Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ andið. Þar hittist fjölskyldan og við larnabörnin lékum okkur áhyggju- aus á löngum sumardögum. Er eiknum var lokið fórum við með ifa að veiða í vatninu eða að huga ið kartöfluuppskerunni. Hann afi lafði sérstakt lag á okkur krökkun- ím, hann var alltaf svo rólegur og ífirvegaður að við krakkarnir íændumst að honum og nutum >ess að vera í kringum hann. Sérlega kærar eru mér stundirn- ir sem við afi áttum saman í Tösku- )g hanskabúðinni. Fyrir lítinn gutta /ar eftiivæntingin mikil að ljúka íólaprófunum og fá að taka þátt í íólaerlinum í búðinni. Það var alltaf mikið að gera fyrir jólin og við afí rorum á þönum að afgreiða, taka Jpp nýjar sendingar, fara í bankann eða hlaupa á bögglapósthúsið með pakka, sem þurfti strax að komast út á land. Afi kenndi mér ósérhlífni 3g vönduð vinnubrögð, sem ég hef búið við síðan. Hann afi var hógvær maður sem ekki hugsaði né gerði nokkrum illt. Hann sóttist ekki eftir frægð né frama, aðeins að ljúka sínu dags- verki með sóma fyrir. sig og sína. Hann var traustur, hygginn og dug- mikill, sem kom honum vel, hvort sem hann var verkstjóri i síldinni á Siglufirði eða í verslunarrekstri í Reykjavík. Þó hann hafi ekki feng- ið tækifæri til að ganga menntaveg- inn sjálfur studdi hann mig og hvatti mig til að sækja menntun á erlenda grundu. Þau undanfarin ár sem ég hef verið í Bandaríkjunum og Finnlandi, hef ég haft færri tækifæri til að hitta afa en ég hefði kosið. Það var því eitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom í heim- sókn til Islands að heimsækja ömmu og afa á Óðinsgötuna. Við afi sett- umst niður yfir kaffibolla og hann spurði mig spjörunum úr hvað hefði á daga mína drifið síðan við sáumst síðast. Þessum notalegu fundum okkar afa er nú lokið og eftir situr kær minning um góðar stundir og heillarík ráð, sem reynst hafa mér vel. • Elsku amma, nú er hann afi sofn- aður eftir langan og farsælan dag. Á jólunum opnaði Guð ríki sitt fyr- ir honum og bauð hann velkominn. Þar líður honum vel. Eftir sitjum við fjölskyldan full söknuðar en samt þakklát Guði fyrir að hafa frelsað afa frá veikindum sínum. Blessuð sé minningin um hann afa minn. Gísli Þór Reynisson og fjölskylda, Finnlandi. Aðfaranótt þriðja dags jóla, hinn 27. desember síðastliðinn, andaðist á Vífilsstaðaspítala, eftir þunga legu, aldinn heiðursmaður, Þor- grímur Brynjólfsson, kaupmaður, nær áttatíu og sex ára að aldri. Þorgrimur var manna hæglátast- ur og prúðastur. Þar vitum við genginn einhvern þann er sýndi jafnan sannastan þegnskap, geð- prýði, góðvild, jafnlyndi og æðru- leysi. Slíkir menn eru á hveijum tíma of fáir og að þeim er ávallt eftirsjá. Þorgrímur var fæddur hinn 15. febrúar árið 1908, i Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum í Rangárvalla- sýslu. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Margrét Guðmundsdóttir og Bi-ynj- ólfur Jónsson. Svo sem þá var títt eignuðust þau heiðurshjón vænan hóp barna, en systkinin urðu ellefu talsins. Eins og gefur að skilja varð það ekki lítið veganesti að alast upp í svo stórum systkinahóp, þar sem hörð lífsbaráttan útheimti bæði at- orku og samheldni, jafnt við dagleg störf og leik. Þorgrímur ólst upp í Landeyjum, en fluttist snemma með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja. I Vest- mannaeyjum og suður með sjó dvaldi Þorgrímur til þijátíu ára ald- urs. Hann var einn þeirra íslend- inga, sem kynntust harðri lífsbar- áttu og lifði því tímana tvenna. Á þessum árum urðu þáttaskil í lífi hans, en þá kynntist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur. Hún er fædd árið 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Pálína Guðrún Pálsdóttir og Jón Björns- son, trésmiður á Siglufirði. Á árinu 1938 fluttust þau, Ingi- björg og Þorgrímur, með frumburð sinn, Reyni, til Siglufjarðar, þar sem Þorgrímur fékkst við ýmis störf tengd sjávarútvegi og síldveiðum. Síðar gerðu þau hjónin verslunar- störf og kaupmennsku að sameigin- legu lífsstarfi. Á Siglufirði stofnuðu þau sín fyrstu fyrirtæki, bæði fisk- verslun og Verslunina Túngata 1. Engin kona gat reynst manni sínum tryggari og öruggari föru- nautur en Ingibjörg. Segja má, að vart verði annars þeirra minnst, hvort heldur var við heimili eða verslunarreksturinn, að ekki komi mynd beggja í hugann. Og það sem mest er um vert, þau hjónin voru samhent í því sem öðru að láta gott af sér leiða. Þess hafa margir notið, jafnt í stórum hlutum sem smáum. Árið 1954 fluttu þau Þorgrímur til Reykjavíkur. Gerðist hann þar verslunarstjóri við Ritfangaverslun ísafoldar í Bankastræti. Arið 1960 stofnuðu þau Ingibjörg Tösku- og hanskabúðina við Skólavörðustíg 7 í Reykjavík. Um árabil höfðu þau síðan með höndum umfangsmikinn innflutning og verslunarrekstur, Árið 1968 kom yngri sonur þeirra, Víðir, til liðs við þau og tók 1971 við rekstrarstjóm fyrirtækisins. Samvinna Þorgríms og Ingibjargar svo og Víðis og eiginkonu hans, Jóhönnu, var með eindæmum góð og starfaði Þorgrímur við fyrirtæk- ið á meðan heilsan leyfði. Til þess er tekið hversu gott hefur verið að skipta við verslun þeirra, að þar mætti treysta því, að allt væri vand- að og valið og einvala starfsfólk við störf. Svo munu og viðskipti Þorgríms við lífið hafa verið yfir- leitt. Við samtíðarmenn sína hefur hann verið hreinskiptinn og raun- góður. Miðbærinn í Reykjavík varð þannig um rúma þijá áratugi starfs- vettvagur hans og meginpólar þar heimilið á Óðinsgötu 1 og verslunin við Skólavörðustíg 7. Þau Ingibjörg og Þorgrímur hafa búið við barnalán. Tvo syni eignuð- ust þau. Þeir eru Reynir, fram- kvæmdastjóri, kvæntur Rósu Gísla- dóttur, og Víðir Páll, framkvæmda- stjóri, kvæntur Jóhönnu Haralds- dóttur. Barnabörnin eru átta. Allt er þetta mikið atgervis- og dugnað- arfólk og hefur komist vel áfram. Upp eru að renna nýjar kynslóðir og efnilegar, sem lofa góðu um framtíð ættarinnar. Barnabarna- börnin eru orðin fjórtán. Stórfjölskyldan með samábyrgð sína og samstöðu er okkur hugleik- in þegar horft er um öxl til Oðins- götunnar og liðins tíma á Siglu- firði. Athvarfs var ætíð að leita á heimili Ingibjargar og Þorgrims, og stafaði þaðan öryggi, góðvild og umhyggju. Við endurminningar þaðan hlýnar okkur um hjartaræt- ur, og fyrir hveija samvistarstund ber þeim þakklæti okkar. Þorgrímur skilur eftir fallegar minningar og ástúðlegar hugsanir. Hann var prúðmenni í framgöngu. í öllu viðmóti hans var hógværð og ljúfmannlegur þokki. Samfara hinu létta fasi var þó djúp alvara í hugs- un, fastlyndi og samviskusemi. Mannúð var ríkur þáttur í skoðun- um Þorgríms og ádeilur á ójöfnuð og ranglæti. Hann gat þá verið kjamyrtur í tilsvörum og umsögn- um. Jafnan var hann skemmtilegur í viðræðum, einkum tveggja manna tali. Aldrei féll honum óþreyjuorð af vörum. Hann var maður öfundar- laus með öllu. Þorgrími auðnaðist að halda and- legum hæfileikum sínum óskertum til dauðadags. Hann kvaddi með rósemi og þann frið í sál sinni, sem er síðasta og dýrmætasta gjöfin, sem góðum manni og æðrulausum getur hlotnast hérna megin grafar. Slíkra er gott að minnast, og í trausti þess, að við séum bæn- heyrð, biðjum við Þorgrími „afa“ náðar Guðs og blessunar og óskum honum heilla að strönd síns framtíð- arlands. Alda, Árni og Helga. FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 31 MINNINGAR SIGURÐUR PÉTURSSON + Sigurður Pét- ursson fæddist í Vallanesi á Völl- um 22. desember 1905. Hann lést 24. des. sl. Foreldrar hans voru Pétur Pétursson og Una Stefanía Stefáns- dóttir. Systkini hans voru Sigur- björg, fædd 14. febrúar 1902, Jón, fæddur 25. júní 1903, látinn, Ragn- heiður, fædd 9. ág- úst 1904, Sigríður, fædd 13. janúar 1907, látin, Eva, fædd 22. október 1908, Margrét, fædd 3. maí 1911, Þorgerður, fædd 3. ágúst 1913, Sveinbjörg, fædd 11. maí 1912, Stefán, fæddur 13. nóvember 1915, látinn, Guðný, fædd 31. júlí 1917, Ragna, fædd 1919, látin 1919, María, fædd 8. nóv- ember 1923. 7. mars 1930 kvæntist Sigurður Sigríði Ei- rikku Markúsdóttur frá Reyð- arfirði, f. 11. desember 1903, d. 6. júlí 1982. Börn þeirra: Þuríður Jónborg, f. 28. júní 1925, d. 4. september 1994, var gift Högna Einarssyni, þau áttu 4 börn; Katrín, f. 24. júní | 1 | ' " j Krossar 1926, d. 5. mars 1962, var gift Sig- urði Dagnýssyni, þau áttu 6 börn; Guðný Sigríður, f. 29. maí 1931, d. 6. júlí 1984, var gift Jóni Hafdal, þau áttu 7 börn; Jón Karl, f. 10. mars 1937, d. 6. janúar 1975, var giftur Ólöfu Ólafsdóttur, þau áttu 4 börn; Olöf Ingibjörg, f. 19. september 1939, er gift Hall- dóri Péturssyni, þau eiga 5 börn; Una Stefanía, f. 29. jan- úar 1941, er gift Þór Magnýs- syni, þau eiga 4 börn; Friðný Hafdís, f. 6. janúar 1946, er gift Jóni Fr. Jónssyni, þau eiga 4 börn; Dóttir Sigurðar og Sig- urbjargar Asgeirsdóttur, Kristín, f. 7. júlí 1947, er gift Guðna Þráni Þorvaldssyni, þau eiga 4 börn; þau ólu einnig upp dótturson sinn Stefán P. Jóns- son, f. 3. maí 1951, er giftur Ásdísi Sigurðardóttur, þau eiga 4 börn. Afkomendur Sig- urðar eru 130. Útför hans fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag. í DAG er kvaddur hinstu kveðju vinur minn Sigurður Pétursson eða Siggi Pé eins og hann var ávallt kallaður. Hann fékk að fara úr þessari jarðvist fljótt og hljótt eins og hann hafði óskað sér. Siggi fæddist í Vallanesi á VöII- um, en viku gömlum var honum komið í fóstur í Víkingsstaði í sömu sveit og ólst hann þar upp hjá Herborgu Eyjólfsdóttur og Jóni ívarssyni. Minntist hann upp- vaxtarára sinna þar alltaf með hlýhug, einkum þá fóstru sinnar sem honum þótti mjög vænt um. Árið 1924 var Siggi í vinnu- mennsku á Reyðarfirði og kynntist þar Sigríði Erikku Markúsdóttur, sem varð hans lífsförunautur, mik- il dugnaðarkona sem svo sannar- lega lagði fram sinn skerf í lífsbar- áttu þeirra hjóna meðan henni entist heilsa til. Hún lést árið 1982. Þau fluttu á Norðfjörð 1925 og hófu þar sinn búskap. Á Norðfirði vann Siggi alla þá vinnu sem hann gat fengið, en hún var oft stopul á þeim árum og lífsbaráttan oftast erfið, enda fyrir mörgum börnum að sjá. Á Norðfirði veiktist Siggi af lömunarveiki og var frá vinnu vegna hennar í sjö mánuði. Maður getur ímyndað sér hve erfitt hefur verið fyrir fjölskylduna að komast af þann tíma, því þá þekktust hvorki sjúkradagpeningar, at- vinnuleysisbætur, né aðrar trygg- ingar, sem sjálfsagðar þykja í dag. Merki þessara veikinda bar Siggi til dauðadags. Á Norðfírði var líka lagður grunnur að því starfi sem segja má að hafi verið hans ævistarf upp frá því, sem var bifreiðaakstur og. viðgerðir. Hann tók bílpróf með fyrstu mönnum á Austurlandi og var ökuskírteini hans það sextánda í röðinni útgefið á Norðfirði. Árið 1941 flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar og bjuggu hjónin þar upp frá því, að undanskildum sjö árum, 1975 til 1982, sem þau hjón bjuggu í Hafnarfirði. Á Seyðisfirði fór Siggi fljótlega að vinna hjá Þorbirni Arnoddssyni, sem frægur var a.m.k. á Austurlandi fyrir störf sín að samgöngumálum og flutn- ingum yfir Fjarðarheiði. En Þor- björn var ekki einn í því brautryðj- endastarfi, því í 27 ár var Siggi hans hægri hönd í því starfi, hvort sem var bílstjóri eða viðgerðar- maður og víst er að oft urðu dag- arnir langir hjá þeim félögum á þessum árum. Siggi var m.a. fyrst- ur manna til að moka snjó af veg- inum yfir Fjarðarheiði með vél- skóflu. Ég kynntist Sigga fyrst 1972 er ég hóf sambúð með dóttursyni hans Stefáni Pétri. Eftir að Siggi missti konu sína varð hann dagleg- ur gestur á heimili okkar Stebba og tengdumst við þá vináttubönd- um, sem entust til dauðadags hans. Hjálpsemi hans og áhugi fyrir velferð fjölskyldu minnar verður ekki þökkuð með orðum. Alltaf var hann boðinn og búinn að aðstoða ef eitthvað var og stundum meira af vilja en mætti, því ákafinn var mikill. Siggi hafði stálminni og sagði vel frá. Engan hef ég þekkt sem kunni þvflík ógrynni af allskonar vísum og kvæðum sem hann. Skilningur hans á mannlegum til- finningum var mikill og undraði mig oft skilningur hans við ungl- ingana mína, en þau gátu talað við hann um öll sín mál sem jafn- ingja. Aldrei heyrði ég hann bera last á nokkurn mann. Siggi hafði mikinn innri styrk, sem best kom í ljós á hans erfiðu stundum. Hann þurfti reyndar oft á þeim styrk að halda, þegar maðurinn með ljáinn hjó nærri honum. Auk þess að missa konu sína fylgdi hann fjórum börnum sínum til grafar, sem öll dóu á besta aldri. Einnig misstu þau hjónin stúlkubam fáum dögum eftir fæðingu. Elsku Siggi. Stebbi, ég, Máni, Harpa og Siggi þökkum þér sam- fylgdina og víst er að við erum betri af þeirri viðkynningu. Trú okkar er að nú sértu hamingju- samur í hópi horfinna ástvina. Fjölskylda Sigga þakkar öllu starfsfólki sjúkrahússins á Seyðis- firði fyrir alúð þess og umhyggju við hann síðustu ár. Árdís. t Astkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL JAKOBSSON húsasmíðameistari frá Haga i Aðaldal, Hæðargarði 33, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13.30. Þráinn Karlsson, Birna Magnúsdóttir, Örlygur Karlsson, Steingerður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, GEORG STIEBORSKY JÓSEFSSON, Vesturbergi 77, sem lést 31. desember, verður jarð- sunginn frá Maríukirkju, Raufarseli 8, föstudaginn 6. janúar kl. 15.00. Steinlaug Sigurjónsdóttir, Anna Marie Georgsdóttir, Steindór Steinþórsson, Sigurjón Georgsson, Reynir Georgsson, Eyrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. I viOarlirog molaoir Mismunandi mynslur, vönduo vinna. Slmi 91-35929 og 35T35 t Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðjr, afi og langafi, ÓLAFUR JÓHANNESSON, Álfaskeiði 80, Hafnarfirði, sem lést f Landspítalanum 31. desem- ber, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 6. desember kl. 13.30. Bergþóra Þorvaldsdóttir, ÞórÓlafsson, Guðrún Johansen, Jóhannes Ólafssson, Þuríður Sigurðardóttir, Gunnar Ólafsson, Erla B. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.