Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞORGRÍMUR BRYNJÓLFSSON + I>orgrímur Brynjólfsson fæddist í Vatnahjá- leigu í Austur- Landeyjum 15. febrúar 1908. Hann lést á Vífilsstöðum 27. desember 1994. Foreldrar hans voru Margrét Guð- mundsdóttir, f. 9. ágúst 1874, d. 15. september 1959, og Brynjólfur Jónsson, f. 10. apríl 1857, d. 15. júní 1932. Börn þeirra hjóna voru: Jónheiður Magnea, f. 1896, Guðjón, f. 1898, Guðmundur, f. 1901, Guðni, f. 1903, María, f. 1905, Þorgrímur, f. 1908, Guðmund- ur, f. 1909, Óskar, f. 1910, Sig- urður N., f. 1912, Jón, f. 1913, Guðrún, f. 1914 og er hún nú sú eina sem enn er á lífi. Eftir- lifandi kona Þorgríms er Ingi- björg Jónsdóttir, f. 19. desem- ber 1915 á Ljótsstöðum í Skaga- firði. Börn þeirra eru: Reynir, f. 7. október 1936, og Víðir Páll, f. 2. mars 1941. Þor- grímur ólst upp í Landeyjunum, flutt- ist snemma með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja þar sem hann hóf störf við sjómennsku. Síð- an flytur hann með fjölskyldu sína til Siglufjarðar 1938 þar sem hann starf- aði við ýmis störf, s.s. sjómennsku, formennsku á síldarplönum, bátaútgerð, verslunarstörf og kaupmennsku. Fyrst stofnuðu þau hjónin verslunina Túngötu 1 á Siglufirði sem þau ráku þar til þau fluttu til Reykjavíkur 1955. Þorgrímur varð þá versl- unarstjóri í Ritfangaverslun ísafoldar þar til þau hjónin stofnuðu Tösku- og hanskabúð- ina, Skólavörðustíg 7. Útför Þorgríms fer fram frá Foss- vogskirkju í dag. ÁSTKÆR afi okkar lést aðfaranótt 27. desember sl. Okkur systkinin langar að minnast hans í örfáum orðum. í endurminningunni eru sam- verustundirnar sem við áttum með afa og ömmu í Summó okkur ofar- lega í huga. Þar var margt brallað enda umhverfið ævintýralegt með sínum skógarlundum, beijamóum og veiðiferðum í Elliðavatn. Afi fylgdist með okkur krökkunum í leik og starfí, þá sem og síðar, á sinn hæga og góðlátlega máta. Hann var okkur ljúfur og kær, lítil- læti og hógværð einkenndu hann en þó bjó hann yfír skapi sem nýtt- ist honum vel til verka. Við og iangafabömin níu þökkum þér, afí, fyrir allt. Megir þú hvíla í friði. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin bjðrt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem) Haraldur, Haukur, Ingibjörg, Björn og fjölskyldur. „Hann hvarf oss á braut. Og birtunni sé hann falinn sem bjó í sál hans.“ (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Ég mætti honum oft á Skóla- vörðustígnum. Stundum skein sól í heiði og við tókum tal saman. Og það var eins og sólskinið yrði enn bjartara en áður þegar við höfðum skipst á nokkrum orðum. Stundum var himinninn þungbúinn og dimmt yfir öllu. Þá brást það ekki heldur að birti yfír sál og sinni við nokkur glaðleg og hlýleg orð frá Þorgrími Brynjólfssyni. Ósjaldan snerist ræða okkar um gamla daga á Siglu- firði. Mér fannst hann alltaf vera Siglfírðingur - og í raun og veru var hann það þó að hann væri kom- inn undir þrítugt þegar hann flutt- ist þangað með eiginkonu sinni ungri, Ingibjörgu Jónsdóttur frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd. Hún mun hafa verið afbragð kvenna - og er það enn. Mér er í bamsminni í hve miklum metum hún og hennar fólk var á heimili mínu. Þorgrimur mun hafa stundað ýmis störf fyrstu árin á Siglufirði en þar kom að þau hjónin festu kaup á húseigninni Túngötu 1, þar sem besti vinur minn á fyrstu árum ævinnar átti heima. Húsið var í hjarta bæjarins - og innan fárra ára höfðu þau komið á fót verslun á neðri hæðinni. Að verslunarstörf- um vann Þorgrímur síðan meðan heilsa og þrek leyfðu. Ingibjörg og Þorgrímur fluttu til Reykjavikur um miðjan sjötta ára- tuginn. Sjálfsagt var það ekki tilvilj- un að þeim tókst að setja á stofn og reka í áratugi verslun með leður- vörur og fleiri tegundir varnings og gera það með þeim glæsibrag að enn blómstrar fyrirtækið undir stjórn sonar þeirra. Siglufjörður var á þeirra tíð nyrðra ekkert venjulegt sjávarþorp. Nafn Siglufjarðar mun þá hafa verið víðar þekkt í veröld- inni en nöfn annarra kaupstaða á íslandi, jafnvel víðar en nafn sjálfs höfuðstaðarins. Siglufjörður var heimsborg á sumrin. Þar kom sam- an fólk af mörgu þjóðerni - og menn af ýmsum kynþáttum, sem aðrir íslendingar leiddu þá ekki augum nema á bók eða kvikmynd, spásséruðu þar um götur. Þeir hlut- ir, sem efst voru á baugi á megin- t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT TÓMASDÓTTIR frá Litlu-Heiði, verður jarðsungin frá Reyniskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vin- samlega bent á dvalarheimilið Hjallatún í vík. Erla Pálsdóttir, Kjartan Pálsson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Elsa Pálsdóttir, Tómas Jens Pálsson, Áslaug Pálsdóttir, Guðlaug I. Pálsdóttir, Páll Rúnar Pálsson, Jón Sveinsson, Ingibjörg Ivarsdóttir, Einar Kjartansson, Jakob Olafsson, Steinunn Þorbergsdóttir, Brynjólfur Gíslason, Vigfús Þ. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR landi Evrópu, áttu þangað greiða leið. Það átti jafnt við um dægurlög sem framkomu og föt. Smekkvísi réð vöruvali kaupmannanna á Tún- götu 1 á Siglufírði. Og þegar suður kom reyndust viðskiptavinir þar ekki síður en Siglfírðingar kunna að meta fágaða kunnáttusemi þeirra Ingibjargar og Þorgríms. Mér finnst alltaf þegar ég geng fram hjá Tösku- og hanskabúðinni eða lít þar inn að þar hafi ég fyrir aug- um lifandi dæmi um þann alþjóð- lega blæ sem einkenndi Siglufjörð á fýrri hluta aldarinnar. Þó að langt yrði á milli fólks á Siglufírði og þeirra hjóna eftir að þau fluttu suður brást aldrei trygg- lyndi þeirra og vinsemd. Ætíð fylgdust þau með foreldrum mínum og vart komu gömlu hjónin svo til Reykjavíkur að þau væru ekki leyst út með gjöfum frá vinum sem einu sinni höfðu átt heima og verslað í Túngötu L Fyrir þá vináttu er hér þakkað um leið og .Ingibjörgu og sonunum, Reyni og Víði, og öðrum ástvinum er vottuð samúð. Við leiðarlok hér í heimi er Þor- grímur Brynjólfsson kvaddur „með kærri þökk fýrir daginn“. Dagurinn hans var heiður og bjartur - og langur orðinn. Gott mun að hverfa á brott þegar kvöldskuggarnir þétt- ast og færast nær, hverfa inn í það ljós sem aldrei að eilífu dvín. Ólafur Haukur Árnason. Víkingur til orðs og æðis. Þessi orð komu mér fyrst í huga, þegar ég frétti um lát Þorgríms, vinar míns og félaga. Kynni okkar hófust fyrir meira en aldarfjórðungi, og var það fyrir tilstilli sameiginlegs vinar og félaga okkar beggja, Vilhjálms H. Vil- hjálmssonar, oft nefndur Villi í Hólmi. Þorgrímur gerðist liðsmaður í félagsskap nokkurra manna um veiðiskap og veiðimál og tókum við félagarnir á leigu ár og vötn fyrir Norðurlandi í þessum tilgangi. Héð- insfjarðarvatn og nágrenni varð athafnasvæði félagsskaparins til veiða og alls konar rannsókna og athugana. Aðalfrumkvöðull að stofnun þessa félagsskapar var dr. Björn heitinn Jóhannesson, og svo ein- hveijir fleiri séu nefndir voru þeir látnu heiðursmenn Sveinn B. Val- fells og Jón G. Sólnes félagsmenn. Þorgrímur sómdi sér vel í þessum hóp og var ávallt og alls staðar hrókur alls fagnaðar. Við vorum svo fyrir nokkrir yngri menn, sem lögð- um_ okkar fram í hópnum. Á dagskrá félagsskaparins var árleg veiði- og vísindaleiðangurs- ferð í Héðinsfjörð, og höfðum yfir að ráða miklum búnaði tækja, áhalda og veiðarfæra. Höfðum við komið okkur upp húsi við vatnið og annarri aðstöðu til starfsemi okkar og var að öllu vel búið, og á engan er hallað þá sagt er frá því, að dijúgan þátt átti Þorgrímur í því að koma framkvæmdum þessum á legg með ótrúlegum dugnaði, at- orku og útsjónarsemi við næsta erfíðar og frumstæðar aðstæður þama í firðinum. Þær urðu margar ferðir okkar félaganna í Héðinsfjörð um dagana, en einna eftirminnilegust er mér ferð okkar þangað þjóðhátíðarárið 1974. í Héðinsfirði héldum við fé- lagarnir okkar eigin þjóðhátíð, þar sem öllu tiltæku var tjaldað. Villi og Þorgrímur voru aðalhvatamenn og forsvarsmenn hátíðahaldanna, Villi var forsöngvarinn og formaður sóknarnefndar staðarins, Þorgrím- ur sögumaður og hátíðarforstjóri, það var mat manna eftir á, að þetta hefði verið bésta og veglegasta þjóðhátíðin, sem haldin hefði verið á árinu. ■ Af því sem að framan getur urðu kynni okkar Þorgrims og vinskapur til við sameiginleg áhugamál okkar um veiðiskap og ferðalög. Hann var frábær samferðamaður. Hann þekkti landið vel, og það var sama hvort við ókum saman um sveitir Snæfellsness, Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, Skagafjörðinn eða Húnavatnssýslurnar. Þó held ég hann hafi frætt mig hvað mest um Rangárþing, en þaðan var hann ættaður. Sagði hann mér, að þar kæmu ættir okkar saman og frá upphafi kynna okkar kölluðum við hvor annan frænda, en það var þannig til komið að móðir mín var ættuð úr sama umhverfi og Þor- grímur. Við náðum hins vegar aldrei nægilega að bera saman ættartré okkar og bíður það betri tíma. Endurminningarnar um sam- skipti og vináttu okkar Þorgríms hrannast upp þegar ég sendi frá mér þessi skilnaðar- og kveðjuorð. Hann var mikill drengskaparmaður, hugljúfur og heilsteyptur persónu- leiki. Það var gott að leita ráða hjá honum, það reyndust hollráð. Hann hafði að baki skóla lífsins og reynsl- unnar, hann var ekki sem kallað var langskólagenginn. Vinna og heilladijúg ástundun skyldustarfa var aðalsmerki hans, og hann skil- aði hlutverki sínu með sæmd og reisn. Hann hafði þor og dug til að hafa skoðun á hlutunum og fór ekkert leynt með það. Hann var sjálfstæðastur allra sjálfstæðis- manna, sem ég hefi fyrir hitt á lífs- leiðinni. Hann ólst upp í Rangárþingi, og það varð honum dijúgt veganesi við sjómennsku í Vestmannaeyjum, en síðan var stefnan tekin til Siglu- fjarðar á vit alls þess, sem silfur hafsins hafði fram að færa á þeim tímum. En þegar þær veigar þraut, taldi Þorgrímur að leita mætti á aðrar slóðir að silfrinu, og leitaði hann þá fanga og flutti með fjöl- skylduna á suðvesturhornið. Þar var líka eftir silfri að slægjast. Þeim Ingibjörgu, eiginkonu hans, tókst það, með því að stofna fyrirtæki er þau ráku af hagsýni, samheldni og hagkvæmni, eins og raun ber vitni í dag. Þorgrímur er genginn á vit feðra sinna. Honum fylgi fararheill. Eiginkonu Þorgríms, Ingibjörgu, sonum og öllum öðrum ástvinum eru sendar einlægar samúðarkveðj- ur. Gunnar Helgason. Þessi jól verða mér eftirminni- legri en öll önnur jól til þessa. Í fyrsta sinn á minni stuttu ævi sat afi minn ekki við jólaborðið á að- fangadagskvöld eins og hann hafði gert alla mína ævi. Hann lá mikið veikur á Vífilsstaðaspítala. Þegar við feðgar heimsóttum hann um jólin talaði hann svo lágt að ég skildi ekki hvað hann sagði. Og þegar ég laut að honum og kvaddi hann tók hann veikt um hönd mína og við töluðum saman og kvödd- umst með augunum. Við vissum báðir að þetta var kveðjukoss okk- ar. Þessu augnabliki gleymi ég aldr- ei. _ Á sjö af tíu æviárum mínum var það föst regla að heimsækja afa og ömmu á Oðinsgötuna um hádeg- ið á sunnudögum eftir að hafa fyrst farið niður á tjörn til að gefa öndun- um brauðafganga vikunnar. Þegar inn var komið var amma að bauka í eldhúsinu en afi sat við skrifborð- ið sitt og spilaði við sjálfan sig. Það glumdi í útvarpinu, sem var allt of hátt stillt, hann var farinn að heyra verr. Og fljótlega tók hann mig til sín og kenndi mér að spila. Og þannig sátum við og spiluðum og spjölluðum ár eftir ár og alla vikuna vorum við báðir að bíða eftir næsta sunnudegi, í hvert skipti sló amma upp veislu með ýmsu góðgæti. Það voru yndislegar stundir. En við áttum annað áhugamál saman. Hann kveikti með mér ólæknandi veiðidellu. Við gátum endalaust spjallað saman um veiði- ferðir. Hann sagði mér af óteljandi veiðiferðum sem hann fór með vin- um sínum, Sveini Valfells, Jóni Sólnes, Gunnari og Sigurði Helga- sonum og mörgum skemmtilegum veiðifélögum og vinum sínum. Eftir hveija veiðiferð sem ég fór kom ég með silung eða lax til hans, sem hann sauð sjálfur því amma var ekki mikið hrifin af þeim mat. Þá kom alltaf sérstakur glampi í augun hans, sem aðeins við tveir skildum. Elsku amma. Nú þegar afi hefur fengið hina friðsælu eilífu hvíld skulum við ekki vera hrygg heldur glöð yfir þeim óteljandi stundum sem hann gladdi okkur og gaf. Sú minning endist okkur ævilangt. Og við skulum ekki gleyma að þakka þeim á Landspítalanum og þó sér- staklega á Vífílsstaðaspítala hvað allir voru einstaklega góðir við hann og hugsuðu vel um hann. Því verð- ur ekki með orðum lýst. Minningin um einstakan afa mun búa í hjarta mínu og huga ævilangt og verða ómetanleg fyrirmynd. Ragnar Már Reynisson. Árið 1908, þegar Þorgrímur Brynjólfsson leit fyrst dagsins ljós í Austur-Landeyjum, vóru íbúar Siglufjarðar (Sigluness og Héðins- fjarðar) aðeins 400. Samt vóru þeir þrisvar sinnum fleiri þá en um alda- mótin, þegar „síldarævintýrið" var enn fræ í fijóum hugum fólksins norður þar. Þegar Þorgrímur flytzt til Sigluíjarðar, árið 1938, vóru Siglfirðingar um 2.700. Flestir urðu þeir tíu árum síðar, um 3.100. „Síldarævintýrið" var segull, sem dró til sín fólk, hvarvetna að af landinu. Siglfirðingar urðu skemmtileg blanda fólks úr öllum fjórðungum landsins. Síldveiðiflotar og síldarkaupmenn frá ýmsum Evr- ópuþjóðum settu svo fjölþjóðlegan blæ á bæinn og mannlífið. Þorgrím- ur Brynjólfsson var einn af fulltrú- um Austur-Landeyja í því „bland- aða samfélagi“, sem þarna varð til. Þorgrímur Brynjólfsson var í vissum skilningi dæmigerður fyrir þá skörun á starfsstéttum, sem ein- kenndi Siglufjörð — og reyndar ís- lenzkt samfélag — fram undir líð- andi tíma. í Austur-Landeyjum hef- ur hann eflaust kynnst hvers konar bústörfum þeirra tíma. Ungur flytzt hann til Vestmannaeyja þar sem hann sækir sjóinn af kappi. Fluttur til Siglufjarðar stendur hann að bátaútgerð og físksölu, gerist verk- stjóri við síldarsöltun og efnir, ásamt konu sinni, til verzlunar- reksturs. Þorgeir kvænist Ingibjörgu Jóns- dóttur frá Ljótsstöðum á Höfða- strönd í Skagafirði, árið 1915. Ingi- björg er af góðkunnum, skagfirzk- um ættum. Mér er í barnsminni hve foreldrar hennar og frændgarður nutu mikils álits norður í Siglu- firði. Synir þeirra hjóna eru tveir, Reynir og Víðir Páll, sem báðir starfa við kaupsýslu. Ingibjörg og Þorgrímur stóðu í áratugi að verzlunarrekstri, fyrst norður í Siglufirði (Verzlunin Túngata 1) og síðar í Reykjavík (Tösku- og hanskabúðin á Skóla- vörðustíg 7). Þau vóru dugleg og samhent og byggðu upp gott fyrir- tæki. Ég man Þorgrím sem harðdug- legan, hygginn, fjölfróðan og skemmtilegan mann, sem gaman var að ræða við um landsins gagn og nauðsynjar. Nú er hann genginn þann veg sem allra bíður. Hann lézt á Vífilsstöðum 27. desember síðastliðinn. Vistaskipti hans ber upp á vetrar- sólstöður, þegar sól tekur að hækka á lofti og dag að lengja — þegar við fögnum fæðingu hans sem sagði: „Ég er ljós heimsins. Hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins." Ég kveð Þorgrím Brynjólfsson með þökk og virðingu og sendi ást- vinum hans samúðarkveðjur mínar og minna. Stefán Friðbjarnarson. Hann afi minn er dáinn. Þó svo að ég vissi að afí væri orðinn mikið veikur, kemur kallið alltaf á óvart. Það er víst aldrei hægt að búa sig undir að missa einhvern, sem mað- ur elskar og hefur verið hluti tilver- unnar frá fyrsta degi. Góðar minningar hlaðast upp er ég sit hér með fjölskyldu minni úti í Finnlandi, þar sem við höfum átt heima undanfarin þijú ár, og minn- ist afa. Ein fyrsta minning mín um afa er frá sumarbústaðnum þeirra ömmu upp við Elliðavatn. Sumarbú- staðurinn var griðastaður fjölskyld- unnar. Þau lögðu mikla vinnu og alúð í að reisa nýtt hús og rækta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.