Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 47

Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ BRIDS U ni s j ó n G u ð m . P á 11 Arnarson TILTÖLULEGA snemma í sögnum komust NS að því að þeir áttu samlegu í tveimur litum: 5-3 í hjarta og 4-4 í tígli. Styrkurinn var nægur í slemmu, en það átti eftir að velja litinn. Endanlegt val norðurs kom á óvart: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á6 4 Á104 ♦ KG86 ♦ ÁDG5 Vestur Austur 4 K105432 4 DG97 4 752 4 G9 4 53 M ♦ D94 4 42 4 10973 Suður 4 8 4 KD863 ♦ Á1072 4 K86 Spilið kom upp í Reising- er-keppninni í Bandaríkjun- um í síðasta mánuði. í NS voru fremur lítt þekktir spilarar, Pineles og Allen, en þeir sögðu snilldarvel á spilin: Vestur Norður Austur Suður - 1 tlgull Pass 1 hjarta Pass 2 grönd (1) Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 spað. (2) Pass 4 grönd (3) Pass 5 spað. (4) Pass 5 grönd (5) Pass 6 lauf (6) Pass 7 laufi! Allir pass (1) 18-19 punktar, jöfn skipting. (2) Einspil eða eyða, slemmuáhugi. (3) Lykilspilaspurning. (4) Tvö lykilspil af fimm (tígulás og hjartakóngur) og trompdrottning. (5) Leit að hliðarstyrk. (6) Laufkóngurinn. Eins og sést eru 7 lauf eina alslemman sem vit er í. Ef trompin liggja ekki verr en 4-2, er nóg að hjartað skili 5 slögum. Ekki þarf að finna tíguldrottn- inguna, því þrettándi slag- urinn fæst með spaðast- ungu. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn í brúðkaupstilkynningu í blaðinu í gær var rangt farið með föðurnafn brúð- arinnar. Hún heitir Ingi- björg og er Magnadóttir, en ekki Magnúsdóttir eins og sagt var. Beðist er vel- virðingar á því. Hjartadeild ekki lokað Ranglega var frá því greint í blaðinu í gær að hjarta- deildum Landspítala hefði verið lokað milli jóla og nýárs undanfarin ár. Deild- irnar hafa alltaf verið opn- ar. Hins vegar hefur verið rýmra um frí hjá starfsfólki á deildunum á þessum tíma undanfarin ár, en vegna verkfalls sjúkraliða verður minna um frí. Pennavinir SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tungu- máium og ólíkri menningu þjóða: Chiaki Matsuo, 470 Fukushimacyo, Kita matsuuragun, Nagasaki ken, 848-04 Japan. ÞÝSKUR símkortasafnari vill stofna til bré- fasambnads vaið íslenska safnara: Siegfried Mliller, Kammermayrstr. 7, A-440 Steyr, Austria. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 47 I DAG Arnað heilia Q /~|ÁRA afmæii. Á að- öl/fangadag, 24. des- ember, verður áttræður Ingimar Brynjólfsson, bóndi og fyrrum oddviti, Ásláksstöðum, Arnarnes- hreppi. Hann tekur á móti gestum á Hótel KEA, Ak- ureyri, þriðjudaginn 27. desember nk. eftir kl. 20. K/\ÁRA afmæii. í dag, OIJ22. desember, er fímmtugur Þorsteinn Þor- steinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hann og eigin- kona hans, Edda Guð- mundsdóttir, læknaritari, taka á móti gestum í fé- lagsheimilinu Garðaholti milli kl. 17 og 19 í dag, afmælisdaginn. Með morgunkaffinu Hm MER FINNST nú að þeir hefðu getað gefið mér gullúr fyrst ég er búinn að vera hér í 10 ár. COSPER ÉG ELSKA þig Sigrún... nei, Lilja, eða hvað sem þú heitir. HOGNIHREKKVÍSI „ HANNES' pBTTA ER. EK.KI Sörr Fveu?í/nyNPOjacAR úrAvie>!" STJORNUSPA cftir Franccs Drakc * STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú hefur háleitar hugsjónir ogmikinn áhuga á listum og vísindum. Hrútur (21. mars- 19. aprfl) Vinnan gengur fyrir í dag, og þú þarft að ganga frá ýmsum lausum endum áður en þú getur farið að hugsa um jólafríið. Naut (20. apríl - 20. maí) (fift Þú kemur ekki miklu í verk í dag þar sem þú átt von á góðum gestum í heimsókn. I kvöld vinna ástvinir vel saman að jólaundirbúningi. Tvíburar (21. maí - 20. júní) J» Gættu þess að glata ekki einhverju sem þér er kært f dag. Þú þarft að hugsa þig vel um áður en þú tekur ákvörðun varðandi fjármál. Krabbi (21. júnf — 22. júlí) >“$0 Dagurinn hentar ekki vel til að taka ákvörðun varðandi viðskipti. Farðu varlega við jólainnkaupin, því safnast þegar saman kemur. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) <ef Þú átt erfitt með að einbeita þér við vinnuna því óvænt þróun mála trufiar þig. Vertu samt ekki með óþarfa áhyggjur. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú átt erfitt með að ákveða þátttöku í samkvæmi því þú þarft tíma útaf fyrir þig. Vertu ekki að ýfa upp gömul sár. V^r (23. sept. - 22. október) Einhver misskilningur getur komið upp varðandi fyrir- hugaðan vinafund. Þú átt of annríkt heima til að geta sótt mannfagnað. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ®|j(0 Smávegis tafir í vinnunni geta reynt á þolinmæði þína. Ef þú gerir of mikið úr mál- inu kemur þú ekki miklu í verk í dag. Bogmadur (22. nóv. — 21. desember) Þeir sem eru á faraldsfæti ættu að kanna vel ferðaáætl- un til að fyrirbyggja mis- skilning. Ráðgjöfum í fjár- málum ber ekki saman. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Varastu tilhneigingu til að spara eyrinn en kasta krón- unni. Láttu ekki neikvæða afstöðu vinar draga úr þér kjarkinn. Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) Þú fínnur farsæla lausn á vandamáli tengdu vinnunni í dag. Láttu ekki smámuni spilla góðu sambandi sem ríkir milli ástvina. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Ef þú leggur þig fram kemur þú miklu í verk í dag þrátt fyrir truflanir í vinnunni. Þér berast góðar fréttir langt að Stjörnuspdna d ad lesa sem dœgradvöl. Spdr af pessu tagi byggjast ekki d traustum grunni visindalegra staó- reynda. Eitt gott portrett af fjölskyldurmi á stórri mynd. Verð frá kr. 7.500 Tímapantanir ísíma 878044 HUGSKOT, ljósmyndastofa, Nethyl 2, Ártúnsholti. NY NILFISK - NU A FRABÆRU KYNNINGARVERÐI MUNURINN LIGGURÍ LOFTINU - hreinna útblásturslofti en frá nokkurri annarri heimilisryksugu! NILFIS ÓMENGUÐ GÆÐI FÆRRI OFNÆMISTILFELLI: Læknisfræðilegar rannsóknir hafa sannað, að ofnæmi af völdum ryks er sjaldgæfara hjá börnum í fjölskyldum, sem ryksuga oft og vandlega. Þökk sé einstökum Nilfisk-síunarbúnaði, getur þú nú fjarlægt allt ryk, einnig rykmaura og úrgangsefni þeirra, svo og astma- og önnur ofnæmis- valdandi óhreinindi. HEPA (High Efficiency Particular Air-filter): Undanfarin ár hefur Nilfisk þróað nýjan síunarbúnað til notkunar fyrir asbestryk og ýmiss fleiri eitruð efni. Sú reynsla, sem þar fékkst, hefur nú verið notuð við hönnun á nýju GM-heimilisryksugunum. Yfirborð síunar er 2.400 cm', Þetta mikla yfirborð tryggir langa endingu síunnar, lágmarks- mótstöðu og áður óþekkta síunarhæfni. Við gegnum- streymi loftsins festast jafnvel smærstu rykagnir í HEPA-síunni. Síunin er svo fullkomin, að 99,95% rykagna, jafnvel þótt þær séu smærri en 1 /10.000 úr millimetra, festast í síunni. Einmitt þessar örsmáu rykagnir geta skaðað lungun. HEPA-sían er staðalbúnaður í Nilfisk GM-210 ryksugunni. NILFISK GM210 25.640,- stgr. NILFISK GM200 NILFISK GM200E 21.400,-stgr. 1 7.990,-stgr. 3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra, innbyggð sogstykkjageymsla og aflaukandi kónísk slanga. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, HEPA-síu ogTURBO-teppasogstykki með snúningsbursta. HEPA-sía og TURBO-sogstykki fást aukalega með GM200 og GM200E. NILFISK ÓMENGUÐ GÆÐI /rQnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.