Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson SAMVINNA Borgeyrar og Húnarastar RE 550 við sfldveiðar og vinnslu hefur skilað báðum aðilum miklu. Afkoma Borgeyjar hf. á Höfn í Homa- firði fer batnandi HEILDARVELTA Borgeyjar hf. á Homafirði jókst milli áranna 1993 og 1994 um 20%. Nokkuð meiri aukning þurfti að verða á magni í vinnslu eða um 70%, því vinnsla hefur farið nokkuð úr dýrari afurð- um í ódýrari. Spilar þar inn í staða á mörkuðum fyrir sfldarafurðir sem standa frekar í lægð hvað verð snertir, en magnið hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár. Þar kemur til að nýir markaðir hafa opnast eftir stórbætta meðferð sfldarafla frá því að byijað er að dæla úr nótinni þar til vinnslu lýkur. Þar er mjög hentugt rekstrar- og gæða- lega séð að hráefninu er dælt beint úr veiðiskipinu og inn í vinnsluna. Hafa afurðimar líkað mjög vel af kaupendum og Borgey styrkt stöðu sína veralega sem framleið- andi á síld. Þess má geta að Borg- ey hf. hlaut verðlaun-frá íslenskum sjávarafurðum, fyrir tækniþróun í frystingu síldar og loðnu. Húnaröst RE 550 og Borgey hf. hafa verið í samvinnu við hráefnisöflun, sem hefir miðað að því undanfarin ár að bæta meðferð hráefnis. Húna- 70% aukning vinnslu milli áranna 1993 og 1994 röstin hefur fengið tvöföldun á þeim kvóta sem lagður hefur verið upp hjá Borgey, en hátt í sextán- þúsund tonn komu á land út úr þessu samstarfi á síðasta ári. Samstarf af þessu tagi hefur verið báðum til hagsbóta. Annars vegar hefur Borgey fengið stöð- ugra hráefni sem hefur gert það að verkum að stöðug vinnsla hefur haldist allt haustið, en veðurbönn hömluðu hráefnisöflun á meðan minni bátar sáu um veiðarnar, og hinsvegar Húnaröstin hefur fengið meira til veiða og landað öllu í vinnslu sem hefur bætt afkomuna. Hráefnisskortur í janúar Nú í janúar hefur vinnsla legið niðri hjá Borgey sökum hráefnis- skorts en síldin hefur legið of djúpt fyrir veiðarnar. Þá hefur tíminn verið notaður til að undirbúa loðnu- frystingu, sem að líkindum verður í febrúar, en mjög góð afkoma varð á síðasta ári eftir loðnufryst- inguna þá. Unnið hefur verið mark- visst að aukinni frystigetu á síðari helmingi síðasta árs, sem miðar að því að rúmlega tvöfalda það magn sem fryst var á síðustu loðnuvertíð, einnig er unnið að aukinni vinnslu- getu í loðnubræðslunni á staðnum, m.a. til að anna því hráefni sem til fellur við frystingu loðnunnar. Vitanlega er þetta allt háð sömu forsendum um veiðar og hráefnis- öflun og á síðasta ári. 1993 1994 tonn tonn Frystar afurðir heild 3.543 6.208 Fryst sfld 1.646 4.142 Fryst loðna 152 1.189 Saltaðar afurðir heild 3.011 4.951 Saltfiskur 992 1.735 Saltsfld, tunnur 18.000 33.000 Heildarafurðir, tonn 6.554 11.159 Norðmenn auka útflutning á ferskri síld og flökum ÚTFLUTNINGUR Norðmanna á frosinni sfld til Evrópusambands- ríkja og Japans minnkaði nokkuð á síðasta ári en jókst hins vegar veralega til Austur-Evrópu. Þar hefur víða opnast alveg nýr mark- aður og ekki aðeins fyrir frosna síld, heldur einnig fyrir ferska síld og sfldarflök. Evrópusambandið, ESB, og Jap- an hafa lengi verið helstu markað- ir Norðmanna fyrir frosna síld en á síðasta ári minnkaði útflútningur- inn til ESB úr 18.100 tonnum í 17.100 tonn og Japanir keyptu 12.300 tonn í stað 16.500 árið áður. Heildarútflutningur frosinnar sfld- ar jókst þó úr 64.300 tonnum 1993 í 93.400 1994. Var aukningin öll í Austur-Evrópu. Útflutningur til Póllands fór úr 5.350 tonnum í 16.250; til Rúss- lands úr 1.400 tonnum í 14.600; til Lettlands úr 66 í 7.650; til Lit- háens úr engu í 6.400; til Rúmeníu úr 2.400 í 3.200; til Eistlands úr 160 í 2.800 og til Úkraínu úr fímm tonnum í 1.800 tonn. Aukningin öll í A-Evrópu og verðhækkun á ferskri síld Heildarverðmæti útflutningsins á frystri síld var 2,14 milljarðar fsl. kr. 1993 en tæpir þrír milljarð- ar kr. á síðasta ári. Meðalverð á kíló lækkaði hins vegar milli ára úr 33,30 kr. í 31,50. 12% verðhækkun Útflutningur á ferskri sfld minnkaði milli áranna 1993 og ’94, úr 93.000 tonnum í 86.000 tonn, en verðmætið jókst þó vegna verð- hækkunar upp á næstum 12%. Mesti markaðurinn fyrir fersku sfldina er í Danmörku en hann hefur samt minnkað mikið. Þangað vora seld 59.200 tonn 1993 en 30.500 tonn á síðasta ári. Til Rúss- lands jókst hins vegar útflutningur á ferskri síld úr 4.000 tonnum í 22.350 tonn en verðið var lágt, ekki nema 1,20 kr. kg. Pólland er orðið mikilvægasti markaður Norðmanna fyrir frosin síldarflök og þangað fóru 42.000 tonn á síðasta ári. Eru það 63% af þessari framleiðslu. Aukning í ferskum flökum Útflutningsverðmæti ferskra síldarflaka hækkaði verulega á síð- asta ári en helsti markaður fyrir þau er í ESB. Þangað fóra 3.900 tonn 1993 en 5.100 tonn í fyrra og verðmætið fór úr tæplega 1,8 milljörðum í rúma 2,4 milljarða. Til Póliands jókst útflutningurinn úr 111 tonnum í 970 og það er aðeins Þýskaland, sem er stærra með 4.800 tonn. Útflutningur Norðmanna á salt- síld tvöfaldaðist í fyrra, fór úr 7.500 tonnum í 15.000, og verðmætið var rúmlega helmingi meira, úr tæp- lega 2,5 milljörðum kr. í tæpa 5,4 milljarða. Munaði mest um aukn- inguna til Rússlands, úr 910 tonn- um 1993 í 8.000 tonn í fyrra. FRÉTTIR: EVRÓPA Tungnmála- átök í ESB Strassborg. Reuter. TUNGUMÁLAÁTÖK geisa nú í Evr- ópusambandinu eftir að fulltrúar á Evrópuþinginu skáru upp herör gegn hugmyndum Frakka, sem nú eru í forsæti í ráðherraráðinu, um að fækka vinnutungumálum sambands- ins í fimm. Frakkar eru sakaðir um hroka og tvískinnung; að vilja í aðra röndina viðhalda „menningarlegri fjölbreytni" þegar franskan eigi und- ir högg að sækja á alþjóðavettvangi, en vaða yfir fámennari málsvæði á evrópskum vettvangi. Frakkar era reyndar þegar byijað- ir að draga í land. Alain Lamasso- ure, Evrópumálaráðherra, sendi frá sér bréf, þar sem hann ítrekaði að Frakkar hefðu ekki gert neina form- lega tillögu um að fækka vinnu- tungumálum og myndu ekki gera í forsetatíð sinni. „Mér þætti afar erf- itt að segja Grikkjum að þeir hefðu ekki rétt til að tala tungu Sókratesar á vettvangi ESB,“ sagði gríski Evr- ópuþingmaðurinn Georgios Anastas- sopoulos. „Við getum ekki farið fram á það við kjósendur að þeir kjósi aðeins frambjóðendur, sem tala frönsku eða ensku.“ Maastricht-samningurinn óskiljanlegur á ensku Lis Jensen, Evrópuþingmaður dönsku Alþýðuhreyfingarinnar gegn ESB, sagði að yrði danska tekin af lista vinnutungumála sambandsins, myndu Danir endanlega segja sig úr lögum við það. „Maastricht-sátt- málinn var nógu torskiljanlegur á dönsku. Hann yrði algerlega óskilj- Kvóti á kínversk kvenföt • EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur sett tímabundinn innflutnings- kvóta á kvenföt frá Kína. Kvót- inn gildir fram til 14. febrúar o g er 2,12 milljón flíkur. Inn- flutningstakmarkanirnar ná ekki til pijónless, heklaðra fata, skíða- eða skokkgalla. • „SETZTU niður, Santer. Höldum áfram að vinna,“ sagði forseti Evrópuþingsins, Klaus HSnsch, er nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jacques Santer, var í óðaönn að taka við hamingjuóskum frá Evr- ópuþingmönnum eftir að traust var samþykkt á stjórn hans síð- astliðinn miðvikudag. Santer virti forsetann ekki viðlits og hélt áfram að taka í hendur. • EVRÓPUÞINGIÐ hafði í vik- unni sigur í tveggja ára langri baráttu sinni við framkvæmda- stjórnina um hámarksafl vél- hjólahreyfla. Eftir sáttafundi með fulltrúum ráðherraráðs ESB höfðu þingmenn sitt fram; nýjan lagatexta, þar sem engin tak- anlegur á ensku,“ sagði hún. Wilfried Martens, fyrrverandi for- sætisráðherra Belgíu, hefur sem slík- ur fengið nóg af t.ungumálaetjum. Martens, sem nú situr á Evrópuþing- inu, segir að breytingar á núverandi kerfi myndu fá almenningsálitið upp á móti ESB. Andstæðingar Evrópu- samranans muni grípa þetta hálm- strá og nota gegn aukinni samvinnu. Opinber tungumál ESB eru nú ellefu, eftir að Svíþjóð og Finnland bættust í hóp aðildarríkja. Alain Lamassoure hefur bent á að nú séu 110 mismunandi samsetningar túlk- unar á milli tungumála, sem út- heimti heilan her af túlkum. Erfitt sé að finna hæft fólk til að túlka t.d. milli finnsku og grísku. „Láttu orðið ganga“ Sænskir og finnskir þingmenn hafa þó talað móðurmál sitt á Evr- ópuþinginu nú í vikunni án þess að það hafi haft veruleg vandamál í för með sér. Embættismenn þingsins viðurkenna að þingskjöl liggi ekki fyrir á öllum opinbera málunum enn sem komið er, og að stundum þurfi að túlka óbeint milli minna þekktra mála, til dæmis af finnsku yfir á þýzku og af þýzku á grísku. Einn embættismaðurinn sagði að þetta minnti á leikinn „láttu orðið ganga“, sem stundum er leikinn í barnaaf- mælum. „Það er hvíslað í eyru koll af kolli og það, sem kemur út á end- anum er ekki endilega það, sem menn töldu sig hafa sagt,“ sagði hann. Reuter Aho í Moskvu ESKO Aho, forsætisráðherra Finnlands, er í opinberri heimsókn í Rússlandi og sést hér með Viktor Tsjernómyrd- ín, rússneskum starfsbróður sínum. Aho hefur kynnt rúss- neskum stjórnvöldum áhyggj- ur Evrópusambandsins vegna borgarastyijaldarinnar í Tsjetsjníu. mörk eru sett á vélarafl. Fram- kvæmdastjómin vildi takmarka vélaraflið við 74 kilówött og hélt því fram að samband væri milli vélarstærðar og slysa á hrað- brautum. Martin Bangemann, framkvæmdastjórnarmaður, við- urkenndi ósigur sinn og þáði far um götur Strassborgar á vélhjóli með brezka Evrópuþingmannin- um Roger Barton. Ösamið við Noreg um tolla Ósló. Morgunblaðið. NORÐMENN hafa ekki enn náð samkomulagi við Evrópusambandið um tollabreytingar á útfluttum sjáv- arafurðum til Svíþjóðar og Finn- lands, sem áður voru í EFTA, en nú hafa gengði í ESB. Grete Knudsen viðskiptaráðherra Noregs sagði í fyrirspumatíma á Stórþinginu í gær að viðræður um þessi mál myndu ekki hefjast að alvöru fyrr en í fyrsta lagi í lok janúar. Norðmenn vilja til að byija með fá tollfijálsan kvóta, sem samsvarar útflutningi þeirra til norrænu ná- grannaríkjanna á síðasta ári. Til lengri tíma litið stefna þeir hins vegar að því að ná föstu sam- komulagi um annað hvort tollfrelsi að hluta eða að tollar falli almennt niður. Að sögn Knudsen geta Norðmenn hafíð samningaviðræður við ESB á grundvelli hins nýja GATT-sam- komulags um bætur vegna þeirra tolla sem lagðir voru á við inngöngu Svía og Finna í ESB. Viðskiptaráð- herrann tók þó fram að Norðmenn hygðust ekki krefjast fullrar endur- greiðslu vegna hinna auknu tolla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.