Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ , Fundað með Rússum í Múrmansk Samið verði í Barents- hafsdeilu sem fyrst EMBÆTTISMENN frá utanríkis-, forsætis- og sjávarútvegsráðuneyti áttu á fímmtudag fund í Múrmansk í Rússlandi með fulltrúum rúss- neska utanríkisráðuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins. Rætt var um sjávarútvegsmál og ákveðið að stefna sem fyrst að samningum um ágreiningsmál varðandi veiðar í Barentshafi. I tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu segir að aðalumræðuefni fundarins hafi verið fiskveiðar í Barentshafi og möguleikar á auk- inni samvinnu íslenzkra og rúss- neskra fyrirtækja á sviði sjávarút- vegs. Ákveðið var að halda hið fyrsta þríhliða fund ríkjanna, en um hann var rætt á fundi Jóns Bald- vins Hannibalssonar og Andrejs Kozyrevs, utanríkisráðherra Rúss- lands, fyrir skömmu. Rætt við fulltrúa útgerða íslenzka sendinefndin átti jafn- framt fundi með fulltrúum allra helztu útgerðarfyrirtækja í Norð- vesturhéruðum Rússlands og mun í dag ræða við fulltrúa stjómar Múrmanskhéraðs. Askrifendur á Súðavík MORGUNBLAÐIÐ býður áskrifendum sínum á Súðavík að fá blaðið sent þangað sem þeir dvelja, á ísafirði. Súðvík- ingum er bent á að koma upp- lýsingum um dvalarstað sinn til Auðar Yngvadóttur, um- boðsmanns blaðsins á ísafírði, í síma 5477 og verða blöðin send um hæl. Ný leigribílastöð lægri taxti NÝ leigubílastöð, Litli bíll, tekur til starfa í dag og verða taxtar nýju stöðvarinnar 10-25% lægri en annarra leigubílastöðva, að sögn Sigurðar Siguijónssonar hjá Litla bíl. Alls verða sex leigubflar í rekstri en auk þess fjórar límúsínur og sameiginleg afgreiðsla verður með Limousinþjónustu B.P. og Litla bíls. tjónusta límúsínbflanna verður á sama verði og leigubíl- anna. Leigubílastöðin fékk leyfí til starfseminnar í október 1992 og hefur stofnun stöðvarinnar verið í undirbúningi síðan. Stöðin verður til húsa í Malarhöfða 2, á sama stað og Greiðabílar hf. eru til húsa. Sigurður segir að Litli bíll geti boðið 10-25% lægra verð en aðrir þar sem stöðin tekur ekki þátt í 20-40% afsláttarkjörum annarra leigubifreiðastöðva í Reykjavík til opinberra aðila. Þess í stað er ætl- unin að láta hinn ajmenna borgara njóta lægri taxta. Á styttri leiðum, t.a.m. frá miðbæ og austur í Breið- holt, er afslátturinn um 10% en allt að 25% afsláttur á utanbæjar- ferðum. Sigurður segir að kíló- metragjald Litla bíls utanbæjar verði 80 krónur en sé 107 krónur hjá öðrum leigubílastöðvum borgar- innar. Startgjaid Litla bfls verði 230 krónur en sé 270 krónur hjá öðrum. Allir bflar Litla bfls taka við greiðslukortum VISA og Eurocard. Morgunblaðið/RAX r ^ I \ wm m 1 m IpSp p|f p* r Hættuástandi aflýst í Súðavík SÚÐVÍKINGAR komu saman í gærkvöldi í matsal Sjúkrahússins á ísafirði til að drekka saman kaffi og ræða um framtíðina. Þeir eru að byrja að skipuleggja nánustu fram- tíð fjarri heimabyggðinni. Flest bendir til að komið verði ugp eins konar samfélagi íbúa frá Súðavík á Isafirði. Grunnskóli, leik- skóli og Sparisjóður Súðavíkur munu verða opnaðir á ísafirði eftir helgi. Sérfræðingar í snjóflóðahættu skoðuðu sivjóhengjur í hlíðinni fyrir ofan Súðavík í gær. Að mati þeirra er ekki hætta á að fleiri flóð fjalli úr fjallinu ef veður breytist ekki. ÖUum er þó óheimilt að fara til Súðavíkur nema með leyfi almannavamanefndar. Súðvíkingar hafa þrýst fast á að fá að fara til Súðavíkur til að vitja um eignir sín- ar. Margir þeirra em ekki með neitt þar sem þeir dvelja á ísafirði nema fötin sem þeir era í. í gærkvöldi ákvað almannavarna- nefnd að heimila SúðvQdngum að fara í dag heim til sín í fylgd með björgunarsveitar- mönnum. Grunnskóli Súðavíkur mun hefja starf- semi sína á ísafirði nk. mánudag. Sömu kennarar munu kenna börnunum og kenndu þeim í Súðavík. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks í Hafnarfirði Forsætisráðherra van- hæfur í kærumálinu BÆJARFULLTRÚAR Alþýðu- flokksins í Hafnarfírði hafa sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf, þar sem þeir fara fram á að hann vísi frá sér kærum vegna við- skipta Hafnarfjarðarbæjar og Hag- virkis-Kletts hf. Telja alþýðuflokks- menn Davíð vanhæfan í málinu. Efasemdir um hæfi í bréfí bæjarfulltrúanna segir að leiki vafi á hæfi Rannveigar Guð- mundsdóttur félagsmálaráðherra, sem alþýðuflokksmanns og væntan- legs frambjóðanda í Reykjaneskjör- dæmi, að höndla málið, hljóti hið sama að gilda um hæfí sjálfstæðis- manna í ríkisstjóm, sem kunni að hafa pólitískra hagsmuna að gæta varðandi lyktir þess. Bæjarfulltrúamir segja einnig að forsætisráðherra hafí tjáð sig efnis- lega um málið á opinberum vett- vangi og það eitt hljóti að gera hann vanhæfan til að fjalla um eða fara með málið fyrir hönd ríkis- valdsins. Þá hljóti að vakna efa- semdir um hæfí Davíðs til að fjalla um kæm, sem undirbúin sé og flutt af nánum samstarfsmanni hans, Jóni Steinari Gunnlaugssyni lög- manni. Þá segja þeir að efasemdir vakni um hæfi ríkislögmanns, Jóns G. Tómassonar, án þess þó að heið- arleiki hans sé dreginn í efa, þar sem hann hafi um árabil verið nán- asti samverkamaður Davíðs í borg- arstjóm og vinur. Vísi málinu frá sér „Það að þú skulir einnig hafa haft bein afskipti af því að mynda núverandi meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags og ekki síður vegna afskipta þinna af mál- efnum Hafnarfjarðar á síðustu dög- um, sem þú hefur sjálfur skýrt frá í plmiðlum, er með öllu ófor- svaranlegt að þú hafir afskipti af þessu máli og því krefjumst við þess að þú vísir málinu frá þér og þeir sem lúta þínu flokkslega for- ræði komi þar hvergi nærri,“ segja bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins. Stormur og él fyr- ir vestan SAMKVÆMT upplýsingum frá Veðurstofu er gert ráð fyrir stormi og éljum á norðanverðum Vestfjörðum í dag. Er búist við 9-10 vindstig- um þegar líða tekur á morguninn og mun vindur snúast í norðaustur og ganga inn á landið norðanvert og Vestfirði með deginum. Ann- ars staðar verður hvöss norð- an- og norðaustanátt með j slydduéljum við ströndina en éljum annars staðar. Á Suður- og Vesturlandi verður stinningskaldi í dag en engin úrkoma, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Flugleiðir íhuga áætlunarflug tíl Halifax í Kanacla sumarið 1996; Kanadastjórn lætur af and- stöðu sinni FORSÆTISRÁÐHERRA Kanada, Jean Chrétien, hefur sent Davíð Oddssyni bréf, þar sem hann bend- ir á að Kanada hafí nú mótað nýja og opnari loftferðastefnu og segist vonast til að nú verði hægt að koma á beinu áætlunarflugi milli íslands og Kanada. Flugleiðir hf. hafa látið í ljós áhuga á áætlunar- ferðum til Halifax á Nova Scotia og segir Einar Sigurðsson, blaða- fulltrúi félagsins, að þær geti haf- izt sumarið 1996 ef af verði. Betri nýting flugvéla Chrétien rifjar í bréfí sínu upp fund sinn með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra hér á landi síðastlið- ið haust, en þar tók Davíð umleit- anir Flugleiða upp við starfsbróður sinn. Segist Chrétien í bréfinu viss um að frumkvæði Kanadamanna nú komi til móts við áhuga íslend- inga. Einar Sigurðsson segir að það gæti reynzt hagkvæmt að fljúga til Halifax með Boeing 737-þotum Flugleiða og ná þannig betri nýt- ingu á þeim, því að þær bíði yfír- leitt á íslandi yfir nótt. Þannig gæti Kanadaflugið fallið að Norð- ur-Atlantshafsflugi félagsins og mögulegt væri að bjóða upp á flug frá Norður-Evrópulöndum um ís- land til Kanada. Fylkisstjórnvöld þrýstu á Einar segir að nánari athugun á þessum möguleikum hafí verið nánast útilokuð, því að ekki hafi verið til loftferðasamningur milli íslands og Kanada. Kanadastjórn hafí staðið gegn gerð slíks samn- ings vegna andstöðu þarlendra flugfélaga. í framhaldi af eftir- grennslan Flugleiða og bandarísks i flugfélags eftir heimild til áætlun-1 arflugs til Halifax hafí fylkisstjórn-: völd hins vegar beitt sér fyrir því| við sambandsstjórnina í Ottawaí að breytt yrði um stefnu. „Nú hafa kanadísk stjórnvöld 1 breytt afstöðu sinni og staðfesta! það með þessu bréfí til forsætisráð- í herra,“ sagði Einar. „Þetta erl ánægjuefni fyrir Flugleiðir og nú 1 verður farið í að gera markaðs- könnun og skoða þessa möguleika nánar. Frumathugun hefur farið fram, en engin ákvörðun tekin fyrr < en búið er að gera ýtarlega könn- j un.“ Loftferðasamningur verði gerður Einar sagði að í framhaldi af { stefnubreytingu kanadísku stjórn- j arinnar væri gert ráð fyrir að gerð- í ur yrði loftferðasamningur íslands og Kanada. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.