Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 56
Afl þegar þörf krefur! iw v vr RISC System / 6000 - (Ö> NÝHERJI í WhpI hewlett Aucj PACKARD --------------UMBOÐIÐ HP A ISLANDI HF Höfdabakka 9, fíeykjavík, sími (91)671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 86 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Um 2.000 umsóknir um aðstoð hafa borist líknarstofnunum Oftast brýn neyð en dæmí um misnotkun Desember- kippur í hlutabréfa- kaupum MIKIL aukning hefur orðið á sölu hlutabréfa í hlutabréfasjóðum í des- ember. Til dæmis þrefaldaðist salan í hlutabréfasjóði VÍB á fyrri helm- ingi mánaðarins miðað við sama tíma í fyrra. Hlutabréfaviðskipti í heild hafa verið rúmlega tvöfalt meiri það sem af er desember en í fyrra. Þá námu viðskipti með hlutabréf í viðskipta- kerfí Verðbréfaþings um 92 milljón- um króna tímabilið 1.-20. desem- ber, en um 204 milljónum nú, sam- kvæmt samantekt Kaupþings hf. Þrátt fyrir aukna sölu virðast tiltölu- lega fáir hafa nýtt sér tilboð verð- , bréfafyrirtækjanna um að lána kaupendum stóran hluta kaupverðs- ins. Verð á hlutabréfum tók að þokast niður um miðjan desember eftir nær samfelldar verðhækkanir und- anfarna mánuði. Verðlækkunin er ekki mikil, en hún er sögð stafa af því að framboð á bréfum hafí aukist því margir vilji selja nú eftir undan- farnar verðhækkanir. ■ Hlutabréfavelta tvöfaldast/Bl Kviknaði í út frá logsuðu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var á hádegi í gær kallað að húsinu núm- er 32 við Laugaveg sem er gamalt steinhús. Þar hafði neisti úr logsuðu hiaupið í loftklæðningu og kviknað í þakinu. Slökkviliðsmenn þurftu að ijúfa klæðninguna í loftinu og þakið og tókst þannig að slökkva eldinn áður en hann breiddist út. Slökkvistarf tók um klukkustund. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu urðu ekki teljandi skemmdir aðrar en á þakinu. Líflegur snjókarl ÞÓTT si\jó hafi tekið upp á höf- uðborgarsvæðinu er enn mikið fannfergi víða um land. Þar sem eru jarðbönn er mikilvægt að fólk gleymi ekki smáfuglunum. Þessi snjókarl, sem myndaður var í húsagarði í Borgarnesi í gær, iðaði af lífi þar sem hann var þakinn snjótittlingum. Þeir tíndu upp korn í gríð og erg sem stráð hafði verið yfir hann. Veð- urstofan spáir kólnandi veðri næstu daga með éljum og síðar snjókomu. NÆR 900 umsóknir um aðstoð fyr- ir jólin höfðu borist Hjálparstofnún kirkjunnar í Reykjavík og á Akur- eyri og Reykjavíkurdeild Rauða krossins í gær. Að meðaltali 3-4 einstaklingar eru á bak við hverja umsókn að sögn Jónasar Þórissonar, framkvæmdastjóra Hjálparstofnun- ar kirkjunnar. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur áætlar að um 800 manns óski að- stoðar fyrir þessi jól, aðallega ein- stæðar mæður. Aðstoð nam um níu milljónum króna fyrir jólin í fyrra og gert er ráð fyrir að upphæðin verði svipuð í ár. 200 manns hafa leitað til Hjálpræðishersins fyrir þessi jól og er verðmæti þess sem þegar hefur verið úthlutað yfir ein milljón króna. Allir þessir aðilar út- deila matarpökkum og ávísunum á matarúttekt í stórmörkuðum og er verðmæti aðstoðarinnar á bilinu 2.500-10.000 krónur að jafnaði. Ekki mikil aukning Forsvarsmenn líknarsamtaka sem veita aðstoð fyrir jólin segja að þörf- in sé víða brýn, en ekki megi merkja umtaisverða aukningu á óskum um aðstoð frá seinasta ári. Flestir þeirra sem sækja um aðstoð séu atvinnu- 26 ÁRA gamall íslendingur var handtekinn í Færeyjum í fyrradag með tvö kg af hassi í fórum sínum. Þetta er annar íslendingurinn sem handtekinn er vegna fíkniefnamis- ferlis í Færeyjum í þessum mánuði. Talið er að hann hafi ætlað að flytja efnið hingað og hafi farið í því skyni lausir eða í fjárhagserfiðleikum af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsuleysis, og mikið sé um öryrkja. Stærsti hópurinn sé skipaður ein- stæðum foreldrum, oftast mæðrum, sem hafi jafnvel 4-6 börn á fram- færi. Ekki séu möguleikar til að kanna sannleiksgildi umsókna sem skyldi og þess séu nokkur dæmi að fólk gefi upp ranga fjölskyldustærð eða leiti á marga staði til að fá aðstoð. „Þetta eru þó undantekningar, en þeim fer fjölgandi að mínu viti,“ segir Jónas Þórisson. „Yfirleitt er um að ræða ógæfu- fólk sem lent hefur milli skips og bryggju með tilheyrandi biturð, en er um leið orðið vant því að notfæra sér kerfið. Hluti af þessu fólki virð- ist hafa mikið samband sín á milli, því það hefur hringt hingað og skammað okkur vegna óánægju með matarpakkann sinn eða vegna þess að einhver annar hafi fengið meira.“ ■ Tugir milljóna i aðstoð/11 til Færeyja, en þennan dag átti hann bókað flugfar til Reykjavíkur. Umskipað í Færeyjum Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins telur lögreglan að nokkuð sé um að fíkniefnasmyglarar noti Færeyjar sem umskipunarstöð. Þeir láti senda fíkniefni frá meginlandi Evrópu til Færeyja þar sem efnun- um sé komið fyrir á fyrirfram ákveðnum stöðum. Síðan komi maður frá íslandi og beri efnin á sér til landsins. Við þetta vinnist m.a. að yfírvöld séu síður á varðbergi gagnvart fíkniefnainnflutningi frá Færeyjum en t.d. Lúxemborg og Amsterdam, auk þess sem farþegaflug milli ís- lands og Færeyja fari um Reykja- víkurflugvöll en ekki Keflavík, þar sem viðbúnaður vegna toll- og lög- gæslu er mun meiri. Maðurinn, sem nú er í haldi lög- reglu í Færeyjum, er ekki þekktur af fíkniefnalögreglu hér á landi, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. GÁTTAÞEFUR DAGAR TIL jÓLA Morgunblaðið/Theodór Fjárlög næsta árs til umræðu á Alþingi í nótt Útgjöld 3,6 mílljörðum hærri en í frumvarpinu FJÁRLÖG næsta árs verða með rúmlega 7,5 milljarða króna halla, sem er um milljarði meira en upphaflegt frumvarp gerði ráð fyrir þegar það var lagt fram í októberbyijun. Útgjöld hafa hækkað um nærri 3,6 milljarða króna í meðför- um Alþingis en á móti hækkuðu tekjur um 2,7 milljarða, aðallega vegna breyttra þjóðhagsfor- sendna samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá. Lokaumræða um fjárlög næsta árs stóð enn á Alþingi um miðnætti í gær, en stefnt var að j^kvæðagreiðslu í nótt. Samkvæmt tillögum rneirihluta íjárlaganefndar verða útgjöld A-hluta ríkissjóðs um 119,6 milljarðar á næsta ári en tekjur 112,1 milljarður. Sem dæmi um aukin útgjöld má nefna 1.250 milljónir vegna sérstaks átaks í vegamálum. Þá aukast framlög um nokkur hundruð milljónir til stærstu sjúkrahúsanna í samræmi við samkomu- 'lag sem stjórnvöld gerðu um lausn á fjárhags- - vanda spítalanna. Einnig hækkar framlag til sjúkratrygginga um 170 milljónir, einkum vegna þess að sparnaðaráætlanir stóðust ekki á síðasta ári. Minna til endurbóta á Bessastöðum Framlag til Háskóla íslands var hækkað um 70 milljónir og framlag til Landsbókasafns ís- lands - Háskólabókasafns var hækkað um 30 milljónir. Þjóðminjasafnið fékk 18 milljónir vegna endurbóta á Húsinu á Eyrarbakka. Þá fékk List- skreytingarsjóður fjögurra milljóna framlag, en átti ekkert að fá samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Nokkrir fjárlagaliðir lækkuðu frá fjárlaga- frumvarpi. Þannig lækkaði framlagtil endurbóta Bessastaða um tíu milljónir frá upphaflegri áætlun, eða úr 82 milljónum í 72, en þær endur- bætur hafa kostað samtals yfir 500 milljónir króna á undanförnum árum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu undirbúning fjárlaganna og frumvarpa sem tengjast afgreiðslu þeirra. Þeir gagnrýndu að aukin útgjöld fjárlaganna byggðust aðallega á óvissum forsendum í þjóðhagsáætlun og gagn- rýndu einnig afgreiðslu einstakra mála. Atlaga að skólakerfinu í nefndaráliti minnihluta fjárlaganefndar seg- ir að ríkisstjórnin hafí gert harða atlögu að öllum þáttum skólakerfís og kjörum námsmanna. Full- yrt er að stóru sjúkrahúsin í Reykjavík muni eiga við verulega fjárhagsörðugleika að stríða á næsta ári og að ioforð fyrrverandi heilbrigðisráð- herra um fjárveitingu til byggingar nýs barna- spítala hafi verið svikið. Alþingi kemur saman milli jóla og nýárs til að afgreiða frumvörp um lánsfjárlög, breytingar á skattalögum og ráðstafanir í ríkisfjármálum sem öll tengjast fjárlögum næsta árs. Einnig er stefnt að því að afgreiða tillögu um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnun GATT. Islenskir fíkniefnasmyglarar nota Færeyjar sem umskipunarstað Tekinn með 2 kíló af hassi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.