Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 23 AÐSENDAR GREIINIAR Aramót í sjónvarpinu ÁRAMÓT eru tími blendinna tilfínninga. Við finnum fyrir óljós- um trega gagnvart því ári sem er að líða, en á sama tíma byltist eftirvænting, fyrir ár- inu sem er að ganga í garð, um í brjóstum okkar. Til að draga úr þeirri spennu sem tog- streita þessara tilfinn- inga leggur á okkur, reynum við gjaman að láta sem tíminn sé ekki til. Við fáum útrás á mismunandi hátt, hlæj- um og syngjum og sleppum jafnvel fram af okkur beisl- inu, en flest eigum við það sameigin- legt að bíða í ofvæni eftir þeirri al- gleymissprautu sem „Skaupið" á að vera. „Skaupið" 1994 gerði endan- lega út um þá drauma. Einna helst lítur út fyrir að þessir þjóðkunnu „húmoristar“, sem ráðnir voru til að sjá um verkið, hafi ekki áttað sig á að það var áramótaskemmtun landsmanna sem þeir voru ráðnir til að sjá um, en ekki einhver per- sónuleg blóðhefnd. En Ríkissjón- varpið stóð vel fyrir sínu þessi ára- mót og gaf landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða skapgerðarein- kenni þeirra sem láta öfund, afbrýði- semi og illvíga rætni ráða gerðum sínum. Teflt var fram tveimur liðum og fer ekki á milli mála hveijir fóru með sigur af hólmi í þeirri hæfileika- keppni. Annars vegar höfum við meistara Verdi sem byggði óperu sína „Ótello“ á samnefndu leikriti eftir snillinginn Shakespeare og sem sýnd var á nýjársdag. En eins og flestir vita fjallar verkið um mann sem haldinn er óslökkvandi öfund og hatri á öllum þeim sem kunna að elska og njóta lífshamingju. Þetta hatur brennur í æðum hans og hann fínnur sig knúinn til að leggja líf þeirra í rúst og er ekki í rónni fyrr en það hefur tekist. Hvorki fyrr né síðar hefur nokkrum manni tekist að koma slíkum persónuleika jafn- vel til skila og Shakespeare gerði fyrir meira en 400 árum. Svo vel málaði hann þessi myrkustu djúp mannssálarinnar að enn í dag vita menn nákvæmiega hvað við er átt þegar „Jagó“ er nefndur á nafn. Og þá erum við komin að hinu liðinu. Það lítur helst út fyrir að þar hafi Jagóamir setið við stjórnvölinn. Þeir hefðu betur mátt ganga í smiðju Shakespeares og skoðað hvernig Jagó fór að, þá hefðu þeir ekki opinberað svo gersamlega sína eiturgrænu sál. Það er alltaf óþægi- legt að verða vitni að slíkri lágkúru. Kannski voru höfundarnir að reyna að slá á „karnivaliska" strengi, en þá hefðu þeir átt að bretta upp erm- arnar og gera það af fullri alvöru, ekki þennan hálfvelgings „kúk-og- piss húmor“. Það er enginn vandi fyrir þá að finna forskrift fyrir karnivalisma í höfundarverki Ra- belais „Gargantúi og Pantagrúll" sem kom út í frábærri þýðingu Erl- ings E. Halldórssonar fyrir um það bil ári. Nú eru kannski þeir, sem slökkt höfðu á dómgreindinni þarna um kvöldið, fam- ir að spytja sig; hvað það hafi verið sem fór svona fyrir btjóstið á manneskjunni? Það er þá best að maður reyni að gera grein fyrir því. í fyrsta lagi var það þessi undarlega rætna árás á fyrrverandi borgarstjóra Árna Sigfússon og á mennta- málaráðherrann Ólaf G. Einarsson. Þessir menn eru auðvitað full- færir um að vetja sig sjálfir og stendur það ekkert upp á mig að gera það. En ég leyfi mér að hafa skoðun á mál- inu. I öðru lagi skil ég ekki hvernig hægt var að dauðhreinsa skopið úr Þjóðhátíðarþættinum, eins „nátt- úrulegur" og efniviðurinn var. I öllum samfélögum sem vilja telja sig til siðmenntaðra þjóða er það ekki til siðs að sparka í hinn sigraða. Rómvetjar skemmtu sér við það til forna og annað slagið verðum við vör við slíkt háttalag gegnum fréttaflutning af ofbeldisverkum unglinga í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Flest fordæmum við slíka hegðun. Það er ekki þar með sagt að ekki megi gera grín að kosninga- baráttunni síðastliðið vor og eitt af því fáa sem skoplegt var í þættinum var þegar Árni þarði upp á hjá Ingi- björgu Sólrúnu. Hefði það bara ekki verið fyndnara ef hún hefði boðið honum inn í staðinn fyrir að skap- illskast þarna í dyragættinni. Það lítur helst út fyrir að höfundar „Skaupsins“ séu ekki enn búnir að átta sig á því að kosningarnar eru löngu afstaðnar og því vaknar sú spurning hvað fyrir þeim hafi vak- að. Þar sem varla er hægt að væna þá um öfund eða afbrýðisemi í garð hins sigraða, getur maður helst lát- ið sér detta í hug ótti við hann. Gæti þessi ótti verið af völdum þess strandhöggs sem hann gerði á for- skot R-listans á síðustu vikum kosn- ingabaráttunnar? Þá er hann lífseig- ur. Eitt var samt áberandi í „Skaup- inu“ og það var hin hrópandi þögn um nýja meirihlutann í Reykjavík. Getur verið að við höfum fengið yfir okkur heilagan anda eða á full- yrðing Árna, um að „nýja hreinsun- ardeildin" hafi ekki fundið neinn skít í skotunum, sér stoð í veruleik- anum? Ég held það væru mistök að reyna að þagga niður í Árna, hann er þó altént eina merkjanlega lífs- markið um að til sé starfandi borg- arstjórn í Reykjavík. Hvernig skyldi æskufólkinu líða sem taldi sig vera að kjósa „nýtt lifandi afl“? Þó höfundarnir hafi kannski ekki verið búnir að átta sig á umskiptun- um í Reykjavík, höfðu þeir meðtek- ið hveijir sitja í ríkisstjórn, enda haft til þess hátt á fjórða ár. Hvað Ólaf G. varðar virðist „hið græn- eygða skrímsli, sem nagar eigið hjarta“, afbrýðisemin, hafa ráðið ferðinni. En hvað er hann líka að vasast í menntamálum, þegar allir vita að það er bara einn maður á landinu sem hefur leyfi til að hafa skoðun á þeim. Ég efast um að Jagóana má þekkja úr á því, segir Ragnhildur Kolka, að þeir reyna að dylja blettina, með því að varpa skít á aðra. almenningur í landinu sé mikið að fylgjast með embættisfærslum menntamálaráðherra, en þó er þar tvennt frá síðasta ári, sem er minn- isstætt. Sem nemi í Háskóla íslands minnist ég sérstaklega opnunar Þjóðarbókhlöðu, sem að stórum hluta var harðfylgni Ólafs G. að þakka. Hitt málið hefði hæglega getað ratað inn í „Skaupið". Ekki það að embættisfærsla Ólafs hafi verið svo brosleg, heldur aðdrag- andinn að henni. Kannski voru höf- undar „Skaupsins" ekki á landinu síðasta sumar þegar skólastjórafé- lag Suðurlands setti fram þá sér- kennilegu kröfu að skipaður yrði í embætti skólastjóra þar í umdæm- inu, maður með lágmarks menntun þegar annar umsækjandi, með margfalda menntun á við hann, hafði orðið fyrir valinu. Þótt húmor- inn í þessu sé kannski ekki við allra hæfi, þá hefði í það minnsta mátt gera sér mat úr þversögninni. Það hlýtur að vera skýring á því hvers vegna þeir misstu af svo gráupp- lögðu efni. En það var líka svo ótal margt annað sem virtist fara fram hjá þeim. Auðveldara er að tína það til sem hægt var að hlæja að. Fyr- ir utan atriðið með Ingibjörgu Sól- rúnu má nefna „regnkápu Dana- drottningar“, „færeyska þjóðhátíð- argestinn" sem þó er orðinn nokkuð slitinn á jöðrunum, „málfar dömu- bindanotandans“ sem útskýrir kannski hvers vegna Ólafur G. sér ástæðu til að stokka upp í mennta- kerfinu og að endingu mátti brosa út í annað að „einkaviðtali við sið- spillta bóndakonu". Alger skortur á skopskyni virtist há þjóðhátíðar- umfjölluninni og biturð, rætni og einsýni réð ferðinni hvað stjórnmál- in varðar. Það fer betur á, að fólk sem gef- ur sig út fyrir að vera húmoristar, fjalli um hluti sem eru í nokkurri tilfinningalegri fjarlægð, það eykur á yfirsýnina. Frábærir rithöfundar eins og George Mikes, sem skrifað hefur skoplegar ferðabækur um ljölda landa og þjóða, missti flugið þegar hann vildi skoða húmorinn í ánauð íbúa austantjaldslandanna. Hann var landflótta Tékki og málið honum einfaldlega of skylt. Það er ekkert að því að menn viðurkenna á sér auma bletti, öll eigum við þá. En Jagóana má þekkja úr á því að þeir reyna að dylja blettina, með því að varpa skít á aðra. Vonandi ber Ríkissjónvarpið gæfu til að velja betur næst. Sjálf bið ég ekki um annað en smá húmor þetta eina kvöld ársins, sem ég sest örugglega niður til að horfa á sjónvarp. Höfundur er meinatæknir og nemi í HI. Ragnhildur Kolka Kennsla hefst \ miðvikudaginn 11. ianúar. Framhaldsnemendur mæti á sömu tímum og íyrir iól. Ballettskóli Eddu ^ cheving Skúlatúnl 4 Félag íslenskra listdansara. Innritun í síma 38360. Afhending skírteina í skúlanum, hriðjudaginn 10. jan. frá kl. 17-10. Bætum kjör kennara UM ÞESSAR mund- ir eru forystumenn kennara í viðræðum við vinnuveitanda sinn, ríkið, um nýjan kjara- samning. Kennurum hefur verið tjáð að launahækkun þeim til handa myndi leiða til mikils ófarnaðar fyrir gjörvallt samfélagið. Störf kennara snerta meirihluta heimila þessa lands. Ekkert utan veggja heimilisins ræður jafn miklu um þroskabraut barna okkar og skól- inn. Við felum skólanum það dýr- mætasta sem við eigum, sem for- eldrar og sem þjóð, og krefjumst þess að hlúð sé að hveijum sprota. Sameiginlega berum við ábyrgð á því að búa skólanum þau skilyrði að hann geti rækt menntunar- og uppeldishlutverk sitt með sóma. Óll rök hníga að því að velunnar- ar skólans og skattgreiðendur séu að verulegu leyti einn og sami hóp- urinn, hópur fólks sem veit að auknu fé til skólamála er ekki á glæ kastað. Stjórnmálamenn verða að láta af því skammtímasjónar- miði að ríkið þoli ekki aukin út- gjöld á nokkru sviði, heldur for- gangsraða og móta stefnu sem er líkleg til að auka velferð þegar til lengri tíma er litið og þora að fylgja henni eftir. Óhjákvæmilegt skref í þróun skólamála á íslandi er að bæta kjör kennara, enda er um annað og meira að tefla en þeirra einkahagsmuni. Kröfur til kennara framtíðarinnar munu síst minnka og því er mikilvægt að skólunum takist að laða til sín hæft fólk sem er tilbúið að gera kennslu að fram- tíðarstarfi. Samtök kennara eru ekki að fara fram á að kennara- starfið verði eftirsóknarvert vegna launanna einna saman, heldur að hlutur þess verði réttur svo að ungt fólk geti litið á það sem raun- hæfan kost í náms- og starfsvali. Kröfur kennara- samtakanna fela í sér að bytjunarlaun kenn- ara hækki um nálægt 4500 kr. og að launa- flokkahækkanir fyrstu starfsárin nemi um 12,5%. Á mælistiku þjóðarsáttanna kann einhveijum að vaxa síðarnefnda hækkunin augum. Minnumst þess þá að einmitt á svokölluðu þjóðarsáttatímabili voru sett ný lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem fela í sér að end- urgreiðsluhlutfall námslána miðað við tekjur nær því tvöfaldaðist. Þannig mun hinn dæmigerði kenn- Störf kennara snerta meirihluta heimila landsins. Lárus H. Bjarnason telur það óhjákvæmilegt skref í þróun skólamála að bæta kjör kennara. ari sem hefur störf á næstu árum verða að greiða 7% heildarlauna si'nna í afborganir námslána stóran hluta starfsævinnar. Launahækkun um 12,5% mun rétt svo duga til þess að halda óbreyttum launum eftir skatt þegar matarskuldir námsáranna koma til greiðslu, ör- fáum árum eftir að námi lýkur. Höfundur er kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð. 1 SÖMCSMIÐJAM AUGLYSIR: a., * ,. iært að *ynSfo/ 9 ð»B* ungir sem aldnir, ungir; laglausir sem lagvísir. Innritun cr hafin. Kennsla hefst mánndaqinn 16. janúar!995. Hópnámskeið □ Byrjendanámskeið □ Framhaldsnámskeið □ Söngleikjahópar (byrjendur, framhald) □ Barna- og unglingahópar □ Söngkennsla/raddþjálfun (4 í hóp) Möguleiki á að Ijúka l-lll stigi í söng. WBBMBMÞ Kórhópur sem syngur „gospel" ásamt tónlist af ýmsum toga. Einsönqsitálll (kLsskkt og sönqleikja) Klassískt nám, en einnig er boðið upp á kennslu fyrir þá sem ætla að leggja fyrir sig aðrar tegundir tónlistar. Upplýsingar og innritun í síma: 612455 Fax: 612456 eða á skrifstofu skólans, Skipholti 25, Reykjavík, alla virka daga frá kl. 10 - 18. SÖniGStVHÐJAIU Skipholti 25 faiBRB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.