Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 (HEy&>0, PORJ, pu LlTUf? U' EINS 03 SmLf’A t ÞbSSUM 1 BAHGSA-U'ATTrÖTUM ÚG LÍT þó EWCI ÓTBIUS OG \ FL'OH i KANÍNU-N>TTFÖTU/V1 / Tommi og Jenni ' P/e/doriuCÁ flan/) purfi' hi/i/rfr purfum hýirf \Jip hvaá 'Wo/tquerfíl Star{<xr þu, \ Qtsiur.. m Ferdinand Lífsneisti kviknar ekki á rann- sóknarstofum Frá Ragnari Þjóðólfssyni: EFTIR því sem vísindunum fleygir fram vitum við meira um æskilega samsetningu fæðunnar. Við vitum að ef fólk fær ekki öll þau næringar- efni sem það þarfnast má búast við sjúkdómum, slappjeika og styttri líftíma en annars. Á flestum heimil- um er farin sú leið að tryggja sig gegn skorti með ýmsum fæðubótar- efnum, oftast í formi vítamíntaflna, en hvaða gagn gera slíkar töflur, ef nokkuð? Hjónin Harvey og Marilyn Dia- mond orða það svo í bók sinni / toppformi: „ÓIl þessi efni eru best í ávöxtum og grænmeti þrátt fyrir fullyrðingar í sumum auglýsingum um að verksmiðjuframleiddu efnin séu 100% náttúruleg.' Að vera 100% náttúrulegt, ætti að þýða að það væri myndað í náttúrunni. En ég hef aldrei séð vítamínpillu-tré úti í skógi.“ 4000 ára hveitikorn nær að spíra Þau halda síðan áfram og full- yrða að líkaminn nýti best þau efni sem hann vinnur sjálfur úr fæð- unni. Þau benda á að nú um nokk- urt skeið hefur verið hægt að búa til hveitikorn á rannsóknarstofu. Kornið lítur út eins og náttúrulegt korn og hefur að öllu leyti sömu efnasamsetningu en þegar því er sáð í mold kviknar ekki líf. Engin jurt vex upp af þessu komi. Hið sama gildir um eggin sem vísinda- menn framleiða, í þeim kviknar ekki líf, hvemig sem reynt er að frjóvga þau. Jafnvel 4000 ára gamalt hveiti- kom hefur náð að spíra eftir sán- ingu en mennimir eiga jafn erfitt með að blása lífi í sköpunarverk sín og dr. Frankenstein á sinni tíð. Greinarhöfundur telur bestu næringar- og fæðubótarefnin leynast í afurðum blóma. Forðist pilluglös Þegar efni eru tekin úr náttúr- unni og unnin í töflur á sér ævin- lega stað ferli sem óhjákvæmilega dregur úr krafti þeirra. Ef fólk hefur áhuga á að bæta heilsuna ætti það að forðast pilluglös í lengstu lög þrátt fyrir fögur loforð framleiðenda um innihaldið. Afurðir býflugunnar, drottningarhunang, blómafijókorn og propolis eru óunn- in, náttúruleg efni. Líkaminn meltir þau og vinnur sjálfur þau efni sem hann þarfnast en skilar hinum. Auk þess telja næringarfræðingar þau auðugri af nauðsynlegum næring- arefnum en nokkur önnur fáanleg fæðutegund. Maðurinn hefur nýtt afurðir býflugunnar sér til heilsu- bótar frá örófi alda. Nýjar rann- sóknir hafa leitt í ljós að aldagaml- ar lækningabækur geyma heilmikla speki. — RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON, Arnartangal7, Mosfellsbæ. Umbætur á talsíma- Smáfólk THAT'5 IT.. THAT'5 ALL THE LEAVE5 l'M RAKINS TOPAY.. q-jo i 1 1 5 | © þjónustu milli landa Frá Sigurði Inga Jónssyni: NÚ ER Póstur og sími að endur- skipuleggja símkerfí landsmanna og breyta símanúmerum í sjö stafa númer sem gerir svæðisnúmer óþörf og geri ég ráð fyrir að nýr og betri tækjabúnaður geri þetta kleift. Vil ég nú fyrir hönd íslendinga erlendis og fjölskyldna þeirra heima á íslandi skora á póst- og símamála- stjóra að endurskoða kostnað á milli- Iandasímtölum um leið og þessar breytingar eru framkvæmdar. Island hefur í dag þann vafasama heiður að vera dýrasta land í heimi að hringja til erlendis frá, og eru hér nokkur dæmi því til staðfesting- ar. í öllum tilfellum er hringt frá Ástralíu utan annatíma (off peak) og eins er í öllum tilfellum fast tengi- gjald sem nemur um 4,50 kr. (A$ 0,10) fyrir hvert símtal. Til Banda- ríkjanna og Bretlands kostar hver mínúta um 45 kr. (A$ 0,94), til Danmerkur 50 kr. (A$ 1,10), til Grænlands um 70 kr. (Á$ 1,54), en til íslands um 110 kr. (A$ 2,44) eða rúmlega tvisvar sinnum meira en að hringja til Danmerkur. " Til að grennslast fyrir um ástæðu fyrir þessu þá sendum við bréf í nafni Islendingafélagsins til Telecom Australia. í svari frá þeim kom fram að uppistaðan í hinum háu gjöldum væri álagður kostnaður Pósts og síma á íslandi. Ekki trúi ég að Póstur og sími yrði af einhverjum stórtekjum ef þeir léttu undir með íslendingum erlendis og þeirra fjölskyldum heima á íslandi með því að bjóða utan annatíma sambærilegan símakostn- að og öll önnur siðmenntuð lönd sjá sér fært um að bjóða sínum þegnum. SIGURÐURINGIJÓNSSON, 144A Cressy Road, North Ryde, NSW 2113, Ástralíu. Nú er nóg komið ... ég raka ekki fleiri lauf í dag ... Eins gott fýrir þig að flýta þér ... hliðin eru að lokast... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt 1 upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.