Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 21 FERÐALÖG AÐSEIMDAR GREINAR kvæmdir um daga þessa óviðjafn- lega keisara og ekki aðeins var múrnum mikla lokað, heldur var strax eftir valdatöku mikilleikans hafist handa við að byggja grafhýsi hans, og álíta menn að það hafi tek- ið 700.000 manns allt að 36 ár að fullgera það. Allar tölur voru þannig miklar á valdatíð Qin Shi Huangdi og það var víst hann sem átti þijú þúsund hjákonur, og segir sagan að stærsti ættbogi kínveija sé frá hon- um kominn, og að hann sé faðir allra kínveija. Eftirnafnið „Huang Di“ útleggst þannig „guli keisarinn". Uppgangur borgarinnar stóð ann- ars frá því um 1000 f.Kr. til um 1000 e.Kr. og var það einkum undir Tang ættarveldinu 618-907 sem vegur hennar var hvað mestur og var hún þá sennilega stærsta borg veraldar með einni milljón íbúa innan borgarmúranna og viðlíka Ijölda ut- an þeirra. Xian er í dag höfuðborg Shaanxi héraðsins, en fyrrum var hún höfuðaðsetur sjötíu keisara ell- efu ættarvelda og hét þá Changán. Auðæfi borgarinnar voru erlendum kaupmönnum sem eitt af furðum veraidar og hún var lokamark 10.000 kílómetra ferðalags þeirra um Silkiveginn. ótt UNESCO hafi um árabil stjónað umfangsmiklum upgreftri er ekki nema hluti haugsins kominn í ljos og er talið að sjálf höll keisarans liggi enn óhreifð undir 46 metra háum hól við rætur fjallsins Lishan. Segja munn- mæli að allir listamenn og iðnaðar- menn og aðrir sem unnu að gröfinni hafi verið grafnir lifandi með keisar- anum til að þeir ljóstruðu ekki upp leyndarmálum hennar. Qin Shi Huangdi var yfirgengi- lega strangur og óvæginn drottnari og hann var vafalítið einn af upp- hafsmönnum ritskoðana og bóka- brenna, en árið 213 f. Kr. var öllum ólögmætum bókum kastað á bál, og dauðarefsing innleidd við útgáfu óleyfilegra bóka. Álitið er að þá hafi 460 konfúskir lærdómsmenn verið brenndir lifandi, auk þess sem allir liðu undir veldi hins einráða keisara. En hér sannaðist sem oftar, að fall er drambi næst, og enn frek- ar, að sér grefur gröf þótt grafi, því að svo margir voru þvingaðir til að vinna við hinar mörgu risafram- kvæmdir hans og aðalsins, m.a. múrinn mikla og grafhýsið, að vinnuafl tók að skorta í landbúnaði og verzlun. Afleiðingarnar voru sí- vaxandi hungursneyð og ekki liðu mörg ár frá dauða hans 211 f.Kr. að bændur gerðu uppreisn og steyptu syni hans og arftaka. Foringinn Liu Bang sem leiddi uppreisnina útnefndi þá sjálfan sig fyrsta keisara Han-ættarveldisins árið 206 f.Kr. Kínverjar sækja nafn sitt til þessar- ar ættar og enn í dag nefna þeir sig sjálfir „Han-þjóðina“. Han-ættar- veldið þ.e. hið vestra og eystra ríkti í nær 400 ár og meðan fyrstu keisar- arnir voru við völd var slakað á ýmsum hinna ströngu tiiskipana Qin veldisins, og þeim sem börðust fyrir keisarann var umbunað með lénum. Ekki einungis aðallinn heldur einnig kaupmenn og embætlismenn gátu nú keypt sér jarðnæði. í öllum aðal- atriðum var þó farið eftir fyrra kerfi, nema hvað embættismenn fengu aukin völd, og löggilding þeirra var innleidd árið 124 f. Kr. Það kraumaði þannig í stjóm- skipulaginu í Kína á þessum árum, og margt af því sem maður les kann- ast maður við úr mannkynssögu í Evrópu frá fyrri öldum, einkum hvað varðar aðalinn, lénsskipulagið og embættismenn, - svo lengi lifði í gömlum glæðum. Og það fer ekki hjá því að hver sá er gluggar i sögu Kína fái meiri yfirsýn yfir þróun veraldarsögunnar, og um leið dýpri skilning á mörgum mannlegum fyrirbærum og athöfn- um. Og svo má ekki gleyma í tilefni áramótanna, að Kínveijar fundu upp púðrið, og því eru til púðurkerlingar og kínveijar ásamt skrautlýstum himni flugelda, sem svo voru kímið að öllu flugi um loftin blá og út í óravíddir geimsins. Það voru líka Kínveijar sem formuðu þá djúpu speki; “sigurvegurunum er hampað sem frelsurum, en hinir sigruðu stimlaðir þorparar". Það leið ekki á löngu frá því gröf Qin Shi Huangdi uppgötvaðist, að augu heimsins beindust að Xian, og gripir úr gröfinni rötuðu á sýningar um víða veröld. Skoðaði ég kínverzk- ar fornleifar frá 7000 ára tímabili á Lousianasafninu í Humlebæk í maí eða júní 1980, og þar á meðai fjórar stórar leirstyttur frá Xian, og var það ólýsanleg lifun, má jafnvel segja að augun ætluðu úr höfðinu á sum- um af undrun og margir rýmislista- menn nútímans voru sem lamaðir. Þetta var eins og boðskapur til frosksins í brunninum um víðáttur heimshafanna, svo vitnað sé til ann- ars kínversks spakmælis, en undir öðrum formerkjum þó. Það merki- lega við fundinn er, að þegar menn af tilviljun rákust á hauginn, komu þeir að fyrstu grafhvelfingunni og framvarðsveit hermanna, þar sem þeir höfðu staðið óbifanlegir ásamt hestum sínum í 2200 ár. Það var sem heill her kæmi upp úr jörðinni, með tímans langa drögu dauða og lífs í farteskinu. Ekki alveg hnar- reistir né ýkja vígalegir en virðuleg- ir mjög og eins og flaumur einstakl- inga sem hollir valdinu og keisara sínum vernda hann um alla eilífð. Og það er ekki nóg að þessar 6-7000 styttur í fullri stærð væru formaðar í leir með höndunum, held- ur koma fram andlitsdrættir hvers og eins og stríðsbúningar þeirra, og þar með fengu menn ómetanlegar heimildir um voþn og veijur frá þessu tímabili, jafn ljóslifandi og menn fá í dag tilbúinn fatnað úr búð! Þessu fylgdu og stríðshestar, vagnhestar og kerrur sem og keröld undan vistum hvers konar. Það fer ekki hjá því að menn finni til smæðar sinnar, er þeir standa frammi fyrir þessum mikilfenglegu áþreifanlegu minjum löngu liðins tíma og væri upplit á vestrinu, ef það ætti þó ekki væri nema örlitla hliðstæðu, en þetta skeði einmitt á svipuðum tíma og Púnveijastríðið, og er hinn Karþóski herforingi Hannibal fór með fíla sína yfir Alpa- fjöllin, sem frægt er í sögunni, en vel að merkja einungis sögunni og skráðum heimildum. að er ólýsanleg tilfinning að ganga um fyrstu grafhvelf- inguna, af þeim þremur sem grafnar hafa verið upp, en hún er 62 metra breið, 230 metra löng og 5 metra djúp. Og fyrir utan ieirfígúr- urnar bætast við 10 þúsund' stykki af vopnum, og þau ekki úr leir! Og svo er þetta einungis upphaf- ið, því að talið er að það taki 50 ár í viðbót að grafa allt það upp sem hinir 700.000 einstaklingar er unnu við grafhýsið voru í 36 ár að vinna að og forma, sem fyrr segir. Það er fleira merkilegt sem fund- ist hefur í Xian og nágrenni og þar á meðal hinn svokallaði „Lantian maður“, en fornleifafræðingar fundu árið 1964 steingerving af hauskúpu apamanns, sem á að vera 1.150.000 ára gömul og einnig fundu þeir stein- gervinga af aýrum og frumstæðum áhöldum úr steini frá svipuðu tíma- skeiði. það er iíka stórmerkilegt fornminjasafn í útjaðri borgarinnar og hið langsamlegast yfirgripsmesta og nútímalegasta sem við heimsótt- um á allri Kínaferðinni. En því mið- ur var tíminn til að skoða full knapp- ur og ég einn uppgötvaði óviðjafn- legt safn mongólskra gripa í kjallar- anum, en fékk svo ekki tóm til að skoða þá nema lauslega. Xian lætur ekki mikið yfir sér frekar en margir aðrir staðir þar sem leynast ómetanlegar fornminjar og því verða margir fyrir vonbrigðum, en borgin og umhverfi er einna efst á óskalista mínum fari ég aðra ferð til Kína og þá mun ég dvelja lengur á söfnum en skemur við matarborð- in. Athygli okkar beindist fljótlega að fólkinu í Xian, sem okkur þótti dálítið frábrugðið því í norðri og kvenfólkið fallegra, það mun þannig nokkur blæbrigðamunur á útliti Kín- veija eftir landshlutum. Hótelið okk- ar var mjög gott og frammi í mót- tökusal var stór veggmynd af lands- lagi og fjöllum og féll mjög vel að rýminu. Var ótvírætt heillegasta og nútímalegasta verkið sem við sáum á allri ferðinni og hefði verið ánægju- iegt að sjá meira af slíku. Eftir að gröf gula keisarans fannst, streymir fólk frá allri heims- byggðinni til Xian.og stjórnvöld hafa ekki við að reisa ný hótel yfir mann- fjöldan. Sallafín hótel sjást út um allt og önnur risastór í byggingu, eins og raunar í öllum borgum Kína sem við heimsóttum Fiskveiðistefna fyrir allan heiminn eða glæpur aldarinnar? ÓLAFUR Hannib- alsson sagði í Vikulok- unum í útvarpinu í morgun að íslenzk fisk- veiðistefna gæti verið fyrirmynd fyrir allan heiminn, ef rétt væri á haldið. Hann er ekki hrifinn af fiskistefn- unni, enda ekki von, því að allt bendir til að núverandi stefna muni leggja allar byggðir um alla Vestfirði í auðn, á þessu næsta og fyrsta kjörtímabili hans sem þingmanns Vestfirð- inga. Það er þannig tími til kominn, að hann taki til höndunum um breyt- ingu á fiskveiðistefnunni, og eru margir sem myndu fagna þeim liðs- auka. Núverandi fiskistefna á ekki upp háborðið hjá almenningi, en aðeins hjá höfðingjaveldinu, því sem nefnst hefir ólígarkí frá fornu fari, og var allsráðandi um allan heim, allt fram til frönsku byltingarinnar. Á íslandi hefir aldrei verið svonefnt lýðræði, heldur höfðingjaveldi, og eru íslend- ingar þar í sama báti og Rússar. Rétt valdaritö í fiskveiðum hér er nú þessi: LÍÚ, sjávarútvegsráð- herra, ríkisstjórn, og síðast lág- aðallinn eða „þriðja stétt“, sem skipar svonefnt Alþingi, en Alþingi er nú réttilega skilgreint sem höfuð- laus her jámanna. Sá, sem gengur fram gegn fiski- stefnunni, á vísan stuðning almenn- ings, eins og þegar hefir sannast í prófkjörinu í NV, en Pálmi á Akri sagði að Vilhjálmur Egilsson Tví- höfði hefði verið sjálfum sér verstur þar. Staða fiskistefnunnar nú Nýi Vigri kom inn um daginn af Reykjaneshrygg með 98 m.kr. karfaafla og Þerney sló það met þrem dögum síðar með rúmum 100 milljónum. Hún hafði þó komið við í nokkra daga á Vestfjarðamiðum, til að sinna skylduhlutverki LÍÚ um að drepa niður byggð á Vestfjörð- um. Þetta eru tvö af öflugustu út- hafsskipum flotans núj og eiga eng- an kvóta að hafa í landhelginni, þar sem þau eyða öllu lífi og umhverfi fisks. Bezta útgerð á íslandi á þessu ári eru sennilega Tjaldarnir tveir, sem haldið er út frá Hellissandi með mengunarlausum veiðum á línu með beitingarvélar um borð, og höfðu í lok október veitt (mest grá- lúðu) fyrir meir en 200 milljónir hvort skip, með 7-8 manna áhöfn. Síðan veiðum í Smugunni var hætt, hafa um 30 togarar eða fleiri að jafnaði verið að LÍÚ-þorskveið- um innan 50 mílna linunnar undan Vestfjörðum. Síðasta þriðjudag voru 44 stór rækjuskip að veiðum á uppeldissvæði smáþorsksins á Hala, Kögurgrunni og fyrir Norður- landi. Mest sá eg 7/11 alls 93 rækjuskip í einu innan 50 mílnanna. Til viðbótar er svo allur rækju- floti Norðmanna, sem nú hefir feng- ið samning um að mega drepa alla rækju, og þar með grálúðu, Græn- landsmegin á Dohrnbanka. Hefir virkilega enginn af lágaðl- inum á Alþingi áhyggjur af þessu eða framtíðinni? Er verið að kjósa alþingismenn í dauð hlutverk í Leik- brúðulandi? Hvað hyggjast þeir fyr- ir, þegar allt er hrunið? Spyr sá sem veit. Svarið er: Ekkert. Þróunarsjóður sjávarútvegsins Samkvæmt reglugerð nr. 416, 20.07.94, 1. gr., er hlutverk sjóðs- ins að „stuðla að aukinni arðsemi í sjávarútvegi. Til að draga úr af- kastagetu í sjávarútvegi veitir sjóð- urinn styrki til úreld- ingar fiskiskipa .. Það var fyrir löngu orðið ljóst, að mikil hætta er tekin rneð notkun stórra úthafs- togara á grunnslóð- inni. Samt hefir LÍÚ tekist að koma því svo fyrir, að mestur hluti þorskkvótanna er kom- inn á þessi skip. Jafnframt er vitað, að minnsta arðsemin er í útgerð þessara skipa, og þau vinna umhverfi fisksins óbætanlegt tjón til frambúðar. Þetta er algjör öfug- þróun, og því ber að snúa frám- kvæmd fiskistefnunnar við, og beita þessum skipun á úthafinu, svo sem eðlilegt er. Ranghugmyndirnar í sjávarútvegsráðuneytinu eru þó enn verri, þegar það túlkar tilgang lag- anna þannig að það eigi að „draga úr afkastagetu i sjávarútvegi" al- mennt. Tilgangur íslenzkrar fiskveiði- stefnu á samkvæmt eðli málsins að vera sá, að auka afkastagetu fiski- flotans, og þetta er gert á þann hátt, að nota úthafsveiðiflotann til Er fiskveiðistefnan fyr- irmynd annarra þjóða eða glæpur aldarinnar, spyr Onundur Asgeirs- son, sem telur framtíð íslenskra fiskveiða stefnt í hreinan voða. veiða á úthafinu, en nota núverandi flota minni skipa, sem nota meng- unarlausar og umhverfisvænar veiðiaðferðir, til veiða innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar. Þetta sjá allir og skilja, nema LÍÚ, sem teflir allri framtíð fiskveið- anna og þjóðfélagsins í augljósan voða. Núverandi fiskveiðistefna er ekki til fyrirmyndar öðrum þjóðum, heldur með réttu glæpur aldarinnar gagvart íslenzku samfélagi, og er reyndar ekki heldur stórútgerðinni tii hags, þegar til lengri tíma er litið. Fyrirgreiðsla Þróunarsjóðsins á þessu ári nemur rúmum þrem millj- örðum fram til þessa. Þetta fé hefir verið tekið að láni erlendis í þeirri von, að einhveijar aðrar útgerðir fáist til að greiða þetta fé síðar, sem er augljós vonarpeningur, og brot á stjórnarskrá landsins. Það er ekki hægt að lögbinda einn til að gi’eiða gamlar skuldir annars. Þetta á ekki sízt við, þegar um óþjóðhollar aðgerðir er að tefla. Menn taka erlend lán til að kaupa ónauðsynleg skip, og menn taka síðan erlend lán til að úreida of stór- an veiðiflota, kannske sömu skipin, og samfélagið borgar. Þetta er fiski- stefna að endemum. Meðan á þessu gengur í stjórn- sýslunni við Skúlagötuna, eru flest- ar byggðir á Vestfjörðum orðnar togaralausar, og fiskvinnslan flutt út á haf. Trillukarl að vestan segir mér, að aðstaða þeirra sé nú eins og manns, sem stendur á miðri hrað- braut og sér endalausa röð stórra strætisvagna bruna framhjá sér í báðar áttir, þegar 30 eða fleiri stór- ir úthafstogarar bruna fram hjá trillunum eftir 12 mílna mörkunum. Þeir hitta víst ekki alltaf á réttu mörkin, og slysast oft innfyrir að sögn, einkum á nóttunni. Höfundur er fyrrverandi forsljóri Olís. Önundur Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.