Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
+ Kristlaug
Gunnlaugs-
dóttir var fædd í
Reykjavík 4. júlí
1936. Hún lést í
Landspítalanum
12. desember síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Gunnlaugur Ket-
ilsson vélsljóri,
fæddur I Vest-
mannaeyjum 3.
maí 1912, hann
lést í árás kafbáts
á bv. Reykjaborg
vestur af Skot-
landi 10. mars 1941, og kona
hans Elísabet Breiðfjörð, f. á
ísafirði 20. nóvember 1916, d.
22. ágúst 1981. Kristlaug var
eina barn foreldra sinna.
19. desember 1954 giftist
Kristlaug Valtý Jónssyni versl-
unarmanni, f. í Reykjavík 19.
janúar 1933, d. 24. júlí 1983.
Fimm synir Kristlaugar og Val-
týs eru: 1) Gunnlaugur, f. 22.
mars 1955, kvæntur Elínu Þóru
Eiríksdóttur, f. 26. febrúar
1956, og eiga þau þrjú börn. 2)
MÍN kæra vinkona kvaddi þennan
heim sl. mánudagsmorgun eftir erf-
iða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Hún hringdi til mín tæpri viku áður
en hún lést og var ákveðin að ég
kæmi til hennar á laugardeginum,
en á föstudagskveldinu hringdi
Gunnlaugur sonur hennar og tjáði
mér að hún væri orðin mikið veik,
svo ekki varð úr heimsókninn.
Gunnlaugur hafði oft samband við
mig til að leyfa mér að fylgjast
með líðan hennar. Á mánudags-
morgni komu hann og kona hans
til mín á vinnustað til að tilkynna
mér lát hennar.
Þennan dag varð mér ekki mikið
úr verki. Minningarnar hrönnuðust
upp alveg frá gamlárskveldi 1953
þegar Valtýr Jónsson (Volli)
bemskuvinur minn og nágranni
kynnti mig hreykinn fyrir Dótlu
smni. Hann hafði fundið þessa fal-
legu unnustu sína í Englandi, þar
sem hún hafði dvalið með móður
sinni Elsu Breiðfjörð um árabil. Hún
þekkti hér fáa og varð ég því fyrsta
vinkona hennar hér á Fróni. Dótla
var stórglæsileg kona, ljós yfíriitum
há og grönn með sérstaklega falleg
augu og yndislegt bros, enda vakti
hún hvarvetna athygli fyrir glæsi-
leika sinn.
Þau hjónin eignuðust fimm efni-
lega syni. Þeim hefur öllum vegnað
vel í lífínu. Ég dáðist að hve Dótla
gat áorkað miklu með þenna stóra
bamahóp, en Volli var líka góður
heimilisfaðir. Fjölskyldan var mjög
samhent í blíðu og stríðu. Við áttum
margar góðar stundir saman með
börnum okkar. Heimili Dótlu og
Volla stóð okkur alltaf opið. Þau
voru sérstaklega gestrisin og gef-
Jón Sigurður, f. 13.
maí 1956, kvæntur
Ástu Björnsdóttur, f.
11. mars 1952, og
eiga þau þrjú böm.
3) Guðmundur Helgi,
f. 1. mars 1960, frá-
skilinn og á hann tvö
börn. 4) Valtýr Elías,
f. 30. maí 1963,
kvæntur Björk Einis-
dóttur, f. 7. febrúar
1963, og eiga þau tvö
börn. 5) Róbert, f. 6.
júní 1968, sambýlis-
kona hans er Linda
Karlsdóttir, f. 29. nóv-
ember 1968.
Kristlaug ólst upp í Englandi,
þar sem hún hlaut sína skóla-
göngu, en eftir að hún fluttist
aftur til Islands starfaði hún við
verslunar- og skrifstofustörf,
m.a. hjá sendiráði Bandaríkj-
anna í Reylgavík, Flugfélagi ís-
lands og siðar Flugleiðum, heild-
verslun Friðriks Bertelsen, auk
þess sem hún rak eigin heild-
versiun um tima.
Utför Kristlaugar verður
gerð frá Neskirkju í dag.
andi, enda eignuðust þau marga
góða vini. Hlýja og glaðværð ríkti
á heimili þeirra. Volli lést 24. júlí
1983 rétt rúmlega fimmtugur. Það
var Dótlu og fjölskyldu hennar mjög
þungt áfall og nokkrum dögum síð-
ar lést faðir Volla. Nú voru erfiðir
tímar framundan fyrir Dótlu sem
þá var orðin veik. Synir hennar og
fjölskyldur þeirra studdu hana vel
á þessum erfiða tíma eins og þau
hafa alla tíð gert. Það var með ólík-
indum hve sterk hún Dótla gat ver-
ið, enda sagði hún oft við mig: „Ég
held mér uppi á frekjunni,“ og hló
við. Hún var mjög ákveðin og stóð
fast á sínu, en ávallt réttlát og
bóngóð var hún, alltaf tilbúin að
rétta út hjálparhönd ef eitthvað
bjátaði á hjá fjölskyldu hennar eða
vinum.
Ég kveð þig kæra vinkonu með
mikinn söknuð í hjarta og bið góðan
Guð að styrkja syni þína og fjöl-
skyídur þeirra. Nú vitum við að
þjáningum hennar er lokið og að
Volli hefur tekið vel á móti henni
með sínu hlýja faðmlagi og bjarta
brosi.
Guð veri með þér, elsku vinkona.
Sofðu rótt.
Ása Andersen.
Kristlaug Gunnlaugsdóttir,
Dótla, eins og hún var ævinlega
kölluð, andaðist á miðri jólaföst-
unni. Hún náði aðeins 58 ára aldri
en barátta hennar við banvænan
vágest, krabbameinið, var orðin
löng og ströng. Hún glímdi við hann
með góðra manna aðstoð um ára-
bil af allri þeirri einurð og þreki sem
henni var gefið en varð um síðir
MINIMINGAR
að láta í minni pokann. Enginn má
við ofureflinu. Synir hennar fimm
voru hjá henni þegar hún skildi við.
Þeir sjá nú á eftir kærri móður en
faðir þeirra, Valtýr Jónsson versl-
unarmaður, lést árið 1983, fimm-
tugur að aldri.
Foreldrar Dótlu voru hjónin El-
ísabet Breiðfjörð og Gunnlaugur
Ketilsson vélstjóri en hann fórst
þegar Reykjaborginni var sökkt af
þýskum kafbáti 10. mars 1941.
Árásin á Reykjaborg, sem þá var
stærsti togari íslendinga, var mikið
fólskuverk. Skotið var á brú og
yfirbyggingu skipsins áður en því
var sökkt. Tveir menn komust lífs
af og töldu þeir að aðrir skipveijar,
13 talsins, hafí verið látnir af
skotsárum áður en skipið sökk. Um
þennan hörmungaratburð er m.a.
fjallað í einni af bókum Steinars
J. Lúðvíkssonar, Þrautgóðir á
raunastund.
Dótla var barn þegar hún missti
föður sinn með þessum hætti. Hann
var þá tæplega þrítugur. Þær
mæðgur áttu þá mjög um sárt að
binda eins og margar fjölskyldur
aðrar. Dótla var eina barn móður
sinnar og samband þeirra alla tíð
mjög náið. Nokkru eftir þennan
atburð tók móðir hennar sig upp
og hélt til Englands og dvöldu þær
þar í land í allmörg ár. Bjó Dótla
alla tíð að þeirri dvöl og náði m.a.
mjög góðum tökum á ensku sem
nýttist henni vel æ síðan.
Elísabet og Anna móðir mín voru
systradætur og var samgangur
töluverður þeirra í milli alla tíð en
Elsa lést 1981 farin að heilsu. Allt
frá fyrstu árum man ég vel eftir
ánægjulegum samskiptum við þær
Elsu og Dótlu og Valtý mann henn-
ar sem allir kölluðu Volla. Þótt
heimili þeirra væri stórt og í mörg
hom að líta gáfu þau sér alltaf tíma
til að sinna öðmm, ekki síst ef eitt-
hvað bjátaði á.
Kristlaug og Valtýr gengu í
hjónaband 19. desebmer 1954 og
hefðu átt 40 ára hjúskaparafmæli
um þessar mundir. Synir þeirra eru
Gunnlaugur (f. 1955) kvæntur El-
ínu Þóm Eiríksdóttur; Jón (f. 1956),
kvæntur Ástu Björnsdóttur; Guð-
mundur (f. 1960); Valtýr (f. 1963),
kvæntur Björku Eimsdóttur, og
Róbert (f. 1968) kvæntur Lindu
Karlsdóttur. Þeirra fjölskyldur em
hinar mannvænlegustu og barna-
börnin eru orðin 10 talsins.
Dótla starfaði við ýmis störf utan
heimilis meðan heilsan leyfði. M.a.
var hún í mörg ár starfsmaður hjá
Flugfélagi íslands og síðar Flugleið-
um. Einnig vann hún lengi hjá Frið-
rik Bertelsen en rak síðan eigin
heildverslun um nokkurra ára skeið.
Hún var hamhleypa til verka og
með fádæmum ósérhlífin og sam-
viskusöm. Það segir sína sögu að
örfáum dögum fyrir andlátið lagði
hún mikið kapp á að ganga frá öll-
um þeim verkefnum sem hún hafði
tekið að sér. Voru það m.a. jólaverk-
efni fyrir Lionsklúbbinn Eir en þar
var hún um árabil virk í starfi.
Sömuleiðis starfaði hún lengi á vett-
vangi Sjálfstæðisflokksins.
Það er margs að minnast við
andlát Dótlu frænku minnar. Hún
sýndi mér ævinlega mikla ræktar-
semi og vinsemd ekki síst á hinum
pólitíska vettvangi undanfarinna
áratuga eða svo þar sem hún studdi
mig og okkur hjónin með ráðum
og dáð. Á þessu ári tók hún tvíveg-
is duglega til hendi í því skyni og
dró ekki af sér þótt oft væri hún
sárlega þjökuð og styttra en okkur
grunaði til leiðarloka. Við Inga Jóna
þökkum henni vináttu og stuðning
nú þegar upp er runnin kveðju-
stund. Fjölskylda mín kveður Krist-
laugu í virðingu og þökk um leið
og ástvinum hennar er vottuð
dýpsta samúð. Hún verður í dag
jarðsett á milli móður sinnar og
manns síns. Við munum hugsa til
þeirra allra.
Geir H. Haarde.
Nú þegar ég sest niður til að
skrifa þessar línur í minningu okkar
ástkæru Dótlu, finnst mér ég þurfa
að byrja á okkar fyrstu kynnum.
Það var vorið 1980 sem við Krist-
ján kynntumst þeim hjónum Dótlu
og Volla. Við Volli (Valtýr Jónsson)
vorum þá samtíða á heilsuhælinu í
Hveragerði. í leiðindum mínum gaf
ég mig á tal við þennan myndarlega
og ábúðarmikla mann og eins og
oft er, þá kom í ljós að ég kannað-
ist við margt af því fólki sem hann
þekkti og við leikandi frásagnarlist
og gamansemi þessa bráðgreinda
manns hurfu öll leiðindi. Þegar
Kristján kom í heimsókn kynnti ég
þá og fór vel á með þeim.
Eftir kynnin við Volla biðum við
í ofvæni eftir að sjá og hitta konu
hans. Af orðum hans mátti skilja
að hún væri einstök þannig að við
þóttumst við öllu búin en svo var
ekki, því einn daginn kom hún
gangandi til okkar með manni sín-
um stórglæsileg og alvörugefin og
sló okkur alveg út af laginu með
virðuleika sínum. En svo brosti hún
sínu fallega brosi og glettnin blik-
aði í stórum augunum yfir vand-
ræðagangi okkar. Volli hafði í engu
ofmælt, konan var stórkostleg.
Strax við fyrstu kynni eignaðist
hún aðdáun okkar, fyrst vegna feg-
urðar sinnar, greindar og skop-
skyns, sem naut sín ekki síst þegar
hún sagði frá sjálfri sér, en eftir
nánari kynni, bættust við aðdáun á
óbilandi kjarki hennar, dugnaði og
ósérhlífni.
Ég kom nokkrum sinnum á heim-
ili þeirra hjóna er þau bjuggu á
Grenimelnum en ferðunum fjölgaði
þegar við fluttumst í sama hverfí,
með aðeins nokkur hundruð metra
á milli okkar. Stundum skellti mað-
ur sér í kaffisopa og létt spjall til
Volla sem ekki gat unnið utan heim-
ilis vegna heilsu sinnar, eða leit inn
bæði boðinn og óboðinrt þegar Dótla
var komin heim, en þau ráku heild-
verslun á þessum árum sem hún
gaf sig í af krafti eins og allt sem
hún tók sér fyrir hendur.
Aldrei kom ég svo þangað að ég
sæi hana ekki iðnari en nokkra
býflugu, heimilið, eiginmaður og
synir þurftu sitt, því þá voru tveir
og stundum þrír af fímm sonum
þeirra hjóna heima og svo þurfti
að færa mömmu og tengdapabba
mat daglega. Þvílík elja, hún var
ótrúleg. Af eðlislægri gestrisni og
elskulegheitum tók hún á móti okk-
ar og alltaf virtist hún eiga stund
aflögu í smáspjall.
Á þessum tíma hafði Dótla þegar
gengist undir erfiðar aðgerðir
vegna sjúkdóms síns en engin sá
það á henni. Móðir hennar lést 1981
eftir langvarandi veikindi, en Dótla
var eina barn hennar og hafði hún
sinnt móður sinni af einstakri um-
hyggju.
Snemmsumars 1983 fór Dótla í
eina aðgerð enn sem var henni
mjög erfið en engan bilbug var á
þessari konu að finna. Sami kraft-
ur, léttleiki og elskulegheit og allt-
af, mættu gestum er sóttu þau
heim.
Skammt var stórra högga á milli.
í júlí sama ár lést Volli snögglega,
aðeins fimmtugur að aldri, og var
það henni mikið áfall. Aðeins viku
síðar lést tengdafaðir hennar sem
hún hafði sinnt af natni árum sam-
an. „Nú hlýtur eitthvað að gefa sig
hjá minni elskulegu vinkonu," hugs-
aði ég. En viti menn, eftir smátíma
var hún búin að ná sinni fyrri reisn
og krafti í lífi og starfi.
Dótla gekk í Lionessuklúbbinn
Eir sem stofnfélagi 1984 og Iét þar
ekki sitt eftir liggja. í nokkur ár
störfuðum við saman í Eir okkur
til mikillar ánægju og styrkti það
enn vináttuböndin.
En veturinn 88-89 lenti Dótla í
bílslysi og afleiðingar þess kipptu
henni út úr veraldarvafstrinu í heilt
ár, en jafnvel á Grensásdeildinni
vann hún fyrir klúbbinn. Ekki gaf
hún sig hvað sem á gekk, heldur
var öðrum huggun og styrkur.
Vegna þessa slyss og keðjuverk-
andi afleiðinga þess komst hún ekki
aftur út á vinnumarkaðinn nema
að litlu leyti, en nýtti sér í ríkum
mæli þá listgáfu er enginn tími
hafði verið til að sinna til þessa.
Keramik og trémálun urðu fyrir
valinu og hún sneri sér af sama
áhuga og krafti að því og öllu öðru,
hver hluturinn öðrum fallegri varð
til í höndum hennar en áberandi
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
ÁSTA SÆRÓS ÞORVARÐARDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 20. desember.
Guðrún Haraldsdóttir, Gunnlaugur Steindórsson,
Nanna Haraldsdóttir, Einar Sigurðsson,
-Þorvarður Haraldsson.
t
Séra JANJ4ABETS S.M.M.
prestur
við St. Fransiskusspitalann
í Stykkishólmi,
andaðist í Borgarspítalanum þriðjudaginn 20. desember.
Útförin fer fram frá Landakotskirkju föstudaginn 30. desember
kl. 13.30.
Kaþólsku prestarnir.
KRISTLAUG (DÓTLA)
GUNNLA UGSDÓTTIR
hafði hún mesta unun af að teikna
blóm og mála þau í litadýrð.
Dótla var mikið náttúrubam, hún
elskaði landið sitt og dáði fegurð
þess. Síðustu fjögur ár hafði hún
hjólhýsið sitt í sumarbústaðalandi
okkar við Gíslholtsvatn í Holtum.
Þar er útsýni oft undurfagurt og
undum við þar öllum stundum sem
gáfust, alsæl í sveitinni.
Oft var kátt í kotinu og slegið
upp veislu þegar synina bar að
garði með konur sínar og börn.
Full af móðurstolti dáði hún mjög
alla þessa stóru, glæsilegu syni
sína, konur þeirra og í kærleika
sínum til barnabarnanna var hún
full fórnfysi og gæsku.
Dótla var einlæg trúmanneskja
og í sveitinni var engin máltíð full-
komin nema bæn væri beðin áður.
23. Davíðssálmur var uppáhalds-
ritningarstaður hennar.
Nú er Dótla horfin 1 faðm Drott-
ins síns og frelsara sem hún elsk-
aði og treysti svo fullkomlega, kom-
in heim. Éftir sitjum við, sem elsk-
um hana, full þakklætis en sárs
saknaðar.
Við Kristján og börnin biðjum
Guð að styrkja synina, tengdadæt-
urnar og ungu bamabömin í sorg
þeirra og söknuði. Guð blessi ykkur
öll í Jesú nafni.
Unnur.
Þroskinn er fóiginn í því að maður lifi sól-
skin, rep og storma ævi sinnar þannig að
maður vaxi hið innra.
(Albert Schweitzer.)
Kristlaug Gunnlaugsdóttir mark-
aði djúp spor með starfi sínu í Lion-
essuklúbbnum Eir í Reykjavík. Hún
var stofnfélagi vorið 1984 og fljót-
lega vissum við allar að hér .var
kona sem hægt var að treysta til
allra verka. Ymislegt hafði hún
reynt um ævina og bar höfuðið
hátt og reisulega. Hún var áræðin
og hörkudugleg og gafst aldrei
upp, þótt á móti blési. Hún minnti
á líf flugdrekans sem lærir smátt
og smátt að nýta sér mótvindinn,
og fljúga hærra og tignarlega en
áður. Við vissum að hún var ekkja
með fimm mannvænlega syni og
hún hafði rekið fyrirtæki mannsins
síns, svo hún var ýmsum hnútum
kunnug. í fjáröflun klúbbsins stóð
hún okkur öllum framar og fyrir
hennar milligöngu fengum við einu
sinni á ári sýningarrétt á kvikmynd
í Háskólabíói. Og þegar Lions var
með landssölu á Rauðu fjöðrinni,
var hún með söluhæstu einstakling-
unum.
í klúbbnum okkar gegndi hún
ýmsum ábyrgðarstörfum og var
sæmd heiðursmerki Lions sem
„kona ársins". Hún var mjög trúuð
og fylgdist vel með hinum ýmsu
kirkjunnar málum. Eitt sinn sagði
hún okkur frá nunnunum í Hafnar-
firði sem alltaf voru að gera öðrum
gott, en áttu nú varla til hnífs og
skeiðar. Dótla fékk þær til að hand-
mála jólakort og svo fékk hún okk-
ur til að selja þau og var ánægð
þegar hún færði nunnunum hvern
einasta eyri fyrir þeirra eigin lista-
verk.
Við vissum að hún hafði barist
við krabbamein nokkrum sinnum
en það var aldrei til umræðu. Eftir
að hún lenti í bílslysi, hrakaði heils-
unni enn á ný. Hún reyndi samt
alltaf að sjá fyrir sér og var þekkt
fyrir góð og nákvæm vinnubrögð.
Þegar ég hitti hana í haust var hún
sárþjáð og gat ekki unnið neina
fasta vinnu, en var búin að breyta
heimili sínu í vinnustofu, þar sem
hún málaði lítil listaverk á hina
ýmsu nytjahluti. „Ég verð að hafa
eitthvað að gera,“ sagði hún og
brosti.
Réttri viku áður en hún dó var
jólafundur hjá Lionsklúbbnum Eir,
og á hvetjum diski var handmálað-
ur jólasveinn sem hún hafði gert
fyrir okkur. Jólakveðja frá Dótlu inn
í framtíð okkar, til minningar um
konu sem aldrei gafst upp og reyndi
að nýta mótvindinn í flug á hærra
stig.
Blessuð sé minning Kristlaugar
(Dótlu).
F.h. Lionsklúbbsins Eirar,
CamiIIa Th. Hallgrímsson.