Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 13
AKUREYRI
MESSUR
AKUREYRARPRESTAKALL:
Sunnudagaskólinn byrjar nk.
sunnudag kl. 11.00. Munið kirkjubíl-
ana. Messað verður í Akureyrar-
kirkju kl. 14.00 á sunnudag. Séra
Sigríður Guðmarsdóttir, sem verið
hefur sóknarprestur í Súgandafirði,
prédikar og þjónar fyrir altari.
Minnst verður þeirra sem fórust í
Súðavík og beðið fyrir ástvinum
þeirra. Fundur verður í Æskulýðsfé-
lagi Akureyrarkirkju nk. sunnudag í
kapellunni. Biblíulestur verður í
Safnaðarheimilinu á mánudag kl.
20.30.
GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og
bænastund kl. 11.00 í dag, laug-
ardag. Barnasamkoma kl. 11.00 á
sunnudag, foreldrar hvattir til að
mæta með börnum sínum. Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Minnst verður
þeirra sem fórust í snjóflóðunum
og beðið fyrir ástvinum þeirra. Fund-
ur æskulýðsfélagsins kl. 18.00.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagsskóli kl. 13.30 á sunnudag.
Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Allir
velkomnir. Heimilasamband fyrir
konurá mánudag kl. 16.00. Krakka-
klúbbur kl. 17.00 á miðvikudag.
Biblíulestur á fimmtudag.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma
í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30.
Safnaðarsamkoma (brauðsbrotn-
ing) sunnudag kl. 11.00. Vakningar-
samkoma kl. 15.30. Ræðumaður
Vörður L. Traustason. Biblíulestur
á miðvikudag kl. 20.00. KKSH á
föstudag kl. 17.15. Bænasamkoma
kl. 20.30 á föstudag.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl.
18.00 í dag, laugardag, og kl. 11.00
á morgun, sunnudag.
-----»■■■♦ ♦--
Góðar aðstæður
í Hlíðarfjalli
AÐSÓKN að skíðasvæðinu í Hlíðar-
fjalli hefur verið þokkalega góð frá
því opnað var eftir áramót, en þó
hefur stundum orðið að loka svæðinu
vegna veðurs.
Ivar Sigmundsson forstöðumaður
Skíðastaða, sagði aðstæður allar
hinar ákjósanlegustu um þessar
mundir og nægur og góður skíða-
snjór í Hlíðarfjalli þó svo að oft hafi
hann verið meiri. Aætlað er að hafa
allar lyftur opnar um helgina frá
kl. 10-17.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Súri hvalurinn rifinn út
SÚRI hvalurinn sem Gunnar Skjóldal í Fiskbúð-
inni við Strandgötu bauð viðskiptavinum sínum
upp á í gær var fljótur að hverfa úr borðinu en
fjölmargir girntust þetta góðgæti að margra
mati. Súra hvalinn hefur um árabil vantað í
þorrabakka landsmanna og greinilegt að margir
höfðu hug á að endurnýja kynni bragðlaukanna
við þessi matvæli. „Það er allt að verða búið,
öll bestu stykkin voru rifin út strax,“ sagði Gunn-
ar síðdegis.
Fyrsta törnin í snjómokstri á Akureyri
Mílljón á sólarhring
Morgunblaðið/Rúnar Þór
FANNFERGI er mikið á Akureyri og dæmi þess að tré hafi sligazt.
SNJÓ hefur nær látlaust verið
mokað af götum á Akureyri síð-
ustu dægur en þegar flest tæki
eru á ferðinni og mest hreinsað
kostar snjómoksturinn Akur-
eyringa 800 þúsund til eina milljón
króna á dag.
Engu öðru sinnt
„Við erum með allan okkar
mannskap í þessu og sinnum ekki
öðrum verkefnum á meðan,“ sagði
Guðmundur Guðlaugsson yfir-
verkfræðingur hjá Akureyrarbæ,
en auk starfsmanna bæjarins eru
verktakar að störfum við að koma
snjó af götum. Guðmundur sá
ekki fram á að lát yrði á snjóm-
okstri í bænum í bráðina, en mik-
ill snjór er í bænum.
Áhersla á strætisvagnaleiðir
Að sögn yfirverkfræðings er
áhersla lögð á að halda strætis-
vagnaleiðum opnum, síðan væri
farið að moka tengibrautir og
safnbrautir en íbúðargötur væru
síðastar á listanum. Þegar að þeim
kæmi væri byijað á fjölbýlishúsa-
götum og loks einbýlishúsagötum.
„Og þá er frágangurinn eftir og
gangstréttar þannig að ég sé ekki
betur en við verðum að eitthvað
fram í næstu viku, það er mjög
mikill snjór í bænum og næg verk-
efni að koma honum burtu.“
14 milljónir
í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár
er gert ráð fyrir að veija rúmum
14 milljónum króna í snjómokstur
á Akureyri. „Þetta er fyrsta törn-
in,“ sagði Guðmundur en gert er
ráð fyrir að allt að ein milljón
króna fari úr bæjarkassanum á
sólarhring þegar mest er unnið við
snjómoksturinn.
Lítið eftir
af olíu í
Grímsey
Grímsey - Olíuskip, sem lá í vari við
Akureyri í vikunni, kom til Grímseyj-
ar í gærmorgun en komst ekki upp
að vegna mikils brims í höfninni.
Öll hús í eynni eru kynt upp með
olíu og er víðast til einhver olíudreit-
ill þannig að vonast er til að ekki
komi til skorts á olíu.
Vonskuveður hefur verið við
Grímsey eins og annars staðar á
landinu í vikunni og hefur enginn
farið á sjó í viku. Síðast réru tveir
bátar á laugardaginn var og fengu
lítinn sem engan afla.
Mjólkin skömmtuð
Flugvéi frá Flugfélagi Norður-
lands lenti í Grímsey á fímmtudag
og flutti hún lítilsháttar af nauð-
synjavörum, mjólk og brauði, en
hvergi nærri nóg til að fullnægja
eftirspurninni. Því var gripið til
skömmtunar á mjólk í eynni. Feijan
Sæfari komst hingað í gærmorgun
og fengu þá öll heimili þá mjólk sem
þau vanhagaði um.
Rólegt hefur verið yfir mannlífínu
þessa viku í Grímsey af þessum sök-
um, en ætlunin er að Grímseyingar
fjölmenni í félagsheimilið Múla í
kvöld, laugardagskvöld, í hálfrar ald-
ar afmæli Garðars Ólasonar útgerð-
armanns, sem hyggst halda eyjar-
skeggjum veislu af því tilefni. Búast
má við að allir sem vettlingi geta
valdið mæti í afmæli Garðars.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
STEFÁN Bjarnhéðinsson við
Du Pont lagerinn.
Bifreiða-
verkstæði
Bjarnhéðins
meðDuPont
BIRFREIÐAVERKSTÆÐI Bjarn-
héðins hefur gerst umboðsaðili
fyrir Du Pont bílalökk og fylgiefni
á Akureyri.
Du Pont de Nemours Int er leið-
andi fyrirtæki í framleiðslu á bíla-
lökkum í heiminum. í viðgerða-
og endurlökkun er það með yfir
50% af heimsmarkaði. Blöndun á
réttum litum er auðveld og þægi-
leg fyrir bílamálara með þessu lita-
kerfi því litarefnum er blandað
saman við' bindiefni. Þannig er
sami litablöndunarbarinn notaður
fyrir olíuakríllökk, undirlökk, akr-
íllökk og poliúrethan lökk.
Du Pont hefur verið leiðandi í
þróun lakks með tilliti til meng-
unarvarna og tók snemma þá
stefnu að leggja mikla áherslu á
lökk með miklu magni þurrefnis
og draga þannig úr lífrænum leysi-
efnum.
♦ ♦ ♦----
Jónas Viðar
sýnir í Deiglu
JÓNAS Viðar Sveinsson opnar
málverkasýningu í Deiglunni, sýn-
ingarsal Gilfélagsins í Grófargili,
laugardaginn 21. janúar kl. 14.00.
Þetta er fimmta einkasýning
málarans, en hann er kominn aft-
ur heim eftir fjögurra ára listnám
við Accademia di Belle Arti di
Carrara.
Jónas hóf myndlistarnám í
Myndlistarskólanum á Akureyri
1983 og brautskráðist úr málunar-
deild 1987. Hann starfar nú sem
gestakennari við skólann.
Mannslíkaminn í allri sinni dýrð
hefur lengi verið Jónasi hugleikið
myndefni, þó greina hafi mátt
aukinn áhuga hans fyrir dýrarík-
inu á síðustu sýningu, segir í
fréttatilkynningu.
Sýningin er aðeins opin yfir
helgina, 21. og 22. janúar milli
kl. 14.00 og 22.00. |lngin boðs-
kort verða send en allir eru vel-
komnir.
-----♦ ♦ ♦---
Mývatnssveit
Samhugur á
sorgarstund
BÆNASTUND var í Reykjahlíð-
arkirkju fimmtudagskvöldið 19.
janúar kl. 21. vegna snjóflóðanna
á Vestfjörðum.
Hófst hún með hringingu og for-
spili. Séra Örn Friðriksson prófast-
ur á Skútustöðum las úr Ritning-
unni og flutti hugleiðingu. Sungn-
ir voru sálmarnir: Á hendur fel
þú honum, Þín náð er Drottinn og
Verði ljós. Þá var farið með bæn
og blessunajorð. Síðast var sungin
sálmurinn Ó þá náð að eiga Jesú.
Orgelleikari var Jón Árni Sigfús-
son. Athöfnin í kirkjunni sýndi
samhug og samúð viðstaddra á
sorgarstund. Fjölmenni var.