Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Greiðslur Félags verslunar- og skrifstofufólks á síðasta ári Um 50 milljónir í atvinnuleysisbætur Morgunblaðið/Rúnar Þór JANUS Guðlaugsson íþróttafræðingur gerði mjólkursýrupróf á leikmönnum Akureyrarfélaganna KA, Þórs og IBA. Mjólkursýrur mældar í íþróttamönnum GREIDDAR voru út atvinnuleysis- bætur til félaga í Félagi verslun- ar- og skrifstofufólks á síðasta ári að upphæð tæplega 50 milljónir króna. Mikið atvinnuleysi hefur verið meðal félagsmanna og á síð- asta ári voru allt að 130 manns á atvinnuleysisskrá í félaginu. Að sögn Erlu Hallsdóttur hjá verslunar- og skrifstofufólki nam upphæð bóta til atvinnulausra 49,3 milljónum króna á liðnu ári sem er fimm milljónum króna Mennta- smiðjan kynnt KYNNINGARFUNDUR verður haldinn í húsnæði Menntasmiðju kvenna á Ak- ureyri í Hafnarstræti 95 á 4 hæð í dag, fimmtudaginn 5. janúar, kl. 17.00. Starfskonur Menntasmiðj- unnar munu kynna starfsemi vetrarins og einnig verður fjallað um tildrög að stofnun hennar. Allar konur hvattar til að mæta Eftir kynninguna verða opnar umræður og boðið verður upp á kaffi. Allar kon- ur sem hug hafa á náminu eru hvattar til að mæta, einn- ig þær sem búa utan Akur- eyrar, því verið er að vinna að því að skólinn verði fyrir allar konur á Eyjafjarðar- svæðinu. Höfuðhögg og fótbrot í hálkunni VINNUSLYS varð á athafna- svæði Slippstöðvarinnar- Odda á Akureyri á þriðjudag þegar manni sem þar var að störfum skrikaði fótur sökum hálku og datt aftur fyrir sig. Hann meiddist á höfði og var fluttur á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akur- eyri. Steig ofan í opið niðurfall og fótbrotnaði Þá var öldruð kona einnig flutt á slysadeild en hún steig ofan í götuniðurfall í Kaupvangsstræti en búið var að taka ristina ofan af. Konan fótbrotnaði að sögn lögreglu. Brotist var inn í Skíðaþjón- ustuna við Fjölnisgötu að- faranótt þriðjudags og höfðu þeir sem þar voru að verki á brott með sér eitthvað af vamingi og skiptimynt. Þjóf- ur eða þjófar hafa ekki fund- ist að sögn varðstjóra lögregl- unnar. Mest voru 130 fé- lagar á atvinnu- leysisskrá 1 einu meira en var árið á undan þegar upphæðin var 44,3 milljónir króna. „Þetta var ekki gott ár,“ sagði Erla, „en atvinnuleysi hefur verið mikið í félaginu og eru nú um 90 manns í félaginu á atvinnuleysis- NÝÁRSTÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands verða haldnir nk. sunnudag í Akureyrarkirkju kl. 17.00. Hljómsveitin leikur forleikinn að Brúðkaupi Fígarós, Andante fyrir Sinfóníu nr. 31 og homkonsert nr. 4 eftir Mozart. Eftir Ravel er verkið Tombeau de Couperin 1919 og er það í fjórum köflum, skrifað í minn- ingu eins merkasta tónskálds Frakka, Couperin, sem uppi var í lok 17. aldar og fram á þá 18. Síðasta verkið á tónleikunum er svíta úr ballettinum Þríhyrnda hatt- inum eftir Manuel de Falla. Yerkinu lokið á und- an áætlun FYRSTI áfangi við verkefni á vegum Akureyrarhafnar við Krossanes er tveimur mánuðum á undan áætlun, en verktakinn Suðurverk á Hvolsvelli ætlar að skila verkinu síðar i þessum mánuði. Verklok voru áætluð í apríl. Einar Sveinn Ólafsson, for- maður hafnarstjórnar, sagði að verktakinn sæi fram á stór verk- efni annars staðar á landinu og hefði því sett mikinn kraft í að ljúka þessu. Þó svo verkið sé tveimur mánuðum á undan áætl- un nýtist það hafnarstjórn ekki að fullu því næsta verkefni við Krossanes er bygging viðlegu- kants við enda grjótgarðsins og er verið að byggja hann um þess- ar mundir. Hafnarstjórn ákvað á síðasta fundi sínum að hafa 9 metra dýpi við umræddan kant þannig að öll skip gætu lagst þar að, en að sögn Einar Sveins væru skipin sífellt farin að rista dýpra. skrá. Þegar mest var á liðnu ári voru 130 manns skráðir atvinnu- lausir, síðsumars." Hún sagði að allt síðasta ár hafi um og yfir 100 manns verið^ á atvinnuleysisskrá að jafnaði. „Ástandið er langt í frá gott og ekkert sem bendir til þess nú að það muni breytast. Þessi tími svona rétt eftir jólin er sá versti hjá verslunarfólki. En þó ekki virðist bjart framundan þá vonar maður auðvitað alltaf að úr rætist,“ sagði Erla. Einleikari í hornkonsert Mozarts er Emil Friðfinnsson, en hann lauk einleikaraprófi árið 1987, var við framhaldsnám í Þýskalandi og lauk lokaprófí árið 1990. Hann er nú fast- ráðinn hjá Sinfóníuhljómsveit íslands auk þess sem hann leikur með Caput- hópnum. Hann hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Kammerhljómsveit Akur- eyrar. Stjórnandi á nýárstónleikunum er aðaihljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands, Guðmundur Óli Gunnarsson. SÖNGTÓNLEIKAR þar sem ágóðinn rennur í sjóð til styrktar sr. Pétri Þórarinssyni og fjölskyldu í Laufási verða haldnir laugardag- inn 14. janúar kl. 16.00 í Glerár- kirkju. Álls koma yfir eitt hundrað manns fram á tónleikunum en all- ir listamenn gefa vinnu sína. Sr. Pétur Þórarinsson og Ingi- björg Svava Siglaugsdóttir eigin- kopa hans hafa á undanförnum árum barist við erfið veikindi. Inga stóð af sér krabbamein, en Pétur hefur fengið hvert áfallið á fætur öðru af völdum sykursýki sem hann hefur lifað með frá barnsaldri. Á síðasta ári voru höggvin stór og þung. Á vordög- um þurfti að taka af honum vinstri fótinn og skömmu fyrir jól þann hægri líka. Seinni aðgerðin gekk betur en sú fyrri og ef ekk- LEIKMENN KA, Þórs og ÍBA í fótbolta fóru allir í mjólkursýru- próf sem Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur sá um, en þetta er í fyrsta skipti sem íþróttafélögin sameinast um að láta leikmenn sína undirgangast slíkt próf. Hinrik Þórhallsson þjálfari IBA-stelpnanna sagði að ef magn mjólkursýru væri yfir ákveðnum mörkum hefði það hamlandi ert kemur upp á eru batahorfur góðar. Sérútbúin dráttarvél Pétur, sem einróma var kjörinn maður ársins meðal hlustenda Út- varps Noðurlands hefur ekki látið bugast þrátt fyrir mikið áfall. Hann lýsti því yfir skömmu fyrir áramót að hann ætti þann draum að aka til bústarfa í sumar á sérútbúinni dráttarvél sem eingöngu væri hægt að stjórna með handafli. Þegar þetta spurðist út tóku nokkrir vinir Péturs höndum saman og ákváðu að safna fé til kaupa á dráttarvél- inni og var ákveðið að halda veg- lega tónleika til Ijáröflunar. Reikningur í nafni Péturs I undirbúningsnefnd eru Óskar Pétursson, Gísli Sigurgeirsson, áhrif á vöðva- og heilastarfsemi. Þetta próf markar upphafið að undirbúningi liðanna vegna Islandsmótsins í sumar, en nú eru æfingar að hefjast af fullum krafti hjá öllum liðum. Niður- stöður gáfu til kynna að margir þurfa að taka sig á, að sögn Hinriks, en það væri eðlilegt að leikmenn væru ekki í toppformi nú um áramót í upphafi æfinga- tímabils. Atli Guðlaugsson og Jóhann Bald- vinsson ásamt Gesti Jónssyni bankafulltrúa sem er fjárhalds- maður söfnunarinnar. Stofnaður hefur verið ávísanareikningur á nafni Péturs í Búnaðarbankanum, sem er númer 40000, en inn á þann reikning er hægt að leggja framlög ef einhveijir vilja leggja söfnuninni lið en komast ekki á tónleikana. Hver miði kostar eitt þúsund krónur og verða þeir seld- ir við innganginn og einnig í for- sölu. Enn er ekki fyllilega ljóst hvað dráttarvél sem þessi kostar en ljóst er að verðið verður viðráðanlegt. Ekki geta allir draumar ræst, seg- ir í frétt frá undirbúningsnefnd, en draumur Péturs um sérútbúna dráttarvél mun rætast með sam- stilltu átaki Norðlendinga. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Tónlist tvennra tíma á tónleikum Morgunblaðið/Rúnar Þór Söngtónleikar til styrktar sr. Pétri Þórarinssyni Agóða varið til kaupa á sérútbúinni dráttarvél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.