Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðlaugur Þorvaldsson lætur af starfi ríkissáttasemjara Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐLAUGUR Þorvaldsson, fráfarandi ríkissáttasemjari, af- henti nýjum ríkissáttasemjara lyklavöldin að „Karphúsinu" í gær. Á myndinni eru talin frá vinstri Þórir Einarsson, nýr ríkis- sáttasenyari, Geir Gunnarsson, vararíkissáttasemjari, Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, og Guðlaugur Þorvaldsson, fráfarandi ríkissáttasemjari. Sambandsstjórn VSÍ um endurnýjun kjarasamninga Samningum verði hraðað o g ráðið til lykta sem fyrst Fólkið er minnis- stæðast GUÐLAUGUR Þorvaldsson rík- issáttasemjari lét af störfum í gær eftir rúmlega hálfan annan áratug í embætti og við tók Þór- ir Einarsson, sem verið hefur prófessor við Háskóla íslands. I samtali við Morgunblaðið sagði Guðlaugur að sér væri margt í huga við þessi tímamót, enda væri starfsvettvangur ríkissátta- semjara eðli málsins samkvæmt oft erfiður. Hann væri afar þakk- látur fyrir að hafa getað gegnt þessu starfi í hartnær sextán ár áfallalitið, en að auki starfaði hann með Torfa Hjartarsyni þá- verandi sáttasemjara í átta ár. „Minnisstæðast er jú fólk og mér eru afar kærar minningarn- ar frá mörgu hér. Þó ég hafi kynnst mörgum áður, bæði niðri í Arnarhvoli, uppi í Háskóla og víðar í þjóðlífinu, þá kynntist ég annars konar fólki hér, fólki alls staðar af landinu og úr öllum atvinnugreinum, vinnuveitend- um og verkafólki og starfsmönn- um af ýmsu tagi. Þetta fólk var mér ákaflega hjartfólgið, auk þess náttúrlega sem þetta hefur eiginlega verið mitt annað heim-" ili,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði að margir samn- ingar væru mjög eftirminnilegir og nefndi í því sambandi kjara- samningana 1984 þegar opinber- ir starfsmenn fóru í verkfall. Einnig væru minnisstæðir kjara- samningarnir 1992 í kjölfar þess að hann lagði fram miðlunartil- lögu eftir að á ýmsu hafði geng- ið í samningaviðræðunum. Aðspurður segist hann ekki sjá breytingar á embætti ríkissátta- semjara alveg á næstunni, þó auðvitað fylgi nýir siðir nýjum mönnum að einhveiju leyti. Fyrir nokkrum árum á fundi norrænna ríkissáttasemjara hafi hann dregið í efa að embættið yrði til eftir 10-15 ár í núverandi mynd og norski ríkissáttasemjarinn tekið undir þá skoðun. Nú sé hann hins vegar ekki eins viss um þetta. Breytingar á þessu sviði séu afar hægfara, „en allt í heiminum er háð breytingum og þetta embætti líka,“ sagði Guðlaugur að lokum. SAMBANDSSTJÓRN Vinnuveit- endasambands íslands hvetur ein- dregið til þess að samningaviðræð- um á almennum vinnumarkaði verði hraðað og ráðið til lykta sem fyrst. „Tefjist kjarasamningar um of skýtur það fjárfestingum og fram- kvæmdum einstaklinga og fyrir- tækja á frest og eykur atvinnuleysi í landinu,“ segir í samþykkt sam- bandsstjórnar VSÍ sem kom saman í gær til að ræða áherslur við end- umýjun kjarasamninga. „Það er samstaða um það í sam- bandsstjórninni að reyna að flýta samningum eins og frekast er unnt ef þess er einhver kostur,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ. VSÍ hafnar kollsteypuleiðinni Vinnuveitendasambandið lýsir sig reiðubúið til samninga sem miða að hliðstæðum kaupbreyting- unv og í nálægum löndum, lægri verðbólgu og vöxtum og trausturr. gjaldmiðli. „Lífskjör geta batnað varanlega með hægfara breyting- um en ekki með miklum launa- hækkunum og tilheyrandi verð- bólgu, gengisfalli, vaxtahækkun og atvinnuleysi. VSÍ hafnar koll- steypuleiðinni og mun ekki semja á þeim grundvelli,“ segir í sam- þykkt sambandsstjómarinnar. Jafnframt kallar hún eftir sam- starfí við verkalýðshreyfinguna um gerð kjarasamninga til lengri tíma sem hafi það að markmiði að treysta kjör launafólks og tryggja vinnu. „Við lifum í mjög breyttu um- hverfi frá því sem áður var,“ segir Magnús Gunnarsson. „Við erum með fijálsan markað í vaxtamálum, frjálst flæði fjármagns til útlanda og þetta hvort tveggja er viðkvæmt ef óvissa og óöryggi um kjarasamn- inga stendur lengi yfir. Það er líka ljóst að það hægir á þeim upp- gangi og krafti sem hefur verið að færast í ýmis fyrirtæki á síðustu mánuðum og menn hika við að fara út í fjárfestingar og nýráðn- ingar meðan þessi óvissa stendur,“ segir hann. Hjálmar H. Ragnars og Arni Björnsson um hljóðritanir í þýska Þjóðfræðisafninu íslensk þjóðlög, en ekki verk Jóns Leifs ÍSLENSKAR hljóðritanir í þýska Þjóðfræðisafninu í Berlín hafa ekki að geyma áður óþekkt tón- verk eftir Jón Leifs heldur íslenskt þjóðlagasafn tónskáldsins frá ár- unum 1926 og 1928. í Morgun- blaðinu 30. desember var greint frá fundi tónverka eftir Jón Leifs í Berlín, en þar mun vera um fyrr- nefnd þjóðlög að ræða. Hjálmar H. Ragnarsson, tón- skáld, telur engan vafa leika á að hér sé um safn þjóðlaga að ræða en verðmæti hljóðritananna felist fyrst og fremst í því að þær gætu varðveitt elstu gerð norrænna þjóðlaga. Hann segir að þjóðlaga- safn Jóns Leifs og þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar hafi nýst Jóni sem grunnur verka hans allt frá því á þriðja áratugnum fram til dauðadags. Árni Björnsson, þjóðháttafræð- ingur á Þjóðminjasafninu, telur að að megninu til sé um sömu hljóð- ritanir að ræða og geymdar séu í Þjóðminjasafninu. Hins vegar séu miklar líkur á að stærsti hluti hljóðritanna í Berlín sé skýrari en hljóðritanir á Þjóðminjasafninu þvi þær hafi strax verið færðar yfir á koparhólka. Hann segist halda að Þjóðfræðisafnið í Berlín vænti sið- ferðislegs stuðnings fremur en fjárstuðnings frá íslandi til tækja- kaupa. Tvær gerðir hljóðritana Árni sagði að Jón Leifs hefði fært Þjóðminjasafninu 60 til 70 vaxhólka með hljóðritunum af ís- lenskum þjóðlögum á 100 ára af- mæli safnsins árið 1963. Jón hefði safnað lögunum á árunum 1926 og 1928 og komi fram í gjafa- bréfi að um afrit sé að ræða. Frumsteypumar hafi glatast í síð- ari heimsstyrjöldinni. Hann segir að allt fram á síðasta sumar hafi verið haldið að frumgerðirnar væru að fullu glataðar. Þá hafi dr. Suzanne Ziegler, forstöðumað- ur tónlistardeildar þýska Þjóð- fræðisafnsins, haft samband við Þjóðminjasafnið og upplýst að þær væru komnar í leitirnar. Árni sagði að á íslandi væru hljóðritanirnar á vaxhólkum. „Þeir Hljóðritanimar á þýska Þjóðfræðisafninu í Berlín em taldar verð- mætar þar sem þær geti varðveitt elstu gerð norrænna þjóð- laga. Líkur em á að þessar hljóðritanir séu skýrari en þær sem Þjóðminjasafnið hefur í sinni vörslu. þola aðeins fáar afspilanir og ekki var vitað hversu oft þeir höfðu verið spilaðir þegar þeir komu í safnið. Fyrir um þrjátíu árum sendum við hólkana til Lundúna og létum færa efnið yfir á segul- bönd. En upptökurnar vom lélegar að gæðum. Við vitum ekki hvers vegna. Hvort hólkarnir hafi verið orðnir svona lélegir eða hvort tæknin hjá þeim í Lundúnum hafi ekki verið betri. Henni hefur auð- vitað fleygt fram á síðugtu 30 árum,“ sagði hann. Hann sagði að líklega væri að megninu til um sömu hljóðritanir að ræða á Þjóðminjasafninu og þýska Þjóðfræðisafninu. „En það sem er mest spennandi við fundinn í Þýskalandi er að Þjóðveijar hafa, líklega fyrir stríð, fært töluvert af hljóðritunum af vaxhólkunum yfir á koparhólka. Við gerum okk- ur sem sé vonir um að á þeim séu miklu hreinni upptökur heldur en á vaxhólkunum hér heima,“ sagði Árni um leið og hann minnti á að til að leika upptökurnar þyrfti dýran leysibúnað. Með því móti væri hægt að leika upptökumar án nálar, þ.e. án þess að spilla hólkunum. Áhugi víðar en í Þýskalandi Ámi sagði að ekki virtist vera beðið um peningastyrk frá íslandi' til tækjakaupanna. „Þjóðveijarnir óska aðeins eftir siðferðislegum stuðningi, eins konar umsögn frá yfirvöldum menntamála á íslandi, til að senda með umsókn um styrk frá sjóðum á vegum Evrópusam- bandsins. Með því móti sýndu þeir fram á að víðar en í Þýskalandi væri áhugi fyrir að hlýða á upptök- urnar. Fram hefur komið að á hólkun- um séu upptökur með verkum eftir Jón Leífs. Árni segir að hér sé um misskilning að ræða. „Hér er alls ekki um að ræða lög eftir Jón Leifs, t.d. við lög einhverra þjóðskálda eins og talað hefur verið um í fréttum, heldur íslensk þjóðlög. Jón Leifs fór um landið, sumrin 1926 og 1928, og safnaði saman þjóðlögum bæði af fræðaá- huga og vegna þess að hann not- aði lögin við sínar eigin tónsmíð- ar. Hólkarnir geyma upptökurn- ar,“ sagði Árni og hann lagði áherslu á að mikill fengur væri að Jieim. Arni sagði að sama vandamál væri með að hlusta á enn eldri hljóðritanir en hljóðritanir Jóns. „Við geymum hér t.a.m. upptökur Jóns Pálssonar, föðurbróður Páls ísólfssonar, frá árunum 1903 til 1912. Okkur vantar tæki til að spila hólkana. Þau eru mjög dýr eins og greinilegt er á því að safn eins og þýska Þjóðfræðisafni berst í bökkum við að fjármagna kaup- in.“ Hjálmar H. Ragnarsson, tón- skáld, hefur kynnt sér líf og starf Jóns Leifs og skrifaði meðal ann- ars meistaraprófsritgerð um verk hans við Cornell-háskóla árið 1980. Hann segir að Jón hafi fyr- ir tilstilli fyrirrennara þýska Þjóð- fræðisafnsins verið sendur hingað til lands til að safna og hljóðrita íslensk þjóðlög sumrin 1926 og 1928. Jón, þá 27 og 29 ára gamall, ferðaðist um vestan- og norðan- vert landið í því skyni og skilaði að því loknu afrakstri ferðarinnar til safnsins. Eftir komuna til Þýskalands skrifaði Jón skýrslur um ferð sína og þekkt er grein Erichs Von Hornbostel, þjóðlaga- fræðings og forstöðumanns áður- nefnds safns, um íslenska tví- söngva. Grunnar að verkum Jóns Leifs Hjálmar segir að Jón hafi hald- ið því fram að finna mætti grunn norrænnar tónlistar í íslenskri þjóðlagagerð enda væri hún vel varðveitt í einangruðu landi. Hann hafi talað um að þjóðlögin mynduðu eins konar hrúgu og út úr henni mætti lesa lögmál og nota í aðrar tónsmíðar. Sjálfur notaði Jón Leifs þennan efnivið í verkum sínum og nefnir Hjálmar í því sambandi að hans eigið safn og þjóðlagasafn Bjarna Þorsteins- sonar hafi nýst honum sem grunnur verka sinna allt frá því á þriðja áratugnum fram til dauðadags. Hjálmar segir verðmæti hljóð- ritananna fyrst og fremst felast í því að þau gætu varðveitt elstu gerð norrænna þjóðlaga. Hann nefnir í því sambandi að þrátt fyr- ir að mikil verðmæti séu falin í safni Bjarna Þorsteinssonar verði að teljast galli að það sé skráð af mörgum aðilum og í því sé of al- gengt að lög séu þvinguð í hefð- bundna hugsun. Hann segir að í hljóðritunum Jóns Leifs megi heyra raddir fjölmargra, meðal annars gamals fólks, fara með texta, þekkta og óþekkta. Jón hafi skráð heiti laganna og lögin sjálf séu að einhveiju leyti skráð. t í > > \ i > í i > I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.