Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ h LISTIR Kolbeinn Bjarnason er einleikari með Sinfóníunni í kvöld Flautukonsert- inn - loksins Kolbeinn Bjarnason SINFÓNÍUTÓN- LEIKAR kvöldsins í Háskólabíói sæta tíð- indum, sérstaklega fyrir tvennt. Annars vegar leggja Sinfóníu- hljómsveitir íslands og æskunnar saman í stærstu sveit sem leikið hefur í húsinu. Hins vegar er á efnis- skránni flautukonsert sem fluttur hefur ver- ið víða um heim þau tuttugu ár sem liðin eru síðan Atli Heimir Sveinsson hlaut Tón- skáldaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir hann. Einleikari verður Kolbeinn Bjarnason. Hann var viðstaddur frumflutninginn í Háskólabíói á sín- um tíma og segir að enn syngi í eyrum sér krafturinn og öfgarnar. Nú rætist loksins gamall draumur um að túlka tónverkið, það sé að sínu viti eitt hið merkilegasta sem samið hafí hafi verið í landinu. „Það er líka gaman fyrir mig að standa í sporum Roberts Aitkins sem frumflutti konsertinn með Sin- fóníunni," heldur Kolbeinn áfram. „Hann er frábær flautuleikari og hafði með mörgum heimsóknum hingað mikil áhrif á íslenskt tón- listarlíf. Nútímatónlistina sérstak- lega. Svo kenndi hann mér í Kanada fyrir fjórtán árum. Fiautuverkið er vissulega í anda Roberts, „Atli Heimir samdi það í samráði við hann. Mér fínnst konsertinn ein- kennast af andstæðum.“ Líkast til á þessi lýsing við um fleiri tónsmíðar Atla Heimis og almennt hafa þær að áliti Kol- beins ákveðinn eigin- leika: Að flytja mann til, þannig að endirinn verði annars staðar en upphaf- ið, eitthvað gerist á leið- inni og annað ljós falli á hlutina. Konsertinn er saminn fyrir þrenns konar ein- leiksflautur auk þess sem flauturaddirnar í hljóm- sveitinni eru óvenju áber- andi. „Ég spila þarna á venjulega þverflautu og piccoloflautu," segir Kolbeinn, „og hef val um bambus- flautu. Hún verður japönsk schaku- hachi-flauta, sem ég hef svolítið kynnt mér í tengslum við athuganir á japanskri tónlist. Þetta er einfalt en afar krefjandi hljóðfæri, mikið notað í hefðbundinni japanskri tón- list og nútímatónlist. Þar. hentar það mjög vel vegna mikillar breiddar eða ólíkra möguleika." Kolbeinn hefur ekki leikið konsert Atla Heimis áður, en fær aftur að spreyta sig á verkinu í Svíþjóð í vor. Tvö hljómsveitarverk verða auk flautukonsertsins á tónleikunum í Háskólabíói í kvöld: Arcana eftir Edgard Varese og Symphonie Fant- astique eftir Hector Berlioz. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20. UTSAIA! Sparifötin fýrir árshátíðina á stórlækkuðu verði! Jakkaföt Áður Nú 9.900 - 14.900 kr. 8.300 kr Stakir jakkar Áður Nú 8.900 -14.900 kr. 4.900 - 8.900 kr. Terilyn buxur Áður Nú 1.000 - 5.600 kr. 800 - 3.900 kr. Peysur Áður Nú 1.990 - 4.900 kr. 1.490 - 2.900 kr. Yandabar vörur á vœgu verdi 5U -»Pósikí'öiuþjó/ujsiíj 1010 í GUÐSVOLUÐUM heimi; atriði úr nýársmynd Sambióanna. • • Oðruvísi vampírur KVIKMYNPIR Bíóborgin/Saga- bíó/Borgarbíð Akureyri VIÐTAL VIÐ VAMPÍRUNA „Interview With The Vampire“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Neil Jordan. Handrit: Anne Rice. Kvikmyndataka: Philippe Rousselot. Framleiðandi: David Geff- en. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Brad Pitt, Antonio Banderas, Kirsten Dunst. Geffen Pictures. 1994. Píanótónleikar í Skálholti JÓNAS Ingimundarson, píanóleik- ari, heldur tónleika í Oddsstofu í Skálholti laugardaginn 7. janúar kl. 16. Oddsstofa var opnuð og helguð með hátíðasamkomu 26. nóv. í byijun aðventu. Vígslubiskupinn í Skálholti, herra Sigurður Sigurð- arson, blessaði húsið, en biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, minntist Odds Gottskálkssonar, sem stofan er við kennd. Jónas þarf ekki að kynna fyrir Sunnlendingum. Á yngri árum veitti hann forstöðu Tónlistarskóla Árnessýslu. Hann á mikinn feril að baki sem einn af fremstu tónlist- armönnum landsins og virtustu kennurum ungra píanóleikara. Hann er nú að hefja tónleikaför um Suðurland og bytjar nú í Skál- holti. Á tónleikunum á laugardag mun hann leika verk eftir Schum- ann, Mozart, Poulenc, Debussy og Chopin. Aðgangur verður seldur við inn- ganginn. NÝÁRSMYND Sambíóanna, Við- tal við. vampíruna eða „Interview With the Vampire“ eftir Neil Jordan er ekki gerð í hefðbundnum anda blóðsugumynda. Hún er ekki hryll- ingsmynd í venjulegum skilningi þrátt fyrir mörg sérlega blóðug og hrollvekjandi atriði, rottu- og hunda- át þar á meðal, ásamt blóðsuguatrið- um af öllum stærðum og gerðum. Aðalástæðan eru sú að átök myndar- innar eru ekki á milli þessa heims og hinna myrku afla eins og við eig- um að venjast af blóðsugumyndum heldur er Viðtalið um innri baráttu vampíranna og heimspekileg úttekt á tilvistarvanda þeirra, tilgangi lífs og dauða, guðlausri veröld, helvíti og þar fram eftir götum. Rice, sem skrifar orðmargt handritið, sér vampírurnar ekki í gerfí Christopher Lees í B-mynd frá Hammer-fyrirtæk- inu heldur sem harmrænar mannleg- ar persónur í eilífri sálarnauð og nk. tákn fyrir úrhrök samfélagsins, þá sem finna sér hvergi samastað í til- verunni en eru fyririitnir og hataðir og lifa við þá sáru raun til eilífðar að fá ekki flúið eðli sitt. Samúðin er öll með þeim og þar liggur styrk- ur myndarinnar. Neil Jordan og liði hans, ekki síst hinum snjalla kvikmyndatökumanni Philippe Rousselot, tekst að fanga með afbrigðum vel næturveröld vampíranna þar sem svartur litur dauða og hrörnunar svífur yfir vötn- um og ósvikið gotneskt yfirbragðið ýtir undir og umvefur eins og dauða- hjúpur sálfræðileg átök persónanna í hinni 200 ára löngu sögu. Myndin er mest um hina tregafullu innri baráttu vampírunnar Louis. Þegar hún er teygð í tvo tíma er ekki laust við það komi í hana málmþreyta. Einnig virðist sem Jordan hafi ekki getað gengið alla leið í lýsingu á aðdráttaraflinu sem karlvampírurnar sýnast hafa hver á aðra en verður að láta sér undirölduna nægja til að gefa eitthvað annað og meira í skyn. Hann reynir í sönnum Hollywood- anda að passa uppá að nægur hasar fylgi með, sérstaklega þegar leikur- inn æsist í París í Leikhúsi vampír- anna, og tekst á endanum að fylla þetta þunga, gleðisnauða, dimma og drungalega samúðarkennd og skapa heillandi veröld, sem bítur mann fastann og sleppir ekki svo auðveld- lega. Brad Pitt er sá sem stelur senunni hér í hlutverki Louis, plantekrueig- anda seint á átjándu öld sem verður að blóðsugu fýrir tilverknað vampír- unnar Lestat (Tom Cruise). Louis er allt annað en vampíra af lífí og sál heldur togast á í honum annars veg- ar mannlegar tilfinningar, sem Le- stat hefur ekki tekist að sjúga útúr honum, og eðli blóðsugunnar sem hrollvekjandi næturveru er þolir ekki dagsljósið og þrífst á lífí annarra. Pitt dregur vel upp þetta tvíeðli sem á í eilífri togstreitu og kristallast í hrópi Lestat: „Þú ert það sem þú ert.“ Cruise hefur minna hlutverk sem nk. föðurímynd og þótt hann komist að mestu óskaddaður frá henni virð- ist hún skrifuð með eldri og þrosk- aðri leikara í huga (Rice vildi Jeremy Irons) því það vantar sárlega aldurs- mun á milli hans og Pitts. Spænski leikarinn Antonio Banderas fyllir vel út í foringja vampíranna í París og Stephen Rea er óþekkjanlegur refsi- vöndur í þessum guðsvolaða heimi. Þá er ónefnd Kirsten Dunst er leikur frábærlega unga stúlku, sem Lestat gerir að félaga Louis. Hér er sumsé ekki á ferðinni þessi venjulega vígtennta blóðsugumynd full af hvítlauki og krossum í Drakúl- akastölum. Reyndar er svefnher- bergið líkkista af illri nauðsyn og sólarljósið mesti óvinurinn en við lif- um á skilningsríkum tímum. Blóð- sugur eru mannlegar eftir allt. Arnaldur Indriðason McGóðborgari með osti m GILOIR TIL' 0I.02.'95 TIL 0l.02.'95 f W wT McDonalds c,.v()i, þjónusta, hrcinlæti og góð k.iup Suðurlandsbraut 56 m m iMcDonalds IMcDonalds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.