Morgunblaðið - 05.01.1995, Page 44

Morgunblaðið - 05.01.1995, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vampíran leysir frá skjóðunni STÓRMYNDIN Viðtal við vampíru er nýársmynd Sambíóanna, en jafn- framt er myndin sýnd í Keflavík og á Akureyri. Með aðalhlutverk í myndinni fara Tom Cruise, Brad Pitt, Stephen Rea, Antonio Banderas, Kirsten Dunst og Christian Slater. Viðtal við vampíru er byggt á sam- nefndri skáldsögu eftir bandarísku skáldkonuna Anne Rice. Fjallar myndin um tilvist hins ódauðlega Lestats (Tom Cruise) sem í aldanna rás nærist á blóði fórnarlamba sinna og veitir þeim með því eilíft líf. Seint á átjándu öldinni kemur til sögunnar plantekrueigandinn Louis de Pointe du Lac (Brad Pitt), harmi sleginn dauðlegur maður sem misst hefur bæði konu sína og nýfædda dóttur, og líkt og fleiri lendir hann í klónum á Lestat. Tvö hundruð árum síðar, eða seint á þessari öld, ákveður hann svo að segja ungum blaðamanni (Christian Slater) sögu sína, sögu um gimdir vampíru, ástríður, þrár, sorgir, hrylling og algleymi. Viðtal við vampíru er kvikmynda- gerð fyrsta hluta sagnabálks Anne Rice sem kallast Vampíruannálamir, en Viðtal við vampíru kom fyrst út árið 1976. Kvikmyndun sögunnar á sér áralangan aðdraganda því marg- ir höfðu hug á að koma henni á hvíta tjaldið, en málið komst hins vegar aldrei á það stig að það gæti orðið að veruleika fyrr en athafna- maðurinn David Geffen keypti kvik- myndaréttinn. Geffen hefur um tveggja áratuga skeið framleitt kvikmyndir og leik- húsverk auk þess sem hann hefur stundað hljómplötuútgáfu. Meðal mynda sem hann hefur framleitt em Risky Business, Beetlejuice, Little Shop of Horrors og M. Butterfly, og meðal leikhúsverkanna eru Cats, Little Shop of Horrors, M. Butterfly og Miss Saigon. Nýlega var svo kunngert að Geffen, Steven Spiel- berg og Jeffrey Katzenberg hefðu sett á laggimar nýtt fyrirtæki sem meðal annars mun framleiða kvik- myndir, sjónvarpsefni og tónlist. Geffen fékk írska leikstjórann Neil Jordan til að taka að sér leikstjóm Viðtals við vampíru, en hann hafði á nýjan leik vakið athygli á sér þeg- ar hann leikstýrði The Crying Game eftir að hafa gert myndirnar High Spirits og We’re No Angels sem báðar kolféllu. Anne Rice varð síður en svo hrifín þegar hún frétti að Tom Cruise hefði verið valinn til að fara með aðalhlut- verkið í myndinni og lét hún þá skoð- un sína óspart í Ijós í fjölmiðlum að hún teldi hann óhæfan í hlutverk Lestat. Þegar hún svo sá kvikmynd- ina fullgerða á myndbandi um miðjan september síðastliðinn gerði hún sér grein fyrir að hún hafði svo sannar- lega haft rangt fyrir sér. I yfirlýsingu sem hún sendi frá sér og birt var í fjölmörgum víðlesn- um tímaritum lofar hún myndina og alla sem að henni stóðu í hástert, og segir hún Tom Cruise hafa tekist með miklum ágætum að vekja til lífsins alla þá eiginleika sem hún hafi gætt sögu- persónu sína. Hún segir tímann sem kvikmyndatakan tók hafa verið sér einstaklega sársaukafullan og erfið- an, en þegar tillit sé tekið til efni- viðarins hafí svo kannski einmitt átt að vera. Vafalaust hafí þetta einnig verið erfiður og sársaukafullur tími fyrir aðra sem að gerð myndarinnar komu og óskaði hún þess heitast að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Þá vonaði hún að enginn hafi orðið sár eða móðgaður, lítilsvirtur eða gerður vandræðalegur. í blaðaviðtali er haft eftir Rice að allt þetta hafi kennt henni þá lexíu að vera ekki of fljót að draga ályktan- ir og vera ekki með neikvæðar yfír- lýsingar á opinberum vettvangi. „Þegar ég vildi ekki að Tom léki í myndinni vakti sú yfírlýsing mikla athygli, en hins vegar hafa sinna- skipti mín ekki vakið jafn mikla at- hygli. Það þykir mér mjög miður því Tom er að öllu leyti sá sem ég hefði óskað mér í hlutverkið. Hann er stór- kostlegur sem Lestat og myndin er hin ágætasta. Ég gæti því ekki verið hamingjusamari," segir hún. Haft hefur verið eftir Tom Cruige að hann hafi orðið furðu lostinn vegna gagntýni Anne Rice og honum hafí liðið verulega illa í fyrstu. Þetta hafí orðið til þess að hann hafí litið yfír fjórtán ára leikferil sinn með gagnrýnu hugarfari og það hafí orð- ið til þess að hann endurheimti sjálfs- traustið og gert honum kleift að tak- ast á við hlutverk Lestats sem er ólíkt öllu öðru sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann lét því gagn- rýnina ekki buga sig heldur sökkti hann sér ótrauður í hlutverkið og reyndi hvað hann gat að ná tökum á því á sannfærandi hátt. „Hver sem ímynd mín kann að hafa verið þá var kominn tími til að takast á við eitthvað nýtt. Leikurinn breytist með hverri nýrri kvikmynd og ég 'sjálfur tek breytingum. Við- fangsefnin eru vissulega breytileg og sem leikari var ég gagntekinn af þeirri hugsun að takast á við eitt- hvað alveg nýtt og óvenjulegt. Ég hef áður heyrt gagnrýnisradd- ir en það var þegar Oliver Stone valdi mig til að leika í Bom On the Fourth of July og einnig þegar mér var falið að leika á móti Dustin Hoff- man í Rain Man. Ég varð því að segja við sjálfan mig að ég skyldi leika þessa persónu hvað sem á dyndi. Mér fannst ég hafa eitthvað fram að færa í gerð myndarinnar og því ákvað ég að láta ekki þetta tækifæri ganga mér úr greipum," segir Cruise sem ásamt Brad Pitt hefur þegar verið orðaður við Ósk- arsverðlaun vegna frammistöðunnar í Viðtali við vampíru. Viðtal við vampíru hefur víðast hvar hlotið lofsamlega dóma gagn- rýnenda í Bandaríkjunum og þar hefur myndin verið meðal þeirra mest sóttu síðustu vikurnar. Mynd- arinnar hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu og fyrstu sýning- arhelgina skilaði hún 36,4 milljónum dollara í aðgangseyri, en áður höfðu aðeins fjórar kvikmyndir hlotið meiri aðsókn frumsýningarhelgina. Nokk- uð hefur dregið úr aðsókninni síðan en engu að síður er reiknað með að myndin skili vel á annað hundrað milljónum í kassann í Bandaríkjunum einum. Cruise stór- kostlegur sem Lestat LOUIS de Pointe du Lac í miklum ham við að eyðileggja leik- hús vampíranna í kvikmyndinni Viðtal við vampíru. LESTAT (Tom Cruise) hefur í aldanna rás varðveitt ódauðleika sinn með því að nærast á blóði fórnarlamba sinna. BLAÐAMAÐURINN (Christian Slater) hlýðir á frásögn Louis (Brad Pitt) um allt sem á daga hans hefur drifið sem vampíra. NBffé dagar hefjast á föstudag Lokað í dag, , 10-50% fimmtudag. NEffB verðlækkun. UUMVEGI30 SÍMI624225 Okkar frábæra útsala er hafin. Fataefni - fatnaður - gardínuefni - kappar og margt fleira. Hólagarði, Lóuhólum 2-6, sími 72010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.