Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 9 > > > I í ) I í > \ > > > > > I I > | FRÉTTIR Tryggingastofnun I aðgengi fatlaðra A i Forgangsflokkur A A Ó Vantar skáa A Skái ekki rétt gerður □ Of háir kantar, þrep Lögreglustöðin Uttekt á aðgengi fatlaðra um göngustíga Reykjavíkur Lagfæringar þarf á tæplega 2.000 stöðum Á 1.965 stöðum í Reykjavík þarf að laga gangstéttarbrúnir og annað til að bæta aðgengi fatlaðra um gang- stíga borgarinnar, en verst er ástandið í gamla miðbænum. Þetta kemur fram í úttekt sem Reykjavíkurdeild Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra, hefur látið gera og afhent var borgarstjóra í gær. Sigurrós M. Siguijónsdóttir, for- maður Sjálfsbjargar í Reykjavík, af- henti borgarstjóra bók með kortum af Reykjavík þar sem merktir eru inn allir þeir staðir í borginni sem lagfær- inga þurfa við. Til að auka notagildi kortanna var lagfæringunum skipt niður í for- gangsröð. Byggist hún meðal annars á því að lagfæra fyrst þar sem flest- ir eru á ferli, til dæmis í kringum verslanir og stofnanir. Algengast er að skáa vanti í gangstéttir, en dæmi um aðra ágalla eru að handrið vant- ar, kantar eru of háir eða skáinn er ekki rétt gerður. Sigurrós sagði við afhendinguna að þegar væri byijað að fara eftir tillögum Sjálfsbjargar. Hún benti einnig á að lagfæringar af þessu tagi nýttust ekki bara fötluðum, heldur einnig hjólreiðamönnum og fólki með barnavagna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði að úttektin hefði verið tímabær og nú væri búið að fara yfir alla borgina. Hún ætlar að beita sér fyrir því fé verði eyrnamerkt til lagfæringa af þessu tagi á næsta fjárhagsári borgarinnar og að einnig verði hugað að aðgengi fatlaðra við nýframkvæmdir. Farið um alla borgina Verkefnið var styrkt af atvinnu- málanefnd og réð Sjálfsbjörg Guð- mund Jónasson verkfræðing til starfsins, en verkið var unnið í sam- vinnu við gatnamálastjóra. Ingibjörg Sólrún sagði ekki ljóst hvað þessar lagfæringarnar kostuðu, en benti á að efnis- og tækjakostnað- ur við þær væri ekki mikill. Helst væri um að ræða launakostnað og því væru þessar lagfæringar tilvaldar sem átaksverkefni í atvinnumálum. Hárgreiðslu- og fótsnyrtistofur í þjónustumiðstöðvum aldraðra í Reykjavík Rekstur boðinn út og vsk. hækkar verð REKSTRI hárgreiðslu- og fót- snyrtistofa í þjónustumiðstöðvum aldraðra í Reykjavík var breytt um áramótin. Félagsmálastofnun rekur stofurnar ekki lengur, held- ur hefur rekstur þeirra verið seld- ur og núverandi eigendur leigja húsnæði þeirra. Þá hefur verð á þjónustunni hækkað, þar sem virðisaukaskattur leggst nú ofan á það. Einu þjónustumiðstöðvarnar, sem eru undanskildar breyting- unum, eru að Dalbraut, Drop- laugarstaðir og Seljahlíð. Þar verður þjónusta af þessu tagi áfram innifalin í daggjaldi vist- manna, en aðrir en vistmenn fá ekki að nýta hana, eins og heim- ilt var áður. Fyrirkomulag samrýmdist ekki samkeppnislögum Gísli K. Pétursson, forstöðu- maður fjármála- og rekstrar- deildar Félagsmálastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að breytingin væri fyrst og fremst vegna þess að fyrra rekstrarfyrirkomulag hefði ekki samrýmst samkeppnislögum, þar sem stofurnar voru í samkeppni við almennar hárgreiðslu- og fót- snyrtistofur. Virðisaukaskattur hækkar verðið „Starfsmenn þessara stofa voru flestir verktakar hjá Félags- málastofnun, en einstaka var á launaskrá. Nú hefur þessu fólki verið gefinn köstur á að kaupa reksturinn og leigja húsnæðið. Það hafa allflestir gert, en nokkr- ar stofur verða auglýstar. Héðan í frá verða þetta almennar hár- greiðslu- og fótsnyrtistofur, sem verða opnar öllum almenningi,“ sagði Gísli. Hann sagði að verðið hefði nú verið gefið fijálst, en Félags- málastofnun myndi fylgjast grannt með því. „Það lá fyrir að verð á þessari þjónustu myndi hækka, því ríkisskattstjóri hafði úrskurðað að greiða bæri virðis- aukaskatt af þjónustunni. Það hafði ekki verið gert, enda litið á stofurnar sem hluta af félags- legri þjónustu borgarinnar við aldraða." Litlar breytingar fyrir borgina Gísli sagði að þessi umskipti hefðu litlar fjárhagslegar breyt- ingar í för með sér fyrir Reykja- víkurborg. „Þessi rekstur er að hluta frábrugðinn rekstri annarra stofa. Við getum til dæmis ekki leigt stofurnar fullu verði, því opnunartími þeirra er takmark- aður og miðast við opnunartíma félags- og þjónustumiðstöðv- anna.“ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, og Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, for- maður Reykjavíkur- deildar Sjálfsbjargar, skoða kort yfir þá staði þar sem úrbóta er þörf. Guðmundur Magnús- son sýnir hér eitt þeirra vandamála sem fatlaðir beijast við, háar brúnir á gang- stéttum. Myndin er tekin fyrir framan Dómkirkjuna í Reykja- vík, en þar er enginn Morgunblaðið/Kristinn I r’f§Hí££§r Ú | / V Kr.300.000 KUníNGl SPAKlSKlffiCSNI ^**&*r'v BRje F 11; | s 1 £?***''* iEiSir ItSS" 1 ' r* A /n 7' A Fjármálastjórar - sjóðir - stofnanir - fyrirtæki • Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti viö fjárstýringu. • Ríkisvíxlar eru örugg skammtímaverðbréf með tryggri ávöxtun. Þeir eru skráðir á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu. • Ráðgjafar Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa veita þér allar nánari upplýsingar í síma 562 6040. Útboð ríkisvíxla fer fram í dag kl. 14:00. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa um tilboð í vexti á ríkisvíxlum. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068 I » Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.