Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hrossahópi sem fælst hafði vegna flugelda á nýársnótt bjargað giftusamlega úr sjálfheldu í klettum í Skarðshyrnu t HIOSSAHÓPUR hvarf frá bænum Tungu í Svínadal í Borgar- firði á nýársnótt. Tal- ið er að hrossin, sem voru tólf, hafi fælst vegna spreng- inga og eldglæringa þegar lands- menn kvöddu gamla árið. Þau fundust á öðrum degi í Skarðs- hyrnu í sunnanverðri Skarðsheiði þar sem þau voru komin í sjálf- heldu á klettasyllu en eitt fannst slasað í urð fyrir neðan. í gær fengu bændurnir aðstoð björgun- arsveitarmanna, nágranna og dýralæknis til að bjarga hrossun- um. Þau voru deyfð, teymd yfir bratta skriðu, eftir stíg sem högg- vinn var í hjamið. Gekk það vel nema hvað eitt tryppið fór út af einstiginu og rann niður skriðuna án þess þó að verða meint af. Samúel Ólafsson bóndi í Tungu segir að nítján hestar hafi verið við bæinn. Þegar hann fór út á nýársdag fannst honum vanta í hópinn og kom í ljós að aðeins sjö voru eftir. Hann fór að svipast um eftir hestunum tólf og gekk í slóð þeirra upp í Skarðsdal í Skarðs- heiði en vegna þess að komið var fram í myrkur varð hann að snúa frá. Samúel og tengdasonur hans, Guðni Þórðarson, sem einnig býr í Tungu, fengu tvo nágranna í lið með sér og héldu til leitar í fyrra- dag. Fóru þeir uppi dalinn og sáu för eftir hrossahópinn víða um dalinn en misstu af slóðinni þegar þeir komu ofar vegna þess hvað veðrið versnaði þar. „Ég trúði því alls ekki að hestarnir hefðu farið þarna upp og vildi snúa við enda var veðrið leiðinlegt," segir Guðni. Þeir leituðu tveir og tveir saman og loks sá annar hópurinn hryssu liggjandi í urð fyrir neðan kletta í Skarðshyrnu. Sannfærðust þeir þá um að hestarnir hefðu farið upp í klettana og sáu þá síðan í sjálfheldu á syllu framan í kletta- belti í fjallinu. Er staðurinn í 700-800 metra hæð yfir sjávar- máli. ^ Samúel telur að merin hafi hrapað þegar hrossin voru á leið upp urðina. Sáu þeir enga mögu- Klárinn fær ferð í Furufjörð •GUÐNI Þórðarson og félagar teyma hross eftir slóðinni. Merin er greinilega hrædd. Á henni er band til að tryggja að hún renni ekki niður í dal þó hún lenti út úr markaðri braut. leika á að ná hestunum niður og fóru með hryssuna heim í Tungu. Gunnar Orn Guðmundsson, dýra- læknir á Hvanneyri, kom og gerði að sárum hennar. Hann segir að hryssan sé talsvert slösuð. Þurft hafi að sauma fimm sár, það ljót- asta hafi verið á annarri fram- löppinni þar sem mikið skinn flett- ist af: Gera menn sér vonir um að hryssan nái sér að fullu. Bændurnir í Tungu telja að drunur og eldglæringar frá flug- eldum á gamlárskvöld hafi fælt hrossin af stað. Flugeldasýningar Akurnesinga og Reykvíkinga blasa við úr Tungu og bændurnir þar og nágrannar þeirra leggja einnig sitt af mörkum. Guðni seg- ir að óvenju hljóðbært hafi verið á nýársnótt og það kunni að eiga þátt í því að hópurinn fór af stað. Síðan hafi áframhaldandi spreng- ingar og Ijósadýrð um nóttina rek- ið á eftir hópnum. Telur hann að þetta hljóti að vera skýringin á þessu háttalagi hestanna sem ekki venja komur sínar upp í Skarðs- heiði á þennan fáfarna stað. Bend- ir hann á að .hestar hafi víðar fælst á nýársnótt undanfarin ár, og yfirleitt hafi frést af einu til- viki á hverju ári þar sem hross hafi komið sér í vandræði þessa nótt. Á þröngri klettasyllu Samúel og Guðni ákváðu að reyna björgun hestanna. Fengu Morgunblaðið/RAX •SAMÚEL Ólafsson bóndi í Tungu teymir Þorra sinn eftir stígnum sem björgunarmenn hrossanna lijuggu í hjarnið. Félagi hans er að reyna að koma tryppi aftur upp í slóðina. í fjarska sjást menn og hestur á klettasyllunni þar sem stóðið lenti í sjálfheldu, í 700-800 metra hæð yfir sjáv- armáli. menn úr þremur björgunarsveit- um i lið með sér, Björgunarsveit- inni Hjálp og Hjálparsveit skáta á Akranesi og Björgunarsveitinni Ok í Borgarfirði, auk fólks af nágrannabæjum og Gunnari Erni dýralækni. Hestarnir voru á þröngri og nánast aflokaðri klett- asyllu og leit helst út fyrir að dýralæknirinn þyrfti að svæfa þá svo hægt væri að láta þá síga nið- ur snarbratta klettana. Hafði hann því með sér lyf til að geta róað dýrin eða svæft. Um 20 manna hópur björgungarmanna fór síðan af stað frá Tungu í birtingu í gærmorgun. Bílar komust upp í dalinn en síðan þurfti að ganga urn þrjá kílómetra upp í fjallið. Þegar sást til hestanna heyrðist Samúel kalla: „Þorri minn, Þorri komdu niður vinur.“ Ekki varð honum að ósk sinni svo fljótt en hann var þarna að kalla á eina klárinn í hópnum, 19 ára hest, sem sumir höfðu reyndar grunaðan um að hafa leitt hópinn í klettaklifr- inu. Hin hrossin voru flest ung og lítið tamin úr ræktunarhóp Tungubænda. Rann niður fyrir kletta Björgunarmenn réðu ráðum sínum þegar á sylluna var komið. Þar var þröngt og hallar framaf snarbröttum klettum. Sáu þeir möguleika á að koma hestunum út af syllunni, líklega sömu leið og þeir höfðu komið. Hestarnir virtust hræddir en á meðan reynt var að róa þá, þeim gefið hey og múlar settir á hjuggu björgunar- sveitarmenn stíg í hjarnið sem lá yfir snarbratta skriðu og festu bönd til að taka af fallið ef illa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.