Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 19 Högg- myndir úrís HÖGGMYNDIR úr ís eru íslend- ingum framandi, þótt nægilegt framboð sé á hráefninu. Hilmar B. Jónsson, matreiðslumeistari, hefur þó í mörg ár þróað sig í listinni og sótt klaka í tjarnir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. í tilefni þess að Eðalís hf. hefur gert samning við þrjú fyrirtæki í Bandaríkjunum um markaðs- setningu á ismolum í neytend- aumbúðum efndi fyrirtækið til sýningar á 8 höggmyndum Hilm- ars í Skútunni í Hafnarfirði. Hilmar segir að höggmyndir af þessu tagi séu gjarnan notaðar til gagns og skreytingar á köldum veisluborðum. I gamla daga hafi klakaklumpar oft verið látnir tróna efst á réttunum til að halda matnum köldum. Smám saman fóru matreiðslumeistarar að höggva alls konar styttur úr klak- anum til aukins prýðis á borðinu. Jökulísinn í höggmyndum Hilmars er úr Breiðamerkuijökli, en frá árinu 1989 hefur verið unnið að þróun vinnslu á ís úr jöklinum. Samkvæmt upplýsing- um Eðalíss hf. er ísinn óvenjulega hrein náttúruafurð, sem jökullinn hefur geymt í kjarna sínum sl. 800-1500 ár. Niðurstöður Iðn- tæknistofnunar sýna að ísinn er án þeirra jarðefna sem veiyulegt neysluvatn tekur til sín úr jarð- veginum og samkvæmt gerlataln- ingu Hollustuverndar ríkisins er jökullinn góð vörn gegn alls kon- ar örverum. Nýr bletta- eyðir á markaðinn Á MARKAÐINN er komið nýtt efni, sem eyða á blettum. Blettaeyðirinn kemur í fimm mismunandi útgáfum og er sagður leysa upp bletti og óhreinindi í fötum og nota má hann á öll lit- og þvottekta efni. Einnig má nota blettaeyðinn á teppi og bílaáklæði. Eftir að efnið er borið á blett er það látið vinna í 1-2 mínútur og síðan er þvegið í þvotta- vél eða höndum. Það er fyrirtækið K.G. í Njarðvík sem flytur efnið inn frá Þýska- landi, en því er pakkað hérlendis í 140 millilítra plastumbúðir, sem fengnar eru frá Bretlandi. Umbúð- irnar eru merktar með tilliti til þeirra bletta, sem myndast. Svo dæmi sé tekið á blettaeyðir númer 1 að vinna á blóði, eggjahvítu, matar- og sósublettum, mjólk, rjóma, svita og þvagblettum. Aðrir vinna t.d. á ryði, bleki, olíu, lakki, fitu, kertavaxi, kaffi og víni. Ef um viðkvæm efni er að ræða er ráðlegt að prófa efnið á óáberandi stað. Vara þessi var lengi vel aðeins framleidd fyrir efnalaugar, en er nú komin á almennan neytenda- markað. Verð á hveijum brúsa mun vera 250-400 kr., enda mismun- andi álagning hjá einstökum versl- unum, að sögn umboðsmannsins, Ólafs Eggertssonar. NEYTENDUR Súrsað hval- rengi og reykt hrefnu- kjöt ÞAÐ er vandkvæðum bundið að fá súrsað hvalrengi en hann Pálmi Karlsson í Fiskbúðinni okkar í Kópa- voginum á nóg af því. Hér á árum áður var alltaf súrsað hvalrengi með þorramatnum og það jafnvel borðað allan ársins hring. Með hvalveiði- banninu hefur rengið horfið af þorra- bökkunum. En hvaðan fær Pálmi sitt- hvalkjöt? „Skepnurnar koma víða af land- inu. Hvalur er af og til að slysast í allskonar veiðarfæri og menn reyna að nýta þetta hráefni. Eg vona síðan að hvalveiðar verði leyfðar með vor- inu,“ segir hann. Tekur hálft ár að súrsa rengið Pálmi telur að það hafi tekið upp undir hálft ár að súrsa hvalrengið. Hann hreinsar það fyrst, sýður og kælir og setur svo í súrsunarmysu, súrsunaredik og rúgmjöl. Síðan tekur það sinn tíma að súrsa rengið og oft þarf að skipta um súrsunarmysu. Súrsaðan hvalinn selur hann líka í Kolaportinu um helgina og kílóið er á 1.500 krónur. Pálmi segir að í hundrað manna veislu kaupi fólk gjarnan 6-8 kíló af súrsuðum hval. Auk súrsaða hvalsins stendur við- skiptavinum til boða að kaupa hjá honum reykt hrefnukjöt. Það er soð- ið eins og hangikjöt og borðað með kartöflujafningi og tilheyrandi. Að sögn hans gefur það hangikjötinu ekkert eftir, það er fitulaust og selt í netpylsum. Kílóið kostar 890 krón- ur. Pálmi súrsar ekki bara rengið og reykir hrefnukjötið, hann selur það líka nýtt og frosið. Kílóið er selt á 690 krónur. Sýning á Honda árgerð 1995 Honda Civic fra kr. 1.140.000 Honda Accord fra kr. 1.856.000 Honda Quartet 1,51. frá kr. 1.480.000 Þú finnur örugglega bil við þitt hæfi í Honda fjölskyldunni. Kíktu til okkar í Vatnagarðana, fádu þér kaffisopa og reynsluaktu verðlaunabíl frá Honda. Opið frá kl. 12-16 Vatnagörðum • Sími 689900 Útsalan í fullum gangi Monaco sófasett, leðurlíki, 3 + 2 sæti 49.970,- stgr. Hársnyrtisett 3.990,- stgr. Polaris De Luxe 90 8/10 glansandi ryðfrítt stál með þykkum og straumsparandi botni Að sjálfsögðu 10 ára ábyrgð. Pottur 1,6 Itr. 3.1 OO,- stgr. Pottur 2,2 Itr. 3.720,-stgr. Pottur 3 Itr. 4.110,- stgr. Pottur 5,4 Itr. 4.980,- stgr. Pottur 7 Itr. 6.250,- stgr. Panna 26 cm 4.890,- stgr. Aðeins 16.990,- stgr. Pottasett - 3 pottar með glerloki. Verð frá 2.998,- Halogen borðlampar Tveir styrkleikar. Verð áður 8.150,- Nú 3.950,- —* eldhus; miðstoðin Lágmúla 6, sími 684910, fax 684914. Eldhús-, baðinnréttingar og fataskápar á ótrúlega góðu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.