerist hér á landi. Þessi hugleiðing Njarðar sótti á við vegna Bankabókarinn- ar. Dregið skal í efa, að nokkurt blað á ís- landi teldi sér sæma að bírta grein, sem byggist á efnistökum höfundar hennar. Sé um sagn- fræði eða rannsóknir til aðhalds á opinbemm vettvangi að ræða, eru almennt gerðar ríkari kröf- ur til þess, sem fest er á bók en birt- ist í blaði. Af Bankabókinni verður ráðið, að það eigi ekki að líta á hana sem skáldverk. Hún stendur hins vegar ekki undir því að vera heimild- arrit. Björn Bjarnason. Geðþekk bók BOKMENNTIR Frásagnir af fólki MANNAKYNNI eftir Villy'álm Hjálmarsson. Æskan. 1994.232 blaðsíður. HÉR er sagt frá fólki. Mörgu fólki. „Þetta kver átti að fjalla um fólk og helst margt fólk,“ segir Vilhjálmur í stuttum formála, bætir svo við: „og gerir það raunar." Vil- hjálmur segir frá mönnum og kon- um sem hann hefur hitt og haft samskipti við. Stundum er hann sjálfur miðdepill frásagnarinnar og nálgast þá Mannakynni að heita sjálfsævisaga, en oft er höfundur hógværðin uppmáluð; reynir að gera sjálfan sig ósýnilegan en leyfa viðmælendum að njóta sín. Það má raunar gagnrýna uppbyggingu bók- arinnar og ekki er ég frá því, að Vilhjálmur hefði átt að nota alfarið aðra aðferðina. Og helst fyrr- nefndu, því hann kann að bregða upp lifandi svipmyndum af fólki sem hann hefur sjálfur haft kynni af. Þannig er einn besti kafli bókar- innar um Bjarna Þórðarson fyrrver- andi bæjarstjóra í Neskaupstað. Þó kaflinn sé ekki langur, gerir hann allt í senn að lýsa Bjarna, Vilhjálmi og tíðarandanum. Hinsvegar á frá- sögnin það til að gerast full daufleg þegar sagt er frá fólki sem höfund- ur hefur lítil kynni haft af. Vilhjálm- ur segist vilja minnast fólks sem hefur hávaðalaust en af trúfestu og ósérhlífni skilað lífsstarfí sínu. Minnast þess áður en snjóar yfir minninguna. Það er vissulega nauð- synlegt og gott starf og í raun skylda okkar að sjá til þess, að ekki fenni yfir fólk fortíðarinnar. GULLSMIÐJAN PYRIT-G 15 En það er auðvitað ekki sama hvernig sagt er frá og þannig held ég, að Vilhjálmur reyni að segja frá of mörgum á of fáum síð- um. Það er ekki nóg að nefna nafnið til að forða því frá gleymsk- unni. Sögur verða að fylgja, sögur sem lýsa persónunni. Ég hefði kosið, að sjá Vilhjálm segja meira frá fáum en ekki lítið frá mörg- um. En þessir gallar breyta því ekki, að Mannakynni er af- skaplega geðþekk bók. Já, mig langar hreinlega að kalla hana manneskjulega og þó mikið sé sagt frá Austfirðingum, má segja að bókin komi við á öllum lands- hornum. Eða öllu heldur að hún sæki fólk á öll landshornin. Hér er sagt frá Laugvetningum á ijórða áratuginum miðjum og Vilhjálmur Villyálmur Hjálmarsson tæpir á þing- mennskuárum sínum, segir þar jafnt frá samheijum og and- stæðingum í pólitík- inni. Lýsir það Vil- hjálmi, að hann hugsar ekki um stjórnmála- skoðanir þegar fjallað er um andstæðinga, en horfir eftir manneskj- unni. Vilhjámur er ágæt- lega ritfær og frásögn- in rennur hnökrunar- laus áfram. Full mikla ást hefur hann að vísu á upphrópunarmerkj- um og bruðlar óspart með þau. Fjöldi mynda er í bókinni og er það vel. Þrátt fyrir að gagn- rýna megi ýmislegt í Mannakynn- um, er hún það hlý og manneskju- leg að enginn verður verri af að lesa hana, en margur fróðari. Jón Stefánsson Handsmiðaðir DEM ANTSHRINGIR Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-litaskjá, stóru hnappa- borði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski. áffílÉa TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA RADGREIÐSLUR 3 ALLT AÐ 18 MÁNADA Apple-umboðið hf. Skipholfi 21, simi: (91) 62 48 00 Þorvarður Hjalti Magnússon Guðni Ingimarsson Arngrímur Hermannsson Gísli Már Gíslason Snorri Gunnar Ingimundur Ingimarsson Borgarson Þór Þorsteinsson Nýjar bækur Jeppar á fjöllum í ritstjórn Gísla Más Gíslasonar ÚT ER komin bókin Jeppar á fjöllum - handbók hálendisfarans. Bókin miðlar upplýsingum öllum þeim sem vilja ferðast um óbyggðir landsins á fjórhjóladrifnum bílum í sátt við umhverfíð. í kynningu útgefanda segir: „Bókin Qallar um hálendi landsins, skipulag þess og réttarstöðu, fjallvegi og náttúruvemd. Ferðalögin og und- irbúningur þeirra eru tekin nákvæm- lega fyrir ásamt aksturstækni sumar og vetur, rötun og björgun og sjálfs- björgun. Bókin flytur einnig fróðleik um veðrið, snjóinn og áhrif kuldans á mannslíkamann. Þá er fjallað um landmælingar, kortagerð og nýjustu staðsetningartækni. Jeppamir, breyt- ingar á þeim og tilheyrandi tækni skipa veglegan sess í bókinni. Greint er frá sögu jeppans frá upphafí og birt ítarlegt yfírlit yfír alla jeppa á markaðnum á íslandi um þessar mundir. ítarleg nafna- og atriðaskrá (16 bls.) í bókarlok gerir verkið að gagnlegu uppsláttarriti.“ Fjölmargir sérfræðingar unnu að gerð bókarinnar sem er prýdd rrieira en 300 myndum — ljós- myndum í lit og svarthvítu, teikn- ingum, línuritum og kortum. Ristjóri er Gísli Már Gíslason og aðalhöfundar bókarinnar eru Arngrímur Hermannsson, Guðni Ingimarsson, Gunnar Borgarsson, Ingimundur Þór Þorsteinsson, Snorri Ingimundarsson og Þor- varður Hjalti Magnússon — allt þekktir jeppa- og fjallamenn. Gunnar Borgarsson teiknaði all- ar skýringarteikningar. Ljós- myndirnar eru m.a. eftir Árna Sæberg, Gunnlaug Rögnvaldsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurgeir Sigurjónsson og Þór Ægisson. Útgefandi er Ormstunga. Bókin er 480 bls. útlitshönnun og hlífð- arkápu annaðist Gott fólk. Umbrot, filmu- og plötugerð var í höndum Prentþjónustunnar hf. Bókin var prentuð hjá G. Ben. Eddu - Prent- stofu hf. Verð 6.900 krónur. Þá kemur aðeins ein tölva til greina: Macintosh Performa 475 Macintosh Performa 475 kostar aðeins 125.263,- kr. 119*000,* krstgr *4.242,-t. á mánuði í 36 mán. . r i Á:W:Wy- ■; .;VUM\\ * Upphæðin er meðaltalsgreiðsla með vöxtum, lántökukostnaði og færslugjaldi. y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.