Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hagvexti fórnað MEXÍKÓSKA stjórnin lýsti því yfír í gær að hún myndi grípa tii þess að fórna hagvexti til að ná tökum á verðbólgu. Er þetta talin örvæntingarfull til- raun til að koma á stöðugleika í efnahagslífi. Margir óttast að aðgerðirnar verði til þess að ýta mjög undir óróa meðal hinna lægst settu. Sveitar- félagið ber kostnaðinn TALIÐ er það muni kosta um 600 milljónir til 1.000 milljarð að fjarlægja flak rússneska beitiskipsins Múrmansk sem strandaði um jólin við Sorvær í Finnmörku. Komi ekki í ljós hver eigandi skipsins er eða trygging fýrir björguninni er líklegast að sveitarfélagið í Hasvik verði að bera kostnað- inn. Hermenn í mál UM 2.000 bandarískir her- menn, sem börðust í Persaflóa- stríðinu, hyggjast lögsækja þýsk fyrirtæki sem þeir segja hafa aðstoðað Saddam Hus- sein íraksforseta við að koma upp verksmiðju sem framleíðir eiturgas. Krefjast hermennim- ir 1 milljarðs dala í skaðabæt- ur vegna „Flóa-heilkenna“ sem lýsa sér m.a. í síþreytu, höfuðverk og útbrotum. Kerti orsök brunans ORSÖK brunans á Switel-hót- elinu í Antwerpen á nýársnótt, sem kostaði sex manns lífið, liggur nú ljós fyrir. Logi barst frá kerti yfir í jólatré sem fuðr- aði upp á svipstundu. Þetta varð ljóst af myndbandi, sem einn gestanna tók. Snjóflóð í St. Anton EINN maður fórst og nokk- urra er enn saknað eftir snjó- flóð í St. Anton í Austurríki í gær. Björgunaraðgerðum var frestað í gær vegna hættu á frekari flóðum. Maðurinn sem fórst var á skíðasvæðinu í Gampen Schoengraben. West hengdi si g* LÖGREGLURANNSÓKN og krufning hafa leitt í ljós að breski fjöldamorðinginn Fred- eric West hengdi sig. Sögu- sagnir hafa verið um að sam- fangar hans hafi drepið hann á nýársdag. Rak Fergie ekki út EINKARITARI Karls Breta- prins vísaði í gær á bug sögu- sögnum um að Karl hefði kraf- ist þess að Sarah Ferguson, hertogaynja af York og mág- kona hans, viki úr hótelsvítu í Klosters í Sviss, svo að hann gæti gist þar. ERLENT Einbjörn, tvíbjörn... ÍSBIRNIR í dýragarðinum í Berlín hafa það náðugt á köldum en sólríkum janúardegi. Bretland Lögregla lokast inni í lyftu London. Reuter. NÍU breskum lögregluþjón- um, sem hugðust gera áhlaup á bæli fíkniefnaneytenda, mistókst ætlunarverk sitt herfilega fýrir skömmu. Tróð allur hópurinn sér inn í lyftu sem ætluð er fyrir hámark átta manns, með þeim afleiðingum að hún stöðvaðist. Um 45 mínútur liðu áður en fólk í húsinu heyrði hróp og köll lögregluþjónanna. „Við erum lögreglan" í samtali við dagblaðið Sun sagðist Eddie Laddie, einn íbúa hússins, hafa boðist til að hringja í lögregluna. „Við erum andsk... lögreglan, hringdu á slökkviliðið,“ hreyttu lögregluþjónarnir þá í hann úr prísundinni. Israelskir hermenn bana palestínskum lögreglumönnum á Gazasvæðinu ísraelar segja misskiln- ing orsök mannfallsins Jerúsalem, Gaza, Kaíró. Reuter. ÍSRAELAR og Palestínumenn rannsökuðu í gær hvað varð til þess að ísraelskir hermenn urðu þremur palestínskum lögreglu- mönnum að bana á Gaza-svæðinu í fyrrakvöld. Shimon Peres, utanrík- isráðherra ísraels, sagði mannfallið til komið vegna misskilnings af hálfu palestínsku lögreglumann- anna og ekki væri við hermennina að sakast. ísraelar og Palestínumenn sögð- ust ætla að vinna saman að rann- sókn málsins, þótt það hefði valdið spennu milli þeirra í samningvið- ræðum í Kaíró um stækkun sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna. „Það er erfitt að skýra þetta mál,“ sagði ísraelskur herforingi á svæðinu í útvarpsviðtali. „Við og Palestínumenn höfum skipað sam- eiginlega rannsóknamefnd." Herinn segir að hermennirnir hafi orðið fyrir skotárás þegar þeir hafí verið á eftirlitsferð og elt mann að húsi þar sem lögreglumennimir vom. Palestínskir, embættismenn neituðu því að lögreglumennirnir hefðu skotið fyrstu skotunum og fjölmiðlar í ísrael voru með vanga- veltur um að einhveijir aðrir, ef til vill múslimskir öfgamenn, hefðu skotið á hermennina úr nálægum aldingarði. Reuter YASSER Arafat, leidtogi PLO, huggar einn syrgjendanna við útför lögreglumannanna þriggja. Þúsundir manna hrópuðu á hefnd vegna dauða þeirra og Hamas-hreyfingin lýsir lögreglu- mönnunum sem píslarvottum. Ahmed Tibi, ráðgafi Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), sagði að einn lögreglumannanna þriggja sem biðu bana hefði verið sofandi í rúmi sínu þegar hermennirnir hefðu skotið hann. „Misskilningur“ Hamas-hreyfíngin, sem er andvíg sjálfstjórnarsamningi PLO og ísra- ela, kvaðst ætla að hefna drápanna og lýsti lögreglumönnunum sem „píslarvottum Hamas“. Peres sagði að hermennirnir hefðu neyðst til að skjóta þegar þeir hefðu orðið fyrir skotárás. For- ingi hermannanna hefði beðið pal- estínsku lögreglumennina á arab- ísku um að hætta að skjóta. „Mér þykir það mjög miður að þeir skyldu ekki hlýða,“ sagði ráðherrann. Peres viðurkenndi að einn Palest- ínumannanna sem biðu bana hefði gengið út úr húsinu með hendur yfir höfðinu. „En hinir héldu samt áfram að skjóta," bætti hann við. „Eg harma misskilninginn sem olli mannfallinu." Palestínskur embættismaður sagði að skotið hefði verið á lög- reglumennina eftir að þeir hefðu neitað að láta vopn sín af hendi. Deilt á repúblikanann Newt Gingrich fyrir samning við Rupert Murdoch Afþakkaði 4,5 milljónir dollara NEWT Gingrich, væntanlegur for- seti bandarísku fulltrúadeildarinn- ar, ákvað fyrir nokkrum dögum að afþakka 4,5 milljóna dollara fyrir- framgreiðslu vegna bókar, sem út- gáfufyrirtæki Ruperts Murdochs ætlar að gefa út. Hefur þessi háa upphæð vakið nokkurn kurr meðal flokksbræðra hans, repúblikana, og demókratar hafa gagnrýnt hann harðlega og segja, að hann sé í aðstöðu til að hafa áhrif á lagasetn- ingu, sem skipt geti Murdoch miklu máli. Það voru ekki síst ummæli Bobs Doles, væntanlegs forseta öldunga- deildarinnar, sem ollu því, að Gingrich ákvað að afþakka fyrir- framgreiðsluna. Dole sagði, að samningur þeirra Gingrich og Murdochs „ylli mörgum áhyggjum" og „væri ekki mjög vinsæll manna á meðal“ en kvaðst þó ekki vilja segja Gingrich fyrir verkum. Gingrich ætlar nú aðeins að þiggja einn dollara í fyrirfram- greiðslu fyrir bókina, sem er meðal annars um pólitískar skoðanir hans, en hann mun hins vegar hafa tekj- ur af henni í samræmi við söluna þegar þar að kemur. Raunar segir hann, að samningurinn við Murdoch hafi verið hvorttveggja „löglegur og siðlegur" en hann vilji ekki að- hafast neitt, sem gert geti þing- meirihluta repúblikana erfítt fyrir. Þá segir hann, að fimm útgefendur að minnsta kosti hafi boðið sér „margar milljónir dollara" fyrir bókina og þar með „fjárhagslegt sjálfstæði í fyrsta sinn í lífi okkar hjóna“. Demókratar hafa nýtt sér þetta mál út í ystu æsar og halda því fram, að Gingrich gæti haft áhrif á lagasetningu um fjarskiptamál, sem varðaði Murdoch miklu. Hafa þeir meðal annars lagt til, að utan- þingsnefnd verði skipuð til að rann- saka málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.