Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 35 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýr veitingastaður í Hafnarfirði VEITINGATAÐURINN „Allir klárir í bátana“ hefur opnað í Hafnarfirði, í Drafnarhúsinu, Strandgötu 75. Eigandi er Sig- ríður Ríkey Eiríksdóttir, sem er til hægri á myndinni, en með henni er Harpa Þorleifsdóttir starfsmaður. Veitingastaðurinn opnar klukkan 07 á morgnana og lokar klukkan 23:30. Þrettándagleði haldin á Asvöllum HAFNFIRÐING- AR ætla að kveðja jólin með þrett- ándagleði á íþrótta- svæði Knattspyrnu- félagsins Hauka á Ásvöllum á föstu- daginn. 'Hátíðin hefst kl. 19.45 með blysför álfa, trölla, jóla- sveina og hesta- manna inn á íþróttasvæðið en skemmtidagskrá hefst kl. 20. Hljómsveitin Fjörkarlar sér um söng og spilamennsku en grýla, leppalúði og jólasveinar skemmta. Kveikt verður í bálkesti og í lokin verður flugeldasýning. Heitt kakó og kaffi verður til sölu við vægu verði sem og kyndlar og blys, segir í fréttatilkynningu frá Haukum. Strætóferðir úr miðbæ og frá Suðurbæjarlaug Boðið verður upp á ókeypis strætó- ferðum úr miðbæn- um og frá Suður- bæjarsundlaug upp á Ásvelli. Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér strætis- vagna og skilja öku- tæki sín eftir í mið- bænum. Fyrstu strætóferðir verða kl. 19.30. Foreldrar eru hvattir til að klæða sig og börnin í hlýja og skemmti- lega búninga í tilefni dagsins. Samstarfsaðilar Hauka við undir- búning og skipulagningu þrettánda- gleði eru æskulýðs- og tómstundar- áð Hafnarfjarðar, Hestamannafé- lagið Sörli og Almenningsvagn- ar/Hagvagnar. Islandsmeistarakeppni í frjálsum dönsum UNDIRBÚNINGUR fyrir íslands- meistarakeppnina í fijálsum döns- um (Freestyle) er hafin. Þetta er í 14. skipti sem keppnin er haldin og er það félagsmiðstöðin Tóna- bær og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem standa að henni. Keppnin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og er öllum unglingum á aldrinum 13-17 ára eða fædd 1978-1981 heimilt að taka þátt. Keppt verður í tveimur flokkum, einstaklings- og hóp- dansi. Undankeppni munu fara fram víðsvegar um landið eða á níu stöðum alls. Undankeppnin fyrir höfuðborgarsvæðið verður haldin 10. febrúar nk. í Tónabæ. Skráning er þegar hafin í símum 5535935 og 5536717. Úrslita- keppnin fyrir allt landið verður síðan þann 17. febrúar í Tónabæ. Kynnir bæði kvöldin verður íþróttamaður ársins, Magnús Scheving. Freestyle-keppnin fyrir 10-12 ára eða fædd 1982-1984 verður síðan þann 25. febrúar kl. 14. Engin undankeppni er fyrir 10-12 ára og skráð er í hana í Tónabæ. Sveinspróf í fram- og matreiðslu SVEINSPRÓF í framreiðslu og matreiðslu verða haldin 4. og 5. janúar 1995 í Hótel- og veitinga- skóla íslands að Suðurlandsbraut 2. Framreiðslunemar sýna veislu- borð af ýmsu tilefni og matreiðslu- nemar sýna rétti úr ýmsum hrá- efnistegundum, listræna og fagur- skreytta: Sýningin á sveinsprófsverkefn- um er opin almenningi frá kl. 14 til 15 dagana 4. og 5. janúar. Umboðsmað- ur barna tek- ur til starfa EMBÆTTI umboðsmanns bama hefur verið sett á stofn frá og með 1. janúar 1995. Embættið hefur það hlut- verk að bæta hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra, segir í fréttatilkynningu frá um- boðsmanninum, Þórhildi Lín- dal. Umboðsmaður barna mun hafa aðsetur að Hverfisgötu 6, 51 hæð, 101 Reykjavík. Skrifstofan verður opnuð í byijun febrúar 1995. Sími skrifstofunnar er 552-8999 og bréfasími 552-8966. Hirðingjóla- trjáa hefst á laugardag HIRÐING jólatijáa hefst eftir há- degi laugardaginn sjöunda janúar næstkomandi. í fréttatilkynningu frá gatna- málastjóranum í Reykjavík segir að húsráðendur séu beðnir að setja trén út fyrir lóðamörk og verði þau þá fjarlægð. - kjarni málsins! Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 4~j| 671800 ^ Fjörug bílaviðskipti Mikil eftirspurn eftir nýlegum, góðum bílum. Vantar slíka bíla á skrá og á sýningarsvæðið. Opið: Virka daga kl. 9-19, laugard. kl. 10-17, sunnud. kl. 13-18. Blómabörn og aðrir Popsaðdáendur! Upplifið gömlu, góðu stemninguna með í SULNASAL Vegna fjölda áskorana og allra sem urðu firá að hverfa á nýárskvöld " verður dansleikur með hljómsveitinni Pops endurtekinn laugardagskvöldið Zjanúar Hljómsveitina skipa Pétur Kristjánsson, Óttar Felix Hauksson, Ólafúr Sigurðsson, Björgvin Gíslason, Jón Ólafsson og Birgir Hrafnsson. Sérstakur gestur kvöldsins er enginn annar en Eiríkur Hauksson söngvari, en hann hefur ekki komið fram á íslandi í mörg ár. Ragnar Bjamason og Stefán Jökulsson halda uppi léttri og góðri stemningu á MÍMISBAR -þín skemmtisagal Dans eykur sjálfstraust — Ævilöng ánægja Ný námskeið fyrir alla aldurshópa: Börn, unglinga og fullorðna. Byrjendur — framhald. Hóptímar — einkatímar. Kennsla hefst laugardaginn 7. janúar 1995. Upplsími: 565 2285 daglega frá kl. 13.00. m mssKoum 220 Hafnarfirði ■ Sími 65 22 85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.