Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 56

Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 56
Afl þegar þörf krefur! iw v vr RISC System / 6000 - (Ö> NÝHERJI í WhpI hewlett Aucj PACKARD --------------UMBOÐIÐ HP A ISLANDI HF Höfdabakka 9, fíeykjavík, sími (91)671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 86 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Um 2.000 umsóknir um aðstoð hafa borist líknarstofnunum Oftast brýn neyð en dæmí um misnotkun Desember- kippur í hlutabréfa- kaupum MIKIL aukning hefur orðið á sölu hlutabréfa í hlutabréfasjóðum í des- ember. Til dæmis þrefaldaðist salan í hlutabréfasjóði VÍB á fyrri helm- ingi mánaðarins miðað við sama tíma í fyrra. Hlutabréfaviðskipti í heild hafa verið rúmlega tvöfalt meiri það sem af er desember en í fyrra. Þá námu viðskipti með hlutabréf í viðskipta- kerfí Verðbréfaþings um 92 milljón- um króna tímabilið 1.-20. desem- ber, en um 204 milljónum nú, sam- kvæmt samantekt Kaupþings hf. Þrátt fyrir aukna sölu virðast tiltölu- lega fáir hafa nýtt sér tilboð verð- , bréfafyrirtækjanna um að lána kaupendum stóran hluta kaupverðs- ins. Verð á hlutabréfum tók að þokast niður um miðjan desember eftir nær samfelldar verðhækkanir und- anfarna mánuði. Verðlækkunin er ekki mikil, en hún er sögð stafa af því að framboð á bréfum hafí aukist því margir vilji selja nú eftir undan- farnar verðhækkanir. ■ Hlutabréfavelta tvöfaldast/Bl Kviknaði í út frá logsuðu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var á hádegi í gær kallað að húsinu núm- er 32 við Laugaveg sem er gamalt steinhús. Þar hafði neisti úr logsuðu hiaupið í loftklæðningu og kviknað í þakinu. Slökkviliðsmenn þurftu að ijúfa klæðninguna í loftinu og þakið og tókst þannig að slökkva eldinn áður en hann breiddist út. Slökkvistarf tók um klukkustund. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu urðu ekki teljandi skemmdir aðrar en á þakinu. Líflegur snjókarl ÞÓTT si\jó hafi tekið upp á höf- uðborgarsvæðinu er enn mikið fannfergi víða um land. Þar sem eru jarðbönn er mikilvægt að fólk gleymi ekki smáfuglunum. Þessi snjókarl, sem myndaður var í húsagarði í Borgarnesi í gær, iðaði af lífi þar sem hann var þakinn snjótittlingum. Þeir tíndu upp korn í gríð og erg sem stráð hafði verið yfir hann. Veð- urstofan spáir kólnandi veðri næstu daga með éljum og síðar snjókomu. NÆR 900 umsóknir um aðstoð fyr- ir jólin höfðu borist Hjálparstofnún kirkjunnar í Reykjavík og á Akur- eyri og Reykjavíkurdeild Rauða krossins í gær. Að meðaltali 3-4 einstaklingar eru á bak við hverja umsókn að sögn Jónasar Þórissonar, framkvæmdastjóra Hjálparstofnun- ar kirkjunnar. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur áætlar að um 800 manns óski að- stoðar fyrir þessi jól, aðallega ein- stæðar mæður. Aðstoð nam um níu milljónum króna fyrir jólin í fyrra og gert er ráð fyrir að upphæðin verði svipuð í ár. 200 manns hafa leitað til Hjálpræðishersins fyrir þessi jól og er verðmæti þess sem þegar hefur verið úthlutað yfir ein milljón króna. Allir þessir aðilar út- deila matarpökkum og ávísunum á matarúttekt í stórmörkuðum og er verðmæti aðstoðarinnar á bilinu 2.500-10.000 krónur að jafnaði. Ekki mikil aukning Forsvarsmenn líknarsamtaka sem veita aðstoð fyrir jólin segja að þörf- in sé víða brýn, en ekki megi merkja umtaisverða aukningu á óskum um aðstoð frá seinasta ári. Flestir þeirra sem sækja um aðstoð séu atvinnu- 26 ÁRA gamall íslendingur var handtekinn í Færeyjum í fyrradag með tvö kg af hassi í fórum sínum. Þetta er annar íslendingurinn sem handtekinn er vegna fíkniefnamis- ferlis í Færeyjum í þessum mánuði. Talið er að hann hafi ætlað að flytja efnið hingað og hafi farið í því skyni lausir eða í fjárhagserfiðleikum af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsuleysis, og mikið sé um öryrkja. Stærsti hópurinn sé skipaður ein- stæðum foreldrum, oftast mæðrum, sem hafi jafnvel 4-6 börn á fram- færi. Ekki séu möguleikar til að kanna sannleiksgildi umsókna sem skyldi og þess séu nokkur dæmi að fólk gefi upp ranga fjölskyldustærð eða leiti á marga staði til að fá aðstoð. „Þetta eru þó undantekningar, en þeim fer fjölgandi að mínu viti,“ segir Jónas Þórisson. „Yfirleitt er um að ræða ógæfu- fólk sem lent hefur milli skips og bryggju með tilheyrandi biturð, en er um leið orðið vant því að notfæra sér kerfið. Hluti af þessu fólki virð- ist hafa mikið samband sín á milli, því það hefur hringt hingað og skammað okkur vegna óánægju með matarpakkann sinn eða vegna þess að einhver annar hafi fengið meira.“ ■ Tugir milljóna i aðstoð/11 til Færeyja, en þennan dag átti hann bókað flugfar til Reykjavíkur. Umskipað í Færeyjum Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins telur lögreglan að nokkuð sé um að fíkniefnasmyglarar noti Færeyjar sem umskipunarstöð. Þeir láti senda fíkniefni frá meginlandi Evrópu til Færeyja þar sem efnun- um sé komið fyrir á fyrirfram ákveðnum stöðum. Síðan komi maður frá íslandi og beri efnin á sér til landsins. Við þetta vinnist m.a. að yfírvöld séu síður á varðbergi gagnvart fíkniefnainnflutningi frá Færeyjum en t.d. Lúxemborg og Amsterdam, auk þess sem farþegaflug milli ís- lands og Færeyja fari um Reykja- víkurflugvöll en ekki Keflavík, þar sem viðbúnaður vegna toll- og lög- gæslu er mun meiri. Maðurinn, sem nú er í haldi lög- reglu í Færeyjum, er ekki þekktur af fíkniefnalögreglu hér á landi, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. GÁTTAÞEFUR DAGAR TIL jÓLA Morgunblaðið/Theodór Fjárlög næsta árs til umræðu á Alþingi í nótt Útgjöld 3,6 mílljörðum hærri en í frumvarpinu FJÁRLÖG næsta árs verða með rúmlega 7,5 milljarða króna halla, sem er um milljarði meira en upphaflegt frumvarp gerði ráð fyrir þegar það var lagt fram í októberbyijun. Útgjöld hafa hækkað um nærri 3,6 milljarða króna í meðför- um Alþingis en á móti hækkuðu tekjur um 2,7 milljarða, aðallega vegna breyttra þjóðhagsfor- sendna samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá. Lokaumræða um fjárlög næsta árs stóð enn á Alþingi um miðnætti í gær, en stefnt var að j^kvæðagreiðslu í nótt. Samkvæmt tillögum rneirihluta íjárlaganefndar verða útgjöld A-hluta ríkissjóðs um 119,6 milljarðar á næsta ári en tekjur 112,1 milljarður. Sem dæmi um aukin útgjöld má nefna 1.250 milljónir vegna sérstaks átaks í vegamálum. Þá aukast framlög um nokkur hundruð milljónir til stærstu sjúkrahúsanna í samræmi við samkomu- 'lag sem stjórnvöld gerðu um lausn á fjárhags- - vanda spítalanna. Einnig hækkar framlag til sjúkratrygginga um 170 milljónir, einkum vegna þess að sparnaðaráætlanir stóðust ekki á síðasta ári. Minna til endurbóta á Bessastöðum Framlag til Háskóla íslands var hækkað um 70 milljónir og framlag til Landsbókasafns ís- lands - Háskólabókasafns var hækkað um 30 milljónir. Þjóðminjasafnið fékk 18 milljónir vegna endurbóta á Húsinu á Eyrarbakka. Þá fékk List- skreytingarsjóður fjögurra milljóna framlag, en átti ekkert að fá samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Nokkrir fjárlagaliðir lækkuðu frá fjárlaga- frumvarpi. Þannig lækkaði framlagtil endurbóta Bessastaða um tíu milljónir frá upphaflegri áætlun, eða úr 82 milljónum í 72, en þær endur- bætur hafa kostað samtals yfir 500 milljónir króna á undanförnum árum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu undirbúning fjárlaganna og frumvarpa sem tengjast afgreiðslu þeirra. Þeir gagnrýndu að aukin útgjöld fjárlaganna byggðust aðallega á óvissum forsendum í þjóðhagsáætlun og gagn- rýndu einnig afgreiðslu einstakra mála. Atlaga að skólakerfinu í nefndaráliti minnihluta fjárlaganefndar seg- ir að ríkisstjórnin hafí gert harða atlögu að öllum þáttum skólakerfís og kjörum námsmanna. Full- yrt er að stóru sjúkrahúsin í Reykjavík muni eiga við verulega fjárhagsörðugleika að stríða á næsta ári og að ioforð fyrrverandi heilbrigðisráð- herra um fjárveitingu til byggingar nýs barna- spítala hafi verið svikið. Alþingi kemur saman milli jóla og nýárs til að afgreiða frumvörp um lánsfjárlög, breytingar á skattalögum og ráðstafanir í ríkisfjármálum sem öll tengjast fjárlögum næsta árs. Einnig er stefnt að því að afgreiða tillögu um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnun GATT. Islenskir fíkniefnasmyglarar nota Færeyjar sem umskipunarstað Tekinn með 2 kíló af hassi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.